Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 9
Opið bvéf til félaganna Alþýðubandalagið er að undirbúa sig í kosninga- slaginn, kosningaveturer framundan. Hvenœr verður kosið? Á þessu stigi málsins er ekki vitað hvenær verður kosið þrátt fyrir samþykktir sem gerðar hafa verið í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Það er formaður Fram- sóknarflokksins sem hefur þing- rofsvaldið og hann hefur ekki látið það uppi hvenær kosningar fara fram. Síðustu alþingiskosningar fóru fram 23. apríl 1983. Þeim kosn- ingum var flýtt að kröfu Alþýðu- bandalagsins, en kosningar þá þurftu ekki að fara fram sam- kvæmt stjórnarskránni fyrr en í lok ársins 1983. Til þess að stytta kjörtímabil heimila lög og stjórnarskrá þingrof. Þingrof er þess vegna öryggisráðstöfun við afbrigðilegar kringumstæður og því hefur einkum verið beitt þeg- ar um hefur verið að ræða pólit- íska sjálfheldu í þinginu. Þess vegna hefur almennt ekki verið gert ráð fyrir því að núverandi ríkisstjórn beitti þingrofsvaldinu. Það gengur ekki hnífurinn á milli stjórnarflokkanna og meirihluti þeirra er svo sterkur að stjórnar- andstaðan á erfitt með að þrengja verulega að meirihlutanum nema með almennum málflutningi og tillöguflutningi. Þó getur það auðvitað gerst í vetur að stjórnar- flokkar eða stjórnarþingmenn vilji staðfesta sérstöðu flokka sinna með því að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna til dæmis í utanríkismálum. Er ljóst að utan- ríkismálin munu skipa stærri sess á komandi þingi en verið hefur um margra ára skeið. Samkvæmt stjórnarskrá eru þingmenn kosnir til fjögurra ára og það er útilokað að þingmenn sitji fram yfir 23. apríl. Til þess hins vegar að kosningar fari fram síðar verður að rjúfa þing fyrir 23. apríl og þá er ljóst að kosning- ar verða að fara fram innan átta vikna frá því að þingrofið fer fram. Þar með er greinilegt að verði kosið eftir 23. apríl verður kosning að fara fram í síðasta lagi um miðjan júní. Líklegustu kjör- dagarnir eftir 23. apríl eru í raun- inni önnur helgi í maí eða önnur helgi í júní. Það skal hins vegar tekið fram að auðvitað geta stjórnarflokkarnir ákveðið kosn- ingar fyrr. Valdið er þeirra, þó að formaður þingflokks Framsókn- arflokksins hafi kosið að vísa til viðræðna við stjórnarandstöðuna um þessi mál. Auðvitað hefði verið eðlilegast til þess að ná eðlilegum kosninga- tíma að láta kjósa á árinu 1986. Þar sem það mun ekki ætlunin getur það ekki ráðið neinum úr- slitum pólitískt hvenær kosning- arnar fara fram, en auðvitað verður að gæta þess að ekki sé farið út fyrir þau mörk sem lög og stjórnarskrá ákveða. Stjórnin fer frá á næsta ári og situr þar með heilt kjörtímabil. Það er fyrsta samstjórn fram- sóknar og íhalds sem leidd er af framsóknarformanni sem situr heilt kjörtímabil. Það er einkar athyglisverð staðreynd fyrir kjós- endur Framsóknarflokksins. í upphafi birtist skoðanakönnun Skoðanakönnun DV sem birt- ist á dögunum er athyglisverð. Hún er ekki tæmandi vísindi frek- ar en fyrri daginn,. en hún segir þetta um stöðu flokkanna nú í upphafi kosningavetrar: 1. íhaldið er óhugnanlega sterkt. 