Þjóðviljinn - 21.10.1986, Qupperneq 4
Enska
knattspyrnan
Úrslit
1. deild:
Charlton-Leicester.............2-0
Chelsea-Manch.City.............2-1
Coventry-Wimbledon.............1-0
Liverpool-Oxford...............4-0
Manch.Utd-Luton................1-0
Newcastle-Arsenal..............1-2
Norwich-West Ham...............1-1
Nottm.Forest-Q.P.R.............1-0
Southampton-Everton............0-2
Tottenham-Sheff.Wed............1-1
Watford-AstonVilla.............4-2
2. deild:
Birmingham-Cr.Palace...........4-1
Bradford City-lpswich..........3-4
Brighton-Barnsley..............1-1
Hull City-Reading..............0-2
Leeds-Portsmouth...............3-1
Oldham-Millwall................2-1
Plymouth-Sunderland............2-4
Sheff.Utd-Huddersfield.........0-0
Shrewsbury-DerbyCounty.........0-1
Stoke City-Blackburn...........1-0
W.B.A.-GrimsbyTown.............1-1
3. delld:
Blackpool-Notts County.........3-1
Brentford-YorkCity.............3-1
BristolRovers-PortVale.........0-0
Bury-Bournemouth...............0-1
Chester-Mansfield..............1-1
Doncaster-Darlington...........0-0
Gillingham-Carlisle............1-0
Middlesborough-Walsall.........3-1
Newport-Bristol City.......frestaö
Rotherham-Bolton...............1-0
Swindon-Chesterfield...........2-1
Wigan-Fulham...................2-0
4. doild:
Burnley-Stockport..............2-0
Cambridge-Northampton..........2-3
Colchester-Cardiff.............3-1
Halifax-Tranmere...............0-0
Hartlepool-Peterborough........1-2
Hereford-Exeter................1-1
Lincoln-Rochdale...............1-1
Orient-Wrexham.................2-4
PrestonN.E.-Aldershot..........1-2
Scunthorpe-Torquay.............2-0
Southend-Crewe.................3-1
Swansea-Wolves.................1-0
Staóan
1. delld:
Nottm.For ...11 7 2 2 26-11 23
Norwich ...11 6 4 1 19-12 22
Liverpool ...11 6 2 3 23-12 20
Tottenham ... 11 5 4 2 12-8 19
WestHam ...11 5 4 2 22-19 19
Everton ... 11 5 3 3 17-12 18
Arsenal ...11 5 3 3 11-7 18
Coventry ...11 5 3 3 10-7 18
Shetf.Wed ...11 4 5 2 21-16 17
Leicester ...11 4 3 4 14-14 15
Watford ...11 4 2 5 17-15 14
Luton ... 11 3 5 3 8-8 14
Q.P.R ...11 4 2 5 11-14 14
Charlton ...11 4 2 5 12-16 14
South.ton ...11 4 1 6 22-24 13
Wimbledon.... ...11 4 1 6 12-16 13
Oxford ...11 3 4 4 10-20 13
Chelsea ...11 3 3 5 13-20 12
Manch.Utd.... ... 11 3 2 6 14-14 11
Aston Villa ...11 3 1 7 15-28 10
Newcastle ...11 2 2 7 9-20 8
Man.City ...11 1 4 6 8-13 7
2. deild
Oldham ...11 6 3 2 17-10 21
Leeds ...11 6 2 3 18-11 20
Portsmouth... ... 10 5 4 1 11-5 19
W.B.A ...11 5 3 3 13-11 18
Cr.Palace ...11 6 0 5 14-17 18
Plymouth ... 10 4 5 1 16-12 17
Ipswich ... 10 4 4 2 16-14 16
Sunderland... ...10 4 4 2 15-14 16
DerbyCo ... 10 4 3 3 9-10 15
Reading ... 10 4 2 4 20-14 14
Brighton ...11 3 5 3 10-8 14
Birmingham... ...11 3 5 3 16-15 14
Sheff.Utd ... 11 3 5 3 12-12 14
Hull ...11 4 2 5 9-15 14
Grimsby ... 10 3 4 3 10-12 13
BradfordC ...11 3 3 5 13-17 12
Millwall ...11 3 2 6 13-14 11
Stoke ...11 3 2 6 8-12 11
Blackburn ... 10 3 1 6 12-15 10
Shrewsbury... ... 10 3 1 6 8-13 10
Huddersfld.... ... 10 2 3 5 9-13 9
Barnsley ... 11 2 3 6 8-13 9
3. deild I:
Midd.boro ...11 7 3 1 22-11 24
Blackpool ...11 6 4 1 26-12 22
Bournemth... ... 10 6 3 1 15-7 21
Gillingham 9 6 2 1 11-4 20
4. delld I:
Northampton 10 8 1 1 25-14 25
Swansea ...11 6 2 3 18-11 20
Colchester... ...11 6 2 3 21-17 20
Wrexham ...10 5 3 2 19-11 18
Markahæstlr f 1. delld:
Clive Allen, T ottenham.........11
Colin Clarke, Southampton.......10
NeilWebb, Nottm.Forest..........10
Garry Birtles, Nott.Forest.......9
lan Rush, Liverpool..............9
ÍÞRÓTTIR
England
Clough eldri á föstudag
Clough yngri á laugardag!
