Þjóðviljinn - 06.09.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.09.1986, Blaðsíða 12
DÆGURMAL ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Ab/Hafnarfirdi Félagsfundur um bæjarmálin veröur haldinn í Skálanum laugardaginn 6. september kl. 10.30. Allir áhugamenn um bæjarmál velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur bæjarmálaráðs verður haldinn mánudaginn 8. september kl. 20.30 í Rein. Áríðandi er að allir aðalmenn og varamenn í nefndum og ráðum á vegum bæjarins mæti á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur mánudag 8. september kl. 20.30. Fundarefni: Dagskrá bæjarstórnarfundur þriðjudagsins 9. september, og önnur mál. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð ABK boðar til fundar um vetrarstarfið mánudaginn 8. september kl. 20.30. i Þinghól Hamraborg 11. Aðalmönnum og varamönnum í nefndum á vegum Kópavogskaupstaðar er skylt að mæta. Formaður. Sveitarstjórnarmenn AB Byggðamenn Alþýðubandalagsins boða sveitarstjórnarmenn flokksins og áhugamenn um sveitarstjórnarmál til fundar í Miðgarði Hverfisgötu 105, mi&vikudaginn 10. september kl. 20.30. Fundurinn er boðaður til þess að gefa sveitarstjórnarmönnum sem sækja landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga kost á að hittast og ræða saman, m.a. um starfsemi byggðamanna og frumvarp til breytinga á tekjustofnalögum. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYIKINGIN Hæ þú Þórsmerkurfari! Og líka þú sem misstir af þessari flippuðu sumarferð Æskulýðsfylkingarinn- ar, nú ætlum við að skoða myndir úr ferðinni, drekka kaffi, og hlæja aö rigningunni saman, sunnudaginn 7. sept. n.k. kl. 15:00. Óvænt uppákoma þegar líður á daginn. Láttu sjá þig Ferðaklúbbur sósíalista. Hagfræðinámskeið! Efni: Þjóðhagsreikningar og Hugtök í Hagfræði. Leiðbeinandi: Ari Skúlason. Fróðleiksfúsir sem hafa áhuga þurfa að taka frá í dagbókinni sinni fimmtudagskvöldin 18. og 25. sept- ember næstkomandi (kl. 20:00). Fjöldinn verðurtak- markaður við 20 þátttakendur. Skráning í síma 1 75 00, hjá Æskulýðsfylkingunni. Áhugahópur um fræðslumiðlunarstarf. Haustfagnaður, Haustfagnaður! Árlegt glens, grín, fjör, og gaman að hætti ÆF-félaga verður 20. sept. n.k. Þá verður kaffihús um daginn milli 14:00 og 18:00, þar sem ýmsir þjóðkunnir sem óbreyttir félagar verða teknir á beinið og látnir skemmta bæði sér og öðrum. Einstök kvöldvaka hefst svo klukkan 22:00, þar sem skerpt verður á söngröddinni með dynjandi baráttumúsik fram á nótt. Fjartengslahópur Landsþing! Kæri félagi nú fer senn að líða að landsþingi, þannig að það er ekki seinna vænnna að fara að plotta. Þingið verður haldið 3. til 5. október í Ölfusborg- um. Dagskrá verður auglýst síðar og ef þú ert skráður félagi í ÆF mátt þú eiga von á pappírsbunka um bréfalúguna einhvern daginn. Ef þú vilt koma einhverjum hugmyndum á framfæri, hvað sem það kynni nú að vera þá getur þú annað hvort skrifað okkur á skrifstofuna Hverfisgötu 105, eða hreinlega mætt á staðinn í kaffi og kjaftað við okkur. Skrifstofan hjá ÆF verður opin daglega fram að þingi frá 9-18. Framkvæmdaráð ÆFAB Alþýðubankinn hf. auglýsir nýtt símanúmer á Laugavegi 31 621188 Viðskiptamenn og aðrir. Skiptiborðið á Lauga- vegi 31 er sprungið, þessvegna skiptum við um símanúmer 8. sept. n.k., í von um að það bæti þjónustuna. Skrifið það