Þjóðviljinn - 18.10.1986, Side 3

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Side 3
•ORFRETTIR FRÉTTIR Vísitala framfærslukostnaðar miðað við verðlag í októberbyrjun reyndist vera 175,62 stig eða 0,43 % hærri en í septembyrjun. Þetta svarar til um 5,3% árshækkunar en á sl. tólf mánuðum hefurfram- færsluvísitalan hækkiað um 15,6% Almanak Háskólans Byggungfundurinn Urðum einskis vísari Mikil reiði ríkti áfundi íbúa Byggungblokkanna á Granda með forráðamönnumfyrirtœkisins. Þóra Guðmundsdóttir: Bakreikningarnir enn óútskýrðir Halldór Reynisson forsetaritari var kjörinn til prests- þjónustu í Hrunaprestakalli í Ár- nessýslu í prestskosningum sem haldnar voru um sl. helgi. Halldór hlaut 125 atkvæði. Sr. Haraldur M. Kristjánsson hlaut 119 at- kvæði, sr. Önundur Björnsson 63 atkvæði og Jón ísleifsson cand. theol 2 atkvæði. Á kjörskrá voru 383 og greiddu 310 atkvæði. Rausnarleg minningargjöf barst Blindarvin- afélaginu, Styrktarfélagi lamaðra og-faltaðra og Styrktarfélagi van- gefinna á dögunum. Arfur að upphæð 2.5 miljónir eftir Krist- björgu Ingólfsdóttur Framne- svegi I6, skiptist jafnt á milli félag- anna. Kritsbjörg sem lést (ágúst sl. gaf þessa gjöf til minningar um foreldra sína Elísabetu Ingólfs- dóttur og Ingólf Kristjánsson og systur sína Helgu. Atvinnuleysi í september á landinu öllu svar- aði til 0.3% af mannafla á vinn- umarkaði. Þetta er besta atvinnu- ástand í einum mánuði á þessu ári. Alls voru skráðir 6700 at- vinnuleysisdagar á landinu sem er 3400 dögum færri en í ágúst sl. Þetta jafngildir að um 300 manns hafi verið án atvinnu í september. Við erum einskis vísari um stððu okkar eftir fundinn í gær- kvöldi, sagði Þóra Guðmunds- dóttir einn ibúanna í Byggung- blokkunum á Granda um fund íbúanna með framkvæmdastjóra Byggung og stjórnarmönnum þar sem íbúarnir leituðu skýringa á óvæntum bakreikningum sem þeir fengu senda frá fyrirtækinu. „Á fundinum kom fram mikil óánægja og reiði meðal íbúa og það undarlega er að það virtist eins og forráðamönnum Byggung þætti furðulegt að við værum að æsa okkur út af þessum bakreikn- ingum,“ sagði Þóra. Bakr- eikningarnir sem sendir voru á 129 íbúðir, eru samanlagt um 56 miljónir og á hverja íbúð hafa þeir verið frá u.þ.b. 200 þúsund- um uppí rúma miljón. Á fundin- um var einróma samþykkt að ráða endurskoðanda til þess að fara yfír reikninga fyrirtækisins, en að sögn Þóru eru t.d. ársreikn- ingar þeir sem íbúarnir hafa verið að skoða mjög ófullkomnir og er þar engan veginn hægt að sjá hver raunveruleg fjárhagsstaða fyrir- tækisins hefur verið hverju sinni. Beðið verður með að innheimta bakreikninga þar til endurskoð- andi íbúa hefur skilað áliti sínu. -K.Ol. fyrir árið 1987 er komið út. Þetta er 151. árgangur ritsins sem hef- ur komið samfellt út frá því 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson Ætjarnfræðingur hefur reiknað 'almanakið og búið það til prent- unar. Frá vinstri: Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna, Sigurður E. Haraldsson formaður Kaupmannasamtakanna og Hjalti Þálsson frá versl- unardeild Sambandsins skrifa undir samning um kvörtunarnefnd fyrir neytendur. Mynd E.