Þjóðviljinn - 28.09.1986, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Qupperneq 10
Hinn þekkti sænski listfræð- ingur Pontus Hultén, hefur sagt um list Helga Þorgils Friðjónssonar, að eftir að hafa virt verk hans fyrir sér upp- götvi áhorfandinn skírskotanir ti! eldri listar, „og aðsú lífsþrá og bitra hæðni sem einkenndi norrænan symbólisma um aldamótin hefur hér eignast nýjan forvígismann." WfryR HER«AMÁ0'JR G-VlRol Mynd Helga Þorgils Friðjónssonar at Ungum herramanni með gulrót. Nú hefur rekið á fjörur íslend- inga stóra sýningu á verkum Edvard Munch, sem sennilega er hvað þekktastur af þessum nor- rænu symbólistum, sem Hultén líkir Helga Þorgils við. Þar sem við höfðum fregnað að Helgi hafi ætíð haft mikið dálæti á Munch þótti okkur við hæfi að heyra álit fulltrúa nýja málverksins á ís- landi á þessum gengna fulltrúa expressionismans, eða gosstefn- unnar, einsog Halldór Laxness kallaði þetta tjáningarform. Hin djarfa, grófa frjálslega tjáning Ekkert er nýtt undir sólunni segir gamalt máltæki og er mikið til í því enda næsta ómögulegt að skapa eitthvað úr engu. Listfræð- ingar hafa keppst um að sýna skyldleika nýja málverksins við expressionistana um aldamótin og í sýningarskrá að Munch sýn- ingunni segir að myndirnar hafi verið valdar með það fyrir augum að sýna þann Edvard Munch sem nú væri tímabærastur „með tilliti til aðalstrauma í myndlist dags- ins, hinnar djörfu „grófu“ og frjálslegu tjáningar tilfinning- anna í nýrri málaralist.“ „Það er rétt að sumu leyti að Munch hefur haft áhrif á nýja málverkið sé átt við expressíon- iska hluta þess,“ segir Helgi Þorgils þegar undirritaður hefur fengið sér sæti í stofunni hjá hon- um innan um verk fjölda inn- lendra og erlendra fulltrúa nýja málverksins. Hugarfarið og afstaðan gagnvart listinni „Nýja málverkið er samt mun yfirgripsmeira en það að hægt sé að afgreiða það með því að kalla það expressionískt. Meðal full- trúa nýja málverksins eru menn sem mála afstrakt myndir og verk annarra eru jafnvel realistísk. Það sem þessir menn eiga fyrst og fremst sameiginlegt er hugarfarið og afstaðan gagnvart listinni. Því þó yfirbragð verkanna kunni að vera úr sínhvorri áttinni þá eru þau ekki ólík skoði maður þau betur." Helgi Þorgils telur að nýex- presstonisminn sé þó einkum Helgi Þorgils Friðjónsson með Sjálfsmynd í helvíti, sem Edvard Munch málaði árið 1903 í bakgmnni. undir áhrifum frá Þýska expressi- onismanum en tengsl Munchs og þýsku stefnunnar eru töluverð. Edvard Munch var til að byrja með undir mjög sterkum áhrifum frá norrænum samtímamálurum. „Sjúkdómsmyndir hans eru til að mynda ekki ólíkar verkum Christian Krogh endá keypti Krogh fyrstur manna myndir af Munch. Það var þó ekki fyrr en í Þýskalandi upp úr 1905 að Munch varð þekktur og það voru Þjóðverjar sem fyrstir fóru að meta list hans að verðleikum.“ Gagnkvœm áhrif Edvard Munch dvaldi í Þýska- landi um aldamótin á þeim árum sem expressionisminn varð til þar. „Það má eiginlega segja að áhrifin milli Munch og þýsku ex- pressionistanna séu gagnkvæm. Þeir urðu fyrir áhrifum frá hon- um og hann þeim, þó sennilega hafi Munch verið fyrri til að til- einka sér expressioníska afstöðu til listarinnar. Um svipað leyti voru hópar í Frakklandi og víðar að fást við svipaða hluti, t.d. Fauvistarnir. Ég held að það sé mjög vafasamt að kalla einhvern einn listamann algjöran brautryðjanda í nýrri form- sköpun í list. Ópið sem Munch málaði fyrir aldamótin ber t.d. öll einkenni expressionisma. Annars hefur það verið sagt um Munch, að hann hafi ekki haft neinn einn stíl. Það sem sam- einar myndir hans er fyrst og fremst innihaldið. Hafi Munch haft stfla þá voru þeir að minnsta kosti sjö talsins og málaði hann jöfnum höndum allan tímann í þessum ólíku stflum.