Þjóðviljinn - 31.10.1986, Síða 3
—ÖRFRÉTTIR—
Uppreisnin
á Isafirði
eftir Ragnar Arnalds er nú komið
út á bók í leikuglu Máls og menn-
ingar. A'uk texta leikritsins er að
finna í bókinni viðauka með upp-
lýálngum um sögulegar persónur
og fjölmörg brot og kafla úr
bréfum, blaðagreinum, dóms-
skjölum og öðrum samtímaheim-
ildum er snerta Skúlamálið.
Bæjarráð
Ólafsvíkur
hefur einróma mótmælt því að
ómæld veiði á hörpudiski utan
kvóta fari fram á hefðbundnum
fiskimiðum, Ólafsvíkurbáta, á
sama tíma og Ólafsvfkingum er
ekki heimil vinnsla eða veiðar á
hörpudiski.
Margrét
Danadrottning
hefursæmt Guðrúnu J. Halldórs-
dóttur, skólastjóra Námsflokka
Reykjavíkur, riddarakrossi Dann-
ebrogsorðunnarfyrir mikil og góð
störf hennar f sambandi við
dönskukennslu í skólutn hér-
lendis.
Stuðningur við
kvennaathvarf
kom einnig fram á prestastefn-
unni þar sem starfsemi Samtaka
um kvénnaathvarf var fagnað og
hvatt til stuðnings við starf-
semina og aðgerðir til hjálpar í
þeirri mannlegu neyð sem
kvennaathvörfin hafa átt þátt í að
vekja athygli á.-
Vöruskipta-
jöfnuðurinn
f september var hagstæður um
39 miljónir króna. Flutt var inn
fyrir 3.839 miljónir en út fyrir
3.878 miljónir. Vöruskiptajöfnu-
ðurinn fyrstu 9 mánuði ársins var
hagstæður um 4.517 miljónir. en
verðmæti útflutnings hefur aukist
um I5% á föstu gengi miðað við
sama tíma í fyrra.
Ping
Iðnnemar
á Borginni
Um 100 iðnnemar munu sitja
44. þing Iðnnemasambandsins
sem hefst á Hótel Borg kl. 16 f
dag. Þingið mun standa alla helg-
ina en helstu umræðuefni á þing-
inu verða kjaramál, iðnfræðs-
lumál, þjóðmál og félagsmál iðn-
nemahreyfingarinnar.
Þingið verður sett með ávarpi
formanns sambandsins Lindu
Óskar Sigurðardóttur en meðal
gesta á þinginu er fulltrúi frá
norska iðnnemasambandinu.
Þingið er opið öllum iðnnemum
meðan húsrúm leyfír.
FRÉTTIR
Afmœli
Þjóðviljinn 50 ám ídag
Afmœliskaffi í Síðumúlanum. Afmœlisbókin, „Blaðið
okkar“ vœntanleg innan fárra daga
Idag eru fimmtíu ár liðin
frá því að Þjóðviljinn hóf
göngu sína. I því tilefni er
húsið að Síðumúla 6 opið
velunnurum blaðsins kl.
14-18 og eru þeir boðnir
velkomnir í afmællskaffl og
upp á spjalla við starfs-
menn um blaðsins og
landsins gagn og nauð-
synjar.
í dag eru og hundrað ár liðin
frá því að Skúli Thoroddsen hóf
að gefa út Þjóðvilja sinn á ísafirði
- en ekkja Skúla, Theódóra
Thoroddsen, gaf okkar blaði
nafn.
Þjóðviljinn var í fyrstu gefinn
út af Kommúnistaflokki íslands,
árið 1938 varð hann svo málgagn
hins nýstofnaða Sósíalistaflokks.
Eftir að Sósíalistaflokkurinn var
lagður niður 1968 hafa mál blaðs-
ins verið í höndum Útgáfufélags
Þjóðviljans.
Þjóðviljinn var fjórar síður
fyrstu árin, stækkaði í átta síður
árið 1943, í tólf síður árið 1953.
