Þjóðviljinn - 06.09.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1986, Blaðsíða 4
LEtÐARI Lærdómar af kjamorkuslysi Morgunblaðiö spyr í leiðara sínum í gær að því, hvað menn geti helst lært af kjarnorkuslys- inu íTsjernobyl. Sumar niðurstöður blaðsins af þeim vangaveltum eru réttar og sjálfsagðar, eins og sú krafa sem þar kemur fram um að Sovétríkin séu tekin til ábyrgðar á því endurmati á öryggisbúnaði kjarnorkuvera sem mjög er til umræðu þessa stundina. Það er líka rétt hjá Morgunblaðinu, að kjarnorkuslysið minnir ræki- lega á það, að meðferð kjarnorku, hvort heldur væri til orkuframleiðslu eða til vígbúnaðar, er ekkert einkamál þeirra sem með einum hætti eða öðrum hafa gerst kjarnorkuveldi. Það er einnig rétt, sem fram kemur í leiðaran- um, að forystumenn þjóða sem eru þegar orðn- ar háðar kjarnorku vilja gera minna úr alvöru Tsjernobyl-slyssins en efni standa til. Um þetta hefur margsinnis verið fjallað hér í blaðinu: kjarnorkuframleiðendur á Vesturlöndum skutu sér snemma á bak við það, að slys eins og í Tsjernobyl gætu alls ekki átt sér stað hjá þeim, þeir væru svo miklu fremri í öryggisbúnaði. Slík afstaða er að sjálfsögðu skammgóður vermir, og það er ekki nema gott um það að segja að Morgunblaðið er komið á þá skoðun, að menn verði að horfast hiklaust í augu við „kosti og galla“ kjarnorkunnar ef þeir vilja í alvöru finna leiðir til að koma í veg fyrir „að hún valdi mannkyni meira tjóni en orðið er“. En svo versnar heldur málsmeðferðin. Morgunblaðið segir það „umhugsunarefni" að „stjórnmálamenn sem virðast tregir til að ræða um hættur af kjarnorkuverum, eru meira en fúsir til að tala um hugmyndir um kjarnorku- vopnalaus svæði og styðja einhliða yfirlýsingar í þá veru“. Blaðið telur þetta tvískinnung og á við forystumenn í Svíþjóð og Finnlandi, sem hafi meiri áhuga á að semja um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum en að útrýma þeirri kjarnorkuhættu sem fyrirer-m.ö.o. í kjarnorku- verum þessara landa. Þetta er kyndug röksemdafærsla og ómak- leg. í fyrsta lagi eru það í raun þeir stjórnmála- menn sem mest halda fram kjarnorkuverum (til dæmis franskir) sem um leið vilja hafa óbundn- ar hendur um kjarnorkuvígbúnað. Svíar aftur á móti, þeir hafa ekki aðeins beitt sér fyrir fram- gangi hugmynda um að kippa Norðurlöndum í eitt skipti fyrir öll út úr stríðsleik með kjarnorku- vopn - þeir hafa líka ákveðið að hætta við bygg- ingu kjarnorkuvera og taka þau, sem fyrir eru, úr umferð innan tiltekins árafjölda. Hér er því ekki að ræða það misræmi og þann tvískinnung sem Morgunblaðið vill vera láta í beinni og óbeinni vörn sinni fyrir þau sjónarmið um kjarnorkuvígbúnað, sem mestu ráða í Washington. í annan stað er það svo, að þótt allur kjarnorkuháski sé af sömu rót, þá er samt sem áður gífurlegur munur á slysahættu í kjarn- orkurafstöðuvum (einu í einu væntanlega) og þeim háska sem falinn er í þúsundum sprengja, sem hver um sig er margfalt öflugri en spren- gjurnar sem féllu á Hiroshima og Nagasaki. Morgunblaðið segir, að geislavirka úrfellið frá Tsjernobyl sýni hve „marklausar yfirlýsingar um kjarnorkuvopnalaus svæði eru, ef þæreru ekki í samhengi við alþjóðlegan veruleika kjarnork- unnar". Þetta eru afleit samanburðarfræði vegna þess, að þótt Tsjernobylslys séu stór víti að varast, þá er samt hægt að þreyja þann þorra. Slys í kjarnorkuvígbúnaðarkerfum er aft- ur á móti dómsorð yfir því lífi sem vert væri að lifa, kannski öllu lífi á jörðunni. - ÁB. | LJOSOPIÐ Mynd: Einar Ól. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphóöins- son. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmíðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Askriftarverð ó mónuði: 500 kr. 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.