Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 17

Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 17
Hliðarspor í Englandi Ágúst Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, varað leggja síðustu hönd á endanlega gerð handrits að kvikmynd sem gerist á 10. öld ÍEnglandi og Englendingarmunu fjármagna Frumherjar íslenskrar kvik- myndagerðar sækja í æ ríkari mæli á erlend mið til að gera kvik- myndir sínar. Hrafn Gunnlaugs- son er staddur í Svíþjóð við að leggja síðustu hönd á sjónvarps- myndina Skækjan og böðullinn, sem gerð er eftir smásögum Ivars Loo Johansen. Lárus Ýmir er einnig í Svíþjóð að vinna að ann- arri kvikmynd sinni fyrir þar- Ienda. Þráinn Bertelsson hefur átt í viðræðum við þýska aðila um kvikmynd þar í landi. Og Ágúst Guðmundsson er staddur í London þar sem hann hefur verið að leggja síðustu hönd á handrit að kvikmynd, sem tekin verður í Noregi að hluta og í Englandi. Þjóðviljinn sló á þráðinn til Ágústar og innti hann að því hvernig miðaði. Sagðist Ágúst hafa að undanförnu verið að umskrifa handritið með enskum rithöfundi en nú væru þeir komn- ir með síðustu handritagerðina í hendurnar. Vonaðist hann til að fljótlega yrði gengið frá endan- legum samningum við fram- leiðandann. Fyrirtækið sem Ágúst stendur í samningum við nefnist Dumbart- on films. Þetta er meðalstórt kvikmyndafélag, sem hefur eink- um lagt áherslu á sjónvarps- myndir og fræðsluefni. Það hefur þó verið að færa út kvíarnar að undanförnu og ætlar í framtíðinni að leggja meiri áherslu á leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Nýlega var frumsýnd kvikmyndin Sur- render, sem er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Dumbarton framleiðir. Kvikmynd Ágústar verður önnur í röðinni. „Kvikmyndin á að gerast á 10. öld í Englandi, á þeim tímum er Eiríkur Blóðöx sat í Jórvík, en hann er okkur íslendingum kunnur úr Egilssögu, því Egill flutti Eiríki Höfuðlausn á sínum tíma. Egill kemur þó ekki fram í myndinni og Eiríki bregður bara fyrir. “ Ágúst sagði að söguþráðurinn væri frumsaminn þó byggt væri óbeint á sögulegum atburðum. Ráðgert er að tökur hefjist í maí á næsta ári og verður stór hluti kvikmyndarinnar líklega skotinn í Noregi, en Ágúst er á förum til Noregs ásamt forráðamönnum Dumbarton til samningavið- ræðna við Norðmenn. Myndin verður fjármögnuð af Englendingum en jafnframt er búist við að Norðmenn leggi í púkkið. Ágúst var spurður að því hvort hann væri hættur að gera kvik- myndir á íslandi. „Nei, ég tel fullvíst að ég komi aftur upp til íslands og eigi eftir að gera fleiri kvikmyndir heima. Þetta er bara hliðarspor hjá mér. Hinsvegar hef ég áhuga á nánara samstarfi við erlenda aðila um fjármögnun kvikmynda á íslandi. Hrafn hefur þegar riðið á vaðið með það og ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri kvikmyndagerðar- menn muni fylgja á eftir,“ sagði Ágúst að lokum. —Sáf Nafn vikunnar DQ ekkert að huqsa um títlatoq Jón L. Árnason, nýbakaður stórmeistari ískók SíðastHðinn mánudag bættist 6. íslenski stórmeistarinn í hópinn. Eins og flestir vita var það Jón L. Árnason, 25 ára Reykvíkingur. Jón er sonur hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur ritara og Árna Björnssonar endurskoðanda sem nú er látinn. Jón útskrifaðist úr viðskiptafræðideild Háskóla íslands 1. mars á þessu ári. Hann byrjaði að tefla fyrir alvöru eftir heimsmeistaraeinvígið íReykjavík '72.5 árum síðar var hann orðinn íslandsmeistari, 16 ára gamall. Jón ersá yngstisem náð hefur þessum titli. Sama ár varð hann heimsmeistari sveina 17 ára og yngri í Cagnes Sur MeríFrakklandi. Jón varð alþjóðameistari í Póllandi '79. 1980 varð hann efstur á skákmóti í New York. Hann varð einnig efsturíZug í Sviss '83. Jón hefur teflt á 4 ólympíu skákmótum og var í skáksveit íslands á heimsmeistaramóti unglingasveita 26 ára og yngri, '83 í Chicagó en þar urðu íslendingar í 2.-3. sæti. Svo kom að því að draumurinn rættist. Jón L. Árnason náði fyrsta áfanga eða stórmeistaratitli á Húsavík í fyrra á alþjóðlegu móti. Næsta áfanga í Helsinki í júní og Stórmeistaratitlinum náði hann í Búlgaríu í vikunni. Var ekki mikill léttir að ná stór- meistaratitlinum? „Jú, þetta var mikill léttir því það er erfitt að tefla á mótum þegar maður er að hugsa um þennan titil. Nú getur maður teflt skák án þess að hafa áhyggjur af titlatogi.“ Kom það þér á óvart að ná þess- um titli á svona skömmum tíma? „Ég bjóst nú við þessu því ég hef verið nálægt þessu á síðustu tveimur árum, það vantaði herslumuninn þar til nú.