Árið 1962 stækkaði brot blaðsins
mikið, en þegar gekk til samstarfs
við þrjú dagblöð önnur 1972 í
Blaðaprenti stækkaði það í sex-
tán síður - hefur þó fjölgað mjög
þeim dögum síðari árin þegar
blaðið er 20 síður eða meira.
Blaðið flutti í eigið húsnæði og
stofnaði eigin prentsmiðju 1945-
46 en flutti í nýtt hús í Síðumúla 6
árið 1976.
Fyrsti ritstjóri blaðsins var Ein-
ar Ólgeirsson, en lengst allra rit-
stýrðu blaðinu þeir Sigurður
Guðmundsson (1943-1972) og
Magnús Kjartansson (1947-
1971).
Afmælis Þjóðviljans hefur ver-
ið minnst með ýmsum hætti á síð-
astliðnum mánuðum og vikum.
Efnt var til rokkhátíðar, barna-
hátíðar, bridgemóts, ljóða-
kvölds, dagskrár um Jóhannes úr
Kötlum. Innan fárra daga kemur
út bókin „Blaðið okkar“ eftir
Árna Bergmann, og geymir hún
þætti um sögu blaðsins. Og í dag
eru velunnárar blaðsins, sem fyrr
segir, - boðnir í afmæliskaffi og
til að spyrja starfsmenn um hvað-
eina sem þeir kunna að vilja for-
vitnast um.
-lg-
Fiskmarkaður
Stefnt að stofnun rekstrarfélags
Boðað til fundará morgun um stofnun rekstarfélags umfiskmarkað í Hafnarfirði. Guðrún
Lárusdóttir formaður útvegsmanna: Mikill áhugi hjáfjölmörgum aðilum.
Við höfum orðið vör við mikinn
áhuga hjá útgerðarmönnum,
sjómönnum, flskverkendum og
öðrum hagsmunaaðilum fyrir því
að koma upp fiskmarkaði hér í
Hafnarflrði. Hafnarnefnd og
bæjaryflrvöld hér í Hafnarflrði
hafa sýnt þessu máli mikinn
áhuga og ég er bjartsýn á að þetta
gangi upp, sagði Guðrún Lárus-
dóttir formaður Útvegsmannafé-
Iags Hafnarfjarðar á fundi með
fréttamönnum í gær.
Útvegsmannafélagið hefur
boðað til undirbúningsfundar um
stofnun fiskmarkaðar í Hafn-
arfírði í veitingahúsinu Gaflinum
á laugardaginn kl. 13.30. Þangað
hefur verið boðið hafnaryfirvöld-
um í bænum, fulltrúum frá sjó-
mannasamtökunum og öðrum
áhugamönnum um fiskmarkað á
Faxaflóasvæðinu. Á fundinum er
ætlunin að leita eftir hlutafé í
rekstrarfélag um fiskmarkaðinn.
Á fundi fulltrúa Útvegsmanna-
félagsins og hafnarnefndar Hafn-
arfjarðar með fréttamönnum í
gær kom m.a. fram að eigendur
fiskvinnslufyrirtækja í bænum
telja mikla þörf á fiskmarkaði svo
frystihúsin geti keppt við sí-
aukinn ferskfiskútflutning í gám-
um. - Svona markaður gefur
okkur tækifæri til að sérhæfa
vinnsluna í húsunum um leið og
við fáum betra hráefni. Þannig
fáum við betri nýtingu og betri
vöru og getum því boðið hærra
verð fýrir góðan fisk, sagði Jón
Friðjónsson framkvæmdastjóri
Hvaleyrar.
Haraldur Jónsson hjá Sjóla-
iil 1' Á. . Hf ■
■ 3 li
Fulltrúar útvegsmanna og hafnarnefndarinnar f Hafnarfiröi sem nú vinna aö stofnun fiskmarkaðar i bænum. ( baksýn
sést (fyrirhugað fiskmarkaðssvæði í Suðurhöfninni. Mynd-E.ÓI.
stöðinni sagði að breytinga værí
þörf í fiskvinnslunni og fiskmark-
aður væri rétt skref í þá átt. Þar
fyrir utan væri Hafnarfjörður á
margan hátt kjörinn staður fyrir
slíkan markað, vegna góðrar
hafnaraðstöðu og greiðra flutn-
ingaleiða.
