Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 2
FLOSI y \iku skammtur Ekki veit ég hvernig það er á öðrum bæjum, en heima hjá mér gengur borðhaldið oftast stór- slysalaust. Það að ekki skuli koma til væringa, eða jafnvel óspekta við matborðið, þakka ég því að heimilisfólkið - ég og konan mín - hefur afar ólíkan matarsmekk svo ekki sé nú meira sagt. Satt að segja girnist hún mest þá bita af dýrum merkurinnar sem ég hef ekki nokkurn áhuga fyrir og „omvent“, einsog sagt var í dentíð. Minn matarsmekkur er afar þjóðlegur enda reistur á grunni gamallar menningar- og matar- arfleifðar. Þegar sauðkindahöfuð - áður kölluð svið - eru á mínu matborði, ræðst ég fyrst - að hætti hrafnsins - á augun, síðan eyrun, hnakk- aspikið og skinnið. Á öðru af hausnum hef ég ekki minnsta áhuga, en þar tekur konan við og borðar tunguna settlega og það sem kjálkanum fylgir. Nartar jafnvel í grænmeti með, hversu trúlega sem það kann nú að hljóma. Nú kem ég að því sem á að verða mergurinn alls þessa máls. Hvernig tekst framleiðendum matvæla á ís- landi að fullnægja kröfum neytenda sem hafa vafalaust flestir enn skrautlegri matarsmekk og fjölbreytilegri en ég og konan mín. Já, velá- minnst, ég ætlaði aðeins að drepa á afstöðu hennar til matvæla. Hún segist mundi lifa það af að sjá aldrei ket, og er þó talin með fullum sönsum. Ástæðan til þess að ég hef ekki verið sveltur í hel hérna á heimilinu er einfaldlega sú, að hér er það ég sem ræð. Það þýðir að reglulega á að vera á mínum borðum ket, kartöflur og sósa og ekkert helvítis múður. Stundum held ég að konan mín vilji ekkert af keti hafa til matar annað en prentvillur úr frönskum og dönskum kokkabókum. Nú, með því að ég er einstaklega Ijúfur á heimili reyni ég stundum að vera ekki að hleypa öllu í bál og brand útaf þessu, finn mér gamlar skötuleifar, sem ég hef falið einhvers staðar og bý mér til skötuplumm, en skötuplumm er vestfirsk skata steikt í blöndu af hamsatólg og hangifloti og soðnar kartöflur hitaðar upp í sjálfri stöppunni. Með þessu snæði ég svo þykka þrumarasneið með ennþá þykkari smjörklípu oná og ískalt mjólkurglas til að kyngja kássunni. Konan mín reynir að vera annaðhvort búin, eða ekki byrjuð að borða, þegar ég tek til við að hantéra þennan veislukost og snæða, en ef að örlögin haga því svo til að borðhaldið er sam- eiginlegt, situr hún við borðið á skjön og nartar í kál, njóla, næpur og pjattgras en virðist fremur lystarlaus, ekki veit ég af hverju. Nú eru menn ef til vill farnir að láta sér detta í hug að mér finnist betra ket en kál og það er laukrétt. Þess vegna skiptir það mig meginmáli hvort ketið í ketbúðunum er gott ket eða vont ket. Og þá er að skýra ögn frá ketmálum þessarar þjóðar. í ketbúðum er illmögulegt að fá nautaket, vegna þess að nautaketið er venjulega beljuket sem kallað er nautaket til að hægt sé að selja það á uppsprengdu verði. Ef einhver heldur að ég sé að reyna að vera sniðugur og segja brandara, þá er það rétt. Til eru í landinu fjöll af góðu nautaketi, en ketkaup- menn kaupa það bara ekki til að hafa á boðstól- um, af því að þeir halda að það sé góð forretning að reyna að Ijúga því að neytendum, að seigt kýrket