Þjóðviljinn - 14.08.1986, Blaðsíða 10
Reykj avík
77/ fþndans me
Bæjarfógetinn undarlegi
sem stjórnaði uppreisn
tómthúsmanna
„Jón gamli Guömundsson,
sem þrátt fyrir allt hringlið sá
margt giöggt, kvartaði opt
undan því, að vér hefðum
enga meðalstétt (bourgeois-
ie) hér á landi. Hann gat ekki
annað, bourgeoisiefrelsi var
fyrirmynd hans; en ég segi: Til
fjandans með bourgeoisíið,
lofum alþýðunni að koma
fram og frelsi íslands skal
verða ekki aðeins oss og niðj-
um vorum til farsældar en öðr-
um þjóðum til fyrirmyndar."
Þessi spámannlegu og allt að
byltingarsinnuðu orð voru
skrifuð í sendibréfi sumarið
1878 og sá sem hélt um penn-
ann var enginn ómerkingur,
heldur sjálfur bæjarfógetinn í
Reykjavík. Hann hét Jón
Jónsson og var einhver litrík-
asti og sérkennilegasti
embættis- og stjórnmálamað-
ur okkar á síðustu öld. Hann
lét ekki sitja við orðin tóm
heldur hvatti tómthúsmenn til
dáða og í bæjarstjórnarkosn-
ingum í janúar 1879 tóku þeir
völdin af borgarastéttinni. Þeir
atburðir og framganga Jóns
ollu miklum úlfaþyt í höfuð-
staðnum og verður hér nokk-
uðfráþvísagt.
Frá því aö farið var að kjósa til
bæjarstjórnar í Reykjavík höfðu
borgarar haft þar tögl og hagldir
enda var bæjarstjórnin allt til árs-
ins 1872 eins konar stéttaþing þar
sem borgarar höfðu skv. lögum
meirihluta. Þeir höfðu rétt til að
kjósa fimm bæjarfulltrúa en
tómthúsmenn aðeins einn. Borg-
arar voru embættismenn, kaup-
menn, verslunarstjórar og iðn-
meistarar en tómthúsmenn voru
aðrir húsráðendur svo sem fiski-
menn og daglaunamenn sem áttu
torfbæi í Vesturbæ, Grjótaþorpi,
Þingholtum og Skuggahverfi.
Vinnumenn, lausafólk og konur
höfðu ekki kosningarétt og ekki
heldur þeir tómthúsmenn sem
borguðu minna en 2 ríkisdali í
bæjargjöld. Árið 1872 var reglu-
gerð breytt þannig að kjósendum
var skipt í tvo flokka. Meirihluti
bæjarfulltrúa var þá kosinn af
öllum bæjarbúum, sem uppfylltu
viss skilyrði, en minni hlutinn af
fimmtungi kjósenda sem mest
gjöld greiddu til bæjarins. Þar
með var kominn grundvöllur
fyrir því að tómthúsmenn gætu
náð meiri hluta í bæjarstjórn.
Meðan borgarastéttin í
Reykjavík réði öllu í bæjarstjórn
hafði hún haft tilhneigingu til að
leggja auknar álögur á tómt-
húsmannastéttina og aiþingi
sömuleiðis þar sem vöxtur
þéttbýlis var þymir í augum
bænda sem þar réðu lögum og
lofum. Þeir vildu koma í veg fyrir
að vinnufólk settist að á mölinni.
Lengi hafði það tíðkast að fiski-
menn legðu árlega einn hlut af
dagsafla til eflingar sjúkrahúsum
og var þetta framlag kallað spít-
alafiskur. Undir lok sjöunda ára-
tugarins var ákveðið á alþingi að
stórauka álögur á fiskimenn til að
bæta læknisþjónustuna og olli
þetta mikilli ólgu við sjávarsíð-
una. Reykvískir sjómenn höfðu
forystu í mótmælum og kröfðust
þess þá m.a. að fá aukin ítök í
bæjarstjórn. Reglugerðin frá
1872 var að nokkru leyti ávöxtur
mótmæla þeirra. En þó að fræj-
um óánægju væri sáð vantaði
tómthúsmenn forystuafl sem gæti
sameinað þá um hagsmunamál
sín. Þrátt fyrir breyttar kosning-
areglur réðu borgarar áfram
lögum og lofum í bæjarstjórn-
inni. Þá kom kynlegur kvistur til
sögu. Það var Jón Jónsson ritari.
Krypplingur
með eldmóð
Jón var fæddur í Reykjavík
árið 1841 og var faðir hans dóm-
ari hér í landsyfirréttinum en
móðir hans dönsk. Fjölskyldan
fluttist til Danmerkur, meðan
Jón var barn að aldri, þar sem
faðir hans tók við embætti bæjar-
fógeta í Álaborg, og þar ólst hann
upp. Hann átti frernur bága æsku
þar sem hann var að nokkru leyti
krypplingur en með harðfylgi og
eldmóði tókst honum að ljúka
lagaprófi við Kaupmannahafnar-
háskóla með bestu einkunn. Þeg-
ar landshöfðingjaembætti var
stofnað á íslandi 1872 var Jón
skipaður landshöfðingjaritari.
