Þjóðviljinn - 24.07.1986, Side 9

Þjóðviljinn - 24.07.1986, Side 9
Svartar kvikmyndaleikkonur i| ii il u ii i i » • i Aðeins ein hefur hlotið Oskarsverðlaun Hin glæsilega Dorothy Dandridge í Carmen Jones, Eins og menn muna, og verður líklega frægt í kvik- myndasögunni, sniðgekk Óskarsverðlaunadómnefndin Steven Spielberg í ár. Hins vegar verðlauna kvikmynda- húsagestir mynd hans The Color Purple með geysi mikilli aðsókn. Þrjár svartar leikkonur fengu útnefningu til Óskars fyrir leik sinn í kvik- myndinni, en engin þeirra hlaut náð fyrir augum dóm- nefndarinnar. Sú staðreynd, og jafnframt það tækifæri sem kvikmyndin er svörtum leikkonum til framdráttar, er tilefni greinar í bandaríska blaðinu Photoplay (júlí-hefti ’86) um sögu svartra leikkvenna í Hollywood. Þar er meðal annars haft eftir einni af áðurnefndum þrem leikkon- um: „Það er ekkert leyndarmál að flestir þeirra sem greiða at- kvæði við úthlutun Óskars- verðlauna eru hvítir. Mér er illa við þá tilhugsun að það sé ástæðan fyrir að við vorum sniðgengnar. En það er samt sú spurning sem allir velta fyrir sér.“ Cicely Tyson og David Lee í So- unders. í Photoplay segir að megin- styrkur The Color Purple sé frammistaða leikkvenna kvik- myndarinnar. Allar séu þær frá- bærar, hver í sínu hlutverki: „Whoopi Goldberg er einkum áhrifarík í hlutverki Celie. Marg- aret Avery leikur blússöngkon- una Shug Avery, en það hlutverk stóð til að Tina Turner léki. Op- hra Winfrey leikur eftirminnilega hina stoltu og opinskáu Sop- hiu“... síðan er Rae Dawn Chong í hlutverki Squeak, getið innan sviga, en hún lék þar áður í Com- mando. Síðan segir blaðið meðal annars: Á undanförnum árum hafa svartir leikarar eins og Richard Pryor, Eddie Murphy og Greg- ory Hines notið mikilla vinsælda en svartar leikkonur hafa varla sést á hvíta tjaldinu nema þá til að leika kærustur þeirra. The Color Purple er nú ein af mest sóttu myndum í Bandaríkjunum, og hefur þar með gert þessum leikkonum kleift að vera með í aðalkvikmyndastraumnum í Hollywood, en það hefur ekki hent svartar leikkonur síðan Di- ana Ross lék í Lady Sings The Blues. En sú staðreynd að engin stjarnanna í The Color Purple hreppti Óskar undirstrikar erfið- leika svartra leikkvenna í Holly- wood, þar sem mismunun kyn- besta leikkona í aukahlutverki. Þá fannst sumum að Hattie hefði átt að neita að taka á móti verð- laununum til að mótmæla hlut- verkunum sem hún varð að leika, en Hattie varð fyrst til að lýsa því ástandi sem svartir leikarar bjuggu þá við í Hollywood: Það eina val sem við höfum er annað hvort að vera þjónar fyrir 7 doll- ara á viku, eða að leika þá fyrir 700 dollara. Ethel Waters var einn fyrsti svarti skemmtikrafturinn sem naut mikilla vinsælda meðal hvítra, og 1940 vann hún mikinn sigur í söngleiknum Cabin in the Sky. Þegar MGM kvikmyndaði hann 1942 átti hún í mikilli bar- áttu við fyrirtækið um hvernig. það vildi stjórna henni. Þrátt fyrir erfiðið sem það hlýtur að hafa haft í för með sér er frammistaða hennar í kvikmyndinni með því besta sem sést hefur í söngleik á hvíta tjaldinu. Seinna sagði hún: Ég vann alla mína bardaga í sam- bandi við myndina. En eins og margur annar komst ég að því að það er dýrt að hafa betur í á- greiningsmálum í Hollywood - sex ár liðu áður en ég fékk annað kvikmyndahlutverk. Butterfly McQueen