Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA SUNNUDAGS- BIAÐ MENNING Nesjavellir Orkuveislan er ákveðin Þrír miljarðarsettir íNesjavelli. Ákvörðun um virkjun tekin ígœr. Engin markaðsáœtlun er til. Guðni Jóhannesson, verkfrœðingur: Með ólíkindumhvernig aðþessuerstaðið Eeftir 800 miljóna undirbún- ingsrannsóknir var í gær ákveðið að hefjast handa við um tvo miljarða fyrsta áfanga virkj- unar á Nesjavölium. Meirihiuti i stjórn veitustofnana vísaði frá til- lögu um frestun meðan gerð væri markaðsáætlun og könnuð hag- kvæmni við að nýta umframorku frá Landsvirkjun og Hitaveitu. „Það er með óiikindum hvernig að þessu er staðið,“ sagði Guðni Jóhannesson, fulltrúi í stjórninni. Samkvæmt áætlun hitaveitu- stjóra, Jóhannesar Zoéga, á fyrsta virkjunaráfanga á Nesja- völlum að vera lokið árið 1989, og er reiknað með að þar fáist 100 megavött. Núverandi afl Hita- veitu Reykjavíkur er 450 MW. Tillögu Guðna Jóhannessonar frá Alþýðubandalagi um að fresta framkvæmdum á ofan- greindum forsendum var vísað frá með þremur Sjálfstæðis- flokksatkvæðum og hjásetu Kvennalista, og ákvörðun um virkjunarframkvæmdir tekin með atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Kvennalista gegn atkvæði Al- þýðubandalagsins. í samtalið við Þjóðviljann í gær sagði Guðni að staðið hefði verið að rannsóknum og mannvirkja- hönnun með sæmilegum þætti sem snerist um markað og arð- semi virkjunarinnar væri allt í lausu lofti. „Þær áætlanir um vatnssölu sem hitaveitustjóri hef- ur lagt fram byggja vægast sagt á hæpnum forsendum eða misskin- ingi.“ Guðni sagði ljóst að það kæmi að því að þörf væri á 100 mega- vöttum til viðbótar, og allar líkur bentu til að Nesjavellir væru gott virkjunarsvæði. Hinsvegar væri fjármagns- og rekstrarkostnaður við þennan fyrsta áfanga um 200 miljónir á ári, og því til mikils að vinna ef hægt væri að fresta fram- kvæmdum um eitthvert árabil. Því hefðu Alþýðubandalags- menn lagt til að nýta umffamorku Landsvirkjunar þangað til mark- aðurinn væri orðinn það stór að Nesjavallarvirkjunin teldist hag- kvæm. „í ljósi þeirrar offjárfestingar sem hefur átt sér stað í orkukerf- inu á síðustu árum er með hreinum ólíkindum hvemig hér er staðið að ákvörðun um nær þriggja miljarða fjárfestingu í nýrri virkjun.“ -m Akureyrí Sjallinn á 35 miljónir Iðnaðarbankinn hreppti húsið Yeitingahúsið Sjailinn á Akur- eyri var sleginn Iðnaðarbankan- um á staðnum á öðru og síðara uppboði húseignarinnar í gaer fyrir 35 miijónir. Á fyrra uppboð- inu bauð Iðnaðarbankinn 20 miljónir í húsið. Iðnaðarbankinn átti kröfu í húsið uppá 60 miljónir en alls er áætlað að skuldir Sjallans nemi um 100 miljónum. Auk Iðnaðar- bankans bauð Landsbankinn 23 miljónir í Sjallann og Samvinn- utryggingar 31 miljón. Ékki er farið að bjóða innbú Sjailans upp ennþá en Iðnaðar- bankinn á kröfur í mest allt lausafé fyrirtækisins. Opið verð- ur í Sjallanum um helgina en óvíst er um frekari veitingastarf- semi í húsinu. -yk/Akureyri/-lg. Tyrkland Bölv og ragn Geysiiegt bölv og ragn í Tyrklandi fyrir nokkru varð til þess að yfir 200 menn voru handteknir og kærðir fyrir slæmt orðbragð. Bölvið og ragnið kom fram á talstöðvum víða um Tyrkland og er ástæðan ekki vel kunn. Yfir- völd voru hins vegar ekki á því að hleypa mönnum upp með neina ókurteisi og eru nú búnir að sekta 130 manns um tæpar 2000 krónur hvern. IH/Reuter Á að selja starfsfólki rásarinnar líka, eða mun það kaupa rásina fái frjálshyggjug auramir sinn vilja fram. Mynd E.ÓI. Rás tvö Við bíðum eftir útboði PorgeirÁstvaldsson: Munum íhuga kaup efrásin verður seld. Einar Sigurðsson: Munum athuga slíkt tilboð gefistþað. Markús Örn Antonsson: Sala ekki á dagskrá Þessi hugmynd hefur borið á góma meðai starfsfólks hér á rásinni, en ekki verið rædd í al- vöru, sagði Þorgeir Ástvaidsson forstöðumaður rásar tvö við Þjóðviljann í gær þegar hann var spurður um það hvort starfsfólk rásarinnar hefði áhuga á að kaupa stöðina ef hún yrði seld. í leiðara Morgunblaðsins í gær er talað um að starfsfólkinu yrði boðin rásin til kaups „fyrir verð sem tæki mið af því fórnfúsa starfi sem þetta fólk hefur unnið“. „Ef slíkt tilboð kæmi myndum við íhuga það vel en ég er hrædd- ur um að það yrði erfitt að meta starf okkar hér inn í slík við- skipti." Einar Sigurðsson, útvarps- stjóri á Bylgjunni, segist líka mundu athuga slíkt tilboð ef það kæmi, aftur á móti væri óljóst hvað átt væri með sölu á rásinni, hvort átt væri við dreifikerfið eða stúdíóin. Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri, segir að samkvæmt lögum sé RUV skylt að reka tvær á dagskrá. Sjá umfjöllun í Sunnu • útvarpsrásir og því væri sala ekki dagsblaði Þjóðviljans. -Sáf SVK Forstjórinn aftur til starfa Karl Árnason, forstjóri Strætis- vagna Kópavogs hefur aftur tekið við stjórn fyrirtækisins. Athugun Rannsóknarlögreglu ríkisins og löggiltra endurskoð- enda á bókhaldi þess þrjú ár aftur í tímann leiddi ekki í ljós annað en skjal það sem málið reis út af á sínum tíma, og leiddi til þess að Karl var leystur frá störfum með- an málið var kannað. Bæjarráð samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að fela Karli störf á ný. _v

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.