af aflóga beljum sem slátrað er af því þær eru búnar að missa nytina og hættar að halda, sé fyrsta klassa nautaket. Brandarinn er, að neytendur skuli láta bjóða sér þetta. Kannski er þetta ekki eins góður brandari og margur hyggur, því sannleikurinn er sá að á fjölmörgum heimilum sem ég þekki til - þar á meðal mínu - er nautaket bannað, einfaldlega vegna þess að ketkaupmenn eru búnir að koma svo vondu orði á vöruna. Hrossaket er afturámóti afar vinsælt af þeirri einföldu ástæðu að ketkaupmönnum hefur enn ekki hugkvæmst að reyna að Ijúga því að neytendum að hvalket sé hrossaket. Og svo ég reyni nú að vera áfram sniðugur og skemmtilegur, þá var útsala á kindaketi (dilka- keti) á dögunum. Þá fylltu ketkaupmenn allar frystihirslur af ársgömlu, tveggja, tíu, tuttugu eða guð má vita hvað gömlu lambaketi úr ein- hverjum gömlum lagerfjöllum. Svo verður allt draslið selt í haust á nýja verðinu sem ket af nýslátruðu og ekkert til nema stjörnuflokkur í búðunum, þó allir viti að drjúgur hluti af því sem úr sláturhúsunum kemur er annars flokks ket eða O-ket einsog það er núna kallað. Þaðer auðvitað hugsanlegt að neytendur séu farnir að líta á það sem vondan brandara hvernig dreifingar- og söluaðilar búvöru á ís- landi fara með þá. Verstur glæpur er þetta gagnvart bændum, því nú er neytendur farið að gruna að ekkert sé frá þeim á boðstólum í búðunum annað en nautaket af beljum og gamalt lambaket af ný- slátruðu. Gæti það verið ástæðan til þess að fólk er í stórum stíl hætt að leggja sér lambaket og nautaket til munns? Og bændur hafðir fyrir rangri sök? Viðskipti og viðskipti Á fimmtudögum kemur í Mogganum sérblað sem heitir Viðskipti/atvirmulíf. Þetta eru að mörgu leyti fróðlegar síður fyrir áhugamenn um atvinnu- líf, þótt mikið beri á lofgreinum um framgang fyrirtækja, og ekki sé mikið fjallað um skandhala í undirdjúpum við- skiptaheimsins. Mikið er um auglýsingar í sérblaðinu, enda þónokkuð lesið af frammámönnum í viðskipta- og atvinnulífi. Meðal blaða- manna hefur þetta framtak á Morgunblaðinu verið talið hrósvert þrátt fyrir allar slag- síður, - þangað til þær fréttir berast að ekki sé allt með felldu. Frágangur frétta og viðtala mun vera með þeim hætti að stundum kemur við- komandi blaðamaður Morg- unblaðsins, Björn Vlgnir Sigurpálsson, hvergi nærri, — og alvarlegra er þó hitt að á auglýsingastofum er farið að tíðkast að selja auglýsingar í Morgunblaðinu með því að lofa um leið grein eða frétt um viðkomandi auglysanda í Viðskiptum/atvinnulífi. En í 5. grein siðareglna blaðamanna stendur þetta, „blaði allra landsmanna" til upprifjunar: „Blaðamaður... gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnar- legu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- eða fræðslugildi,, og auglýsingum í myndum og/ eða máli.