Þjóðviljinn - 14.08.1986, Blaðsíða 20
*
Þrír góðir á grandanum.
Ljósmyndari
erfiðismanna
Á laugardaginn verður opnuð
á Kjarvalsstöðum sýningin
Reykjavík í 200 ár - Svipmyndir
mannlífs og byggðar. Þar verða
sýndar Ijósmyndir, málverk,
teikningar, uppdrættir og munir
sem tengjast 200 ára sögu bæjar-
ins. Haldnar verða leiksýningar,
haldnir fyrirlestrar og hljóðfæri
slegin.
Fyrirferðarmesti hluti sýning-
arinnar eru þó Ijósmyndirnar.
Þær eru um 600 talsins og er talið
að aldrei fyrr hafi svo margar
ljósmyndir úr Reykjavík sést
saman á einum stað. Margar
þessara mynda hafa aldrei sést
áður. Einn af þeim Ijósmyndur-
um sem fáum hafa verið kunnir
en stíga nú fram í dagsljósið er
Carl Nielsen en hann var bæjar-
starfsmaður og tók myndir af
bæjarvinnunni og ýmsum við-
burðum í bænum. Myndir hans
eru ómetanleg heimild um þátt í
bæjarlífinu sem oftast var lítil at-
hygli veitt. Þjóðviljinn birtir hér
sýnishorn af myndum Carls Ni-
elsen. Ef einhver þekkir fólkið á
myndunum er rétt að hann láti
starfsmenn Árbæjarsafns vita, en
þar eru frummyndirnar geymdar.
Steinhöggvarar í Öskjuhlíð. „Pólarnir" í baksýn.
SVEFNSÓFAR,
eöa stakar dýnur.
SEBRA
er samheiti yfir
rúm, svefnbekki og
raöhúsgögn sem
henta í nær öll
herbergi heimilisins.
Rúmdýnur eftir máli.
RAÐSETT.
Veljið áklæðiö sjálf.
Gott úrval áklæða.
RAÐSETT
eru sófasett sem hægt er aö
raöa upp á óteljandi vegu.
Hér aö ofan eru aöeins tvö dæmi af
mýmörgum.
HEIMALIST HF
HÚSGAGNAVERSLUN
SÍÐUMÚLA 23
SÍMI 84131