Þjóðviljinn - 28.09.1986, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Qupperneq 12
Eru félagslegar íbúðabyggingar að fjara út? [ sókn íslenskrar alþýðu til lýðréttinda og bættra lífskjara hefurrétturinntil mannsæmandi húsnæðisfrá upphafi skipað háan sess. Sá er einna fyrst setti fram um- bótakröfur í húsnæðismálum hér á landi var Pétur G. Guðmunds- son, einn stofnenda Dagsbrúnar árið 1906 og tíu árum síðar Al- þýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins. Árið 1919 gerðist Pétur aðalhvatamaður að stofnun Byggingarfélags Reykjavikur, samvinnufélags er stóð fyrir byggingu nokkurra tuga leiguí- búða við Bergþórugötu og Bar- ónsstíg í Reykjavík. Þessar íbúðir marka upphaf afskipta verka- lýðshreyfingarinnar af húsnæðis- málum og jafnframt upphaf fé- lagslegra íbúðabygginga á fs- landi. Nafn Héðins Valdimarssonar er öðrum þekktara í sögu barátt- unnar fyrir réttlæti í húsnæðis- málum. Árið 1928 knúði hann bæjaryfirvöld í Reykjavík til að gera víðtæka könnun á húsnæðis- ástandinu. Sú könnun átti mikinn þátt í tilurð fyrstu laganna um verkamannabústaði árið 1929. Frá stríðsárunum og fram til 1960 var Hannes Pálsson frá Undirfelli áberandi í umræðum um húsnæðismál, sérstaklega kringum 1950. Hannes var fram- sóknarmaður, en flutti jafnan iangtum róttækari tillögur en flokksbræður hans. Þannig átti Hannes árið 1956 mestan þátt í samningu stjórnarfrumvarps, þar sem lagt var til að þjóðnýta allar fasteignasölur. Þáverandi vinstri stjórn treysti sér ekki til að leggja frumvarpið fram, sem var á síð- ustu stundu dregið til baka. Félagslegar íbúðir ó íslandi eru of fáar Þrátt fyrir gott starf einstakra manna blasir við, að árangur ís- lenskra félagshyggjumanna í húsnæðismálum er slakari en í nágrannalöndum okkar, þar sem félagslega sinnaðir flokkar hafa um langt skeið verið meginafl í stjórnmálum. Þetta sést vel af einföldum tölum. íbúðir í landinu eru alls 85.000. Samkvæmt opinberum gögnum hafa 7500-8000 íbúðir frá upphafi vega verið byggðar á fé- lagslegum grundvelli. Allstór hluti þessara íbúða hefur verið seldur á frjálsum markaði, eink- um söluíbúðir sem Reykjavíkur- borg og ýmis önnur sveitarfélög hafa látið byggja. Verkamanna- bústaðir hafa einnig í nokkrum mæli lent á frjálsum markaði. Raunverulegt hlutfall félagslegra íbúða er vart meira en 5-6% allra íbúða í landinu. Á hinum Norðurlöndunum eru hliðstæðar tölur frá 30% til 50%, eða allt að tífallt hærra hlutfall! Þetta lága hlutfall félagslegra íbúða er í innilegu samræmi við hugmyndafræði markaðshyg- gjunnar; félagslegt húsnæði skal samkvæmt henni vera fyrir þá sem „ekki eru í aðstöðu til þess að eignast eigið húsnæði við hæfi“ eins og segir í einhverri laga- greininni. Islenska verkalýðsfor- ingja hefur skort bolmagn til þess að kveða þetta sjónarmið niður. Sumir þeirra hafa sjálfir tileinkað sér þetta viðhorf, og telja leigu- húsnæði eða samvinnuhúsnæði vera út í hött sem valkost fyrir allan almenning. „Félagslegi þriðjungurinn“ í tengslum við kjarasamninga í febrúar 1974 gaf þáverandi vinstri stjórn út yfirlýsingu um húsnæðismál. Þar kemur í fyrsta skipti fram það stefnumið, að þriðjungur íbúðarhúsnæðis skuli byggður á félagslegum grund- velli. Á móti hét verkalýðshreyf- ingin að verja hluta fjármagns líf- eyrissjóðanna til kaupa á siculdabréfum Húsnæðisstofnun- ar. Við kjarasamningana í febrúar 1976 staðfesti Gunnar Thorodd- sen, er þá var félagsmálaráð- herra, að þriðjungsmarkmiðið væri enn í fullu gildi. Þetta var ítrekað við sólstöðusamningana 1977, með sérstöku bréfi Geirs Hallgrímssonar til Alþýðusam- bandsins. f viðtali við Þjóðviljann 30. apríl 1978 lætur Benedikt