Þjóðviljinn - 21.09.1986, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 21.09.1986, Qupperneq 19
Ísland/Sovét Sókndjaifir Sovét- menn Þann 24. september nk. hefst undankeppni Evrópumeistara- mótsins í knattspyrnu meö leik milli landsliða Sovétríkjanna og íslands í Reykjavík, en Evrópu- meistaramótið fer fram á fjögurra ára fresti eins og heimsmeistar- akeppnin. Það má minna á að auk landsliða Sovétríkjanna og íslands eru landslið Frakklands, sem varð Evrópumeistari árið 1984, Þýska Alþýðulýðveldisins og Noregs í 3. riðli undankeppn- innar. Þann 11. mars sl. komu fulltrúar allra þjóðanna fimm í 3. riðli saman til að ákveða leikdag- ana. Það má til gamans geta þess að landslið Sovétríkjanna byrjar á að spila gegn íslandi, og síðasti leikurinn verður einnig gegn íslandi, (Dann 28. október 1987 í Sovétríkjunum. Litlar breytingar frá Mexíkó Vjacheslav Koloskov, yfir- maður Knattspyrnudeildar íþróttanefndar Sovétríkjanna, sagði mér að það væri varla hægt að tala um breytingar á landsliði Sovétríkjanna í fyrri leiknum gegn íslandi. í Reykjavík spila þeir leikmenn sem spiluðu í heimsmeistarakeppninni í Mex- íkó 1986. í Mexíkó sýndu sovésku knattspyrnumennirnir sínar bestu hliðar. Þeir sýndu mjög fal- legan leik, sem byggðist á feyki- góðri tækni, og leikur þeirra gaf góðan árangur sem auðvitað var aðalatriðið - sovésku meistararn- ir skoruðu mark í hverjum leik. En íþróttir eru og verða íþróttir og lánið gegnir þar ekki svo litlu hlutverki. Því miður brosti gæfan við landsliði Belgíu, keppinaut- um Sovétmanna í 16-liða úrslit- unum, og það sigraði í spennandi og örlagaríkum leik með fjórum mörkum gegn þremur. í þessum leik var það Igor Belanov, frá Di- namo Kiev, sem stóð sig best, en hann skoraði öll þrjú mörkin. Framherjarnir stóðu sig Eitt er áhugavert: Fyrir úrslita- hrinuna í Mexíkó var einmitt ver- ið að gagnrýna sovésku framherj- ana, sem voru slappir í keppni við félaga sína og í æfingaleikjum. En í Mexíkó var þessu öðruvísi varið. Framherjar sovéska lands- liðsins stóðu sig vel, en satt að segja var frammistaða varnarinn- ar og markvarða slök. En eins og Vjacheslav Koloskov sagði mér, mun Valeri Lobanovski, yfir- þjálfari landsliðs Sovétríkjanna, koma með Mexíkóliðið 1986 til Reykjavíkur. Uppistaðan frá Kiev Það eru leikmenn Dinamo frá Kiev sem verða aðaluppistaðan í landsliði Sovétríkjanna en þeir hafa undir stjórn Valeri Loban- ovski sigrað tvisvar í Evrópubik- arkeppninni og einu sinni unnið Stórbikar Evrópu. Liðið vann fyrri sigurinn í bikarkeppninni árið 1975 en af þeim sem þá voru í liðinu er aðeins Oleg Blokhin eftir. Hann er 34 ára og hefur þrisvar verið kjörinn besti knatt- spyrnumaður Sovétríkjanna og besti knattspyrnumaður Evrópu árið 1975. Til gamans má geta j þess að Oleg Blokhin er eini so- véski knattspyrnumaðurinn sem skorað hefur samtals yfir 200 mörk í Sovétmeistarakeppninni. Hann er giftur Irínu Derjugínu, sem tvisvar hefur orðið heimsmeistari í nútímafim- leikum. Þau eiga dóttur sem heitir íra og hún lætur sig dreyma um að ná langt í nútímafim- Ieikum eins og móðir hennar. Á þessu ári unnu Dinamo- menn frá Kiev annan sigurinn í Evrópukeppni bikarhafa en Stór- bikarinn fengu þeir árið 1976. Og í lok sl. árs útnefndu 209 sovéskir íþróttafréttamenn frá 138 aðil- um, TASS, APN, útvarpinu, sjónvarpinu, útgáfufyrirtækjum og öðrum samtökum blaða- manna, Anatólí Demianenko, liðsmann Dinamo Kiev og varn- armann í landsliðinu, besta knattspyrnumann Sovétríkjanna árið 1985. Sama niðurstaðan fékkst í könnun sem vikuritið „Fútbol-Hokkey" gerði í 22. skipti. í öðru sæti varð Oleg Prot- asov, framherji í landsliðinu og liðsmaður Dnépr frá Dnéprop- etrovsk, sem skoraði 35 mörk í 1. deild á síðasta keppnistímabili og setti þar með met. Fyrra metið átti Nikita Simonjan, sem skoraði 34 mörk á einu tímabili og hafði met hans staðið í 35 ár. Margir kunnir leikmenn Það koma fleiri kunnir knatt- spyrnumenn til Reykjavíkur. Markverðirnir Rinat Dasajev, frá Spartak í Moskvu, Viktor Chanov og Mikhailov, báðir frá Dinamo Kiev, Sergej Krakovski frá Dnépr, varnarmennirnir Al- exander Chivadze frá Dinamo