“ Hvað er framundan hjá þér Jón? „Ég ætla að tefla enn um sinn enda var það aldrei tilgangurinn með stórmeistaratitlinum að hætta að tefla. Vafalaust bjóðast mér nú fleiri tækifæri til að tefla. Það er ólympíuskákmót í nóvem- ber, haldið í Dubai í sameinuðu Arabísku furstadæmunum. Mað- ur lætur ekki svo gott mót fram- hjá sér fara. Ég vona að í framtíð- inni geti ég sameinað skákina og önnur viðfangsefni sem tengjast mínu námi. Annars hef ég engin áform uppi.“ Heldurðu að við eignumst fleiri stórmeistara á næstu árum? „Karl Þorsteins hefur komist næst okkur að styrkleika. Svo er bráðefnileg kynslóð að koma upp. Þetta kemur svona í kipp- um. Ef einn skarar fram úr hvetur það hina. Það var svoleiðis með okkur fjóra sem erum stórmeist- arar á svipuðum aldri.“ Að hverju stefnirðu nú? „Kannski er draumurinn í augnablikinu að ná 2600 stigum.“ SA. _____________LEIÐARI__________ Sjálfstœtt fréttamat Niöurstööur skoöanakönnunar sem Hag- vangur gerði fyrir Ríkisútvarpið vekja fleiri spurningar en þær svara. Um 75% þáttakenda töldu fréttir ríkisfjölmiðlanna frekar eöa mjög ábyrgar og trúverðugar en aðeins rúm 20% höfðu sömu skoðun á fréttaflutningi dagblað- anna. Þó þetta stórt hlutfall telji fréttir útvarps og sjónvarps ábyrgar eru þó rúm 56% á því að fréttir sjónvarps hafi að undanförnu markast í ríkari mæli en áður af æsifréttastíl. Samkvæmt því mætti álíta að stór hluti hlustenda telji æsifr- éttastílinn ábyrgan fréttaflutning. Spurningin um æsifréttamennsku sjónvarps- ins orkar hinsvegar mjög tvímælis. Hvað er æsi- frétt? Er hér átt við fréttaflutning sjónvarps af Hafskipsmálinu og málum tengdum því? Eða er vegið að fréttaflutningi fréttastofu sjónvarps frá Arnarflugsmálinu? Eru það slysafréttir eða út- tekt Kastljóss á klámbylgjunni? Kannski allt þetta og meira til? Og er það neikvætt eða er það jákvætt að vera með svokallaðar æsifréttir? Útvarpsráð hefur verið iðið við kolann að und- anförnu að leiðbeina fréttamönnunum við hvernig þeir eigi ekki að gera. Slíkt er mjög varasamt þegar pólitískir kommissarar taka að sér hlutverk siðgæðispostula. Tíðkast slíkt að vísu í austantjaldsríkjunum og einræðisríkjum víða í heiminum en í nágrannalöndum okkar yrðu slík afskipti aldrei liðin. í föstudagsleiðara Morgunblaðsins er lagt út af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og er það skoðun leiðarahöfundar að könnunin taki undir gagnrýni útvarpsráðs á fréttastofnuna. Vita- skuld gleður þetta leiðarahöfund Moggans mjög því æsifréttir sjónvarpsins eru að hans mati fréttir ríkisfjölmiðlanna af Hafskipsmálinu, en Morgunblaðið og DV, sem hingað til hefur ekki veigrað sér við æsifréttum, hafa af eðlileg- um ástæðum viljað þaga það mál í hel. Einsog fyrr sagði orkar spurningin um æsi- fréttastíl mjög tvímælis. Þar sem ekki er útskýrt hvað átt er við dregur hinn spurði þá ályktun, að fyrst spurt er um æsifréttir hljóti að vera æsifrétt- ir í sjónvarpinu. Allt yfirbragð frétta sjónvarps að undanförnu einkennist af hraða og mun hress- ari fréttamennsku en var áður. Það er ekki þar með sagt að fréttirnar hafi batnað en á yfirborð- inu virðist mun meira vera að gerast. Það er því eðlilegt að hinn spurði dragi þá ályktun að æsifr- éttastíllinn hafi aukist að undanförnu. Ályktanir útvarpsráðs að undanförnu, sem fjölmiðlar hafa rækilega kynnt, hafa eflaust haft mótandi áhrif á skoðanir hlustenda. Eitthvað safaríkt hlýtur að vera í fréttunum fyrst mennirnir eru sí og æ að álykta. Það er því rangt hjá leiðarahöfundi Morgun- blaðsins að niðurstaða skoðanakönnunarinnar taki undir gagnrýni útvarpsráðs því yfirgnæf- andi meirihluti er ánægður með þær breytingar sem orðið hafa á fréttum að undanförnu. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að mun færri telja fréttaflutning dagblaðanna ábyrgan en fréttaflutning ríkisfjölmiðlanna. Dagblöðin hafa löngum haft á sér pólitískan stimpil en ríkisfjölmiðlarnir átt að vera hafnir yfir slíkt. Afskipti útvarpsráðs að undanförnu sýna samt að svo er ekki. Fréttastofur ríkisfjölmiðl- anna virðast eiga við sama vandamálið að glíma og fréttadeildir dagblaðanna, þar sem hagsmunahópar reyna að hafa áhrif á frétta- flutning. Hinsvegar liggja tengslin ekki eins í augum uppi því mönnum hættir til að líta á ríkið sem einhverja ópersónulega stofnun en stjórnmálaflokkarnir sem beint eða óbeint standa að baki dagblöðunum eru persónugerf- ingar ákveðinna skoðana og hagsmuna. Sá lærdómur sem fjölmiðlarnir geta dregið af þessari skoðanakönnun er að eina leiðin til að öðlast traust er að fréttadeildirnar beiti sínu sjálfstæða fréttamati. —Sáf Sunnudagur 13. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.