Davíðs- son í ljós mikil vonbrigði með efndir stjórnvalda á þriðjungsfyr- irheitinu. Verkalýðshreyfingin hafði staðið við sinn hluta sam- komulagsins um skuldabréfa- kaup hjá Húsnæðisstofnun, en allar efndir ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, er þá átti skammt ólifað, voru að mati verkalýðsforystunnar í hinu mesta skötulíki. Vorið 1980 varð að lögum frumvarp Magnúsar H. Magnús- sonar til nýrra húsnæðislaga. Þá var Svavar Gestsson sestur í stól Magnúsar sem félagsmálaráð- herra. Á vetrarlangri vegferð í gegnum þingið undir handarjaðri þriggja ríkisstjórna hafði frum- varpið tekið miklum breytingum. Alþýðuflokksmenn gagnrýndu fjármögnunarþátt hinna nýju laga, og lýsti Jóhanna Sigurðar- dóttir yfir við lokaafgreiðslu málsins, að „fjáröflun hins opin- bera húsnæðislánakerfis stæði í algjöru uppnámi". I lögunum 1980 var þriðjungs- markið lögtekið í upphafi kaflans um félagslegar byggingar. Einnig iýsti ríkisstjórnin yfir að 1981 skyldi hafin smíði 400 félagslegra íbúða, 500 árið 1982 og 600 árið 1983. Til eignaríbúða í verka- mannabústöðum var veitt 90% lán til 43 ára með 0,5% vöxtum. Lánstími til byggingar leiguíbúða var styttur úr 30 árum í 15 og vextir ákveðnir 2%, þ.e. Qórfalt hærri en til séreignaríbúða. Stjúpmóðurleg afstaða frum- varpsmiða félagshyggjuflokk- anna til leiguíbúða er sérkenni- leg, sé þess gætt, að Leigjenda- samtökin höfðu verið stofnuð vorið 1978 með virkum stuðningi manna í verkalýðshreyfingunni, þar á meðal sjálfs Guðmundar J. Guðmundssonar. í kjölfar laganna 1980 marg- faldaðist fjárstreymi til Bygg- ingarsjóðs verkamanna. Byrjað var á hundruðum íbúða víðsvegar um land. Flest lán voru veitt árin 1981 og 1982; til um 200 íbúða fyrrnefnda árið og til um 300 íbúða það síðarnefnda, sem reyndar er réttur helmingur áð- urnefnds markmiðs ríkisstjórnar- innar frá vorinu 1980. Árið 1983 fækkaði byrjunum í félagslega kerfinu niður í um 160 og hafa þær verið í svipuðu horfi síðan. Þetta þýðir, að hæst náðu félags- legu íbúðirnar því að verða 15- 20% af öllum nýbyggingum á ár- unum 1981-82, en hafa fallið nið- ur fyrir 10% frá og með árinu 1983. Samkvæmt nýjustu upplýsing- um virðist verkamannabústaðak- erfið nánast vera að sigla í strand; þannig hefur t.a.m. ekki verið byrjað á nema 34 verkamanna- bústöðum á þessu ári, þrátt fyrir að húsnæðismálastj órn hafi Héðinn Valdimarsson knúði fram könnun á húsnæðisástandinu í Reykjavík 1928. Sú könnun átti mik- inn þátt í tilurð fyrstu laga um verka- mannabústaði 1929. Benedikt Davíðsson lét í Ijós mikil vonbrigði með efndir stjórnvalda á þriðjungsfyrirheitinu 1978. Hannes Pálsson frá Undirfelli var áberandi í umræðunni um húsnæð- ismál í kringum 1950. heimilað framkvæmdir við 315 félagslegar íbúðir! Það vekur því vissa undrun, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að í húsnæðissamkomulaginu frá í vetur skuli ekki vera minnst á félagslegar íbúðabyggingar. Meirihluta fjár lífeyrissjóðanna er dælt inn í hriplekt lánakerfi, án nokkurra ákvæða um skipulegt félagslegt byggingarátak. Vaxandi stuðningur við búseturéttinn Mikill stuðningur við búsetu- réttaríbúðir og leiguíbúðir hefur nýlega komið fram í a.m.k. tveimur vísindalegum könnunum meðal ungs fólks. Önnur þeirra, er gerð var meðal framhalds- skólanema, sýnir fram á meiri- hlutastuðning unga fólksins við félagsleg markmið í húsnæðism- álum. Búseturéttarformið og húsnæðissamvinnufélögin hafa þannig augljóslega öðlast mjög sterkan hljómgrunn hér á landi á undanförnum árum, kannski ekki síst vegna óbilgjarnrar and- stöðu og lúalegra vinnubragða fjandmanna okkar, er í raun hafa orðið til þess að afla hreyfingunni