og Lena Horne voru tvær hreinskilnar leikkonur í viðbót í kvikmynd MGM Cabin in the Sky. Butter- fly hafði orðið fræg sem Prissy, hin smávaxna þjónustustúlka Scarlett O’Hara, í Gone with the Wind. 1946 sneri hún baki við Hollywood, uppgefin á hlutverk- um „með vasaklút á höfðinu", eins og hún orðaði það. í kvikmyndinni Affectionately yours (1941) var þessi setning lögð henni í munn: Who dat say who dat when you say who dat, og hefur engin setning verið talin meiri móðgun við svarta leik- konu. Butterfly sagði seinna um hana: Ég hélt ekki að ég þyrfti nokkurn tímann að láta annað eins út úr mér. Ég hafði ímyndað mér að þar sem ég var skynug kona væri ég líka hæf í annars konar hlutverk. Lena Horne varð fyrsti svarti skemmtikrafturinn sem undirrit- aði langtímasamning við stórt Holly wood-kvikmy ndafyrirtæki, MGM árið 1942. Seinna meir sagði hún: Þeir gerðu mig ekki að þjónustustúlku, en ekki heldur að neinu öðru. Ég varð fiðrildi fest við súlu í Kvikmyndalandi, syngjandu fullum hálsi. Eftir að Lena neitaði að MGM þátta og stöðluð hlutverk fyrir svarta hafa komið í veg fyrir vel- gengni þeirra. Aðeins ein svört leikkona, Hattie McDaniel, hef- ur hlotið Óskarsverðlaun, og það var fyrir næstum fimmtíu árum. t bandarískum kvikmyndum 4. og 5. áratugarins voru svartar konur undantekningariaust í fastmótuðu hlutverki þjónustu- stúlkna. Alvarlegar svartar leikkonur í atvinnuleit í Holly- wood komust oftast að því að möguleikarnir voru litlir aðrir en að þjónusta hvítu stjörnurnar í kvikmyndunum. Meðal þeirra var Hattie McDaniel, fyrrum út- varpssöngkona, sem lék í meira en 70 myndum (m.a. Show Boat 1936 og Walt Disney myndinni Song of the South 1946). Þó hún hafi alltaf leikið klisjukennd hlut- verk fóstrunnar eða þjónustu- stúlkunnar tókst henni oft að stækka þessi hlutverk vegna hæfi- leika síns til að bregða fyrir sig óhefluðum gamanleik. Þegarhún var gagnrýnd fyrir að festa í sessi neikvæða ímynd af svörtum kon- um svaraði hún: Og hvað ætlist þið þá til að ég leiki? Unnustu Clarks Gable? 1939 lék hún frægasta kvik- myndahlutverk sitt sem fóstra Scarlett O’Hara (Vivien Leigh) í Gone with the Wind og hlaut fyrir vikið Óskarsverðlaun sem Hattie McDaniel í Óskarsverðlaunahlutverki sínu ásamt Vivien Leigh i Gone with the Wind. Lena Horne í The Duchess of Ida- ho. U II II - fyrir aukahlutverk árið 1939 i auglýsti hana upp sem latín- ameríska forðuðust þeir að láta hana í aðalhlutverk í kvikmynd- um. Og þar sem þeir voru hrædd- ir um að áhorfendur væru á móti því að sjá hana meðal hvítra stjarna á tjaldinu kom hún aðeins fram í stuttum gestahlutverkum, sem rasistar í röðum dreifingar- aðila létu svo klippa út úr mynd- unum. Hlutverk ætluð henni voru fengin glæsilegum hvítum leikkonum eins og Hedy Lamarr og Övu Gardner, og einu kvik- myndirnar sem hún fékk aðal- hlutverk í voru Cabin in the Sky og Stormy Weather (1943), sem báðar voru eingöngu leiknar af svörtu fólki. Samkvæmt Lenu var henni sagt hjá MGM að hún væri fyrsti blökkumaðurinn sem væri gefið tækifæri til að spreyta sig í kvik- myndum, hún yrði að gæta sín að fara ekki útfyrir sín takmörk, vera ekki með neitt vesen: „Þetta var haugalýgi. Það eina sem ekki var lygi var að þeir græddu á mér; ef þeir hefðu ekki gert það hefðu þeir ekki haldið mér“. Árið 1951 var gert ráð fyrir