Þjóðviljinn - 18.10.1986, Side 12

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Side 12
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður haldinn í Þinghól mánu- daginn 20. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Veniuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á aðalfund kjör- dæmisráðs. 3) Onnur mál. Ath. Tekið á móti ógreiddum félagsgjöldum á fundinum. Nýir félagar boðnir velkomnir. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Fundur í baknefnd skipulagsmála þriðjudaginn 21. október klukkan 20.00. Rætt verður um aðalskipulag Reykjavíkur og fleira. Allir velkomnir á Hverf- isgötu 105. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Kjördæmisþing Ab á Norðurlandi eystra verður haldið laugardaginn 18. október í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Þingið hefst kl. 10 árdegis. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, forv- alsreglur, framboðsmál, útgáfumál, kosningaundirbúningur og fleira. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur bæjarmálaráðs Áður boðaður aðalfundur bæjarmálaráðs hefur verið fluttur fram til laugar- dagsins 18. október n.k. Fundurinn verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, og hefst stundvíslega kl. 10.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kjör fulltrúa í meirihlutaráð og framkvæmdaráð. 3) Rætt um starfsskipulag í vetur. 4) Útgáfumál 5) Nefndarmenn skýra frá helstu málum 6) Önnur mál Alit nefndarfólk er hvatt til að mæta á fundinn. Stjórn bæjarmálaráðs AB Reykjavík Haustfundur borgarmálaráðs Haustfundur borgarmálaráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður hald- inn laugardaginn 18. október að Hverfisgötu 105. Fundurinn hefst kl. 9.30 og lýkur um kl. 17.30. Rætt verður um starf og stefnu Alþýðubandalagsins á vettvangi borgar- stjórnar Reykjavíkur. Á haustfundi borgarmálaráðs gefst gott tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt í starfi Alþýðubandalagsins að borgarmálum. Láttu vita um þátttöku fyrir 17. október í skrifstofunni, sími 17500. Borgarmálaráð Alþýðubandalagið Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður haldinn í Mið- garði, Hverfisgötu 105, Reykjavík. 24. og 25. október nk. Fundurinn hefst kl. 20.00 föstudaginn 24. og stendur allan laugardaginn. Nánari dagskrá auglýst síðar. - Framkvæmdastjórn AB. Hús til niðurrifs Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í hús til niðurrifs og brottflutnings: 1. Þurrkhús BÚH við Suðurvang. 700 m2 steinhús með timburþaki. 2. 3 bogaskemmur á sama stað um 300 m3 hver. 3. Garðavegur 15 b. 35 m2 íbúðarhús. 4. Einiberg 13, 1150 m2 verkstæðishús. Nánari upplýsingar verða gefnar í Áhaldahúsi bæjarins við Flatahraun. Húsin verða sýnd þriðjudaginn 21. október. Tilboðum skal skila þangað eigi síðar en fimmtudag 23. október kl. 10 á eyðublöðum sem þar fást. Bæjarverkfræðingur VEGAGERÐIN Útboð - snjómokstur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjó- mokstur á nokkrum vegum í Mýrasýslu, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og Dalasýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi, Ólafsvík og Búðardal frá og með 21. þ.m.. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 3. nóvember 1986 Vegamálastjóri Björk dúettar með Sigtryggi á sunnu-1 Nick Cave, andfætlingur vor og Presley-aðdáandi. dagskvöld. Nick Cave veit hvað hann syngur Peir sem sáu Ástralann Nick Cave í Smellum í sjónvarpinu í vikunni hljóta að hyggja gott til glóðarinnar að komast á hljóm- leika með honum og hljóm- sveitinni Bad Seeds, en þeir verða annað kvöld (sunnudaginn 19. okt) í Roxzý og hefjast klukk- an 22. Óhætt er að mæla með þeim kauðum við þá sem hvorki hafa heyrt þá né séð - frumlegir náungar, nokkuð óheflaðir, en samt eitthvað ljúflegt við þá. Auk Nicks og vondu sáðkorn- anna, eða rotnu kjarnanna, treður upp dúettinn ÁST RÍÐAN. Hér eru á ferð þau Björk og Sigtryggur Kuklarar. Aðgangseyrir er 600 krönur á kj... A Halriks og Gullý Hanna úr ríki Dana. Djasskarlarnir Ricardos gráir fyrir járnum. Hollý Borgin og Breið- vangurinn Eins og allir vita eru þessi skemmtifyrirtæki nú undir sama hattinum og eiga þar af leiðandi til að skiptast á skemmtikröftum. Nú á danskurinn upp á pallborðið hjá þeim: Hljómsveitinn Halricks og Gullý Hanna flytja eigin lög og annarra, t.d. Beatles, Simon og Garfunkel; og Carpenters (bless- uð sé þeirra minning), í Hollý í kvöld og annað kvöld, sömuleiðis á Borginni og auk þess þar fram til 28. október. Ricardo’s Jazzmen er ein elsta djasshljómsveit Dana, byrjaði að spila árið 1955 í Nýhöfninni. Þeir skemmta á Borginni þrjú kvöld í röð, 21., 22. og 23. október...Ja. tak skal du ha! A 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laus staða Staða starfsmanns rannsóknarnefndar sjóslysa, sem skipuð var samkvæmt lögum nr. 21/1986 um breytingu á Siglingalögum nr. 34/1985, er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa sérþekkingu á þeim málum sem nefndin fjallar um. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðu- neytinu fyrir 31. október 1986. Reykjavík, 10. október 1986 Samgönguráðuneytið. A Fóstrur - aðstoðarfólk Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða fóstru að dagvistunarheimilinu Kópa- seli. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 46251 og 84285. 2. Staða fóstru að Leikskólanum Fögrubrekku. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 42560. 3. Staða fóstru og aðstoðarmanns v/uppeldis- störf að Dagvistunarheimilinu Efstahjalla. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 46150. 4. Staða fóstru við skóladagheimilið Ástún. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641566. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, og veitir dagvistun- arfulltrúi nánari upplýsingar um störfin í síma 41570. Félagsmálastjóri Laugardagur 18. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.