Hafnarnefnd Hafnarfjarðar er
þessa dagana að yfirfara tilboð
sem borist hafa í byggingu húss
undir fiskmarkað í bænum, auk
þess sem nefndin mun leita form-
lega eftir áhuga hagsmunaaðila
að taka þátt í byggingu fiskmark-
aðshússins.
Rœkja
Drekitil
Kópaskers
Forval/Suðurland
Margrét líklegust
Forval um miðjan nóvember. Fáir riefndir ífyrsta sœti aðrir
en Margrét Frímannsdóttir
Einsog staðan er nú má telja lík-
legt að Margrét Frímanns-
dóttir verði í efsta sæti G-listans á
Suðurlandi við næstu kosningar.
Garðar Sigurðsson, þingmaður
AB á Suðurlandi frá 1971, gefur
ekki kost á sér, en þingsæti
flokksins er talið nokkuð öruggt.
Talið er víst að Margrét gefi kost
á sér ef forvalsúrslit verða henni
hagstæð.
Alþýðubandalagsfélögin á
Suðurlandi hafa ákveðið forval í
tveimur umferðum, og er sú fyrri
14.-15. nóvember. Þá eiga
flokksmenn að tilnefna sex, þar
af tvo úr eigin félagi. Síðan verð-
ur farið á fjörurnar við hina til-
nefndu að gefa kost á sér í seinni
umferðina 4.-5. desember, ann-
arsvegar þá sem flestar fá tilnefn-
ingar, hinsvegar þá sem flestar fá
úr heimabyggð.
Heimildir Þjóðviljans herma
að ekki séu komnar raunhæfar
hugmyndir um aðra í efsta sætið
en Margréti, sem í vor var í farar-
broddi kosningasóknar á Stokks-
eyri, og var í öðru sæti síðast sam-
kvæmt úrslitum baráttuforvals.
Eyjamenn hafa allajafna verið
sterkastir í flokknum á Suður-
landi og „átt“ þingmanninn, en
þaðan hafa ekki komið - ennþá -
neinar hugmyndir um kandídat.
Ragnar Óskarsson heyrist helst
nefndur, en mun tregur til vegna
annasamra ábyrgðarstarfa í
bæjarstjórnarmeirihluta. Talið er
öruggt að Eyjamenn muni gera
tilkall til manns í annað sæti að
minnsta kosti.
Raddir heyrast enn um að fá til
forystumann af höfuðborgar-
svæðinu, og þá helst formanninn
Svavar Gestsson, en yfir þeim
hugmyndum hefur dofnað mjög
uppá síðkastið. Ekki er búist við
að línur skýrist frekar fyrren að
lokinni fyrri umferðinni.
-m
Þokkalegur rækjuafli
enn sem komið er
Sæblik á Kópaskeri er nú að
festa kaup á rækjuskipinu Dreka
HF 36 frá Hafnarflrði. Skipið er
240 tonn og var smíðað i A-
Þýskalandi árið 1960.
Að sögn Kristjáns Árnasonar
oddvita á Kópaskeri og fram-
kvæmdastjóra Sæbliks hefur
rækjuafli verið þokkalegur síð-
ustu vikur og Útgerðarfélag Kóp-
askers er nú með þróunarskipið
Feng á leigu til rækjuveiða.
Auk þess hafa 3 bátar frá Þórs-
höfn og Bakkafirði landað þó
nokkrum rækjuafla á Kópaskeri
en nú hefur dregið úr afla vegna
rysjótts tíðarfars. Atvinnuástand
á Kópaskeri hefur verið ágætt
síðan í haust og má búast við að
nýja rækjuskipið bæti enn úr. Að
sögn Kristjáns hafa heimamenn
þó áhyggjur vegna minnkandi
rækjuveiða en Fengur hefur aflað
ágætlega á djúpslóð.
-vd.
Föstudagur 31. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3