Tiblisi, Alexander Bubnov og Gennadi Morozov, báðir frá Spartak í Moskvu, tengiliðirnir og framherjarnir Vladimir Bess- onov, Ivan Jaremchuk, Vasili Rats, Alexander Zavarov og Pa- vel Jakovenko, allir frá Dinamo Kiev, Gennadi Litovchenko frá Dnepr, Sergej Aleinikov frá Di- namo í Minsk og Sergej Rodion- ov frá Spartak í Moskvu. ísiand í stöðugri framför Landslið Sovétríkjanna og fs- lands leiddu saman hesta sína í undankeppninni fyrir Ólympíu- leikana 1976 og í bæði skiptin sigruðu sovésku knattspyrnu- mennirnir (2-0 og 1-0). Sovésku knattspyrnumennirnir búa sig nú undir átökin við íslenska lands- liðið sem hefur verið í stöðugri framför á undanförnum árum. Vjacheslav Koloskov sagði að leikurinn í Reykjavík yrði erfiður og að þar yrði ekkert gefið eftir, en einnig væri það von sovéska landsliðsins að geta sýnt íslensk- um áhorfendum fallegan og ár- angursríkan sóknarleik. Boris Olshevski, sovéskur íþróttameistari, íþróttafréttamaður APN Sunnudagur 21. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Igor Belanov aðalmarkaskorari sovéska landsliðsins á hór í höggi við Jozsef Kovdos varnarmann Ungverja í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó sl. sumar. Leiknum lauk sex núll fyrir Sovét. AMSTRAD PCWtölva með íslensku RITVINNSLUKERFI, ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum, SAMSKIPTAFORRITI fyrir telex, gagnabanka o.fl. og PRENTARAI-fyriraðeins 39.900,- kr. Stóri bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins 49.900,- kr. Hann er auk þess hægt að fá með fullkomnu fjárhagsbókhaldi eða með viðskiptamanna-, sölu- og lagerkerfi fyrir 59.900,- kr., og með hvoru tveggja fyriraðeins 64.900,- kr.-allt í einum pakka - geri aðrir beturl AMSTRAD PCW 8256 ritvinnslutölvan: 256 K RAM linnbyggður RAM diskurj, I drif; skjár: 90 stafir x 32 línur. Prentari: Punktaprentari, 90 stafir á sek. AMSTRAD PCW 8512 ritvinnslu- og bókhaldstölvan: 512 K RAM |innb. RAM diskur), 2 drif (B-drif er I megabyte), skjár: 90 st. x 32 línur. Prentari: punktaprentari, 90 stafir á sek. Báðum geröum fylgir (slenskt ritvinnslukerfi (LOGO- SCRIPT), Dr. Logo og CP/M+, ísl. lyklaborð, ísl. leiöbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum |ísl.), prentari með mörgum fallegum leturgerðum og -stærðum. Með AMSTRAD 8512 er einnig hægt að fá fullkomin bókhaldskerfi sem henta mjög vel litlum og meðalstórum (yrirtækjum. Námskelð: Tölvufræðslan sf. ÁrmOla 36, s. 687590 & 686790: Fjérhagsbókhald 6 tfmar aðeins 2.500 kr. Viðskiptamanna-, sölu- or lagerkerfi 6 tímar aðeins 2.500 kr. Ritvinnslunámskeið 6 tfmar aðeins 2.500 kr. FORRIT FYRIR AMSTRAD: Samskiptaforrit: BSTAM, BSTMS, Chit-Chat, Crosstalk, Honeyterm 8256, Move-it. Áætlana- og relknlforrlt: Pertmaster, Milestone, Brainstorm, Statflow, Cracker, Master Planner, Multiplan, PlannerCalc, SuperCalc. Gagnagrunnsforrit: Cambase, Cardbox, dBase II, dGraph, dUtil, Delta, Flexifile Telknlforrlt: Dataplot plus, Datplot III, DR Draw, DR Graph, Polyplot. Polyprint. Forrltunarmál: DR C Basic, Mallard, Basic, Microsoft Basic, Nevada Basic, Cis-Cobol, Nevada Cobol, RM Cobol, HiSoft C, Nevada Fortran, Pro FortrarvDR PL/1. DR Pascal MT+, Nevada Pascal, Pro Pascal, Turbo Pascal. AnnaÖ: Skákforrit. BridgeforriL íslensk forrlt: Ritvinnsla (fylgir). Fjárhagsbókhald. Viöskiptamannafor- rit, Sölukerfi. Lagerbókhald, Nótuútprentun, Límmiðaútprentun. Auk þúsunda annarra CP/M forrita. [^Braga v/Hlemm Símar 29311 & 621122 CniMÞ^ TÆKNID0LD HaHarmúla2 Slmi832T1 ÞETTA ER TÖLXAIM! FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI Umboösmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman. Akureyrl: Bókabúðin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga. DJúpavogl: Verslunin Djúpið. Grindavlk: Bókabúð Grindavíkur. Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfirðinga, Húsavlk: Bókaverslun Pórarins Stef., ísafjörður: Hljómborg, Keflavík: Bókabúö Keflavíkur, Vestmannaeyjar: Vídeóleiga GS. Seltjarnames: Verslunin Hugföng. öll verö miðuö viö gengi I. sept. 1986 og staögreiðslu. TOLVULAND HF., SIMI 17850

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.