ÖI. Neytendasamtökin Neytendadómstóll til starfa Neytendasamtökin, SIS og Kaupmannasamtökin undirrituðu samning ígœr Þorbjörn Guðjónsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Þorbjörn lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1967 og stundaði fram- haldsnám í hagfræði við Minnes- ótaháskóla á árunum 1967 - 1971. Hann hefur síðustu árin starfað við þróunarhjálp hjá DANIDA og síðan SIDA ( Afríku og starfað hjá stjórnarráðinu í Zambiu. ,4Iér er stigið mikilvægt skref í neytendamálum,“ sagði Jóhann- es Gunnarsson formaður Neyt- endasamtakanna þegar hann, ásamt fulltrúm SIS og Kaup- mannasaintakanna undirritaði í þjónustu frá aðilum sem eru í öðrum hvorum samtökunum. Kvörtunarnefnd þessi verður skipuð 3 mönnum, 1 frá Neytend- asamtöunum, 1 frá SÍS eða Kaupmannasamtökunum og skera úr í málum sem snúast um upphæðir undir 60.000 krónum, en úrskurðir hennar hafa þó ekki lagagildi. Ef sú staða kemur upp að úrskurði er ekki hlýtt verður málinu vísað til almennra dóm- stóla. Önnur kvörtunarnefnd hef- ur starfað síðan 1984, og er hún skipuð fulltrum ferðaskrifstofa og Neytendasamtakanna. Að sögn Jóhannesar hefur kvörtun- um vegna þjónustu ferðaskrif- stofa fækkað verulega síðan nefndin tók til starfa og vildi þakka það því að skrifstofurnar hefðu tekið sig verulega á. -vd. gær samning um neytendadóms- þriðja fulltrúann mun viðskipta- tól sem mun taka við kvörtunum ráðuneytið skipa. Nefndin mun neytenda um keypta vöru eða Verslanir Opnunartími endurskoðaður ® Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi: Mörg rök mœla með að opnunartími verslana verði lengdur ' Eg tel alveg víst að afgreiðslu- tími verslana verði rýmkaður eftir að borgarráð hefur fjaliað um tillöguna,“ sagði Sigurjón Pétursson borgarfulítrúi Alþýðu- bandalagsins, en hann talaði fyrir tillögu Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks og Alþýðubandalags, á borgarstjórnarfundi á fimmtu- dag um að fela borgarráði að endurskoða reglur um afgreiðslu- tíma verslana með það fyrir augum að rýmka þær. Samþykkt var að vísa málinu til borgarráðs. Að sögn Sigurjóns telur hann mörg rök mæla með því að opnunartími verslana verði rýmkaður, meðal annars þau að nágrannabyggðarlög hafa ekki fylgt eftir því fordæmi Reykjavíkur að festa opnunar- tíma verslana og það hefur valdið því að verslun hefur færst til þeirra úr borginni. í öðru lagi sagði Sigurjón að deilur urn hvað mætti selja í búðurn á vissum tím- um yrðu úr sögunni ef þetta næst fram og auk þess mun rýmri opn- unartími styrkja smærri kaup- menn verulega, en þeir hafa átt undir högg að sækja í samkeppn- inni við stórmarkaðina. -vd. Störf í félags- miðstöðvum unglinga Starfsfólk vantar í félagsmiöstöövarnar Agnar- ögn og Ekkó. Hlutastörf komatil greina. Menntun og reynsla í uppeldismálum æskileg. Umsóknareyöublöð liggja frammi á Félags- málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Umsóknarfrestur er til 1. nóv. n.k. Nánari upplýsingar gefurtómstundafulltrúi í síma 41570. Tómstundaráð ALLT M> AFSLATTUR AF FUAVARNARAEFNUM ALLT AÐ 20% AFSLATTUR AF MALNINGU OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 v/Hringbraut,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.