Eftir það var hann jafnan kallað-
ur Jón ritari. Hann fór fljótt að
skipta sér af þjóðmálum, gaf um
tíma út blaðið Víkverja, sem var
undanfari ísafoldar, og sat á þingi
fyrir Skagfirðinga. Hann var
skipaður lögreglustjóri í fjár-
kláðamálinu 1875 og gekk svo
hart fram að það tókst endanlega
að kveða þann vágest niður. Við-
urkenndi alþingi þrek hans og
dugnað í því máli með því að
veita honum eitt þúsund krónur
sem viðurkenningu í heiðurs-
skyni fyrir útrýmingu fjárkláð-
ans. Var þá vegur Jóns einna
hæstur hér á landi og hinn 6. júní
1878 var hann settur bæjarfógeti í
Reykjavík. Ekki hafði Jón setið
lengi í bæjarfógetaembætti er
honum hafði tekist að setja allt á
annan endann í hinum kyrrláta
höfuðstað, slíkt var offors hans.
Allt vitlaust
í Reykjavík
Jón Jónsson landritari og bæjarfógeti: Eldhugi og krypplingur. Hann var þeirrar skoðunar að frelsið ætti að breiða sig út
að neðan og upp eftir og tókst að fylkja tómthúsmönnum gegn höfðingjunum.
Jón ritari lét þegar í stað gefa út
ýmsar reglugerðir í Reykjavík og
fylgdi þeim eftir með hörku.
Hann bannaði harða reið og átti
það til að elta reiðmenn uppi
hlaupandi, þrátt fyrir bæklun
sína, og sekta þá ef hann taldi þá
fara of geyst. Hann bannaði
staupasölu í búðum og fyrir-
skipaði að .veitingamenn mættu
ekki selja vín eftir miðnætti.
Stefndi hann þeim hiklaust ef
þeir sáust á fótum etir þann tíma
eða þeirra fólk. Fékk hann kaup-
menn mjög upp á móti sér. Hann
yfirheyrði fólk klukkutímum
saman, jafnt á helgum dögum
sem virkum, og stundum langt
fram á nótt ef honum þótti þess
með þurfa.
Það sem mestu uppnámi olli
samt var herför hans gegn hvers
konar ósiðvendni. Hann sagði
hjónaleysum í sambúð stríð á
hendur og ruddist jafnvel inn á
þess háttar hjónaleysi um nætur
til að sanna að þau svæfu saman.
Meðal þeirra sem urðu fyrir
þessu voru tveir íslenskir kaup-
menn í bænum, þeir Eyþór Felix-
son (afi Ásgeirs Ásgeirssonar
forseta) og Guðmundur Lamb-
ertsen. Þeir höfðu báðir skilið við
konur sínar og höfðu hjásvæfur í
húsum sínum. Þeim fyrrnefnda
og lagskonu hans lét bæjarfóget-
inn stinga í svarthol og pína til
sagna um samlíf þeirra. Má nærri
geta að þessir vel metnu borgarar
hugsuðu honum þegjandi þörf-
ina. Tvær stúlkur lét Jón setja í
varðhald fyrir það eitt að þær
sáust seint á ferð að kveldi. Lét
hann skoða þær en þær reyndust
hreinar meyjar. Yfirréttardóm-
arar ónýttu jafnan dóma fyrir
Jóni og líkaði honum það stórilla.
Eins og fyrr sagði var Jón ritari
aðeins settur bæjarfógeti en ekki
skipaður. Hann sótti um emb-
ættið um haustið en nú hefur yfir-
völdum líklega verið farið að
blöskra framferði Jóns því að þau
veittu Theódór Jónassen bæjar-
fógetastöðuna en ekki honum.
Andstæðingar kölluðu Jón
hundadaga-fógetann þar sem
hann hafði ríkt á hundadögum
eins og Jörundur forðum.
Þjóðfrelsið breiði
sig út
að neðan
Eftir áramótin 1879 átti að
kjósa 5 menn til bæjarstjórnar og
sá Jón sér nú leik á borði að klek-
kja á andstæðingum sínum, höfð-
ingjunum í Reykjavík, og láta
jafnframt hugsjónir sínar rætast.
Virðist Jón Ólafsson ritstjóri hafa
verið samherji hans í þessum
áformum. í bréfinu, sem vitnað
var til í upphafi greinar, segir Jón
ritari að nafni hans Ólafsson hafi
fyrstur allra manna haldið þeirri
pólitík fram að láta þjóðfrelsið
breiða sig út að neðan og upp
eftir. Hann segir: „Gætum við
fengið menntaða og frelsiselsk-
andi alþýðu við að styðjast er sig-
rinn vís, að öðru kosti verðr
stjórnarskrá og frelsi á íslandi að-
eins heimskuleg og auðnulaus
eptiröpun eptir constitutionum
inna miklu þjóða.“
í desember 1878 hélt Jón þrjá
fyrirlestra um stjórnfrelsi og bæj-
arstjórn og voru þeir haldnir í