Þjóðviljinn - 28.09.1986, Síða 15
Sjónvarp - Moliere
Undir einvaldsins hœl
Á mónudagskvöldið fó sjónvarpsáhorfendur seinni hluta veislu frá Royal Shakespeare Company. Að þessu
sinni er það leikritið „Moliere" eftir Mikhail Búlgakof, höfund
„Meistarans og Margarítu"
Anthony Sher í hlutverki Moliere í samnefndu leikriti. Áþján rithöfundarins undir einvaldi.
í upphafi mánudagsleikrits
sjónvarpsins nú eftir helgina,
leikrits Mikhails Búlgakof um
franska leikskáldið Moliere,
spyr Stalín Búlgakof að því
hvers vegna hann sé með
leikrit í smíðum um Moliere.
Búlgakof svarar, mjög vand-
ræðalegur: „Ég hef ákveðna
samúð með honum.“
Síðan hefst verk Búlgakofs um
æfi Moliere og baráttu hans við
yfirvöld, kirkjuleg sem veraldleg.
Búlgakof bætti ekki ímynduðu
símasamtali sínu við Stalín um
nótt í Moskvuborg árið 1933, inn
í leikritið um Moliere. Það gerði
hins vegar Bretinn Dusty Hughes
sem fenginn var til að skrifa „nýja
gerð“ þessa leikrits fyrir Konung-
lega Shakespeare Leikhúsið (Ro-
yal Shakespeare Company) í
Englandi.
Hughes bætir sem sagt við
ímynduðu samtali Búlgakofs við
Stalín, þar sem hinn síðarnefndi
ræðir stuttlega um þá ábyrgð sem
rithöfundar bera og hvað rétt er
að skrifa um - og Búlgakof svitn-
ar.
Þessi byrjun fellur nokkuð vel
að leikriti Búlgakofs um Moliere
og baráttu hans með sýningar
sínar á „Tartuffe“ og öðrum leik-
ritum sínum. Kirkjunni tókst að
láta banna „Tartuffe“ fyrir móðg-
un við þjóna kirkjunnar. Stalín
lét einnig banna Moliere Búlgak-
ofs í Moskvu eftir sjö sýningar.
„Moliere“ fékk sjónvarpið í
„pakka“ með „Tartuffe" sem
sýnt var í sjónvarpinu fyrir tæp-
um hálfum mánuði þar sem Ant-
hony Sher fór á kostum í hlut-
verki hræsnarans Tartuffe. Sher
leikur einnig Moliere í leikriti
Búlgakofs/Hughes (leikur
reyndar einnig Búlgakof sjálfan í
stuttum formála og eftirmála
leikritsins). Eins og sjónvarpsá-
horfendur sáu í Tartuffe er Sher
einstæður leikari og sýnir það
jafnvel enn betur í „Moliere“.
Falinn bak við mikinn farða og
gervinef sýnir hann Moliere í
upphafi sem harðsvíraðan
leikhússtjóra, konung í sínu ríki.
En kóngsríki hans nær ekki
lengra. Þegar einn Musterisridd-
ari konungs birtist í búningsklefa
Moiiere, fellur hann á kné og dá-
samar Sólkonunginn. í þessu
sambandi er það raunar skiljan-
legt að Dusty Hughes skuli hafa
ákveðið að bæta framan við
leikritið, atriðinu þar sem Búlg-
akof hlustar á Stalín. Leikritið
um Moliere hefst einmitt á því að
Moliere þakkar Sólkonunginum,
Loðvík 14., náðarsamlegast fyrir
að sýna sér þann heiður að mæta
á sýningu sína.
Við fylgjumst síðan með því
hvernig yfírvöldum tekst kerfis-
bundið að brjóta Moliere niður
með því að róta í vafasamri fortíð
hans og matreiða hana á þann
hátt fyrir Sólkonunginn að hann
fordæmir Moliere.
