Þjóðviljinn - 28.09.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Qupperneq 3
Svefnpoka- tengslin Sem kunnugt er bannaði Jón Baldvin Hannibalsson ung- um krötum á dögunum að skunda á Þingvöll og treysta sín heit við lagsbræður og -systur úr æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Jó- hanna Sigurðardóttir hafði lofað ungviðinu að mæta á hinn forna þingstað þjóðar- innar ásamt Svavari Gests- syni og mæla af munni fram létta speki. Jón Baldvin harð- bannaði henni hinsvegar för- ina og það varð til þess að ferðin lagðist af. ( blöðum lét Jón Baldvin að því liggja að hann vildi ekki að hinir sak- lausu ungkratar spilltust af tengslum við kommana, og tók sérstaklega til svefnpokatengsla í því sam- bandi, vafalaust minnugur þess hvernig hin pólitísku samskipti bræðraflokkanna fóru fram á unglingsárum hans... En nú erhinsvegarallt útlit fyrir óhóflega náin tengsl ungra Alþýðubandalags- manna og krata sem meira að segja sjálfur formaður krata mun ekki geta eyðilagt. Helg- ina 3.-5. október munu kratar nefnilega halda þing sitt að Hótel Ork í Hveragerði. En talsverður hópur frá þeim mun þurfa að gista að Ölfus- borgum. Þar verða hinsvegar ungir allaballar á sama tíma með landsfund sinn, og verð- ur ekki betur séð en góðir möguleikar séu á nánum tengslum milli þeirra og krat- anna. Sagt er að Ámundi Ámundason og Jón séu nú uggandi yfir öllu saman...* Skipulags- slys Nýjasta afrek íhaldsins í Reykjavík í skipulagsmálum á væntanlega eftir að vekja mikla ólgu á meðal þeirra sem unna gamla bænum og Tjörn- inni. Eftir mikið pukur á nú að færa upp á yfirborðið hug- myndir um að breyta götunni kringum Tjörnina á hreint ótrúlegan hátt. Þessar hug- myndir ganga út á það að gera Vonarstræti, Tjarnar- götu að Fríkirkjuveg og fjög- urra akreina götum! Þetta mun þýða að allt að tíu metra sneið verður tekin af Tjörninni og álíka sneið af Hljómskála- garðinum. Þarfyrir utan á Da- víð Oddsson þá ósk heitasta að byggja sér monthús, sem hann raunar kallar ráðhús, við miðbæjarenda Tjarnarinnar. Er bara ekki hreinlegast að malbika yfir Tjörnina...* Bókin sem beðið var eftir Bæjarblöð ýmissa staða úti á landi hafa tekið upp á því að birta á síðum sínum skattskrár viðkomandi þorps eða bæjar. Eitt slíkra er Bæjarins besta á (safirði, og birtist skattskráin: þar undir fyrirsögn „Bókin sem beðið var eftir“... Skráim er að sjálfsögðu mörgum bæjarbúum tilefni til mikilla; vangaveltna, og fljúga núj ýmsar sögur um bæinn um undarlega lág gjöld og útsvörj hjá mörgum velmektarmann- inum. Einn af þeim er Georg Bæringsson eigandi og for- stjóri fyrirtækisins Pensilsins, sem hefur margt manna í vinnu. Sá ku hafa lægra út- svar en einn af ellilífeyrisþeg- um ísafjarðarkaupstaðar, sem hefur haft það atvinnu að sópa götur bæjarins undan- farin ár til þess að drýgja tekjurnar...* Hæstaréttarlögmaðurinn ásamt skólastjóra Myndlistarskólans. Fjölhæfur hæsta- réttarlögmaður Dagskráin um Jóhannes úr Kötlum sem haldin var að Gerðubergi um síðustu helgi tókst með afbrigðum vel. Eitt af því sem varð til að krydda dagskrána var frumflutningur á lagi við Ijóð Jóhannesar, Eg hlakka til. Inga Backman söng lagið en hún lauk ein- söngvaraprófi frá Söngskól- anum í Reykjavík í vor, og það var einmitt bróðir hennar, Arnmundur Sævar Back- mann, hæstaréttarlögmaður sem samdi lagið. Arnmundi er raunar margt til lista lagt á tónlistarsviðinu. Djúpskyggn rannsóknarblaðamennska af hálfu Þjóðviljans leiddi ótví- rætt í Ijós að hann á að baki fjölskrúðugan feril sem skalla- poppari á Akranesi, þar sem barnsskóm lögmannsins var slitið. ÞaraðaukierArnmund- ur frægur harmonikuspilari og stemmningarmaður af dansi- böllum. En það eru ekki bara þau Inga og Arnmundur sem daðra við listagyðjuna af fjölskyldumeðlimunum. Systir þeirra er Edda Heiðrún Backman, sem þekkt er fyrir leik sinn í ýmsum merkum verkum. Þess utan er Arn- mundurgiftur Valgerði Bergs- dóttur myndlistarmanni, sem jafnframt er skólastjóri Mynd- listarskólans í Reykjavík...