Þjóðviljinn - 05.09.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 05.09.1986, Síða 15
ÍÞRÓTTIR Frakkland Helgarfrí fýrir íslandsleikinn Jafntefli efstu liða í fyrrakvöld Áttunda umferð frönsku 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu var leikin í fyrrakvöld - til þess að gefa franska landsliðinu betri tíma til undirbúnings fyrir leikinn gegn íslandi á Laugardalsvellin- um næsta miðvikudag. Toppliðin gerðu öll jafntefli, Nantes 0-0 heima gegn Le Havre, Marseilles 1-1 úti gegn Metz, Bordeaux 0-0 heima gegn Lens og Paris SG 1-1 úti gegn botnliðinu Toulon. • Marseilles og Nantes eru með 12 stig hvort, Bordeaux og Paris SG 11. Aðeins einn frönsku landsliðs- mannanna skoraði mark, varnar- maðurinn Jean-Francois Dom- ergue úr vítaspyrnu fyrir Marseil- les. Tigana, Ferreri og Vercruysse hjá Bordeaux létu all- ir markvörð Lens verja frá sér úr upplögðum færum. -VS/Reuter 2-0 Finnar sigruðu Jafn landsleikur U21 árs liða í Finnlandi í gœr Finnar sigruðu íslendinga 2-0 í fyrsta leik Evrópukeppni lands- liða undir 21 árs í Kemi í Finn- landi í gær. Leikurinn var jafn allan tím- ann og lítið var um færi. Finnar skoruðu á 20. mínútu. íslensku Knattspyrna ísland fengi 2 lið í UEFA Ef íslensku félagsliðin ná jafngóðum árangri í ár og næstu þrjú ár til viðbótar og þau gerðu í fyrra í Evrópumótunum í knatt- spyrnu, eru miklar líkur á að ís- land fengi að senda tvö lið í UEFA-bikarinn að þeim tíma liðnum. Fjöldi þátttökuliða frá hverju landi í UEFA-bikarnum fer eftir árangri í mótunum þremur síð- ustu fimm árin á undan. Þrjár efstu þjóðirnar á töflunni mega senda 4 lið, næstu fimm fá 3 lið og þjóðirnar í 9.-21. sæti fá tvö lið hver og aðrar eitt lið. 1 Evrópumótunum í fyrra unnu íslandsmótið Dregur til tíðinda í 1. deild Nœstsíðasta umferð um helgina Mætir Guðmundur Torfason tvíefldur til leiksins við Víði? Eftir hálfsmánaðar hlé hefst keppni í 1. deildinni í knattspyrnu aftur á morgun, laugardag og á sunnudag lýkur næstsíðustu um- ferðinni. Það er einvígi Vals og Fram um Islandsmeistaratitilinn sem allra augu beinast að, úrslit fallbaráttunnar eru nánast ráðin og eins víst að henni ljúki endan- lega á morgun. Á morgun, laugardag, leika ÍB V og FH í Eyjum og ÍBK mætir ÍA í Keflavík. FH þarf eitt stig í Eyjum til að senda Breiðablik endanlega niður með ÍBV. ÍBK og ÍA eru að bítast á um brons- verðlaunin. leikmennirnir töldu að áður hefði verið brotið á Hermenni Har- aldssyni markverði. Eftir mikla sókn íslands í lokin, fengu Finnar vítaspyrnu eftir skyndisókn og skoruðu seinna mark sitt með síð- ustu spyrnu leiksins. - VS íslensku liðin þrjú, Fram, Valur og ÍA, samtals 3 leiki en töpuðu 5. Þetta lyftir íslandi í 21. sætið á Evróputöflunni fyrir síðasta keppnistímabil. En síðustu 5 árin ráða og á þeirri töflu er ísland í 30. sæti af 32 þjóðum. Spánverjar náðu bestum ár- angri í fvi'ra, Vestur-Þjóðverjar næstbestum og Sovétmenn voru þriðju. Þetta dugði þó ekki Spán- verjum, en hinsvegar Sovét- mönnum. Þær þrjár þjóðir sem fá að senda 4 lið í keppnina í vetur eru Ítalía, Vestur-Þýskaland og Sovétríkin, Sovétmenn komu í þann flokk í stað Englendinga. -VS Hollandsferðin Tuttugu utan Það eru 20 stúlkur sem fara með A-landsliði og unglinga- landsliði kvenna í æfinga- og keppnisferðina til Hollands í dag. Níu í því fyrrnefnda og ellefu í því síðarnefnda. í A-landsIiðinu eru eftir- taldar: Gyða Úlfarsdóttir, FH Guðríður Guðjónsdóttir, Fram Ingunn Bernótusdóttir, Fram Arna Steinsen, Fram Eiríka Ásgrímsdóttir, Víkingi Erna Lúðvíksdóttir, Val Katrín Fredriksen, Val Guðrún Kristjánsdóttir, Val Björg Gilsdóttir, v.