Þjóðviljinn - 13.07.1986, Page 20

Þjóðviljinn - 13.07.1986, Page 20
Bæjaraland Hundrað listamenn hylltu Franz-Josef Strauss en mannvalið var skrýtið, og þeir höfðu í reynd aldrei skrifað undir neitt Einn helsti máttarstólpi íhald- sins í Vestur-Þýskalandi er Franz-Josef Strauss, foringi þess útibús frá Kristilegum, CSU, sem fer með völd í Bæjaralandi. Strauss hefur þótt annað betur gefið en að umgangast menninguna- því vakti það nokkra athygli fyrir skömmu, að tilkynnt var að hundrað menningarvitar í Bæjaralandi hefðu undirritað hyllingarbréf til hans. Og nú kannast sumir þeirra alls ekki við að hafa skrifað undir þetta bréf. „bókmenntaklíkum" Þýskalands kveðjur í nýlegum ræðum og hvatt þess í stað til þess að menn hafi hugann við „súkkulaðihlið- ina á menningu okkar“. Og nú átti semsagt að sýna Græningjum og Sósíaldemókröt- um, að það væri út í hött að líta á flokk Strauss, CSU, eins og „risa- eðlu með lítinn heila“. Það var fjölmiðlatengslamaður flokksins, Markus Schöneberger, sem skipulagði undirskrifta- söfnunina. Aðferð hans var sú, að hringja í menn út og suður, sem honum leist einna skást á, og segja með almennum orðum hvað til stæði að skrifa um „and- rúmsloft frjálsrar listsköpunar“ í Bæjaralandi. Síðan fékk hver þeirra, sem talað var við, bréf heim til sín, með tilbúnum texta þakkarávarpsins til Franz-Josefs Strauss. Bragðvísi fjölmiðlafull- trúans kom svo fram í því, að að- eins þeir sem létu sérstaklega vita af því, að þeir væru ekki sam- þykkir textanum, sluppu við að lenda undir honum. Þeir sem ekki létu til sín heyra voru settir á listann samkvæmt formúlunni: þögn er sama og samþykki. Þessi skrýtna aðferð við að safna undirskrifum, sem þó ekki voru undirskriftir, hefur vakið upp hneykslun. Einnig meðal þeirra sem á listanum lentu. Sumir þeirra eru mjög reiðir. Einn þeirra, Hans-Christian Blech, komst svo að orði: „Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá þetta. Ég er ekki nein frama- hóra.“ Svo fór um sjóferð þá. (byggt á Spiegel). ŒlliSf© ... Strauss, forsætisráðherra Bæjara- lands: væri þessum listaklíkum ekki nær að hugsa um súkkulaðihliðina á menningu okkar? Vinsamlegast FRAMVÍSID BANKAKORTI þegar þið greiðið með tékka Hans-Christian Blech: aldrei skrifaði ég undir, og er ég engin framahóra... Sem fyrr segir þótti hollustu- yfirlýsingin við Strauss nokkrum tíðindum sæta. Blaðið Bay- ernkurier sagði sem svo, að nú væri loksins búið að snúa niður fordóma, sem gilt hefðu ára- tugum saman. Semsagt þá villu, að „andinn flygi með vinstrislag- síðu“. Blaðið skýrði frá því með mikl- um fögnuði, að forsætisráðherra þessa stærsta „lands“ Sambands- lýðveldisins hefði fengið bréf undirritað af hundrað nafn- greindum listamönnum og væri það fullt aft lofi um það „dásam- lega andrúmsloft" fyrir listir og menningu, sem skapað hafi verið í Bæjaralandi. En þegar menn svo fóru að skoða málið nánar, þá kom það í ljós, að varla hafði nokkur þeirra Bæjara, sem álits njóta sem skáld eða kvikmyndamenn eða leikhúsmenn skrifað undir. Þeim mun meira var af fjölmiðlastjörn- um og skemmtikröftum. Og í annan stað var náttúrlega ekki um það að ræða að listafólk hefði sjálft komið saman til að hylla landsföðurinn, heldur hafði flokkur Strauss, CSU, skipulagt þessa aðgerð sem lið í „almanna- tengslum“ eins og það heitir. v Skrýtin aðferð Talið var að ekki mundi af veita. Menntamálaráðherra Strauss hefur átt í útistöðum við leikhús í Múnchen (m.a. út af andófi þar gegn kynþáttakúgun í Suður-Afríku), útvarpsstjóri hans hefur beitt ritskoðun, sjálf- ur hefur Strauss ekki. vandað ObOO «*m 000? 0 OM.OW ii ^oo oooo ooo^ 0300 0000 0002 5b0 ~ •** . i g 0 J 2 oTíTb i - 0- S"5=S? SS a3t ,7 mub*nk,nn h SÉWi í§é 0000 oonp 0?6ft - j ‘ O H BJ**»*00 C“-D*W Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti Alþýöubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir AUK hf./SlA X2.5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.