* allan hulduherinn með He- !enu Albertsdóttur í broddi fylkingar á móti sér. Geir Ha- arde er svo talinn öruggur í 5. sætið. Hins vegar sjá margar kon- ur þann möguleika að Albert hrynji niður listann og 4. sætið verði í rauninni frítt. Því er lík- legt að innan skamms fari óopinber hvíslherferð af stað um stuðning við einhverja nýja konu í þetta örugga sæti. Þær geta hins vegar ekki komið sér saman um hvaða konu...» X-Bylgjan Stöð 2 mun taka til starfa rétt fyrir prófkjör Sjálfstæðis- manna. Jón Óttar Ragnars- son, frumkvöðull og aöal- eigandi, mun hugsa sér gott til glóðarinnar því frambjóðend- urnir hyggjast sumir taka al- farið upp bandaríska háttu og kaupa sjónvarpsauglýsingar. En Bylgjan mun einnig fá sinn skerf af kökunni, og vænta- lega verða full með prófkjörs- auglýsingar. Bylgjan er raun- ar þegar byrjuð þátttöku í próf- kjörinu, og vægast sagt finnst ýmsum undarlegt hversu auðveldlega kandídötum Sjálfstæðisflokksins gengur að komast í hljóðnema stöðv- arinnar. Þannig er Jón Magnússon búinn að vera í viðtali við Sigurð G. Tómas- son, Bessí Jóhannsdóttir var sömuleiðis á Bylgjunni og núna síðast Ester Guð- mundsdóttir sem slæst við Bessí um 6. sætiö. Kannski Bylgjan íhugi að flytja í Val- höll, þar sem frjálshyggjufé- lagið var með útvarpsstöð í BSRB verkfallinu...* Flótti af útvarpinu Miklar breytingar hafa nú orð- ið á mannahaldi hjá útvarp- inu. Síðastur til að yfirgefa skipið var Þórir Guðmunds- son sem hefur verið í er- lendum fréttum jafnframt því sem hann hefur lesið morgun- fréttirnar. En Þórir er einn af þeim sem Páll Magnússon á Stöð 2 hefur veitt í net sín. Áður var Ólafur E. Frið- riksson kominn í trollið hjá Páli, og þykir mikill sjónar- sviptir að honum. Fyrr á árinu hafði Bjarni Sigtryggsson hætt og horfið til starfa á Hótel Sögu þar sem hann er að- stoðarhótelstjóri um þessar mundir. Atli Steinarsson mun einnig á förum frá gufu- radíóinu, og þess er skemmst að minnast að góðkunnur út- varpsmaður, Gunnar E. Kvaran, sem um stundarsak- ir tók þátt í NT-ævintýrinu er nú kominn í bithaga Ingva Hrafns hjá sjónvarpinu.e Divine á leiðinni Fituhlúnkar eru að komast í tísku í skemmtanabransan- um, og mörlandar munu ekki fara varhluta af því fremur en aðrir. Bandaríska spikfjallið Divine mun þannig væntan- legur til (slands á næstunni og skemmta gestum Evrópu. Di- vine er þekktur fyrir að koma fram í gervi feitra og subbu- legra kvenna, og þykirýmsum sem garpurinn sé konum ekki mjög vinsamlegur. En westra er hann vel þekktur og vin- sæll. ■ Hógvært kvennalið Konur innan Sjálfstæðis- flokksins eru nú nokkuð ugg- andi um sinn hag í komandi prófkjöri. Helst vildu þær að sönnu ná konu í annað hvert sæti á listanum. Flest bendir hinsvegar til þess að þeim takist ekki að koma sér sam- an um kandídata í örugg sæti, og gamla brýnið Ragnhildur Helgadóttir verði áfram eina konan á þingi fyrir Reykjavík- uríhaldið. Svo virðist sem engin kvennanna þori að stefna op- inberlega ofar en í sjötta sæt- ið. Þær reikna dæmið þannig, að Friðrik Sophusson, Birg- ir ísleifur Gunnarsson og Ragnhildur muni örugglega ná efstu þrem sætunum. Óvissa ríkir um fjórða sætið, en Albert Guðmundsson sækirfast í það. Framtíð hans er hins vegar óviss, og pólit- ískir spámenn innan flokksins treysta sér ekki til að kveða upp úr með hvort honum tak- ist að halda sætinu. Engin nýju kvennanna þorir hins vegar opinberlega að stefna á 4. sætið, af ótta við að fá þá rmy RÍKISÚTVARPIÐ SJÓNVARPIÐ AUGLÝSIR LAUST T/L UM- SÓKNAR STARF R/TARA DAGSKRÁRSTJÓRA /NNLENDRAR DAGSKRÁRGERÐAR. STARF/Ð FELST1BRÉFASKR/FTUM, SKÝRSLUGERÐ OG ÖÐRUM TRÚNAÐARSTÖRFUM. E/NN/G VE/T/R ÞAÐ V/SSA MÖGULE/KA Á AÐ KYNNAST DAGSKRÁRGERÐ V/Ð SJÓNVARP. GÓÐ VÉLR/TUNAR- OG ÍSLENSKUKUNNÁTTA AUK KUNNÁTTU íENSKU OG E/NU NORÐURLANDA- MÁL/ERNAUÐSYNLEG. R/TAR/ÞARFAÐ GETA UNN/Ð SJÁLFSTÆTTAÐ AFMÖRKUÐUM VERKEFNUM, VERA DRÍFAND/ OG ÓFE/M/NN V/ÐAÐ UMGANGAST ÓKUNNUGA SLÍK/R KOST/R VEGA ÞUNGT ÞEGAR UMSÆKJAND/ VERÐUR RÁÐ/NN SVO OG ÖLL GÓÐ MENNTUN. EF ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á AÐ KYNNAST FJÖLM/ÐLUMOG TAKA ÞÁTTíL/FAND/STARF/, ÞÁUGGJA UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ FRAMM// SÍMAAFGRE/ÐSLU SJÓNVARPS/NS, LAUGAVEG/ 176. UMSÓKNARFRESTUR ER T/L 15. OKTÓBER1986. RITARI , DAQSKRAR- STJORA Sunnudagur 28. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.