Þjóðviljinn - 28.09.1986, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Qupperneq 19
Göngukonur Gunnhildur og Kœkjuskörð.. Gengið í Loðmundarfjörð „ Við erum tvær af þrettán konum sem fóru í gönguferð á Austfjörðum í sumar,“ sögðu þær Ragna Karlsdóttirog Hildur Gunnlaugsdóttir. „Þetta er hópur sem hefur ferðast saman á hverju ári og er orðin venja að fara í eina góða ferð árlega. Við erum samtíningur kvenna úr öllum stéttum og sannast að segja mjög sundurleitur hópur, sem gerir hann skemmtilegan fyrir vikið. í fyrstu ferðinni sem við fórum í fyrir fimm árum vorum við þrettán talsins og hefur nafnið k- 13 eða klúbbur 13 loðað við hann. Mörgum finnst nú 13 engin happatala en svo undarlega vill til að við höfum ótrúlega oft orðið þrettán saman í hóp þó svo að þetta sé ekki lokaður félags- skapur. Hann varð upphaflega til vegna þess að tvær okkar smöl- uðu saman kunningjum og síðan vatt þetta utan á sig. Því höfum við margar kynnst á þessum ferðalögum okkar. Ferðin í sumar var þannig að við flugum á Egilsstaði og fórum þaðan í Borgarfjörð eystri og gistum. Þaðan gengum við um Kækjudal yfir Kækjuskörð í Loðmundarfjörð og dvöldum þar í þrjá daga. Við gistum í Stakka- hiíð sem er eyðibýli eiginlega, en þó notað yfir sumartímann af fyrri ábúendum. Þar var ákaflega sérkennilegt að vera því hús og húsbúnaður er frá fimmta áratug og skapar það ákveðinn sjarma. Er við komum í Stakkahlíð beið húsmóðirin okkar með rjúkandi kjötsúpu.Þarna undum við í þrjá daga við mikla gestrisni og veður- blíðan lék við okkur. Við fórum í göngur á milli þess sem við tínd- Jjngukonur. Fremri röð: Hildur, Sigríður, Dagbjört og Sigrún Konráðs. Aftari röð: Hulda, Jórunn, Ragna, Hrafnhildur, Þóra og Ingibjörg. Ljósm. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir. um ber og skoðuðum grjót og gróður. Þarna er mjög gróðursælt og búsældarlegt. Það kom raunar virkilega á óvart hvað gróður er fallegur og þarna er ákaflega fail- eg fjallasýn. Loðmundarfjörður er tiltölulega víður af Austfjörð- um að vera og gönguleiðir þarna eru mjög greiðfærar, á. meðal þessara hrikalegu fjalla". - En hvers vegna völduð þið Loðmundarfjörð? „Mörgum er kunnugt um hve fallegt er þarna. Kveikjan var þó e.t.v. sú að önnur okkar, Ragna var í sveit sem unglingur í Stakka- hlíð og er því nokkuð kunnug staðháttum. í raun er Loðmund- arfjörður kjörið gönguferðaland ekki ósvipað og Hornstrandir eru. Það er ekki bflfært í fjörðinn nema yfir sumarið og þá bara eftir jeppafærum ruðningi sem gerir það kannski ennþá eftir- sóknarverðara að komast þang- að. Þessi ferð hefur staðið til í mörg ár en ekki orðið að raun- veruleika fyrr en nú. Eftir að hafa dvalið í Loð- mundarfirði í þrjá daga gengum við yfir Hjálmárdalsheiði til Seyðisfjarðar og þaðan var farið til Egilsstaða og síðan heim“. - Eruð þið göngugarpar mikl- ir? „Við erum allar vanar göngu- konur enda nauðsynlegt, því við þurfum að ganga með byrðar á þessum ferðum okkar. Þær eru þó ekki neinar garpaferðir, en þó er vel hægt að drýgja hetjudáðir, vaða ár og slíkt ef vill,“ sögðu þessar hressu konur, Ragna og Hildur að síðustu. - GH Örnetni við Loðmundar- fjörð eru mörg sérkennileg. Hér er áð Gunnhildi. Sunnudagur 28. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.