Þjóðviljinn - 26.09.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.09.1986, Síða 7
SJÁVARÚTVEGUR Ungur sveinn úr Sandgeröi, Arnar Bjarkason, situr miðskips í Þorsteini þar sem báturinn bíður þess að verða lagfærður í sina upphaflegu mynd. Ljósm. Sig. Byggingalag Þorsteins er afar sérstætt og þykj- ast menn hafa möguleika á að greina aldur skipsins á því meðal annars. Á skipinu neðarlega sóst úrtak fyrir skrúfur sem sett var á skipið er það var flutt til Reykjavíkur. Ljósm. Sig. það þarf langan tíma til að læra að þekkja innréttingu hans alla, það þarf líka mikla æfingu til að læra til fulls að nota bátinn í vondu veðri. Englendingar hafa notað róðrarbáta til björgunar í yfir hundrað ár og bjargað þúsundum mannslífa. Þeir hafa allan þennan langa tíma verið að endurbæta þá og þessi bátur þarna er árangur af starfi þeirra. Lengra hafa þeir enn ekki komist." Síðar í ræðu sinni segir Þorsteinn: „Hann tæmir sig samstundis þótt hann fylli, hann réttir sig undir eins þótt honum hvolfi. Hann týnir ekki úr sér neinu af farviðnum, ekki svo mikið sem einum tolla eða einni ár þótt honum hvolfi og ef rétt er með allt farið og öll handtök rétt, þá á enginn af áhöfn bátsins að losna við hann þótt honum hvolfi. Þetta er meistaralegur útbúnaður." Ferill bátsins Björgunarskipið Þorsteinn var staðsettur í Sandgerði allt fram til ársins 1944. Þá var skipið endur- nýjað og breytt úr teinæringi í vélbát með tveimur vélum og flutt til Reykjavíkur. Brimróðr- arbátur, sem hlaut nafnið Oddur V. Gíslason tók við af Þorsteini í Sandgerði en það er af honum að segja að í umsjá björgunarstöðv- arinnar í Örfirisey komst hann á lokadaginn 11. maí 1946 er stöðin var vígð. Þorsteinn var notaður við Reykjavík en á milli jóla og nýj- árs árið 1953 skemmdist báturinn illa við landtöku í Engey. Var ekki talið ráðlegt að gera hann upp og var Þorsteini ráðið til hlunns á Grímsstaðaholti og síð- an við Skerjafjörð. Nýtt skeið hefst En hvernig má það vera að björgunarskipið Þorsteinn er aft- ur kominn á sinn gamla stað í Sandgerði? Við gefum Sigurði H. Guðjónssyni núverandi formanni Sigurvonar orðið, en hann hefur haft veg og vanda af því að Þor- steinn komst til sinnar heima- hafnar á ný: „Það var um miðjan síðasta áratug sem ég fann bátinn hjá gömlum manni á Seltjarnarnesi, en hann hafði keypt Þorstein eftir óhappið við Engey og gert hann upp. Þessi gamli maður hafði hins vegar ekki bolmagn til að gera bátinn út og dó raunar skömmu eftir að við höfðum rætt saman. Það varð að ráði að við fengum að hirða bátinn og var hann flutt- ur til Sandgerðis aftur árið 1975. Hér stóð Þorsteinn úti í nokkur ár, eða þangað til við vorum bún- ir að gera gömlu björgunarstöð- ina upp að mestu og í sínu gamla skýli er hann í dag. Við ætlum okkur að ljúka við endurgerð skýlisins en síðan verður ráðist í að breyta Þorsteini í teinæring á ný og gera hann upp í sinni fyrstu mynd.“ Hve gamalt skip? Þrátt fyrir að allar teikningar séu til af Þorsteini frá fram- leiðendum í Bretlandi veit enginn með vissu hve hann er gamall. Sigurður H. Guðjónsson segir það eitt vitað að Þorsteinn hafi verið smíðaður fyrir fyrri heimstyrjöld. Hann sagði þá Sig- urvonarmenn vera í sambandi við Breska björgunarfélagið sem upphaflega seldi bátinn til íslands og kvaðst vona að það tækist að grafa upp smíðaárið. Þorsteinn er greinilega afar vandað skip, það er hverjum leik- manni ljóst sem hann skoðar. Hann er 35 fet að lengd og 5 tonn að þyngd, smíðaður úr kletta- álmviði, eik og Honduras mag- honi. Lofsvert framtak Það er sannarlega lofsvert framtak hjá forsvarsmönnum björgunarsveitarinnar Sigurvon- ar í Sandgerði að gera þetta vand- aða skip upp og einnig skýlið sem telst fyrsta björgunarskýli sinnar tegundar á íslandi. Vonandi koma góðir aðilar til liðs og fjár- magna þetta mikla verk sem bíð- ur þeirra Sigurvonarmanna því segja má að með björgunar- skipinu Þorsteini og stofnun Sig- urvonar í Sandgerði hefjist skipu- lagt björgunarstarf við strendur iandsins. Væri þeirra vatnaskila vel minnst með þessum hætti. -v. Helmildir: Árbók SVFÍ1978 bls. 51-53. Árbók SVFÍ1973 bls. 52- 57 og Víkurfréttir, jólablað 1984, Björgunarbáturinn Þor- stelnn eftir Krlstinn Lárusson. UTGERÐARVORUR OG SKOÐUNARBÚNAÐUR í GEYSILEGU ÚRVALI BLAKKIR MARGAR GERÐIR OG STÆRÐIR. TOGVIR - SNURPUVIR - VINNSLUVÍR - LÁSAR - KEÐJUR - KRÓKAR - KÓSSAR - TÓG - NETA- BELGIR OG HRINGIR - SNURPUHRINGIR - SIGURNAGLAR - BAUJULJÓS - FISKIKÖRFUR - FISKIHNÍFAR OG BRÝNI - LANTERNUR - FISKI- GOGGAR - MERLSPÍRUR - BÁTADÆLUR - VANTSPENNUR VINNUFATNAÐUR - SJOFATN- AÐUR - SKIPAMÁLNING OG LÖKK - BOLTA- OG BAKJÁRN - SKÓFLUR - GAFFLAR - SLÖNGUR ALLS KONAR - SLÖNGUKLEMMUR - - MÚRARAVERKFÆRI - BAROMETER - KLUKKUR - HITAMÆLAR - HVERFISTEINAR. LÍNUBYSSUR - SVIFBLYS - HANDBLYS - BJÖRGUNAR- VESTI OG HRINGIR - SLÖKKVI- TÆKI - BARCO ÖRYGGISLEIÐ- ARI - BJÖRGUNARNETIÐ MARKÚS - BRUNASLÖNGUR, STÚTAR OG TENGI. ANNAR SKOÐUNARBÚNAÐUR. Og enn er fjölmargt ótalið Ánanausfum, Grandagarði. Sími 28855. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.