Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 4
Honum tannst hann vera tala við einn skuldunautinn heima á kontórnum sínum.
Jólablað fyrir fjörtíu árum
UR DYRUNGNUM
effir Gunnlaug Scheving
Dagblöðin hafa lengi gefið
út jólablöð, og jólablöð Þjóð-
viljans voru alltaf talsvert
öðruvísi en önnur tölublöð.
Þar var mikið af lengri frá-
sögnum, einnig talsvert af
Jjóðum smásögum og fleiru.
Til dæmis birtist í jólablaðinu
1946, fyrir fjörtíu árum, kvæði
eftir Kristin ' Pétursson
(Kristin Reýr) ljóðaþýðingar
eftir Málfríði Einarsdóttur,
grein eftir skáldið Auden,
grein um Hermann Hesse sem
hafði hlotið bókmenntaverð-
laun Nóbels. Þar birtist löng
frásögn úr óbyggðum eftir
Ara Kárason, hrakningasaga
þjóðleg sem Sigursteinn
Magnússon skráði. Þar birtist
upphaf skáldsögu Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar, Litbrigði
jarðar, smásaga eftir Kat-
heine Anne Porter - og saga
eftir Gunnlaug Scheving list-
málara, prýdd teikningum
eftir hann.
Sagan heitir Dýrlingurinn.
ÞJOÐVILJINN 50ÁRA
Þar segir frá ungum manni
sem situr í útlöndum og ætlar
sér að verða'rithöfundur en
skrifar aldrei neitt. Þegar fjöl-
skyldan skrúfar fyrir peninga-
strauminn lifir hann á sláttar-
gáfu sinni, síðan bregður hann
á það ráð að stela ritgerðum
annarra manna úr erlendum
blöðum og senda heim sem
sínar. Eitt sinn skrifar hann þó
ritdóm niðursallandi um
Ijóðabók eftir Jón nokkurn
Jónsson og sendir heim - en
hittir skömmu síðar Jón þenn-
an, sem reynist vera konsúll
með íslandsbersastæla og
drekka þeir stíft saman. Rit-
höfundurinn, Ágúst Albert
Júlíuss, semur annan ritdóm
loflegan sem hann sýnir vini
sínum. En í kaflanum sem hér
fer„á eftir hefur konsúllinn séð
upphaflega ritdóminn.
Sogunni lýkur með farsæl-
um málalokum og vel heppn-
aðri giftingu.
-áb
VIII.
Það liðu margar vikur, lífið gekk sinn venjulega gang.
Ágúst Albert Júlíusson klæddi sig, hann drakk sitt te og sitt
súkkulaði, tók ný lán, og var hinn sami kurteisi og ágæti
maður, sem vakti alls staðar traust og aðdáun.
Svo var það einn indælan sumardag, þegar rithöfundur-
inn sat og naut lífsins, drakk kaldan svaladrykk undir
hinum mörgu sólhlífum gildaskálans, að einkavinur hans
og sálufélagi, konsúllinn frá Þorskavík stóð allt í einu ands-
pænis rithöfundinum og var allt annað en blíður á svipinn.
Það getur komið fyrir að konsúlar, sem líka eru kaupmenn
utan af landi, vita það að þeir eiga eitthvað undir sér, ef
aðrir eru þeim ekki að skapi. Og nú hafði konsúllinn fengið
sendan ritdóm þann, er vinur hans hafði sent heim til
birtingar í blaði og það hafði óneitanlega breytt skapi hins
nýviðurkennda skálds til hins verra. Hinn ágæti ritdómur,
sem Ágúst Albert Júlíusson hafði Iesið fyrir vini sínum,
konsúlnum, hafði hvergi verið birtur, enda var það óþarfi,
þarsem þetta stórmerkilega bókmenntaplagg hafði þegar
náð tilgangi sínum. Og nú fannst konsúlnum, sem var
þéttkenndur að vanda, að hann væri kominn heim á skrif-
stofuna sína í Þorskavík og væri að ganga frá einum af
skuldunautunum, sem ekki hafði sýnt konsúlnum til-
heyrandi virðingu og hollustu.