að Lena léki Julie í söngleiknum Show Boat (endurgerðum), en af því að Julie giftist hvítum manni var á síðustu stundu ákveðið að Ava Gardner fengi hlutverkið. Það liðu 6 ár þangað til svört kona sást í örm- um hvíts karlmanns í Hollywood- kvikmynd - þegar Dorothy Dandridge og John Justin léku elskendur í Island in the Sun. Dorothy Dandridge var til- nefnd til Óskarsverðlauna árið 1954 sem besta leikkona í aðal- hlutverki fyrir frábæran leik í söngleiknum Carmen Jones. Myndin sló í gegn á alþjóðamark- aði og Dorothy varð fyrsti svarti listamaðurinn sem varð sannköll- uð amerísk kvikmyndastjarna. En á 6. áratugnum hafði Holly- wood svo miklar áhyggjur af kyn- þáttafordómum að hún vissi ekki hvað gera skyldi við leikkonu eins og Dorothy Dandridge. Á meðan samtíðarkonur hennar eins og Elizabeth Taylor og Mar- ilyn Monroe léku í hverri mynd- inni á fætur annarri við góðan orðstír, voru hæfileikar Dorothy misnotaðir í lélegum kvikmynd- um og hún látin leika klisjuhlut- verk tælandi og ósiðlegra kvenna. Dorothy hélt því hins vegar fram að hún gæti leikið margskonar hlutverk: Ég get leikið nunnu og algera skepnu á jafn sannfærandi hátt. Umboðs- maður hennar sagði hins vegar að áhorfendur væru ekki ennþá undir það búnir... Dorothy Dandridge yrði að vera glóandi á tjaldinu. Árið 1959 lék Dorothy sitt síð- asta stórhlutverk í kvikmynd, gleðikonuna Bess. En þótt miklu væri kostað í Porgy og Bess varð aðsóknin minni en við var búist og Doröthy var gagnrýnd fyrir að leika sífellt hlutverk sem gæfu neikvæða ímynd af svörtum kon- um. Henni sárnaði þessi gagnrýni og réyndi að verja það að hún tók hlutverkinu: Það var takmarkað sem mér stóð til boða. Það voru auðvitað hóru-hlutverk eins og Bess eða Carmen Jones. Amer- íka var ekki í stakk búin til að sjá mig sem Liz Taylor, Monroe eða Övu Gardner. Ég átti að tjá minn kynþokka eins og gála, mella. Tvö misheppnuð hjónabönd, gjaldþrot, vonbrigði með fram- ann og uppgjöf við að glíma við kynþáttafordómana urðu loks til þess að Dorothy Dandridge kvaddi þetta líf fáum árum eftir að hún lék í Porgy og Bess. 1984 var stjarna áletruð nafni hennar Iögð í Hollywood þar sem stjörn- urnar skilja eftir fótspor sín. Tveir meðleikarar hennar, Harry Belafonte og Sidney Poitier, börðust fyrir að svo yrði gert, og enda þótt hún hafi ekki lifað að sjá það var þetta vel við eigandi virðingarvottur við eina af mest töfrandi og kraftmestu leikkonum hvíta tjaldsins. í næstum tuttugu ár var Doro- thy Dandridge eina svarta leikkonan sem fékk útnefningu til Óskarsverðlauna. Árið 1972 leit svo út fyrir að a.m.k. ein mundi að lokum fá þau. Það ár voru meira að segja tvær tilnefnd- ar: Cicely Tyson í Sounders og Diana Ross í Lady sings the Blues. Úrslitin urðu þau að Liza Minnelli fékk Óskarinn fyrir leik sinn í Cabaret. Hlutverk Cicely Tyson sem Re- becca í Sounders færði henni löngu tímabæra viðurkenningu sem kvikmyndaleikkonu, eftir að hún hafði árum saman reynt að fá almennilegt hlutverk. Um So- unders sagði hún: í árhundruð hefur svarta konan verið styrkur svarta kynstofnsins í þessu landi og mér finnst það mikill sigur að sjá svarta konu meðhöndlaða af virðingu og heiðarleika á tjald- inu. Það hefur mikla þýðingu. Hins vegar gerði Cicely sér manna best grein fyrir því að vel- Diana Ross sem Billie Holiday