Þjóðviljinn - 24.07.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.07.1986, Blaðsíða 7
Fyrir daga hinna miklu samgöngu- og tæknibyltinga var eitt sinn sagt um Mexíkó eftir einn árekstur þess við Bandaríkin: „Aumingja Mexíkó, svo langt frá guði og svo nálægt Bandaríkjunum." Síðan hafa samgöngur batnað og tækni aukist og hafa Bandaríkin nú um langa hríð plagað hverja þjóðina eftir aðra í Rómönsku Ameríku. Og nú er röðin komin að Nicaragua. Fyrir skömmu samþykkti full- trúadeild Bandaríkjaþings að veita stjórninni 100 milljónir dollara til styrktar Contra- hryðjuverkahyskinu í Honduras í glæpaverkum þess gegn íbúum Nicaragua. Síðar var þess svo get- ið að leyniþjónusta CIA myndi koma þessu fé á vettvang og að- stoða Contraliðið við að nýta það sem best til óhæfuverka sinna. Þessi ákvörðun þarf auðvitað ekki að koma á óvart. Með þess- ari aðferð vinnst eflaust margt. Gera má ráð fyrir að fénu verði öllu varið til glæpastarfsemi gegn alþýðu í norðurhéruðum Nica- ragua en hverfi síður í vasa for- ingja Contraliðsins. Einnig má gera ráð fyrir að CIA sé betur treystandi en öðrum til að fremja myrkraverk þau sem sóðalegust eru og síst þola umræðu heima fýrir í Bandaríkjunum. Fyrir- brigðið CIA þarf vart að kynna fólki, „afreksverk" þeirrar stofn- Contraskæruliðar. CIA ætlar að sjá um að féð „nýtist sem best' Ríkisrekin hryðjuverkastarfsemi eftir Sigurð Hjartarson hington. Á árunum 1962-1979 nam stuðningur Bandaríkjanna um 200 milljónum dala eða jafnvirði 10-20 milljónum á ári. Síðan 1983 hefur „stuðningur- inn“ numið að meðaltali 179 milljónum dala á ári. Þetta er um 10% af heildarþjóðarframleiðslu Costa Rica og því ekki að undra þótt einn helsti hagfræðingur landsins lýsti Sandinistum í Nic- aragua sem „besta atvinnuvegin- um“ í Costa Rica. En þessir aurar virðast smá- munir fyrir Reaganstjórnina, sem ávallt virðist hafa nægjanlegt fé til að kosta glæpaverk sín í Mið-Ameríku, og sjaldnast virð- ist þurfa samþykki þingsins í Washington. Feimnismál Vaxandi hernaður í Mið- Ameríku er ekki aðeins ógnun við lýðræðislega kjörna stjórn Nicaragua, heldur einnig fá- mennisstjórnir landanna í kring, sem engum dettur í hug að kalla lýðræðislega kjörnar. Stjórnir þessara ríkja vita fullvel að yrði Nicaragua einhver alvöru ógnvaldur á svæðinu kæmi þegar til beinnar íhlutunar bandarískra herja. Stjórn Hond- uras hefur misst raunveruleg völd í iandinu, og telja helstu ógn landsmanna stafa af Bandaríkj- unum svo og af nágrönnunum í E1 Salvador, sem einnig njóta þess að vera búnir til skítverka sinna með , bandarískum vopnum, greiddum af bandarískum skatt- greiðendum. Honduras og E1 Salvador hafa löngum eldað grátt silfur saman, síðast að marki í „fótboltastríðinu“ fræga 1969. Eins og fram kemur í tímarit- inu Newsweek þ. 30. júní sl. eru ýmsir í Honduras sem telja að verið sé að draga þá inn í annarra manna stríð, þar sem þeir hafi engin áhrif. Einn þingmaður Kristilegra Demókrata á að hafa sagt eftirfarandi: „Við eigum leikhúsið, en við leigjum það öðr- um, við bara sitjum þarna og horfum á leikarana." Þessi sami þingmaður lagði fram frumvarp um rannsókn á nærveru og starf- semi Contramanna í landinu. Frumvarpið fékkst ekki tekið fyrir, þar sem ríkisstjórnin