Brian Clough kallaði lánsmanninn heimfrá Norwich og Forest tók við forystunni í
1. deild með markifrá Nigel Clough
Nottingham Forest er á nýjan
leik í efsta sæti 1. deildar ensku
knattspyrnunnar eftir að Norw-
ich hafði gert þar skamma við-
dvöl. Forest vann QPR á meðan
Norwich varð að sætta sig við
jafntefli gegn West Ham á heima-
velli. En margir segja þó að Brian
Clough framkvæmdastjóri Forest
hafi leikið sterkasta leikinn strax
á föstudag. Ian Butterworth,
varnarmaður frá Forest, hefur
verið í láni hjá Norwich og leikið
vel í vörninni þar í forföllum
Shauns Elliott. Clough neitaði á
föstudaginn að framlengja
lánssamninginn um annan mán-
uð og þetta þýddi að vörn Norw-
ich var ekki uppá sitt besta í
leiknum við West Ham - hvort
sem það hafði úrslitaáhrif eða
ekki!
En þaö leit út fyrir um tíma að
Norwich myndi halda efsta sæt-
inu - eftir að Kevin Drinkell
hafði skorað á 58. mínútu, 1-0.
West Ham náði að jafna korteri
fyrir leikslok - Paul Goddard var
þar að verki en hann lék þarna
sinn fyrsta leik með Lundúnalið-
inu frá því í maí.
Á City Ground í Nottingham
gerði Forest það sem til þurfti til
að komast á toppinn - vann QPR
1-0. Ekki lék liðið þó sérlega
sannfærandi knattspyrnu en það
var sonur framkvæmdastjórans,
Nigel Clough, sem skoraði eina
mark leiksins.
Á White Hart Lane í London
ríkti mikil spenna meðal stuðn-
ingsmanna Tottenham. Belgíska
stjarnan Nico Claesen lék þar
sinn fyrsta heimaleik með liðinu
eftir að hafa verið keyptur á 600
þúsund pund frá Standard Liege.
En hann náði sér aldrei á strik
gegn kraftmiklum varnar-
mönnum Sheff.Wed. og að
vanda var það Clive Allen sem
var í aðalhlutverki hjá Totten-
ham. Hann skoraði á lokasek-
úndum fyrri hálfleiks eftir send-
ingu frá frænda sínum, Paul All-
en. Ellefta mark Allens í 1. deild í
haust og hann hefur enn gert öll
mörk Tottenham nema eitt. En
það dugði ekki til sigurs, Gary
Megson náði að jafna fyrir Shef-
f.Wed. eftir 15 mínútur í síðari
hálfleik, 1-1.
Það var Mark Falco sem var
seldur frá Tottenham til að rýma
til fyrir Claesen. Falco minnti
heldur betur á tilveru sína í sínum
fyrsta heimaleik með Watford og
skoraði 3 mörk í 4-2 sigrinum á
Aston Villa. Kenny Jackett
skoraði fjórða mark Watford en
Mark Walters og Simon Stainrod
skoruðu fyrir Villa sem tapaði
þarna í fyrsta sinn síðan Billy
McNeill tók við liðinu.
Liverpool heldur sig í nám-
unda við efstu tvö liðin og ætlar
sér greinilega að berjast um titil-
inn að vanda. Oxford var lítil
fyrirstaða og Ian Rush skoraði
tvö mörk í 4-0 sigrinum. Inná
milli þeirra skoruðu stjórinn
Kenny Dalglish og Daninn Jan
Mölby (víti).
Gæfuhjólið virðist loksins
vera farið að snúast Manchester
United í hag. Lánið lék við liðið
þegar Brian Stein skaut framhjá
marki þess úr vítaspyrnu á 66.
mínútu í leik liðanna á Old Traff-
ord. Luton hefur ekki skorað
mark á þeim velli í 27 ár og tókst
ekki að breyta því. Man.Utd náði
því að sigra 1-0 því Frank Stap-
leton skoraöi mark strax á 8. mín-
útu leiksins.
Eftir þrjú töp í röð vann Evert-
on kærkominn sigur á The Dell í
Southampton, 0-2. Mörkin komu
þó ekki fyrr en á síðustu 12 mín-
útunum - Trevor Steven skoraði
úr vítaspyrnu og síðan tryggði
Paul Wilkinson sigurinn með
öðru marki.
