Þjóðviljinn - 21.09.1986, Page 20
Fögnuðurinn leynir sér ekki. 1. sæti og 1. deild. Frá vinstri Sveinn Freysson, Björn Olgeirsson fyrirliði og Birgir Skúlason.
Húsavíkurhátfð
Bvoslu út að öxlum
MyndirfrásigurhátíðhúsvískraVölsungasemfögnuðu í heila viku sigri í 2. deild
Það má víst segja að líf manna á
Húsavík hafi ekki snúist um ann-
að síðustu daga en fótbolta.
Knattspyrnulið staðarins gerðist
svo liðtækt í sparkinu að vinna
sigur í 2. deildinni og fá þar með
rétt til að sparka fótbolta í 1.
deild.
Svo mikill var hamagangurinn
að menn voru meira og minna frá
vinnu dögum saman. Það var
engu líkara en sjálfur
heimsmeistaratitillinn hefði
komist í hendur húsvískra. Gaml-
ir sparkunnendur sáust brosa út
að öxlum og fjandmenn féllust í
faðma. Daglegt líf manna í bæn-
um snerist ekki um annað en fót-
bolta. Ótrúlegasta fólk var farið
að hafa áhuga á íþróttinni til að
vera viðræðuhæft á sínum vinnu-
stað.
En líf Húsvíkinga er smám
saman að færast í eðlilegt horf og
framundan er sumar með til-
hlökkun um fótboltaspark, rang-
stöðu, bakhrindingu, tæklingar
og guð má vita hvað.
Einar Ólafsson ljósmyndari
Þjóðviljans af húsvískum ættum
og gallharður Völsungur var að
sjálfsögðu mættur til að fylgjast
með framvindu gleðinnar í bæn-
um og árangur ferðarinnar sjáum
við hér til hliðar.
- ab/Húsavík