Þjóðviljinn - 18.10.1986, Page 5

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Page 5
Ætla kratar að mæta vorinu með endurgerða viðreisnarstjórn á bakinu? Hækjan - eða pólitísk þáttaskil? Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur geta með samstarfi náð meirihluta í kosningum, myndað stjórn og markað þáttaskil í íslenskum stjórnmálum, - ef menn vilja og þora Þessar vikurnar er verið að stilla upp mönnum á skákborði stjórnmálanna. Þegar er búið að koma saman einum framboðs- lista í halarófu aftanvið Halldór Ásgrímsson á Austurlandi, og í kvöld verða kunngerð úrslit úr leðjuslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Og það má búast við að allar fylkingar verði fullbúnar til kosningaorrustu í síðasta lagi ,um miðjan janúar, hvort sem kosið verður í mars eða júní. Meðan þessu fer fram er hafið þing, og því er af flestum athug- endum ekki spáð sögulegum frama þarsem stjórnmálamönn- um sé á kosningavetri annara um að sýna frammá sérstöðu sína og samtaka sinna en að stunda list hins mögulega með samningum og málamiðlunum. Og er þá hætt við að ekki takist eingöngu á þeir sem mest ber í milli um málefni heldur telji menn sig knúna til að reisa þeim mun voldugri víggirðingar sem hin pólitíska fjarlægð eru inni. Frændur eru frændum verstir. Eðlilegt verkefni stjórnarand- stöðuflokka í kosningum er að hnekkja stjórnarflokkunum, og þegar setið hefur ein af verstu hægristjórnum sögunnar eiga vinstriflokkar að vígbúast mjög rækilega. Alþýðuflokkurinn fal- aðist á dögunum eftir Ásmundi Stefánssyni ASÍ-forseta til að tala hjá sér á flokksþingi, - og þóttust um leið vera búnir að leggja hald á forsetann. Ásmundur sagði við krata að nú riði á að ná vinstri samstöðu. Hann minnti á að í kosningunum 1978 fengu A- flokkarnir 28 þingmenn af 60, - dæmi um þann árangur sem Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur geta náð ef þeir snúa bökum sam- an. „Með samræmdri vinnu, skipulegum málatilbúnaði og öfl- ugu upplýsingastarfi geta þessir tveir flokkar stóraukið fylgi sitt“ sagði ASÍ-forsetinn: „Ef vel er á haldið jafnvel gert betur en vorið 1978 og náð hreinum meirihluta. Sá árangur á að vera markmiðið í komandi kosningum. Jafnvel þótt eitthvað vantaði á hreinan meirihluta væru flokkamir saman í aðstöðu til þess að mynda stjórn undir eígn forræði, velja sér samstarfs- aðila og tryggja árangur stjórnar- starfsins. Þannig mætti ná öflugri atvinnuuppbyggingu, bættum kjörum launafólks og auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Með nánu samstarfi geta þessir tveir flokkar ráðið því, hvað gerist og komist þannig hjá því hækjuhlutverki, sém þeim gæti verið búið hvorum fýrir sig í samstarfi við aðra.“ Hækjustefnan Þetta er ekki nýr sannleikur, en orð í tíma töluð, og það er leiðinlegt að fyrstu viðbrögð for- manns Alþýðuflokksins við hvatningu forseta Alþýðusamb- andsins skyldu hafa verið þau að draga sem mest hann mátti úr samstarfsmöguleikum A-flokk- anna til að hlaða enn frekar undir hugmyndir sínar um nýja „við- reisnarstjórn“ - þarsem Alþýð- uflokkurinn tæki að sér það hækj- uhlutverk sem Ásmundur lýsti. Enda sagði Svavar Gestsson í Þjóðviljaviðtali eftir krataþingið nokkurnveginn það að helsti þrándur í samstarfsgötu A- flokkanna væri einmitt formaður Alþýðuflokksins og hinir fornu draumar hjáleigukratans um upphefð á höfuðbóli íhaldsins. Hitt sýnir svo reynslan að hækjur nota menn ekki lengur en þeir þurfa á að halda, - þá er þeim kastað. Það er athyglisvert að við- reisnarhugmyndirnar, sem í for- ystuliði Alþýðuflokksins njóta slíkra vinsælda, eru ekki nema í slöku meðallagsáliti hjá kjósend- um. í nýlegri skoðanakönnun í Helgarpósti vilja rúm 20 prósent slíka stjórn. Rúm 30 prósent vilja að Framsókn og íhald haldi áfram, og tæp 30 prósent vilja samstjórn A-flokkanna ásamt Framsókn og/eða Kvennó. Það er líka merkilegt við þessa könn- un að afskaplega fáir eru hlynntir samstarfi A-flokkanna utaní íhaldinu. Aðeins 3,4% telja ný- sköpunarmunstrið æskilegt. Enginn í þessari skoðanakönn- un nefnir samstjórn A-flokkanna einna, enda langt í slíka stjórn miðað við núverandi þingstyrk. Einsog Ásmundur bendir á er slíkur meirihluti þó vel hugsan- legur. Fylgi Alþýðubandalagsins í skoðanakönnunum nú bendir til að flokkurinn fengi yfir tuttugu prósent í kosningum á morgun, og svipaða sögu er að segja um Alþýðuflokkinn, þótt könnunar- tölur hans séu mun sveiflóttari. Þá vantar, góðir hálsar, ekki nema um tíu prósent uppá hreinan A-meirihluta, og þann stuðning gætu flokkarnir fengið ef þeir koma fram fyrir kjósendur með skýran samstarfsvilja og bjóðast þarmeð til að sprengja upp