Þjóðviljinn - 24.07.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 24.07.1986, Page 6
FLOAMARKAÐURINN Ibúð óskast Hjón meö 3 börn óska aö taka á leigu 4-5 herbergja íbúö. Einhver fyrirframgreiösla möguleg. Reglu- semi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 29003. Óska eftir gömlu sófasetti og einnig gömlu leirtaui. Sími 10541 á kvöldin. íbúð óskast Ungt par utan af landi, bæði í námi, óska eftir að taka 2-3 herb. íbúö á leigu frá 1. sept. nk. Algjör reglu- semi. Uppl. í síma 622790 og 13681 (Asa). Til SÖIu Tvíbreitt fururúm með dýnum kr. 5.000.-. Einnig Köhler saumavél í skáp fyrir lítið. Uppl. í síma 33259. Til sölu er öryggisbelti fyrir burðarrúm, barnabílstóll og barnaöryggisbelti. Allt frá Bitrax. Uppl. í síma 18417. Svalavagn óskast Óska eftir að kaupa ódýran vel með farinn svalavagn. Uppl. í síma 79330. Er i námi Óska eftir að taka á leigu litla ein- staklingsíbúð, húshjálp kæmi vel til greina upp í leigu. Uppl. í síma 71371. Góðan daginn Mig bráðvantar húsnæði einhvers staðar miðsvæðis í borginni. Greiðslugeta 7-10 þús. á mánuði. Einhver fyrirframgreiðsla hugsan- leg og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 621746, Steinunn. Barnlaust par óskar eftir 2-3 herb. íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 34685 og 13043. Bílaskipti Óskum eftir góðum station bil í skiptum fyrir öndvegis eintak af Ga- lant station 1980 og 150 þúsunda milligjöf staðgreitt. Simi 666623. Fallegir kettlingar fást gefins sími 25859. Til sölu Ódýrt sófasett, 3ja sæta sófi, 2ja sæta sófi og 2 stólar. Verð kr. 4.500.-. Uppl. í síma 33436, eftir kl. 17. Notað telpureiðhjól til sölu, með nýjum hjálpardekkjum kr. 3.000.-. Uppl. í síma 37404, eftir kl. 17. Herbergi til leigu í nágrenni Háskólans, gegn hús- hjálp. Nánari uppl. í síma 13092, eftir kl. 19. Herbergi óskast Miðaldra maður óskar eftir herbergi í Vesturbænum, helst í kjallara eða jarðhæð. Uppl. í síma 15564 eftir kl. 20. íbúð óskast Hefur einhver áhuga á að leigja ungri stúlku íbúð ódýrt? Gæti tekið að mér tilfallandi barnagæslu í staðinn. Hafiðsamband. Signýsími 690329 og 687087 heima. Til sölu sporöskjulagað borðstofuborð á kr. 1.000.-. Gamall svefnbekkur fæst gefins á sama stað. Sími 21903. VW 1300 Hver á afturbretti hægri megin fyrir lasinn Voffa? Stór Ijós. Uppl. í síma 621083 og 621309. Vantar kommóðu og fataskáp. Uppl. í síma 15656 og 672630 eftir kl. 21. Gefðu þér tíma og leitaðu hjá okkur þá getur þú gert góð kaup. Flóa- markaður Sambands Dýravernd- unarfélaga íslands. Hafnarstræti 17, kjallara. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 2-18. Húshjálp óskast- Húsnæði i boði þar sem tveir eru í heimili: Mjög létt vinna engin líkamleg áreynsla. Við- komandi þarf að búa á heimilinu sem staðsett er í Reykjavík, fær gott herbergi. Aðeins kona kemur til greina sem er reglusöm og þrifin. Uppl.f síma 28595, milli kl. 17 og 21 í kvöld. Vespa óskast Óska eftir að kaupa notaða Vespu í góðu ástandi. Uppl. í síma 18054, eftir kl. 18. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Haföu þá samband við afgreiðslu Þjóðvitjaiis, sími 681333 Laus hverfi:______________________ Víðsvegar um borgina Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviflann Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum / { { FÖRUM VARLEGA! Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin ,da5H"" LANDSBYGGÐIN Nýjung Grillkassi Fullur af „fjallalambi“ Varla hefur það farið fram hjá neinum að yfir stendur nú mikil kynning á kjötgæðum íslenska „Fjallalambsins“. Búvörudeild SÍS tekur, að sögn Sambands- frétta, þátt í þessari kynningu með þeim hætti, að hún hefur látið gera sérstakan og mjög handhægan kassa, (grillkassa), sem rúmar hálfan dilksskrokks. í þennan kassa kemur að sjálf- sögðu ekkert annað en fyrsta flokks dilkakjöt, sérstaklega val- ið fyrir væntanlega neytendur. Þá mun og hugmyndin að velja í kassana úrvals góða grillbita, svo sem fólk á að geta séð á umbúð- unum, en uppskriftir fylgj a hverj- um kassa. „Hér er á ferðinni mjög góð lausn, kassinn er handhægur og tilvalinn til þess að taka með sér í sumarbústaðinn eða grillveisl- una“, segja þeir hjá Sambands- fréttum. -mhg. Grillkassinn með „fjallalambinu". Búvörur Nauðsyn stóraukins átaks í maricaðsmálum Utanlands sem innan Margur er þeirrar skoðunar að allmjög skorti á að unnið sé af nægum áhuga og myndarskap að því að leita markaða fyrir íslenskt dilkakjöt, einkum þó erlendis og raunar innanlands einnig. Fyrir aðalfundi Stéttarsambandsins lágu allmargar ályktanir frá ýms- um bændafundum um markaðs- málin. Dalamenn skoruðu á Stéttar- sambandið, Framleiðsluráð, sölusamtök sauðfjárafurða og Landssamtök sauðfjárbænda „að vinna að stórauknu átaki í mark- aðsmálum sauðfjárafurða“, jafn- framt því að beita sér fyrir lækk- un milliliðakostnaðar. Strandamenn skoruðu á Stétt- arsambandið „að láta ekkert tæk- ifæri ónotað til að kynna íslensk- ar landbúnaðarafurðir á inn- lendum sem erlendum vettvangi, svo sem með þátttöku í matvæla- sýningum og á annan tiltækan hátt“. Suður-Þingeyingar skoruðu á Stéttarsambandið „að styðja með ráðum og dáð þá markaðsöflun í Bandaríkjunum, sem samtök sauðfjárbænda hafa beitt sér fyrir og öll rök benda til að skilað gæti góðum árangri ef hvorki er spar- að fé né fyrirhöfn kunnáttu- manna“. Einnig beitti Stéttar- sambandið sér fyrir „hverskonar umbótum varðandi innlendan markað“. Austur-Húnvetningar telja það „eitt brýnasta hagsmunamál bænda nú að auka innanlands- sölu á landbúnaðarafurðum og jafnframt að leita markaða er- lendis fyrir íslenskar sauðfjáraf- urðir.“ Auka þurfi verulega úrval af unnu dilkakjöti, sem haft sé á boðstólum fyrir neytendur, bæði í kjötverslunum og á skyndibita- stöðum og lögð sé rík áhersla á auglýsingar á sauðfjárafurðum. Mjólkurframleiðendur í Hér- aði skora á Framleiðsluráð og stjórn Stéttarsambandsins „að vinna að því að útvega meira fé til sölustarfsemi á mjólk og mjólk- urvörum innanlands í því skyni að halda núverandi stöðu á mark- aðnum“. Lögð verði aukin áhersla á auglýsingastarfsemi í fjölmiðlum og annarsstaðar, hentugri ogfjölbreyttari umbúðir o.fl. Stéttarsambandsfundurinn af- greiddi ályktanir bændafundanna með tillögu þar sem segir m.a. „að gera verði átak í sölumálum og markaðssetningu á dilkakjöti innanlands og utan, svo að ekki verði enn frekari fækkun sauðfjár í landinu“. Pá er því beint „til ríkisstjórnar, Framleiðsluráðs, Framleiðslusjóðs og Samtaka sláturleyfishafa að sameinast um nýtt og raunhæft átak í markaðs- leit erlendis, hvar sem markaði er að finna“. -mhg Búnaðardeild Varahlutir Afgreiddir á laugardögum Pao getur Komio ser uia ei vei- arnar bila meðan á heyskap stendur. Þá er hver stundin dýr- mæt og getur oltið á miklu að hægt sé með skjótum hætti að nálgast nýtt stykki í stað þess sem bilað héfur eða eyðilagst. Því er það þakkarvert að hjá Búnaðardeild SÍS er það nú orðin föst regla að hafa varahlutaversl- unina opna alla laugardaga í júlí- og ágústmánuði, frá kl. 10 f.h. til kl. 14 e.h. Bændur hafa eðlilega notfært sér mjög þessa þjónustu. Hins- vegar getur verið erfiðleikum bundið að koma sendingunum til bænda um helgar. En þá gerist það oft að þeir, sem fjær búa, fá kunningja sína í höfuðstaðnum til þess að nálgast hlutinn og koma honum síðan til viðtakenda við fýrstu hentugleika. Bændur á Suður- og Vesturlandi eiga hægar um vik. Þeir líta gjarnan sjálfir inn á laugardögum. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.