í Lady sings the Biues. Ethel Waters og John Bubbles í Cabin in the Sky. Vivien Leigh og Butterfly McQueen I Gone with the Wind. Whoopi Goldberg í The Color Purple, sem nú er ein best sótta kvikmynd Bandaríkjunum. gengni kvikmyndarinnar mundi ekki endilega verða til þess að hún fengi fleiri kvikmyndahlutverk: Ég veit að kannski fæ ég aldrei aftur kvikmyndahlutverk í sama flokki og Rebecca, og ef svo fer verð ég kannski að leggja upp laupana. Hún gerði það þó ekki, og hélt áfram að leika sterkar svartar konur í mikils metnum sjón- varpsmyndum, t.d. móður Kunta Kinte í Rótum. En Hollywood hefur látið sem hún sé ekki til. Eftir Sounders hefur eina eftir- tektarverða hlutverk hennar í kvikmynd verið í Bustin’ Loose (1981), þar sem hún lék með Ric- hard Pryor. Diana Ross hlaut lof gagnrýnenda fyrir leik sinn í Lady signs the Blues, en síðan hefur hún ekki fengið hlutverk við hæfi. Önnur kvikmynd hennar, Mahogany (1975), var gamaldags sápuópera sem enginn tók alvar- lega, og þeirri þriðju, The Wiz (1978), var illa tekið. Þar með virðist lokið leikferli Diönu Ross, sem byrjaði svo ágætlega. Þó heyrðust raddir í þá veru að hún yrði fengin til að leika hlutverk blússöngkonunnar Shug Avery í The Color Purple. Höfundur þeirrar sögu, Alice Walker, tók það hins vegar alls ekki í mál: Við urðum að leggja okkur öll fram til að sýna fram á að til að gera myndina trúverðuga þýddi það m.a. að Diana Ross yrði ekki með. Alveg sama hversu mikinn áhuga hún hefði á hlutverkinu eða hversu mikið þeir vilja græða á myndinni. Leikendurnir, þótt þeir séu ekki stjörnur eða víða þekktir, verða að líta út eins og þeir hafi stigið beint út úr bók- inni. Einn af nýliðunum er Whoopi Goldberg og það er unun að horfa á leik hennar. Hún ólst upp á Manhattan og byrjaði að leika 8 ára í barnaleiksmiðjum. Hún neitar að gefa upp sitt rétta nafn, segist leið á því, en bætir við: Ef fólk þykist þekkja Whoopi Gold- berg og vill tala við hana get ég dregið upp ökuskírteinið og sagst ekki vera hún. Þótt gagnrýnendur hafi borið leik hennar í einleiksþáttum sam- an við leik Richards Pryor, Lilyar Tomlin og Eddies Murphy, lítur Whoopi á sig sem leikkonu, er óánægð með að vera kölluð „gaman“leikkona (comedienne). Hlutverk sitt í The Color Purple fékk hún eftir að hafa skrifað höfundinum: Ég skrifaði Alice Walker og sagði: „Þú þekkir mig ekki, en ég heiti Whoopi og hér eru allar umsagnir um mig. Ég er nýbúin að lesa The Color Purple og ef gerð verður kvikmynd eftir henni mundi ég mjög gjarnan fá að vera með, Ég mundi vilja vera skíturinn á gólfinu, ég mundi gera hvað sem er. Hér er svo listi yfir fólk sem þú getur hringt í og spurst fyrir um mig svo að þú haldir ekki að ég sé algjör ruglu- dallur". Ég fékk svarbréf frá henni sem í stóð: „Ég þekki þig. Ég fer alltaf á einleikssýningarn- ar þínar. Ég hef þegar sent dótið þitt til Los Angeles". Vonandi mun Whoopi Gold- berg uppskera meira af vinnu sinni en fyrirrennarar hennar. Hún hefur þó ekki áhuga á að verða „kvikmyndastjarna“. Hennar takmark er að verða skapgerðarleikkona. Vinnandi skapgerðarleikkona, segir hún, „ZaSu Pitts 9. áratugarins“. (A þýddi, sleppti og breytti örlítið) 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 24. júlí 1986 Fimmtudagur 24. julí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.