Arsenal er að nálgast efstu lið-
in eftir dauft gengi til að byrja
með. Ian Stewart skoraði þó fyrst
fyrir Newcastle en Arsenal svar-
aði með mörkum frá Viv Ander-
son og Steve Williams, 1-2.
Chelsea vann sinn fyrsta sigur
á heimavelli þegar botnlið Manc-
hester City kom í heimsókn. Þó
skoraði Imre Varadi fyrir City
eftir aðeins 7 mínútur í sínum
fyrsta leik með liðinu en hann var
keyptur á fimmtudag frá WBA.
Micky Hazard og John Bumstead
náðu að tryggja Chelsea 2-1 sigur
með mörkum á síðustu 13 mínút-
unum.
Charlton virðist ætla að spjara
sig þrátt fyrir allar hrakspár og að
eiga engan heimavöll. Liðið
leikur heimaleikina á Selhurst
Park, velli Crystal Palace, og
vann þar Leicester 2-0 með
tveimur mörkum frá Mark Stu-
art.
Coventry vann Wimbledon 1-
0 á sunnudaginn og heldur sig í
efri kantinum. Wimbledon tap-
aði hinsvegar í fimmta skiptið í
síðustu sex leikjunum og fallbar-
átta blasir við litla liðinu frá tenn-
isúthverfinu í London.
Oldham tók forystuna í 2.
deild og Leeds lyfti sér í annað
sætið með góðum sigri á Ports-
mouth, sem tapaði þar með sín-
um fyrsta leik. Plymouth tapaði
líka í fyrsta skipti og Crystal Pal-
ace er að dragast afturúr eftir
góða byrjun. Gamalkunnug félög
á borð við WBA, Ipswich, Sund-
ereland og Derby þokast upp
töfluna og gætu öll blandað sér í
toppbaráttuna í deildinni innan
skamms.
-VS/Reuter
Nigel Clough, hlnn tvítugi sonur fram-
kvæmdastjóra Nottingham Forest, virð-
ist eiga bjarta framtíð fyrir sér. Hann
kom Forest á toppinn í 1. deild á laugar-
daginn með því að skora sigurmarkið
gegn QPR.
Ítalía
Fimm á útivelli!
Juventus íham. Mark Maradona dugði ekki Napoli tilsigurs
Ascoli-Juventus....................o-5
Brescia-Udinese....................1-0
Como-Fiorentina....................o-o
Empoli-AC Milano...................o-3
InterMilano-Sampdoria..............1-0
Napoli-Atalanta....................2-2
Torino-Roma........................o-2
Verona-Avellino....................2-2
Juventus.............6 4 2 0 12-1 10
Napoli...............6 3 3 0 9-5 9
Inter................6 3 2 1 9-2 8
Como.................6 2 4 0 4-2 8
Roma................6 3 2 1 6-5 8
Avellino............6 2 3 1 6-7 7
Þótt Juventus léki án margra
fastamanna, þar á meðal
Laudrups og Cabrinis, vann liðið
glæsilegan sigur á útivelli gegn
Liam Brady og félögum í Ascoli.
Briaschi skoraði 2 fyrstu mörkin,
16 ára nýliði, Renato Buso, sem
lék í stað Laudrups gerði það
þriðja og þeir Bonetti og Platini
skoruðu tvö í iokin.
Napoli tókst ekki að sigra Atal-
anta þrátt fyrir mark frá Diego
Maradona og er stigi á eftir Ju-
ventus. Daniel Passarella skoraði
sigurmark Inter gegn Sampdoria
úr vítaspyrnu og Daninn Klaus
Berggren skoraði sitt fyrsta mark
fyrir Roma í útisigrinum gegn
Torino. -VS/Reuter
Skotland
Celtic heklur
forystunni
Celtic-Motherwell..................3-1
Dundee Utd-Clydebank...............2-0
Falkirk-Rangers....................1-5
Hamilton-Hearts....................1-3
Hibernian-Aberdeen.................1-1
St.Mirren-Dundee...................4-1
Celtic..........13 10 2 1 29-7 22
DundeeUtd...... 13 9 3 1 27-9 21
Rangers......... 13 9 1 3 25-9 19
Hearts..........13 7 4 2 16-7 18
Aberdeen........13 5 5 3 22-14 15
Alan „Rambo“ Mclnally
skoraði 2 marka Celtic og Tony
Shepherd eitt og liðið heldur eins
stigs forystu. Rangers er mjög
sannfærandi þessa dagana og
burstaði Falkirk á útivelli. Ro-
bert Fleck skoraði 3 mörk, David
Cooper og Ally McCoist eitt hvor
en mark Falkirk var sjálfsmark
enska landsliðsmiðvarðarins
Terrys Butcher.
-VS/Reuter
Terry Butcher skoraði sjálfsmark
en það kom að lítilli sökfyrir Rangers.