þýsku félagi Unglingalandsliðið skipa eftirtaldar stúlkur: Fjóla Þórisdóttir, Stjörnunni Hafdís Guðjónsdóttir, Fram Ósk Víðisdóttir, Fram Valdís Birgisdóttir, Vfkingi Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi Jóna Bjarnadóttir, Víkingi Steinunn Þorsteinsdóttir, Stjörnunni Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjörnunni Anna M. Guðjónsdóttir, Stjörnunni María Sigurðardóttir, FH Hrafnhildur Pálsdóttir, Haukum Þjálfari er Hilmar Björns- son en liðsstjóri Kristján Hall- dórsson. Fararstjórar eru Helga Magnúsdóttir og Davíð Sigurðsson. Liðið er væntan- legt heim næsta föstudag. -VS Sviss Þriðja tap Luzem Luzern tapaði í þriðja skiptið í fimm fyrstu leikjum sínum í svissnesku 1. deildinni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Það var 4-2 gegn Lausanne á útivelli. Luzern hefur unnið heimaleikina en tap- að útileikjunum og er í 11. sæti af 16 liðum með 4 stig. Sigurður Grétarsson getur ekki leikið með liðinu fyrr en eftir nokkrar vikur vegna meiðsla og Ómar Torfason hefur átt í erfiðleikum með að vinna sér sæti. Neuchatel og Sion eru efst með 9 stig en Grasshopp- ers er með 8 stig. -VS/Reuter Þrístökk Vilhjálmur væri enn við toppinn! íslandsmetið frá 1960 enn á heimsmœlikvarða Vilhjálmur Elnarsson, núverandi skólameistari á Egilsstöðum, hefði orðið níundi í Stuttgart. Það er ekki í mörgum greinum frjálsra íþrótta sem árangur fyrir 30 árum væri boðlegur á stór- mótum enn þann dag í dag. Fram- farir hafa orðið það miklar að menn eru farnir að spyrja sig: er hægt að hlaupa, stökkva og kasta hraðar, hærra og lengra en þegar hefur verið gert? Vilhjálmur Einarsson setti glæsilegt íslandsmet í þrístökki árið 1960 þegar hann stökk 16,70 metra á móti í Reykjavík. Metið stendur enn þann dag í dag. Á þeim tíma var þetta með því besta sem gerðist í heiminum, enda hafði Vilhjálmur hlotið silfrið á Ólympíuleikum fjórum árum áður, og þó stokkið tæplega hálf- um metra skemur þá. Þegar litið er á árangurinn í prístökkinu á Evrópumeistara- mótinu sem fram fór í Stuttgart á dögunum kemur í ljós að árangur Vilhjálms hefði fleytt honum langt, hann hefði orðið níundi í úrslitakeppninni. Þetta undir- strikar enn betur glæsileg afrek Vilhjálms og vekur þá spumingu hvað hann hefði eiginlega getað gert með alla þá þjálfun og tæki- færi sem toppmenn í frjálsum íþróttum fá í dag. -VS Fram mætir Víði á Laugardals- velli kl. 14 á sunnudag. Fram þarf 3 stig og ekkert annað í bar- áttunni um meistaratitilinn en Víðir siglir lygnan sjó í deildinni. Pétur Ormslev leikur ekki með Fram vegna meiðsla og er þar skarð fyrir skildi en hinsvegar gæti Guðmundur Torfason tekið uppá því að leika af tveggja manna afli til að sýna landsliðs- þjálfaranum hvað í sér búi. Breiðablik og Þór leika í Kópa- vogi kl. 16. Blikar vita þá hvort þeir eiga von og leika samkvæmt því. Valur og KR mætast á Hlíðar- enda kl. 18. Valsmenn stíga skrefi nær titilinum ef þeir sigra, og tapi Framarar fyrr um daginn verða Valsmenn m.a.s. meistarar með sigri. Staðan í 1. deild fyrir helgina er þessi: Valur...........16 11 2 3 28-6 35 Fram...........16 10 4 2 35-12 34 IBK............16 9 1 6 21-21 28 lA.............16 8 3 5 28-17 27 KR.............16 6 7 3 18-10 25 Víðir..........16 5 4 7 19-19 19 Þór............16 5 4 7 18-26 19 FH.............16 5 3 8 21-31 18 Breiðablik.....16 3 3 10 13-33 12 (BV............16 1 3 12 15-41 6 í lokaumferðinni sem fer fram laugardaginn 13. september mæt- ast síðan KR-Fram, ÍA-Valur, Víðir-ÍBV, FH-Breiðablik og Þór-ÍBK. ’ _ys England Dregið í rieilda- bikar Ensku 1. deildarliðin í knatt- spyrnu drógust flest gegn 3. og 4. deildarliðum í 2. umferð deiida- bikarsins. Handhafar bikarsins, Oxford, leika við 3. deildarliðið Gillingham, Liverpool mætir Ful- ham úr 3. deiid, Manchester Un- ited leikur við Port Vale úr 3. deild og Everton við Newport úr 3. deild. Leikir 1. deildarliðanna eru sem hér segir, deildir annarra liða í svigum: Liverpool-Fulham(3) Cambridge(4)-Wimbledon Reading(2)-Aston Villa Swansea(4)-Leicester Arsenal-Huddersfield(2) Southampton-Swindon(3) Everton-Newport(3) Coventry-Rotherham(3) Oxford-Gillingham(3) Barnsley(2)-Tottenham Preston(4)-West Ham Watford-Rochdale(4) Luton-Cardiff(4) Peterborough(4)-Norwich Southend(4)-Manch.City Bradford C.(2)-Newcastle York(3)-Chelsea Q.P.R.-Blackburn(2) Manch.Utd-Port Vale(3) Sheff.Wed.-Stockport(4) Charlton-Lincoln(4) Brighton(2)-Nottm.For. Aðrir leikir í 2. umferð: Wrexham(4)-Portsmouth(2) Scunthorpe(4)-lpswich(2) Middlesboro(3)-Birmingham(2) Shrewsbury(2)-Stoke(2) Oldham(2)-Leeds(2) Walsall(3)-Millwall(3) Hull(2)-Carlisle(3)/Grimsby(2) Cr.Palace(2)-Bury(3) Bristol C.(3)-Sheff.Utd(2) Derby County(2)-W.B.A.(2) Leikið er heima og heiman, 22.-24.sept og 6.-8.okt. -VS/Reuter ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.