Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Saga vísindanna Heims- mynd á hverf- anda hveli Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur segir frá nýrri bók sinni um sögu vísindalegrar heimsmyndar Á næstunni kemur út hjá Máli og menningu fyrra bindi bók- arinnar Heimsmynd á hverf- anda hveli, eftir Þorstein Vil- hjálmsson eðlisfræðing. í verki þessu fjallar Þorsteinn um heimsmynd vísindanna allt f rá forsögulegum tíma til daga Newtons. Þess er að vænta að bók þessi bæti úr brýnni þörf og veki forvitni margra, því fátt hefur verið rit- að um sögu vísindanna á ís- lensku fram að þessu. Við heimsóttum Þorstein áskrif- stofu hans í Raunvísinda- stofnun háskólans og spurð- um hann hvað hefði vakað fyrir honum með því að skrifa þessa bók. Ætli það hafi ekki verið að efla áhuga á vísindum og hugmynda- sögu á íslandi og þá jafnframt að kynna ný viðhorf í vísindasögu og vísindaheimspeki, viðhorf sem ég tel að eigi erindi til okkar en hafi hins vegar ekki verið nægilega kynnt. Jafnframt er bókin að ein- hverju leyti hugsuð sem kennslu- bók í hugmyndasögu. Þá hefur það einnig verið markmið mitt að reyna á það hvernig hægt er að skrifa um þessi fræði á íslensku. Það hefur semsagt lítið veríð fjallað um þessi frœði á íslensku? Já, það eru þá einna helst nokkrar tímaritsgreinar, einkum í Tímariti Máls og menningar. Bækur um þessi fræði hafa ekki komið út á íslensku síðan Efnis- heimurinn eftir Björn Franzson og Saga mannsandans eftir Ágúst H. Bjarnason komu út fyrir 30-50 árum síðan, þótt auðvitað sé öðruvísi á málunum tekið þar. Komu þessi rit þér að gagni við að fjalla um vísindasögu á ís- lensku? Nei, varla. Það eru frekar nýrri skrif og reynsla mín við orðasmíð hjá Orðanefnd Eðlisfræðifélags íslands. Hver er helsti vandinn við að fjalla um vísindasögu á íslensku? Það er ekki nóg að koma sér upp íslenskum orðum, vandinn er miklu frekar fólginn í þvf að losna alveg undan útlenskunni, og sá vandi reynist mörgum erfið- ur. Þetta er efni sem menn hér lesa og ræða meira og minna á erlendu máli og því þarf að að- laga það íslenskri málhefð, einnig í orðaröð og framsetningu. Verður bókin aðgengileg fyrir almenning? Já, ég vona að svo sé. í megin- texta er ekki farið út í tæknileg atriði. Þau eru sett í viðauka og eru ekki nauðsynleg til skilnings á bókinni. Auk þess eru töflur, kort, orðskýringar og skýringar- myndir sem eiga að auðvelda skilning bókarinnar. Þá hef ég reynt að gefa lesandanum ráðrúm til þess að átta sig og fylgjast með. Það er bjargföst trú mín að verðmæt þekking þurfi hvorki að vera leiðinleg né óað- gengileg. Hvaða tímabil fjallar þú um í sögunni? I þessu bindi sem nú er væntan- legt fjalla ég um sögu heims- myndar frá forsögulegum tíma til daga Kópernikusar á 16. öld. í seinna bindinu, sem kemur vænt- anlega út á næsta ári, er fjallað um sögu vísindanna fram yfir daga Newtons á 18. öld.' Lykil- hugtakið í öllu verkinu er þó „bylting Kópernikusar", þar sem heimsmynd Aristótelesar, fom- aldar og miðalda var velt, en upp tekin ný viðhorf sem kennd eru við Kóperníkus og Newton. Þessi bylting tók um 200 ár og af því má ráða að byltingar þurfa líka sinn tíma. Nú er vísindasagan á mörkum þríggja greina, sögu, heimspeki og raunvísinda. Hvernig tengjast þessar greinar og hver eru viðhorf þeirra hverrar til annarrar? Þessar þrjár greinar fræðanna fléttast órjúfanlega saman. í allri söguritun birtast ákveðin heimspekileg viðhorf söguritar- ans, hvort sem hann vill kannast við það eða ekki. En skilningur sagnfræðinga á þessu hefur farið vaxandi að undanförnu. Þeim hefur fjölgað sem vilja skoða vís- indin í tengslum við umhverfið og þróun samfélagsins, þó að sú að- ferð sé enn umdeild. Sumir heimsspekingar hafa viljað setja fram reglur um það hvað væri vís- indi og nota þær síðan til þess að segja vísindamönnum fyrir verk- um. Það má segja að vísinda- sagan sé mjög frjór akur til athug- unar á hugmyndum sem þessum. Hefur þú beitt ákveðnum regl- um eða aðferðum við meðferð heimilda í þessu verki? Það má segja að ég hafi gert mér far um að nota orðréttar til- vitnanir í verk þeirra manna sem um er fjallað í stað þess að endur- segja orð þeirra. Þannig tala þeir Aristóteles, Kóperníkus og Gal- ileo beint til lesandans af síðum bókarinnar. Hvaða þýðingu hefur vísinda- sagan fyrir nútímann? Hún gefur okkur aukinn skiln- ing