Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 4
LEIÐARI Gagnrýni á Reagan Forseti Argentínu, Raul Alfonsín, hefur þannig eftir Gorbatsjof fyrr í vikunni, að „ekki mætti líta á niðurstöður leiðtogafundarins sem mistök vegna þess að fundurinn hefði sannað að mögulegt væri að komast að mikils háttar samningum í afvoþn- unarmálum stórveldanna". Að þessu leyti kann því Reykjavíkurfundurinn, þrátt fyrir allt, að hafa sögulegar afleiðingar. Hitt dylst þó engum, að Reagan forseta urðu á afdrifarík mistök þegar hann lét Stjörnustríðs - áforminverða tilþess að samningar tókust ekki. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá margháttaðri gagnrýni sem ýmsir leiðtogar í Bandaríkjunum settu fram á frammistöðu Reagans. Nú síðast gagnrýndi hið virta stórblað, New York Times, afstöðu Reagans mjög harkalega í ritstjórnar- grein. Þar sagði meðal annars: „Reagan hafði tæki- færi til að útrýma sovéskum og bandarískum með- aldrægum kjarnorkuvopnum í Evrópu, að vinna að tilraunabanni út frá eigin skilmálum, að minnka kjarnorkuvopnabúrin um helming á næstu fimm árum og að samþykkja stórkostlegan samdrátt í þeim síðar meir. Hann sagði nei“. Síðan er í leiðara New York Times bent á fárán- leika þess, að láta Stjörnustríðsáformin verða til þess að ekki náðist saman. Stjörnustríðsáætlunin sé ekkert annað en „draumsýn, sem ekki er fram- kvæmanleg án þess að til komi hvert tækniundrið af öðru“. -ÖS Nóbelsverðlaun til Afríku ( kjölfar leiðtogafundarins í Reykjavík um síð- ustu helgi hefur mikil gagnrýni komið fram á Reag- an Bandaríkjaforseta, ekki síst í hans eigin heima- landi. En það var sem kunnugt er fastheldni Regans á hin fráleitu Stjörnustríðsáform, sem sleit í raun því samkomulagi sem þeir Gorbatsjof höfðu nánast náð í Reykjavík. Hið sögulega samkomulag, sem var í nánd, hefði leitt til þess að meðaldrægum eldflaugum á vegum stórveldanna í Evrópu hefði verið útrýmt að fullu. Einungis hundrað hefðu áfram verið í vörslu Sovétmanna í Asíu og hundrað í umsjá Bandaríkjamanna í Ameríku. Langdrægum eld- flaugum hefði verið útrýmt að hálfu á þessu ári, og að fullu fyrir aldamót. Tilraunabann með kjarnork- uvopn hefði einnig verið staðfest. Þessum sögulega samningi hafnaði hins vegar Reagan forseti við slæmar undirtektir heimsbyggðarinnar. Þetta hefur auðvitað valdið vonbrigðum, ekki síst hér á íslandi þar sem menn þóttust eiga vissa hlutdeild að þeirri sögulegu niðurstöðu sem í aug- sýn var. Samt sem áður er leyfilegt að vona, að Reykja- víkurfundurinn hafi, þrátt fyrir allt, ekki orðið til einskis. Þar komust stórveldin að minnsta kosti að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er hægt áð semja um, og hvað ekki. Og þar kom einnig í Ijós, að í rauninni er grundvöllur fyrir mjög mikilvægum afvopnunarsamningum á milli stórveldanna. Það var gott val og skynsamlegt að Sænska akademían veitir Wole skáldi Soyinka frá Nígeríu bókmenntaverðlaun Nóbels 1986. Enginn efar að Soyinka hefur alla þá kosti til að bera sem eitt Nóbelsskáld má prýða. En val aka- demíunnar er ánægjulegt ekki aðeins vegna bók- menntalegra verðleika höfundarins. Það hlýtur að vera túlkað - eins og Wole Soyinka gerir sjálfur - sem löngu tímabær viðurkenning Evrópumanna á hinni safaríku og fjölþættu menningu Afríku, þar sem saman hafa komið ólíkustu straumar, einatt við harmsögulegar aðstæður. Úr þeirri reynslu hafa menn eins og Wole Soy- inka unnið með glæsilegum hætti. Og Wole Soy- inka hefur ekki aðeins lýst bölvuðum arfi nýlendu- valdsins, hann hefur heldur ekki brugðist þeirri kvöð að andmæla ranglæti sinna eigin valdhafa í samtímanum, þótt kostað hafi fangelsisvist, bann á bókum hans og útlegð. Wole Soyinka er sá, sem hefur sagt þessi eftirminnilegu og nauðsynlegu orð hér: Manneskjan deyr ef hún þegir andspænis harðstjórum. -áb Mynd Einar Ól. LJOSOPIÐ DJOflVILJINN Málgagn sósíalisrtja, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins- son. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamonn: Garðar Guðjonsson, Ingólfur Hjöriaifsson. Kristín Ólafs* dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gislason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglý8lnga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbicrnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guóbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bfl8tjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðsiustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Biaðaprent hf. Verö í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.