í símaskrána, eða geymið auglýsing- una, að símanúmer Alþýðubankans Laugavegi 31 er (91) 621188 frá og með 8. sept. 1986. Alþýðubankinn hf. Boys don’t cry, frá vinstri talið: Mark Smith, Brian Chatton, söngvarinn Nick Richards, trommarinn Jeff Seopardie og Nico Ramsder með gleraugun. Strákar gráta ekki Boys don’t cry heitir nýleg bresk hljómsveit. Meðlimirnir hafa allir fengist við ýmislegt spil- erí áður, t.d. með Meatloaf og Sad Café, að því er segir í amer- íska poppritinu Rockline. Við hér á Þjóðviljanum getum bætt við einni hljómsveit til að varpa frekari ljósi á sögu strákanna, en það er Brunaliðið okkar sáluga. Trommarinn þeirra í Boys don’t Cyndi Lauper kvað ekki dauð úr neinum æðum þótt langt sé síðan fyrsta og fram til þessa eina breið- skífa hennar kom út (1983). Nú er önnur á leiðinni sem kvað heita True Colors. Skýringin á þessu langa bili á milli platna mun sú m.a. að Cyndi gekkst undir uppskurð, eitthvað í sambandi við móðurlífið, og var lengi að ná sér eftir það. Hún hefur þó kom- ið fram og skemmt við ýmis tækifæri í góðgerðarskyni m.a. til að safna fé til rannsókna á eyðni (Aids). MX 21 um laradið Bubbi Morthens er lagstur í hringferðalag um landið ásamt hljómsveit sinni MX2l. Mun sveitin leika á dansleikjum á hin- um ýmsu stöðum á landinu um helgar en á virkum dögum mun Bubbi halda tónleika með gítar, munnhörpu og rödd. Verða það seinustu opinberu tónleikar Bubba í því formi að sinni. f kvöld (laugardag) leikur MX2l fyrir dansi á Húsavík, en Bubbi heldur hljómleika 7.-ll. september í Hrísey, Grenivík, á Kópaskeri, Þórshöfn og Vopna- firði. MX2l heldur svo dansiball þann 12. í Grindavík. cry er nefnilega Jeff Seopardie, en hann lék hér með Brunaliðinu árið 1979 (og kannski fram yfir það), og einnig á plötu Pálma Gunnarssonar Hvers vegna varst’ ekki kyrr?, þar sem hann átti jafnframt þjú lög. Boys don’t cry hafa gefið út samnefnda breiðskífu og af henni lagið I Wanna be a Cowboy á lí- tilli plötu... og segir í áður í vítn- uðu blaði að myndbönd dreng- janna séu skemmtileg og stríðn- ispúkaleg. -A FRAMANDI MENNING í FRAMANDI LANDI • Ert þú fædd/ur -1969 eöa 1970? • Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? • Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóöa? • Viltu búa eitt ár í framandi landi? • Viltu veröa skiptinemi? Umsóknarfrestur er til 10. okt. Opið daglega milli kl. 14 og 17. Ef svarið er já, hafðu samband við: Hverfisgötu 39, P.o. Box 753-121 Reykjavík Simi 25450 áíslandi - alþjóðleg fræðsla og samskipti - Verslunar- og skrifstofu- húsnæði, sérherbergi fyrir konur, vinnustofur og hús- næði til námskeiðahalds. í vetur mun verða til leigu húsnæði fyrir konur til að halda námskeið í Hlaðvarpanum. Einnig verða til leigu sérherbergi fyrir konur til lengri eða skemmri tíma. Ennfremur verður laust fljótlega húsnæði, sem er hentugt fyrir vinnustofur eða skriístofur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hlað- varpans að Vesturgötu 3, sími 19055. Umsóknir berist til Vesturgötu 3 hf. pósthólf 1280 121 Reykjavík. Meinatæknar Meinatækna vantar til starfa við fisksjúkdóm- arannsóknir við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum. Uppl. í síma 82811. 12 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Laugardagur 6. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.