Þjóðviljinn - 18.10.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Blaðsíða 15
AFIVLÆU Frímann Sigurðsson Sú kynslóö er leit fyrst dagsins ljós á öðrum tug þessarar aldar og lifir enn, hefur sennilega upplifað mestu breytingatíma, sem yfir ís- lenskt þjóðfélag hefur nokkurn- tíma gengið. Þjóðin var vægast sagt í sárum eftir ýmisskonar harðæri svo sem eldgos, frosthörkur, sjúkdóma og aðra óáran sem yfir land og þjóð gekk. Af þeim sökum var afkoma fólks og geta til lífsbjarg- ar í öldudal, enda möguleikarnir ekki miklir til að seðja marga munna. Fátæktin reið húsum og sjúk- dómar hjuggu skörð í bú og bú- smala. Þó mun á Stokkseyri ekki hafa verið verst að komast af á þessum tímum, þar sem sjór og land voru gjöful, enda segir sa'gan „að þar hafi fólk aldrei farist úr hungri“. En hví er forspjall af- mæliskveðju í þessum dúr? Jú - til að gefa, af veikum mætti, þó ekki væri nema örlitla innsýn í þann bakgrunn þess tíma, sem þetta fólk fæddist á. Og einn af þeim einstaklingum er einmitt vinur minn og samstarfs- maður í hartnær tvo áratugi, Frí- mann Sigurðsson yfirfangavörð- ur. Hann fæddist á Stokkseyri 20. dag októbermánaðar árið 1916 og er því sjötugur þann dag. Foreldrar hans voru þau Sig- urður Gíslason sjómaður um mörg ár og verkamaður og Hólm- fríður Björnsdóttir. Starfsferill Frímanns hófst, eins og flestra ungra manna þar um slóðir á sjónum og einnig við alls konar verkamannavinnu. Hann stundaði sjóinn fyrst frá yfirfangavörður sjötugur Stokkseyri en síðar um árabil frá Vestmannaeyjum. Árið 1956 gerðist hann fanga- vörður á Litla-Hrauni og hefur stundað það starf æ síðan, fyrst sem fangavörður, eins og fyrr greinir og síðan sem yfirfanga- vörður. Óhætt er að fullyrða að Frí- rnann hefur verið með afbrigðum trúr í stafi. Kæmi mér ekki á óvart þótt hægt væri að telja á fingrum annarrar handar þá daga, sem hann hefur verið frá störfum vegna veikinda eða annarra á- stæðna allan þann tíma, sem hann hefur unnið hjá þeirri stofn- un. Honum hefur verið trúað fyrir ýmsum trúnaðarstörfum innan stofnunarinnar t.d. hefur hann verið forstjóri Litla-Hrauns í for- föllum. Þá gegndi hann trúnaðar- störfum fyrir fangavarðastéttina. Stofnandi fangavarðafélagsins og formaður þess fyrstu árin. Frímann hefur verið mikill og einlægur félagsmálamaður. 4 Unglingafulltrúi Laus er til umsóknar staða unglingafulltrúa við félagsmálastofnun Kópavogs. Um er að ræða nýjastöðu. Unglingafulltrúaer meðal annars ætl- að að hafa faglega umsjón með starfi útideildar og félagsmiðstöðvum unglinga jafnframt því að annast ráðgjöf til unglinga og fjölskyldna þeirra. Háskólamenntun á félags/uppeldissviði er áskil- in. Umsóknarfrestur er til 1. nóv. n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Fé- lagsmálastofnun Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 41570. Félagsmálastjóri Útboð - vegagerðin snjómokstur Vegagerð ríkisins og Flugmálastjórn óska eftir tilboðum í snjómokstur á vegum og flugvöll- um í Húnavatnssýslum og Skagafjarðarsýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga frá og með 20. þ.m.. Skila skal tilboðum til Vegagerðar ríkisins á Sauðárkróki fyrir kl. 14.00 þann 3. nóvember 1986. Vegamálstjóri Flugmálastjóri VEISLUR - SAMM/ÆMI Skútan h/f hefur nú opnað glæsilegan sal, kjörinn fyrir árshátíðar, veislur, fundi félagasamtakaog alls kyns samkvæmi. Leggjum áherslu á góðan matog þjónustu. SKÚTAN HF. Dalshrauni 15, Haf narfirði, sími 51810 og 651810. Hann sat í hreppsnefnd Stokks- eyrarhrepps í 16 ár samfellt, þar af í 8 ár sem oddviti hreppsnefnd- ar. í stjórn Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins Bjarma sat hann í tvo áratugi og þá lengst af sem gjaldkeri, nú er hann heiðursfé- lagi þess félags. Þá var hann formaður sókn- arnefndar Stokkseyrarkirkju í mörg ár. Á Stokkseyri hefur verið blóm- legt og kraftmikið tafl-líf um ára- tuga skeið og á Frímann