þann vítahring sem óhjá- kvæmileg stjórnaraðild Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks hefur keyrt íslensk stjórnmál inní eins langt aftur og elstu menn muna. Þetta tækifæri var fyrir hendi að loknum kosningasigri A- flokkanna 1978. Uppi var sú staða að Framsókn hefði veitt minnihlutastjórn A-flokka hlut- leysi - og um leið og Framsókn hefði beitt sér gegn slíkri stjórn má telja líklegt að þjóðin hefði snúist stjórninni til varnar. Á- hrifamenn úr báðum herbúðum hafa harmað að þetta tækifæri skyldi ekki gripið. Samstarf af þessu tæi hefði eftilvill ekki enst lengi miðað við ástandið í Alþýð- uflokknum 1978, en slík stjórn hefði að öllum líkindum skapað glæný viðhorf í íslenskum stjórnmálum, og íslenskir vinstri- menn væru öðruvísi og betur staddir það herrans ár 1986 með slíka reynslu að baki. Hér og nú Það eru verkefnin hér og nú sem skipta máli, segir formaður Alþýðubandalagsins um hugsan- legt samstarf við krata, og gagnrýnir þá sögulegu þráhyggju kollega síns í Alþýðuflokicnum sem fram kemur í viðamiklum skrautsýningum og löngum ein- ræðum um horfna foringja en veldur mestum skaða sem bilun í gangvirki pólitískrar hugsunar hjá forystu Alþýðuflokksins. Kratar og kommar eiga sér á íslandi langa samskiptasögu og flókna, og hafa yfirleitt ást við með tveimur hrútshornum. Það er langt frá því að þessar deilur hafi verið hjóm eitt. En aðstæður breytast, og í pólitík eiga menn að láta söguna styrkja sig, ekki fjötra. Þeim kynslóðum sem nú eru að vaxa til forystu í samfé- laginu eru þessar fornu deilur framandi. Þeim er satt að segja skítsama um rauð verkalýðsfélög og gul fyrir stríð, um Sovétvin- skap Einars og Brynjólfs eða undirlægjuhátt Emils og Guð- mundar í. gagnvart Pentagon- valdinu. Þær spyrja um verkefnin hér og nú. Formenn A-flokkanna hafa báðir lýst ágreiningi milii flokk- anna í nýlegum Þjóðviljavið- tölum. Svavar talar til dæmis um kauplækkunarstefnu krata, landsbyggðarfjandskap þeirra og hægri stefnu í utanríkismálum. Jón Baldvin nefnir líka utanríkis- mál, og tínir auk þess til skatta- mál, landbúnaðarmál, fiskverð, lífeyrismál, og jafnvel húsnæðis- mál, - undir merkjum þeirra fána að við Alþýðuflokkinn sé ekkert samstarf hugsanlegt nema í þeim stfl Guðmundar Einarssonar og Stefáns Benediktssonar að leggja niður skottið. Það sýnist manni hinsvegar engan veginn standa til í Allaballa, og það veit Jón Bald- vin ágætlega; hér er einsog fyrr segir verið að gera sem mest úr ágreiningnum til að vinna fylgi annarri samstarfshugmynd. Fyrir utan ýmsa skrítna hægri- áráttu toppkrata í efna- hagsmálum virðist helst deilt um utanríkismál, það er að segja um afstöðuna til hersins og Nató. Það er ljóst að Alþýðubandalags- menn munu ekki sætta sig við stjórnarþátttöku flokks síns án þess að umtalsverðir áfangar ná- ist á stefnuleið flokksins í þessum málum, sérstaklega eftir hernað- aruppbyggingu hérlendis í tíð hægristjórnarinnar. Það er líka ljóst að öfgastaða Jóns Baldvins í þessum efnum er mjög umdeild innan Alþýðuflokksins þarsem menn horfa eðlilega til annarra áherslna hjá jafnaðarmönnum í Evrópu um frið, her og afvopn- un. Bilið milli flokkanna er vissu- lega breitt, en það á að vera hægt að brúa. Og það sama má segja um önnur smærri ágreiningsefni, - ef menn vilja og ef menn þora. Valið er krata „Verkalýðsflokkarnir eiga að sameinast um efnahagsstefnu sem miðar við hagsmuni alþýðu- heimilanna" segir í ályktun frá landsþingi Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins um daginn. „Á hinum pólitíska vettvangi hvetur ÆFAB til þess að Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkur vinni saman á þingi nú í vetur með það fyrir augum að fara sam- an í ríkisstjórn eftir næstu kosn- ingar.“ Þetta er ekki hægt að orða öllu skýrar. Pólitískar aðstæður í landinu valda því að A-flokkunum býðst nú í vetur og vor sögulegt tæki- færi. Aðstæður fólksins í landinu gera það beinlfnis að sögulegri skyldu að flokkarnir nýti sér það tækifæri. Og valið er fyrst og fremst Alþýðuflokksins. Honum hefur verið boðið í íhaldssæng, - þaðan má skipa í embætti og hygla gæðingum, en þaðan verð- ur landinu ekki stjórnað í sam- ræmi við hugsjónir jafnaðar- manna, og blessuð sagan ætti að hafa kennt krötum þá lexíu að bólfarir með íhaldi auka hvorki mátt flokksins né megin. Alþýðu- flokksmenn eiga líka þess kost að taka höndum saman við Alþýðu- bandalagsmenn um pólitíska til- raun sem gæti komið hinum mörgu sameiginlegu baráttumál- um í höfn, eflt alþýðuvöld í landinu og markað þáttaskil í ís- lenskum stjórnmálum. Mörður Árnason Laugardagur 18. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.