Leikstjóri „Moliere“ er Bill
Alexander, sá hinn sami og
leikstýrði „Tartuffe". Eins og í
„Tartuffe“ notfærir Alexander
sér sjónvarpstæknina til að ýta
undir kómík jafnt sem tragík
verksins, mikilleika og lág-
mennsku. Verkið er fyndið og
fjörmikið og þar kemur mest til
frábær leikur Sher. En ekki síður
allra leikaranna í Shakespeare fé-
laginu. Eitt besta dæmið um sam-
runa kómíkur og tragíkur er at-
‘riðin tvö með konunginum og
Moliere. í hinu fyrra býður Sól-
konungurinn Moliere að deila
með sér málsverði, sem var fá-
heyrt. Þar blessar konungur
höfundarverk Moliere á meðan
Moliere kroppar í kjúkling kon-
ungsins . í hinu síðara bannfærir
Sólkonungurinn Moliere, fyrir
tilstuðlan kirkjulegra yfirvalda.
Moliere endar líf sitt uppi á sviði,
hundeltur og niðurlægður, undir
einvaldsins hæl.
-IH
Vetrardagskráin gengur í garð
lenda þættinum hafa verið gerð sunnudagsþátturinn Geisli og
skil í blaðinu áður. verða umsjónarmenn Matthías
í sumar auglýsti sjónvarpið Viðar Sæmundsson, bókmennta-
Frá upptöku á Áramótaskaupi, sem Karl Ágúst Úlfsson stjórnar. Mynd E.ÓI.
Þráttfyrir það að tæpur mán-
uður sé til stefnu að vetur gengur
í garð, er vetrardagskrá sjón-
varps og útvarps að fá á sig
mynd. Að venju verður bryddað
upp áýmsum nýjungum auk
þess sem hefðbundnir vetrarliðir
komast aftur á dagskrá.
Einhverjar breytingar verða á
útsendingatímum bæði sjónvarps
og útvarps. Þegar hefur verið
kynnt að sjónvarpið mun hefja
útsendingar fyrr, eða kl. 18 á dag-
inn með barnaefni og fréttir þess
verða færðar fram um hálftíma.
Hjá útvarpinu er sú breyting helst
á útsendingatímanum að dagskrá
rásar tvö verður samfelld alla
virka daga vikunnar og verður
blönduð tónlist leikin milli kl. 12
og 13, nema að rásirnar verða
samtengdar á meðan á frétta-
flutningi stendur.
Aðrar breytingar á rás tvö eru
þær helstar að hlutur ókynntrar
tónlistar verður aukinn, sem hef-
ur í för með sér fækkun lausráð-
inna dagskrárgerðarmanna. Þá
er ætlunin að fara af stað með
klassískan þátt einusinni í viku.
Á miðvikudagskvöldum f
stakri viku verður útvarpað tón-
listardagskrá um dreifikerfi rásar
tvö og hefst sú útsending kl. 20.
Efni þeirrar dagskrár er einkum
fengið af segulböndum, hljóðrit-
anir á tónleikum innanlands og
utan og verður svigrúmið notað
til að útvarpa tónverkum, sem
eru svo löng að þau komast ekki í
hefðbundna dagskrá rásar eitt.
Stærsta breytingin á rás eitt er
að skipulagi kvöldfrétta verður
breytt þannig að eftir stutt frétt-
ayfirlit verður tekið til við helstu
frétt dagsins og fjallað um tiltekið
mál frá ýmsum hliðum m.a. með
stuttum og markvissum við-
tölum. Að því loknu tekur hver
fréttamaður við af öðrum og gerir
efni sínu skil en í lokin verða svo
fréttirnar teknar saman í stutt
mál. Fréttatíminn verður styttur í
30 mínútur
í hádeginu á laugardögum
verður sérstakur klukkutíma
fréttaþáttur. Á fimmtudags-
kvöldum verður þátturinn Að
utan sem kemur frá fréttariturum
útvarpsins erlendis en er ritstýrt
frá fréttastofu.