“ í kjallara Munch-safnsins Árið 1984 var Helgi Þorgils gestakennari við listaháskóla í Osló og kenndi þar grafík og bókagerð. Þar kynntist hann prófessornum í grafíkdeildinni, en sá hefur rannsakað list Munchs. Fékk Helgi að skoða ýmsar hirslur í kjallara Munch- safnsins en þar er geymt ógrynni af teikningum, skissum og grafík- myndum eftir listamanninn. „Munch var ekki mjög afkasta- mikill í málverkinu að ég held en það liggur ógrynni eftir hann af teikningum og skissum af grafík- myndum. Það kannast allir við lituðu tréristurnar hans. Sumar þeirra virðast hafa orðið til án Sjálfsmynd: Næturgengill (1923-1924), eftir Edvard Munch. allrar fyrirhafnar. En að baki flestum þessara mynda er fjöld- inn allur af skissum áður en enda- nlega útgáfan verður til og sumar þeirra jafnvel betri en sú útgáfa sem listamaðurinn var sáttastur við. Það er því spurning hvort líta beri á þessar myndir sem express- ionískar. Ljóðrœnt hugarfar gagnvart listinni Edvard Munch er aftur á móti mikill tjáningamálari og einsog flestir þeirra listamanna sem höfða til mín þá er hann sjálfs- tjáningalistamaður. Sjálfur mála ég mikið af sjálfsmyndum þó ég sýni fæstar þeirra; aðrar myndir mínar eru sjálfstjáningarmyndir. Með listinni er reynt á aðlögunar- hæfni mannsins við umhverfið og afstraktmálarar geta verið sjálfs- myndasmiðir enda verður að skoða listina með ljóðrænu hug- arfari. Yfirborð listaverksins segir því ekki allt. En það er þessi sjálfstjáning hjá Munch sem hef- ur haft hvað mest áhrif á mig. Annar málari sem var samtíma- maður Munchs hefur einnig haft töluverð áhrif á mig með list sinni en það er Belginn James Enson, sem bjó í litlu þorpi sem hann yfirgaf næstum aldrei. List hans minnir um margt á list Munchs þó þeir tveir hafi varla haft miklar spurnir hvor af öðrum. Þó er meiri hæðni í verkum Ensons og rná sjá merki um svipaða hluti í myndum mínum.“ Vampíran Konan er eitt af stærstu við- fangsefnum Munchs. Sýnir hann konuna oft bæði sem kynferðis- lega tælandi veru en jafnframt er eitthvað ógnvekjandi við hana einsog t.d. í vampírumyndunum. „Þetta var ríkjandi viðhorf hjá þessum hóp norrænna lista- manna sem voru að sukka saman í Þýskalandi og á Norðurlöndun- um um aldamótin. í þeim hópi var t.d. August Strindberg og má sjá þetta sama viðhorf hans til konunnar í leikritum hans. Þeir trúðu því að konan sygi sköpun- ina úr körlunum og jafnframt að hún væri einhverskonar tálbeita. Afstaða Munchs brevtist þó í síðari myndum hans. Árið 1908 fær hann taugaáfall og er lagður inn á sjúkrahús. Á sjúkrahúsinu skrifaði hann hina frægu sögu sína Alfa og Omega, þar sem hann gerir upp við afstöðu sína til konunnar. Éftir sjúkrahúsvistina fækkar mjög þunglyndislegum myndum frá honum og það verð- ur léttara yfir myndum hans af konum. Hann á það jafnvel til að mála venjulegar módelmyndir af konum. Þess má einnig geta að upp frá veikindum sínum snerti hann aldrei vín og kemur það kannski einhverjum á óvart. Nektin eðli sjálfsmyndarinnar Myndir Helga Þorgils eru oft með kynferðislega undirtóna og mikið um nakið fólk á þeim. „Það er rétt að ég hef málað mikið af nöktu fólki en þó ekki eingöngu. í sumum myndum mínum hef ég klætt fólk í föt og svo hef ég málað landslagsmyndir og uppstillingar. En nektin hlýtur að vera eðli sjálfsmyndarinnar. Þá komum við aftur að stfl listamanna. Það er mjög algengt núna að listamenn finni sér ák- Rœtt við Helga Þorgils Friðjónsson um Edvard Munch veðinn stfl og ríghaldi svo í hann og ég sé slíkt sem einn höfuðó- kost margra listamanna í dag. Gömlu meistaramir virðast hins- vegar hafa víðara svið og það er einsog allt sem þeir snerta verði þeirra, að þeir ráði við marga stfla samtímis. Einsog t.d. Edvard Munch, en einsog áður sagði þá virðist hann hafa málað jafnhliða í mörgum mismunandi stflum, þó einn hafi verið mést áberandi á hverjum tíma fyrir sig. Markaðurinn ræður þessari ein- hæfni að einhverju leyti. Kaupendurnir heimta