neitar því opinberlega að Contramenn séu í landinu!! Fylgispekt okkar Niðurstaða mín af öllu þessu er sú sama og einatt áður. Ríkin í Mið-Ameríku hafa frá því um miðja 19. öld verið leiksoppur stórvelda og síðustu 80-90 árin í reynd strengjabrúður banda- rískra stjórnvalda. Þegar eitt rík- ið, Nicaragua, brýst síðan undan þessari „fóstran" skal þess hefnt grimmilega. Þá eru hin ríkin á svæðinu keypt til að vinna skít- verkin fyrir hin ríkisreknu hryðj- uverkasamtök, sem Reagan stýr- ir nú úr Hvíta húsinu. Síðan orgar þessi seníla múmía úr hvítkalkaðri gröf sinni í Was- hington: „Kommar, kommar," og allur hinn „frjálsi heimur“ á að dansa með til að styðja óhæfu- verkin. Annars kann illa að fara fyrir hverju því „frjálsa“ ríki sem ekki reynist nægjanlega fylgisp- akt við hryðjuverk steingerving- anna í Washington. í hópi þess- ara „frjálsu“ ríkja teljum við ís- lenska lýðveldið. En vitaskuld er ekki við öðru en fylgispekt að bú- ast af okkar hálfu, eins og ástand er hér nú hljótum við að standa við bakið á „the freedom fig- hters“ eins og múmíupabbinn í Washington kallar hryðjuverka- hyskið, sem hann gerir út í Honduras. Mikil er reisn vor og sómi. Sigurður Hjartarson. unar eru harla stórvaxin og fjöl- breytileg, allt frá Svínaflóa- innrásinni margfrægu til valda- ráns í Chile eða smáverkefnis, svo sem að sprengja í loft upp heilan fiskiskipaflota í höfnum í Guatemala eða láta Omar Torri- jos forseta Panama farast í flugs- lysi. Stefna Reaganstjórnarinnar í Mið-Ameríku hefur ekki aðeins plagað Nicaragua heldur aukið verulega á jafnvægisleysi og spennu í öllum ríkjunum. Og fjáraustur í Contrahyskið hefur ekki bara bitnað á íbúum Nicar- agua heldur stefnt öðrum ríkjum á svæðinu í voða. Þeir dansa með Það vill nefnilega svo til að skoðanir manna eru mjög skiptar bæði í Honduras og Costa Rica um ágæti Contrahryðjuverk- anna. I febrúar sl. gagnrýndi ný- kjörinn forseti Costa Rica, Oscar Arias, bandarískan fjáraustur í Contraliðið. Arias forseti gagnrýndi síðar hryðjuverk Re- agans gegn Líbýu. Costa Rica var þá refsað með því að samþykkt lán til landsins voru ekki af- greidd. Skömmu síðar dró hinn nýkjörni forseti í land og aurarnir komu skilvíslega. Stjórnvöld í Costa Rica, Hond- uras og E1 Salvador eru hinsvegar orðin það háð bandarískum fjár- veitingum að þau eru nauðbeygð að gera eins og fyrir þau er lagt í Washington. Fyrir 1983 fékk Honduras árlega um 4 milljónir bandaríkjadala í hernaðarað- stoð. Á þessu ári fær Honduras- stjórn 60 milljónir dala og 88 á næsta ári. En Hondurasstjórn fær ekki einungis hernaðaraðstoð. Nokkrum dögum eftir fund leið- toga Mið-Ameríkuríkja í Guate- mala í maí sl. var forseti Hondur- as í Washington að reyna að selja land sitt ögn dýrar í skiptum fyrir að leyfa Bandaríkjunum að halda Contrahyskinu gangandi í landinu. Hondurasforseta tókst að pressa út úr Reagan 182 milljónir dala fyrir ómak sitt í ár. Eflaust verður næsta ár ekki ódýrara. Það hefur líka borgað sig fyrir stjórnvöld í Costa Rica að vera þægur þjónn afturhaldsins í Was- Það er ég sem ræð því hverjir heita hryðjuverkamenn og hverjir frelsishetjur... Flmmtudagur 24. júlí 1986 pJÓÐVILJINN - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.