‘‘» Gegnum SUS-múrinn Löngum er sagt að leiðin ti| áhrifa í Sjálfstæðisflokknum liggi í gegnum hljóðmúr SUS - Sambands ungra Sjálfs- tæðismanna. Þegar Vil- hjálmur Egilsson hagfræð- ingur Vinnuveitendasam- bandsins - sem ónafn- greindur íhaldsmaður af gamla skólanum með ást á smjörlíki og ávaxtadrykkjum kallaði einu sinni aldrei annað en Villta tryllta Villa - varð formaður SUS á þinginu á Ak- ureyri neitaði hann því hins vegar að hann hyggðist nota formennskuna sem stökkpall til frama. Nú er hann hins veg- ar kominn í prófkjörsstríðið í Reykjavík, og hann er svo sannarlega ekki einn fram- bjóðenda um að hafa verið formaður ungliðahreyfingar flokksins. Hvorki meira né minna en fimm fyrrverandi formenn eru nú í slagnum. Það eru auk Vilhjálms þeir Bfrgir ísleifur Gunnarsson, Geir Haarde, Friðrik Sop- husson og Jón Magnúss- on.a Allir gegn MR Menntaskólinn í Reykjavík hefur framleitt margan mæl- skusnillinginn á liðnum ára- tugum. Nústendurfyrirdyrum árleg mælskukeppni fram- haldsskólanna, en MR hefur unnið tvö síðustu árin. Vinni skólinn þriðja árið í röð hlýtur hann bikar forkunnarfagran til eignar, og um allt land hafa framhaldsskólar einsett sér að koma í veg fyrir að MR vinni. Því standa nú ungir og upprennandi ræðusnillingar rauðir í andliti framan við spegla og röfla sig hása til að vera í æfingu þegar í darrað- ardansinn kemur. MR-ingar vanda sjálfir mjög vel til vals- ins og hafa haft í frammi mikl- ar æfingar. Því miður sýnist nú ekki úr jafn auðugum söfnuði mælskusnillinga að moða og áður. Ýmsir sem voru kallaðir brugðust illa í forkeppninni um titilinn Orat- or minor. Áhyggjufullir forvíg- ismenn skólafélagsins í MR hafa því ákveðið að leita enn á ný til Kristjáns Hrafnssonar (Gunnlaugssonar kvik- myndara) en hann var í sigur- liði MR í hitteðfyrra en átti að fá frí í vetur, enda forseti málf- undafélagsins Framtíðarinnar og því í mörgu sýslandi. Þess má geta að sigurvegari í fyrr- nefndri mælskukeppni um Or- ator minor varð á dögunum Birgir Ármannsson, sonur Ármanns heitins Sveins- sonar, sem var formaður Heimdallar fyrir ótímabært fráfall.s SAM-útgáfan er í miklum upp- gangi einsog raunar flest fyrir- tæki sem hafa á annað borð náð fótfestu á tímaritamark- aðnum. Svo mikill er vöxtur fyrirtækisins að Ólafur Hauksson fjölmiðlajarl hefur nú látið af ritstjórastarfi hjá Samúel, og sett það alfarið í hendur meðeiganda sínum Þórarni J. Magnússyni, fyrsta varabæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði (Einar Mathiesen eyðilagði sætið fyrir Þórarni með klofn- ingsframboðinu fræga). Ólafur hefur þess í stað tekið upp almenna framkvæmda- stjórn með fyrirtækinu, ásamt þriðja meðeiganda þeirra kumpána, Sigurði Fossan. En undir hatti útgáfunnar koma nú út þrjú tímarit; Samúel sem gerir út á þörf miðaldra karla fyrir bíla og berar konur, Hús og Híbýli og svo Frístundablaðið sem er aðallega fyrir krossgátufrík- in. Lúxus hraut hinsvegar fyrir ætternisstapa af þeirri einföldu ástæðu að stöðugt tap var á blaðinu. En þar fyrir utan hafa þeir þremenningar leynda gróðalind sem fáir vita af. Þeir eru meðfram með mikil umsvif í setningu fyrir auglýsingastofurnar sem leita til þeirra, sökum hins mikla leturúrvals sem þeir bjóða upp á. Þannig munu um tveir þriðju hlutar allra auglýsinga i dagblöðum og tímaritum vera settir hjá þeim, og þetta ku að yfirsýn bestu manna gefa af sér á við meðalfjós...* 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN jSunnudagur 28. september 1985 Sveifla á SAM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.