Þjóðviljinn - 14.08.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.08.1986, Blaðsíða 7
REYKJAVIK 200 ARA Moskurósin Malva Moschata er frá Sviss og hefur gengið brösulega að halda Nei, þetfa er ekki við Versali heldur inni í Grasagarðinum i Laugardal þar sem hægt er að tylia sér á þessa skemmtilegu lífi í henni. Þessi er enn í kassa úti, en fræið var fengið árið 1983 frá Meis. Aður garðstóla. hafði 4ra ára gömul Moskurós drepist í garðinum árið 1980. að skógrækt í mínu námi og þar að auki ættuð að norðan. Ég held að mín uppáhaldsplanta í garðin- um sé fjallaþöllin,“ segir Hrafn- hildur og bendir á risastórt, grænt og þétt barrtré. „Þetta er fágæt trjátegund sígræn og hefur náð einstökum þroska hér í garðinu, en okkur hefur ekki tekist að láta græðlinga frá henni lifa.“ „Hvernig eru samskiptin við gesti í garðinum?" „Yfirleitt góð, enda sjaldan mjög margt hér. Fólk fer þá held- ur yfir í Skrúðgarðinn hérna við hliðina, en margir koma þó hing- að og skoða. Sumir spyrja mikið og eru býsna ágengir, vilja fá af- leggjara eða fræ, en við látum ekkert slíkt nema þegar við erum að grisja á vorin. Því miður er svolítið um að fólk steli sér af plöntunum, en við reynum að fylgjast með öllum gestum eftir getu, því garðurinn er mjög við- kværnur." „Er ekki mikil gróðursæld hér?“ „Jú, en þetta liggur lágt og því er hér bæði hita- og kuldapollur. Og mikið logn. Yfir veturinn þurfum við þó stundum að binda og verja gróðurinn, sérstaklega ef koma hret t.d. á vorin. En hér þarf sjaldan að vökva, almættið sér vel fyrir vætunni hér á Reykjavíkurhorninu,“ sagði Hrafnhildur. Nýtt garðhýsi Við gengum um garðinn og skoðuðum hinar ýmsu trjá- og plöntutegundir, einnig nýgerða aðstöðu við garðhýsið, þar sem hægt er að sitja úti undir hitaper- um og njóta útsýnisins. Þá vöktu sérstaka athygii rósabeðin með tugum ef ekki hundruðum rósa- tegunda, blómstrandi runnar í tugatali, dökkgrænir burknar undir háum trjám eins og í út- löndum, að ógleymdu sumar- blómabeðinu sem skartar öllum regnbogáns litum. Afmælisbarnið Grasagarður- inn í Reykjavík fær hlýjar óskir á merkisdegi og á áreiðanlega eftir að gleðja borgarbúa um ótalin ókomin ár. þs HUSGÖGN OG * INMRETTINGAR fio cq .SUÐURL ANDSBR AUT 18 V/O OC7 A4 1 A4 3-30 A4 4-30 A4 4-30+0030 .. Ódýrar bókahillur fyrir skrifstofvr ogheimili- eik teak og fura A4 2-30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.