Af nýjum einstökum tónlistar-
þáttum á rás eitt er rétt að nefna
þáttinn Tónspegill, sem Magnús
Einarsson og Olafur Þórðarson
verða með á laugardögum kl. 15.
í honum verður fjallað um tón-
listarlíf líðandi stundar.
Bamaútvarp verður á dagskrá
fimm daga vikunnar frá 16.20-
17.03. Á laugardögum verða
framhaldsleikrit fyrir börn og
unglinga og verður byrjað á að
endurflytja leikritið Júlíus sterki
eftir Stefán Jónsson. Þá er rétt að
geta umræðuþátta fyrir böm og
unglinga annaðhvert þriðjudags-
kvöld í umsjá Ásgeirs Helga-
sonar og Sigrúnar Proppé.
Vetrardagskrá sjónvarpsins er
að mótast um þessar mundir. Hér
á eftir munum við fjalla örlítið
um innlendan þátt hennar, en er-
eftir dagskrárgerðarfólki og
höfðu margir samband í kjölfar
þess. Vom um 120 manns reyndir
og töluvert af því fólki mun nú í
upphafi vetrardagskrár eiga
framraun sína á skjánum, t.d.
það fólk sem verður með þá þætti
sem taka við af Líðandi stundu.
Þeir þættir verða nú tvisvar í viku
á sunnudagskvöldum og miðvik-
udagskvöldum en verða ívið
styttri en þátturinn sl. vetur. Þátt-
urinn á sunnudögum verður með
menningarlegu yfirbragði en
verður í beinni útsendingu einsog
Á líðandi stundu var. Nefnist
fræðingur, Karítas Gunnarsdótt-
ir og Guðný Ragnarsdóttir.
A miðvikudögum verður svo
þátturinn í takt við tímann, einn-
ig í beinni útsendingu undir
stjórn Jóns Gústafssonar, Ásdís-
ar Loftsdóttur, Elínar Hirst,
Ólafs Haukssonar og Drafnar
Hreiðarsdóttur. Munu þau skipt-
ast á að sjá um þáttinn en hann
verður meira almenns eðlis en
sunnudagsþátturinn.
Af innlendum sjónvarpsleik-
ritum er það helst að frétta að á
annan í jólum verður leikrit Nínu
Bjarkar Árnadóttur, Líf til ein-
hvers, undir leikstjórn Kristínar
Jóhannesdóttur, frumsýnt. í nóv-
ember verður sýnd upptaka af
uppfærslu Herranætur á leikriti
eftir Sigurð Pálsson. Undir lok
ársins er svo ætlunin að sýna nýja
unglingamynd, sem heitir Elías
og örninn eftir Helgu Sederholm
og Viðar Víkingsson. Það er ís-
film sem gerir þá mynd fyrir sjón-
varpið. Þá vonast forráðamenn
sjónvarpsins til að geta sýnt
Brekkukotsannál um jólin.
Af viðtalsþáttum er rétt að
nefna spjall Hrafns Gunnlaugs-
sonar við Ingmar Bergman sem
verður flutt í tveim hlutum í
vetrarbyrjun. Þá spjallar Hrafn
við Halldór Laxness á milli jóla
og nýárs. Áfram verður haldið að
ræða við listamenn og verður
spjallað við Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur í nóvember. í byrjun des-
ember ræðir Megas við Bubba og
um jólin er rætt við Kristin Halls-
son.
Af öðru innlendu efni má
nefna heimildarmynd um Korp-
úlfsstaði og aðra um silfursmíði.
Þá verður í vetrarbyrjun sýnd
heimildarmynd um Jökulsá á
fjöllum sem þeir Ari Trausti
Guðmundsson og Halldór Kjart-
ansson hafa gert.
Árið endar svo að venju með
áramótaskaupi sem Karl Ágúst
Úlfsson sér um og nýja árið
gengur í garð með áramótaballi,
sem að þessu sinni verður haldið
á dansstað úti í bæ en ekki í sjón-
varpinu einsog í fyrra.
-Sáf
Sunnudagur 28. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15