víðtækrar samúðar alls almenn- ings. Húsnæðissamvinnuformið er víða um heim í mikilli sókn, í Sví- þjóð hefur hlutur slíkra félaga í nýbyggingum t.d. aukist úr 11% árið 1979 í um 30% þrjú undan- farin ár. í Bretlandi Margrétar Thatchers er húsnæðissamvinnan - samkvæmt grein í tímaritinu Norræna húsið Aðstoðarhúsvörður Staöa aðstoðarhúsvarðar Norræna hússins er laus til umsóknar frá og með 1. des. 1986. Starf- inu fylgir helgar- og kvöldvinna. Upplýsingar veitir húsvörður, Gunnar Heiðdal í síma 17030. Umsóknir með upplýsingum um umsækjendur og meðmælum sendast til forstjóra Norræna hússins Knut 0degárd fyrir 6. október 1986. Norræna húsið ®LAUSAR STÖÐUR HJÁ _J REYKJAVÍKURBORG Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða bókasafnsfræðing við bókasafn Heilsu- verndarstöðvarinnar í 50% starf. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 08.10.’86. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1985 Pétur G. Guðmundsson gerðist aðal- hvatamaður að stofnun Byggingarfé- lags Reykjavíkur 1919. „The Economist" - nú undir smásjá stjórnvalda sem lausn á gífurlegum vandamálum sem skapast hafa í rekstri leiguíbúða sveitarfélaga (s.k. „council flats“). Jafnvel í Bandaríkjum Reagans blómstra húsnæðissam- vinnufélögin (sjá t.d. yfirlitsgrein Erlendar Einarssonar um sam- vinnuhreyfinguna í Bandaríkjun- um í Tímanum þann 8. mars sl.). Þeim fer nú stöðugt fjölgandi, sem koma auga á ótvíræða kosti húsnæðissamvinnufélaganna. Meginatriði í því sambandi eru annars vegar frelsið undan dutt- lungum markaðsaflanna (sbr. verðfall fasteigna á undanförnum árum) og hinsvegar virkjun frjálsra félagasamtaka borga- ranna í stað þess að treysta á sveitarfélög eða ríkisvald. Kostir húsnæðissamvinnunnar fyrir landsbyggðina eru ótvíræðir, svo sem Hjörleifur Guttormsson, al- þingismaður, hefur t.d. nýlega bent á í blaðagrein (DV, 23. júlí). Það fer heldur ekki á milli mála að kaupleigutillögur Alþýðu- flokksins liggja um margt mjög nærri hugmyndum Búsetahreyf- ingarinnar. „Nýja kerfið“ kallar á félagslegar lausnir! Sú beislun fjármagns lífeyris- sjóðanna, sem nýja húsnæðis- lánakerfið byggist á, opnar alger- lega nýja möguleika til fjár- mögnunar íbúðabygginga á veg- um félaga og almannasamtaka. Þetta á bæði við um byggingarsamvinnufélög með hefðbundnu íslensku sniði og ekki síður húsnæðissam- vinnufélög þar sem íbúðirnar eru að mestu leyti sameign félags- mannanna. Hinn langi endur- greiðslutími nýju lánanna hentar að sjálfsögðu mjög vel félagslegu eignarhaldi, að sama skapi og hæg eignamyndun „nýja kerfis- ins“ veldur hinni hefðbundnu „sjálfseignarstefnu" miklum erf- iðleikum. (Sjá nánari umfjöllun um þessi atriði í grein eftir undir- ritaðan í nýjasta hefti tímaritsins ,J»jóðlífs“). Eftir að allir geta fengið 70% lán til 40 ára til einkabygginga, er erfitt að trúa því, að lán til leigu- íbúða félagasamtaka verði áfram til aðeins 30 ára með ströngum skilyrðum um nauðsynlega fötlun þeirra er í slíkum íbúðum fengju að búa. Strax á næsta Alþingi verður því að tryggja hliðstæðan lánstíma til leiguíbúða fé- lagasamtaka og sveitarfélaga og nú gildir til hins almenna fast- eignamarkaðar. Félagslegar lausnir í húsnæð- ismálum, líkt og grundvallarsjón- armið byggðastefnunnar, njóta stuðnings þorra landsmanna, þrátt fyrir þá óáran „frjálshyggj- unnar“ sem nú, í miðju góðær- inu, dynur yfir þjóðina. Slíkar lausnir eru, nú sem fyrr, ein mikilvægasta kjarabót þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og hljóta um alla framtíð að vera eitt helsta baráttumál framsækinnar verkalýðshreyfingar. Jón Rúnar Sveinsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.