sama pens- ilfarið aftur og aftur. Það að lista- maður fæst stöðugt við að mála sömu rendurnar eða sömu drull- ukökuna í mynd eftir mynd jafnvel árum og áratugum saman hlýtur að enda með því að hann gengur vélrænt að verki sínu og sköpunargleðin verður utan- garðs. Þó er það nú svo að þeir sem skara fram úr hljóta að vaxa með hverju verki sínu en meðal- mennin falla fljótt í gleymsku." Helgi Þorgils kynntist fyrst list Edvard Munchs þegar hann var í Myndlistarskólanum. „Þá hafði ég verið að skoða svipaða menn einsog t.d. Gaughin þannig að Munch var eðlilegt framhald af því. Ég kynntist honum fyrst í gegnum listaverkabækur, en svo sá ég myndir hans í Osló og Berg- en þegar ég sýndi þar og heillaðist enn meira af honum. Hann er einn af þeim listamönnum, sem bætir ákaflega við sig að sjást í orginalnum. Það var eitthvað í af- stöðu hans til listarinnar sem heillaði mig. Ég er samt tæpast sá íslendingur sem hef orðið fyrir hvað mestum áhrifum af list Munchs. Jón Engilberts var á sín- um tíma undir sterkum áhrifum og af yngri málurunum þá minnir andrúmsloftið í myndum Jó- hönnu Kristínar Ingvadóttur oft á myndir Munchs.“ Nýja málverkið fram á sjónarsviðið Þegar Helgi hafði lokið Mynd- listarskólanum 1976 fór hann út til Hollands í framhaldsnám og dvaldist þar í þrjú ár. Um það leyti var nýja málverkið lítt áber- andi þó ýmsir þeirra sem seinna áttu eftir að verða áberandi þegar það ruddist fram væru byrjaðir að þreifa fyrir sér. „I Þýskalandi höfðu ýmsir ver- ið að fást við þennan harða ex- pressionisma samhliða kons- eptlistinni, en ekki verið mjög áberandi. Það er ekki fyrr en 1980 að nýja málverkið verður að tískubylgju á Bienalnum í Fen- eyjum, þegar ítölsku nýmálar- arnir komu fram. Þá var strax ljóst að það var auðveldara að selja þessa tegund af list en kons- eptið sem listamenn höfðu fyrst og fremst verið að fást við og kannski hefur það haft einhver áhrif á að svo margir snéru sér að nýmálverkinu. En því má heldur ekki gleyma að nýja málverkið lyfti penslinum aftur í öndvegi en hann hafði verið mjög lítt áber- andi í listaheiminum árin á undan. Auk þess sem tjáningin komst aftur í fyrirrúm. Á meðan á Hollandsdvöl minni stóð var mikil andstaða gegn þessum mönnum sem voru að fást við nýja málverkið. Það mátti t.d. heyra listamenn hóta því að flýja til Þýskalands og fara að sletta málningu á dúk ef þeir fengju ekki betri styrki hjá hinu opinbera. Þó kynntist ég þrem þýskum málurum á árunum í Hollandi sem voru að fást við þetta og höfðu þeir áhrif á mig. Þá hafði ég ekki hugmynd um að þetta væri að komast í tísku.“ Hróðurinn vex Nú er Helgi eitt af stærstu nöfnunum í nýja málverkinu á ís- Iandi og fer hróður hans vaxandi víða um lönd. Eru myndir eftir hann á söfnum víðsvegar um Evr- ópu og í síðasta tölublaði Scanor- ama, sem SAS-flugfélagið dreifir ókeypis í vélum sínum, er fjallað um norrænu samsýninguna Norðanað, sem var í París sl. vor og í Malmö Konsthall í sumar. Helgi Þorgils er eini íslendingur- inn sem talað er um í greininni og birtist með henni myndin Ungur herramaður með gulrót eftir Helga. Framundan eru tvær einkasýn- ingar í Þýskalandi í Kiel og Eck- enförde. Þá verður Helgi Þorgils með á samsýningu í Danmörku og verður Ivfagnús Pálsson einnig með á þeirri sýningu. Þá verður Helgi með á sýningu sem kallast Skandinavia today, sem opnar í Tokyo næsta haust og í Silkeborg safninu í Danmörku. Fleiri sýn: ingar eru í bígerð en þar sern ekki hefur verið gengið endanlega frá samningum um þær vildi hann ekki upplýsa nánar um það. Á meðan fslendingar bíða eftir sýn- ingu frá Helga geta þeir hinsveg- ar glaðst yfir að fá að virða fyrir sér verk eins fremsta symbólista norrænnar myndlistar fyrr og síð- ar, Edvards Munchs, í Norræna húsinu. -Sáf Ustin reynir á aðlögunarhœfni mannsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.