ekki hvað minnstan þáttinn í að svo er. Hann gekkst fyrir stofnun Taflfélags Stokkseyrar árið 1938 og var formaður þess fyrstu árin. Hann er enn vel virkur félagi þar og með betri taflmönnum á Suðurlandi. Hann var stofnandi Skáksam- bands Suðurlands og formaður þess um árabil. Þá hefur hann látið landsmálin til sín taka. Verið í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Suðurlands- kjördæmi og verið trúr þeirri stefnu frá fyrstu tíð. Hann hefur verið stakur reglu- maður alla tíð - jafnt í starfi sem leik og áfengi eða tóbak hafa ekki verið freistingar fyrir hann. Frímann er kvæntur Önnu Pálmey Hjartardóttur, mann- kostakonu ættaðri úr Borgar- firði. Ber heimili þeirra þeim vitni um snyrtimennsku, bæði innan húss sem utan. Og í áranna rás hefur íslensk þjóð verið á siglingu uppúr öldu- dalnum, þótt oft hafi verið á brattan að sækja. Það er ekki síst slíkum mönnum sem Frímanni að þakka hvað áunnist hefur á þeirri siglingu. Megi sá hugsjónaeldur, sem knúið hefur árar á lífsbrautinni enn lifa og ylja um ókomin ár. Við vinnufélagarnir sendum þér bestu árnaðaróskir á sjötugs afmælinu, með þökk fyrir ágætt samstarf. Sigurður Ingúnundarson Utboð VEGAGERÐIN Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í Svínvetningabraut og Kjalveg 1986. Helstu magntölur: Lengd 14,6 km Fylling og buröarlag 170.000 m3 Verkinu skal lokiö 15. október 1987. Útboðsgögn veröa afhent hjá aöalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavík og Vegagerð ríkisins, Borgarsíöu 8, 550 Sauðár- króki frá og með mánudeginum 20. október 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 hinn 3. nóvember 1986. Vegamálastjóri Opið hús Háskóli íslands Munið opna húsið í Háskóla íslands á morgun, sunnudag, frá kl. 10-18. Alls verða 19 byggingar opnar ALLIR VELKOMNIR Háskóli íslands Basar og kaffisala Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins verður haldinn í Domus Medica sunnudaginn 19. okt. og opnar kl. 14. Tekið á móti kökum og basarmun- um kl. 10-12 á sunnudag í Domus Medica. Nán- ari upplýsingar gefa Inga í síma 36376 og Arndís í síma 53826. BLAÐIÐ OKKAR Þættir úr sögu Þjóðviljans BÓKSEM KEMUR ÚTíTILEFNI FIMMTUGSAFMÆLIS BLAÐSINS Á fimmtugsafmæli Þjóðviljans kemur út bók eftir Árna Bergmann ritstjóra sem nefnist „Blaðið okkar“. Þar er [ einkar líflegri og skemmtilegri frásögn þjappað saman mörgum fróðleik um atburði og menn sem mest hafa sett svip á blaðið og lýst er frammistöðu blaðsins á hinum ýmsu sviðum. I bókinni segir fyrst frá Þjóðvilja Skúla Thoroddsen, sem á aldarafmæli sama dag og „Blaðið okkar". Þá er sagt frá basli frumbýlisáranna, Þjóð- viljaritstjórum I fangelsi og brugðið upp svipmyndum úr lífi blaðsins og starfsmanna þess I gegnum tíðina. Þá taka við kaflar þar sem skoðað er hvernig Þjóðviljinn hefur staðið sig í verkalýðsbaráttu fyrr og síðar, í baráttu gegn ásælni stórvelda og fyrir efnahagslegu sjálfstæði, í menningarmálum og á fleiri sviðum. Hvað um mál kvenna eða unglinga, hvað um gamanmál, guð og íþróttir í „komma- sneplinum"? Einn þáttur fjallar um byltingarvonina og heimsmynd blaðs- ins. Lokakaflinn segir frá þeirri eilífu baráttu að gefa út róttækt blað, frá sambandi við flokk og hreyfingu, frá þeim kröfum sem lesendur vilja gera til síns blaðs. Bókin er um 120 síður í stóru broti og prýðir hana mikill fjöldi mynda. Æskulýðsfylkingin hefur tekið að sér að dreifa bókinni og í fyrsta áfanga mun leitað til þeirra sem taka vilja heiðursáskrift að bókinni - verða nöfn þeirra prentuð framan við meginmál hennar. Vinir og velunnarar Þjóðvilj- ans mega því búast við upphringingu næstu daga - og þeir sem taka vilja áskrift án þess að bfða eftir slíku ónæði eru beðnir að hringja í síma 681333. þJÓÐVILIINNlJr lliSOiri KllllllillOimil) SlrMumh.r.rf í iutlit liiillir IJHilljill linrjjuruwl j rjolilin ÚTGÁFUFÉLAG ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.