2. Framsókn er neðarlega enda þótt allir viti að hún eigi eftir að fara enn neðar. Um þessar mund- ir græðir Framsóknarflokkurinn á góðærinu og það er fullvíst að stjórnarflokkarnir hafa saman- lagt amk. 10% meira fylgi en þeir munu ná í raun í kosningabar- áttu. Málgögnum þeirra hefur tekist að þakka stjórninni olíu- og vaxtalækkunina erlendis svo frá- leitt sem það nú er. 3. Alþýðuflokkurinn hefur haldið nokkurn veginn því sem hann hafði frá kosningunum í vor, en hann mælist nú um þessar mundir betur í skoðanakönnun- um en í kosningum. Þess vegna varð tala Alþýðuflokksins nú lægri en foringjar kratanna höfðu gert ráð fyrir. 4. B J virðist vera að þurrkast út og hluti fylgis þess fer aftur til Alþýðuflokksins. 5. Kvennalistinn heldur sinni stöðu svipaðri og í skoðanakönn- unum undanfarin ár, en fylgi hans mælist betur í skoðanakönn- unum en kosningar síðan sýna. 6. Alþýðubandalagið er alltaf mun lægra í skoðanakönnunum en í kosningum. Þannig hlaut Al- þýðubandalagið um 15% í skoð- anakönnun félagsvísindadeildar í maí en hafði vel yfir 19% í kosn- ingum nokkrum vikum síðar. Al- þýðubandalagið sýndi um 10% í skoðanakönnun Hagvangs í apr- ílbyrjun 1983 en skilaði yfir 17% í kosningunum einni viku síðar. Talan nú í skoðanakönnun DV bendir til þess að Alþýðubanda- lagið sé þegar nú við upphaf kosn- ingabaráttunnar með um 20% at- kvæða. Tölurnar benda einnig til þess að Alþýðubandalagið eigi að geta gert sér vonir um svipað fylgi og í kosningunum 1978. Staða Alþýðubandalagsins er því sterk- ari í upphafi kosningabaráttu en margir félagar höfðu óttast og enn fleiri reyndar vonað. Verkefni nœstu vikna Alþýðubandalagið hefur nú hafið undirbúning kosninga- starfsins. í því sambandi má benda á eftirfarandi ákvarðanir sem teknar hafa verið í flokknum undanfarnar vikur: 1. Kjördæmisráðsfundir hafa verið ákveðnir í flestum kjör- dæmum og fyrsti kjördæmisráðs- fundurinn er reyndar í dag, á Vestfjörðum. 2. Aðalfundur miðstjórnar- flokksins samkvæmt hinum nýju flokkslögum hefur verið ákveð- inn dagana 7.-9. nóvember. 3. Félagsfundir standa yfir í Ai- þýðubandalagsfélögunum um allt land og þeim verður haldið áfram í októbermánuði. Ég hef þegar heimsótt nokkra staði í Norðurlandskjördæmi eystra og á Vesturlandi og verð í næstu viku á Austurlandi og í Norður- landskjördæmi eystra. Undir- tektir á þessum stöðum benda til þess að Alþýðubandalagið hafi sterkan hljómgrunn á lands- byggðinni. Þá bendi ég sérstaklega á þing Æskulýðsfylkingar Alþýðu- bandalagsins sem verður haldið dagana 4. og 5. október. Fylking- in hefur starfað mjög vel undan- farin ár, hefur látið mál til sín taka með eftirtektarverðum hætti og mun gera á komandi vetri. Það er semsagt þegar hafið víð- tækt flokksstarf og hér hefur þó ekki verið nefnt það sem mestu skiptir en það er hið daglega starf félaganna í flokkseiningunum, sveitarfélögunum og í allskonar málefnanefndum flokksins. Læt ég nægja að nefna efnahags- og atvinnumálanefndina í þessu sambandi, en hún var kosin beint á síðasta landsfundi og mun skila af sér áliti til miðstjórnarfundar- ins í byrjun nóvember. Alþýðubandalagið er starfs- flokkur og þar eru hundruð fé- laga sem munu bera starfið uppi í vetur. Það er seiglan og úthaldið sem skiptir máli og snöggir sprettir þegar á þarf að halda. Hver eru málin? Ekki er hægt að segja fyrir um það nákvæmlega hvaða mál verða efst á baugi í kosningabar- áttunni. Það er hins vegar ljóst að kosningabaráttan hlýtur að snú- ast um eftirtalda málaflokka af hálfu Alþýðubandalagsins: 1. Atvinnumál og tillögur flokksins um nýja sókn í atvinnu- lífinu þar sem sýnt er fram á að það er unnt að ná svipuðum lífs- kjörum hér á landi og f grann- löndum okkar í kaupi og í félags- legri þjónustu. Tilgangur tillagn- anna er auðvitað sá að stöðva landflóttann sem hefur færst verulega í vöxt að undanförnu undir hægri stjórninni. 