„Þér eruð sá mesti a-andskotans, sá mesti he-e-e“.
Hann gat ekki sagt meira. Það stóð heill kökkur af blóts-
og fúkyrðum í hálsinum á honum. Rithöfundurinn leit upp,
tók vindling úr verskinum sínu og kveikti í honum.
„Gerið þér svo vel og fáið yður sæti“, svaraði hann.
„Ha - sæti hjá yður. Þér sem eruð - eruð, ég skal sýna
yður, svoleiðis bölvað roðhænsni, o-o-o“.
„Ég veit“, svaraði rithöfundurinn, „að það sem ég hef
gert fyrir yður er lítið í samanburði við það, sem þér hafið
gert fyrir mig, en þér eigið mér að þakka, ef ekki beinlínis,
þáóbeinlínis, aðþéreruðkominnáföstskáldalaun. Þaðer
mikil viðurkenning, og ég óska yður til hamingju með þann
heiður, sem ég álít að þér eigið fullkomlega skilið. Auðvit-
að meinti ég ekkert með þeirri grein, sem þér sáuð í
blaðinu, en hún hefur samt gert sitt gagn".
Konsúllinn gapti. Hann líktist lifandi karfa, sem verið er
að innbyrða. Rithöfundurinn hélt áfram: „í yðar tilfelli var
gagnslaust að skrifa lof um bókina. Þér eruð einn af þess-
um stóru mönnum, sem þrífast ekki í logninu".
Konsúlnum svelgdist á, - ha - stam - já - ég vil stam, og
þér skuluð fá. „Fljótt sagt“, greip rithöfundinn fram í, „þér
eruð stórskáld og slíkir menn sem þér þurfa að hafa mót-
stöðumenn. Meðan enginn skrifaði um kvæði yðar, tók
enginn eftir þeim, en grein mín hefur vakið andúð, og
einnig samúð. Það er þetta sem þér þurfið. Þér eruð hinn
sanni bardagamaður, jafnframt því að þér eruð hinn inni-
legi túlkari hinna blíðu tilfinninga og ástarinnar. Það er
talað og skrifað mikið um yður heima, og einn af andans
skörungum þjóðarinnar, Sigurpáll þingmaður, sagði:
„Þegar maður les kvæði þessa manns, þá finnur maður
hve heimskulegt það er að gera lista- og skáldastyrki að
fátækraframfærslu. Listastyrki á aðeins að veita sem
viðurkenningu til þeirra manna, sem hafa gefið þjóðinni
ódauðleg listaverk, en ekki þeirra, sem eru að drepast úr
fátækt og ræfilshætti. Jón Jónsson er stórskáld - hann á
að fá sín skáldalaun, ekki sem styrk - því hann þarf hans
ekki með - heldur sem viðurkenningu". Þetta sagði Sig-
urpáll og er það ekki rétt? Mérfinnst það rétt. Þeir andlegu
jötunkraftar sem búa í yður hafa þegar fengið viðurkenn-
ingu - og hvað gerirtil þó einhverjir séu á móti yður- þar er
einmitt styrkur - fyrir hinn mikla og stórfellda anda".
Það snarsnérist allt fyrir augum konsúlsins, honum lá
við yfirliði, en að síðustu fékk hann krafta sína að nýju.
Hann tók Ágúst Albert Júlíuss upp af stólnum, vafði hon-
um saman og kyssti hann. Konsúllinn var hátíðlegur,
drenglyndi, var það ekki það æðsta sem maðurinn þekkir.
Aldrei hafði Jón Jónsson kynnst manni, er var slíkur -
hann dáðist að vini sínum og tilbað hann. Svona menn bar
manni að styrkja, og það borgaði sig, maður lifandi, Ágúst
Albert Júlíuss var sá besti banki sem til var. Það var með
söknuði og kveðjutárum að konsúllinn kvaddi, þegar skiln-
aðarstundin kom.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN i Sunnudagur 28. september 1985