Þjóðviljinn - 06.09.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.09.1986, Blaðsíða 14
Lagerstörf Óskum eftir að ráða starfsmenn til lagerstarfa. Bónusvinna. Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra. VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 681266 BÓKARASTARF Aðalbókhald Sambandsins óskar að ráða starfs- mann, með góða þekkingu á bókhaldi og tölvu- vinnslu, til framtíðarstarfa sem fyrst. Leitað er að ungum og dugmiklum einstaklingi með reynslu á þessum sviðum. Umsóknareyðublað fást hjá starfsmannastjóra sem veitir upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Innritun nemenda í norsku eða sænsku til prófs í stað dönsku fer fram í Miðbæjarskólanum Fríkirkju- vegi 1, sem hér segir: Miðvikudag 10. sept. 5. bekkur kl. 17 6. bekkur kl. 18 7. bekkur kl. 18.30 Fimmtudag 11. sept. 8. bekkur kl. 17 9. bekkur kl. 18 102 og 212 kl. 19 302 og valáfangi kl. 20 Skólastjóri HÚSSTJÓRNARSKÓLI REYKJAVÍKUR Sólvallagötu 12 Námskeið veturinn 1986-87 I. Saumanámskeið til áramóta. 7 vikur fyrra námskeið og 6 vikur seinna námskeið. 1.1 Kennt mánudaga og föstudaga kl. 14-17 1.2 Kennt mánudaga kl. 19-22 1.3 Kennt þriðjudaga kl. 17-20 1.4 Kennt miðvikudaga kl. 19-22 1.5 Kennt fimmtudaga kl. 19-22 II. Vefnaðarnámskeið 7 vikur. Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl. 14-17 og miðvikudaga kl. 17-20. Einnig geta þeir sem kunna vefnað, en óska eftir aðstoð við uppsetningu, fengið afnot af vefstólum. III. 5. janúar 1987 hefst 5 mánaða hússtjórnar- skóli. Námið er viðurkennt sem hluti af matar- tæknanámi og undirbúningsnámi fyrir kenn- aranám. IV. Matreiðslunámskeið verða auglýst síðar. Nánari upplýsingar og innritun á námskeiðin í síma 11578, mánudaga-fimmtudaga kl. 10-14. Skólastjóri. fcJRARIK rafmagnsveitur ríkisins Auglýst er laust til umsóknar starf yfirviðskipta- fræðings við hagdeild. Starfið er m.a. fólgið í umsjón með daglegum rekstri deildarinnar, gerð fjárhagsáætlana, umsjón með gjaldskrármálum og orkuviðskiptum auk hagrænna athugana. Reynsla í stjórnunarstörfum er æskileg. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður fjármálasviðs. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannadeildar fyrir 30. þ.m. Rafmangsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 REYKJAVÍK Guðmundur örn Ragnarsson. Prestkosning Kynningar- messur í Breiðholtsskola í lok mánaðarins fara fram prestkosningar í Breiðholts- prestakalli. Umsækjendur eru þrír, sr. Guðmundur Karl Ág- ústsson, sr. Gísli Jónsson og sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Kynningarmessur fara fram í Breiðholtsskóla næstu sunnu- daga og messar sr. Guðmundur Örn þar á sunnudag 7. september kl. 14. Kjartan Ragnarsson leikari, bróðir umsækjandans, syngur og leikur undir á gítar í guðsþjónustunni og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona les setn- ingartexta., Organisti er Daníel Jónasson. Sr. Guðmundur Karl messar þann 14. september og sr. Gísli þann 21. sept. Messunum er út- varpað á FM 102,3 Verðkönnun Mesti munur á skólatösku Dœmi um 167% mismun á vörufrá einni verslun til annarrar Verðlagsstofnun hefur birt nið- urstöður verðkönnunar á ýmsum skólavörum sem gerð var í lok ág- ústmánaðar. í krónum talið mun- aði mest á verði skólatösku. Könnunin var gerð í 31 bóka- og ritfangaverslun á höfuðborg- arsvæðinu á yfir 40 vörutegund- um. Helstu niðurstöður eru þær að í fimm tilvikum var hæsta verð vöru meira en helmingi hærra en lægsta verð. Sem dæmi má nefna að 50 blaða skrifblokk af stærð- inni A5 var 167% dýrari í einni verslun (40 kr.) en annarri (15 kr.), og á A4 stæð af skrifblokk munaði 127% á verði eða hæsta verð 68 kr. en lægsta verð 30 kr. 16 stk. askja af Crayola litum kostaði 73 kr. upp í 162 kr. sem er 122% verðmunur og 32 blaða vír- heft stílabók af A5 stærð kostaði frá 16,90 kr. til 35 kr. sem er 107% verðmunur. í krónum talið munaði mest á verði Piolet skólatösku, fyrir 6-8 ára. Hæsta verð hennar var 1790 kr. en lægsta verð 930 kr. sem er 860 kr. mismunur. Skýringar á þeim verðmun sem fram kemur í könnuninni má að hluta rekja til þess að í sumum verslunum eru enn vörur á gömlu verði, en einnig hefur mismun- andi smásöluálagning áhrif á verðmuninn. - GH Fóðurblandan Pau leiðu mistök urðu í blaðinu í fyrradag að fyrirtækið Fóður- blandan var nefnt röngu nafni. Eru hlutaðeigendur beðnir for- láts á mistökunum. - GH 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.