2. Lífskjörin í víðasta skilningi. Það er kaupið og félagslega þjón- ustu, styttingu vinnutímans og mannsæmandi laun fyrir eðlilega vinnu, aðbúnað og umönnun barna, þjónustu við aldraða, skólakerfið og húsnæðismálin svo nokkuð sé nefnt. Óhjá- kvæmilegur þáttur í þessu sam- bandi eru skattamálin og aðferðir til þess að ná í þá fjármuni sem eru sviknir undan skatti, en um það verður að fjalla síðar. 3. Utanríkismálin. Nú er greinilegur áhugi á þvf að endur- skoða „varnarsamning“ íslands og Bandaríkjanna frá 1951. For- menn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hafa báðir lýst áhuga á endurskoðun samnings- ins og það er því greinilegur meirihluti fyrir endurskoðun. Sjálfsagt er það mismunandi sem menn ætlast til með endurskoð- uninni, en það er ljóst að sú stað- reynd að meirihluti virðist vera fyrir endurskoðun herstöðva- samningsins mun setja sinn svip á þingið í vetur og kosningabarátt- una framundan. 4. Jöfnun búsetuskilyrða er eitt meginmál Alþýðubandalagsins nú sem endranær. Það var athygl- isvert í skoðanakönnun SUF að kjósendur Alþýðubandalagsins eru ákveðnari en kjósendur ann- arra flokka í nauðsyn þess að jafna búsetuskilyrði jafnvel þó það kosti aukin útgjöld um sinn. Það er óhjákvæmilegt að þessi mál verði eitt af forgangsmálum kosninganna: Fólkið flýr nú landsbyggðina í áður óþekktum mæli og fleiri færu ef þeir gætu losnað við íbúðirnar sínar. Og þegar kemur til Reykjavíkur blasir myndin þannig við að þús- undir fjölskyldna eru að hugsa um að flýja land - flýja vinnu- þrældóminn, lága kaupið og ör- yggisleysið sem fjölskyldurnar búa við. Þessi mál verða aðalmál vetrarins með margvíslegum hætti og auðvitað er kjarabarátt- an framundan hluti af þessari mynd, en þar á verkalýðshreyf- ingin nú möguleika til þess að tryggja betri lífskjör vegna góð- ærisins. Til félaganna Ég kalla þessa grein opið bréf til félaganna vegna þess að ég tel að hún eigi erindi við þá alla nú í upphafi, við félags- og stuðnings- menn Alþýðubandalagsins. Á þeim veltur starfið framundan og því að flokkurinn samhentur og samstæður sæki fram á öllum sviðum. Ég minnti á það fyrr f greininni að staða íhaldsins er óhugnanlega sterk. Aðaláhersla Alþýðu- bandalagsins er því á það að setja fram stefnu og baráttumál gegn frjálshyggjunni. Alþýðubanda- lagið er eini flokkurinn sem getur boðið frjálshyggjunni birginn. Það ætlum við að gera - þar velt- ur á því að allir leggi sitt fram, enda er það samstaðan og sam- heldnin, sem getur ráðið úr- slitum. Alþýðubandalagið er í sóknarhug. Stjórnmál á sunnudegi Svavar Gestsson skrifar Frá stórfundi Alþýðubandalagsins í Laugardalshöll 1978.1 þingkosningunum þá um vorið fékk flokkurinn 14 menn kjöma. Sunnudagur 28. september 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.