á vísindum yfirleitt, hvað ein- kennir þau og hvernig þau tengj- ast umhverfi samfélagi og einnig á því hvernig framvindan gerist og ræðst. Hún getur líka sagt okkur ýmislegt um ýmsar þær vís- indagreinar sem eru að verða til á okkar tímum, t.d. ýmsar greinar félagsvísinda. Það getur verið fróðlegt að bera þær saman við greinar sem nú eru rótgrónar en áttu sér eitt sinn sitt fæðingar- skeið og fæðingarhríðir. Þá varpar vísindasagan ljósi á umræðuna um gervivísindi nú á dögum, en það hugtak er sérlega mikilvægt hér á landi, samanber áhuga íslendinga á spíritisma og stjörnuspeki, en bæði þessi fyrir- bæri eru rædd í bókinni. En meg- intilgangur vísindasögunnar er að vekja til umhugsunar um vísind- in, bæði í nútíð og framtíð. Er að einhverju leytifjallað um heimsmynd íslendinga á land- náms- eða söguöld í þessu verki? Nei, það má segja að ég hafi lítið sinnt þeirri hlið málsins, en ég hef reyndar hug á að gera það síðar. En heimsmynd íslendinga á þeim tíma var auðvitað í meg- indráttum sambærileg við heims- mynd annarra Evrópuþjóða. Var heimsmynd miðaldanna ekki frekar byggð á trúarlegum en vísindalegum forsendum? Nei, ekki að öllu leyti. Heims- mynd miðaldanna var kennd við Aristóteles, sem var grískur heiðingi sem lifði um 300 ár fyrir Krist. Kirkjan aðlagaði heims- mynd hans kristnum kenningum, og þegar kemur fram á síðmið- aldir má segja að heimsmyndin sé undir miklum áhrifum frá kirkj- unni. Flestir vita hvernig fór fyrir Galileo Galilei og baráttu hans við kirkjuna, en um það er fjallað í síðara bindi þessa verks. Annars er í bókinni talsvert fjallað um vísindi og kristni og ágreining þeirra gegnum tíðina. Þannig er í fyrra bindinu sérstakur kafli um kirkjufeðurna og heimsmynd vís- indanna. Lítur vísindasagan ekki á guð- frœðina sem vísindi? Ja, viðfangsefni hennar eru að minnsta kosti talsvert ólík við- fangsefnum annarra vísinda. Var það ekki meginverkefni ný- platónista á 15. og 16. öld að að- laga heiðna heimsmynd hinnar klassísku menningar kristnum hugmyndaheimi? Jú, og sumir telja að Kóperník- ur hafi verið undir áhrifum ný- platónistanna. Menn segja að honum hafi þótt heimsmynd Ar- istótelesar ófullnægjandi af fag- urfræðilegum ástæðum og að hann hafi leitað nýrrar heims- myndar út frá hugmyndum ný- platónista um einfaldleik og feg- urð. Margir sagnfrœðingar og hag- frceðingar líta svo á að það séu efnahagslegar forsendur sem ráði framvindu sögunnar en ekki hug- myndafræðilegar. Lítur vísinda- sagan kannski öðruvísi á þessi mál eða gerir hlutverki hugmynd- anna hœrra undir höfði? Ég tel mig fara bil beggja í þess- ari bók. Það er að segja að vísind- in séu undir áhrifum umhverfis- ins en framvinda hugmyndanna lúti einnig eigin lögmálum. Það er ekki nóg að hugmyndir verði til, þær þurfa einnig að fá hljóm- grunn. Það eru mörg dæmi þess í vísindasögunni að hugmyndir hafi komið fram á „skökkum“ tíma, fæðst fyrir tímann og ekki fengið hljómgrunn fyrr en löngu síðar. Er hœgt að tala um það að vís- indaleg þekkingarleit nútímans stefni í ákveðna átt eða að ákveðnu markmiði? Ég vona að vistkreppan og kjarnorkuvopnin hafi beint at- hygli vísindamanna í vaxandi mæli að því sem á að vera mark- mið allra vísinda: að bæta lífskjör og umhverfi mannsins, en ekki hið gagnstæða. Þú telur þá að vísindin hafi sið- ferðilegan tilgang og markmið? Já, en engu að síður þróast vís- indin sumpart eins og tegundirn- ar samkvæmt þróunarkenningum Darwins, það er að segja án þess að markmiðið verði fyrirfram séð. -ólg. Dæmigerð heimsmynd sídmi&alda. Þessi mynd sem birtist upphaflega í bók eftir Peter Apian er kom út í Antwerpen árið 1539, er oft sögð lýsa heimsmynd Aristótelesar, en kirkjan átti ekki síður hlut í henni en forngriskir spekingar. Innst sjáum við jarðríki með frumefnunum fjórum, jörð, vatni, lofti og eldi. Síðan taka við kristalshvel föruhnattanna sjö: tungls, Merkúríusar, Venus- ar, sólar, Mars, Júpíters og Satúrnusar, sem er í „sjöunda himni". Utan hans er festingin og síðan sérstakt hvel til að sjá um framsókn vorpunktsins, en yst er síðan frumhreyfihvelið „Primum Mobile", sem sækir hreyfingu sína til guðlegra afla og miðlar til innri hvela. Utan þessa hvels er „Himnaríki, bústaður Guðs og allra útvalinna" eins og segir í latneska textanum á myndinni. Laugardagur 18. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.