Þjóðviljinn - 31.10.1986, Side 8
Skyldi hann vera með Krapútkín?
Er þessi skólafundur ykkar ekki einsdœmi?
Er nokkur umræða í gangi?
„Umræðan er vissulega í gangi meðal
nemenda, og það virðist mikillar óánægju
gæta, en þessi umræða finnur sér enga leið
uppá yfirborðið. Annaðhvort er það vegna
þess að það veit ekki hvernig það á að koma
hugmyndum sínum fram eða það er of kúgað
til að geta það.“
Að lokum Sigmundur, hvað telur þú
brýnast í skólamálum almennt?
„Tvímælalaust jafnrétti til náms. Mér
finnst mönnum hætta til að gieyma þessari
gömlu hugsjón og það má ekki verða.
Menntun á ekki að vera forréttindi, en hún er
það. Það eru uggvænlegar tölur sem við
okkur blasa varðandi stéttaskiptingu í
framhaldsskólum, en verst þykir manni þó að
þegar við tæpum á þessu við skólayfirvöld er
okkur svarað með því að við séum
forréttindahópur og eigum að meta það að
verðleikum.
Besta leiðin og vænlegasta að jafnrétti til
náms hlýtur að vera opin leið og frjáls til
menntunar, opinn og frjáls skóli. Menn
verða að hafa í huga að menntun á ekki að
vera ítroðsla, hún á að kveikja áhuga á
þekkingarleit.“
Upplýst
einræði
Aldrei sagt neitt
Það má segja að við höfum fundið þær
Hrafnhildi Blöndal og Sigrúnu Skaftadóttur,
útskriftarmeyjar, með því einfaldlega að
ganga á lyktina. Þær sátu ekki langt frá
bökkum Köldukvíslar á Matgarði og seldu
ilmandi vöflur með sultu, rjóma og öllu
tilheyrandi.
Voruð þið á fundinum?
„Nei, við vorum að læra. Þetta kemur
okkur ekki lengur við.“
En hvaðfinnstykkur um það sem þið hafið
heyrt?
„ Við höfum ekki heyrt neitt af þessum
fundi.“
Svo við grípum til þess að segja stuttlega
frá fundinum og spyrjum þær síðan álits:
„Að sjálfsögðu á að mótmæla því að busar
skyldu sviptir valfrelsi. Þetta er útí hött. Þeir
veija valfrjálsan skóla og fá svo ekkert að
velja.
Hvað varðar reglugerðina frá Sverri, þá er
rétt að breyta þessu í tölustafi, en þeir sem
eru á annað borð byrjaðir að fá í bókstöfum
eiga að fá það áfram.
Svo eru þessi mætingarmál ósköp þreytt.
Það er búð að karpa svo mikið og svo lengi
um þau og alltaf verið að hringla með kerfið.
Frjáls mæting er svosem góð og blessuð fyrir
þá sem eru nógu sjálfstæðir og agaðir, en
sumir þurfa aðhald. Sérstaklega busarnir."
En afstaðan, erhún ábyrg?
„Það er upp og ofan einsog yfirleitt. Fer
eftir einstaklingum. Þó held ég að ungt fólk
hugsi miklu meiren margir halda,“ svarar
Hrafhildur og Sigrún kinkar kolli.
En umrœðan, hefurhún aukist eða hefur
dregið úr henni þessi ársem þið hafið verið
hér?
„Aukist, hún er alltaf að aukast.“
En hjáykkur sjálfum?
„Engin. Við höfum aldrei sagt neitt. Við
unum við okkar,“ segja þær og brosa þessu
umburðarlynda brosi lífsreyndu konunnar og
þegar maður sér allar vöflurnar sem þær hafa
á borðinu hjá sér, fer ekki hjá því að maður
skilji þær.
„Ef þú hefur lesið þaðsem Krapútkín...",
heyrum við úreinu horni Norðurkjallaraog
erum ekki seinir að hlaupa á hljóðið.
Sigmundur Halldórsson, nemi á 5. ári, situr
þar og er ekki seinn til svars:
„Það er ekkert eins eðlilegt og sjálfsagt og
að neytandinn geri sínar kröfur til
þjónustunnar og við erum að sækja hingað
þjónustu. Þessi þjónustumiðstöð hefur
brugðist hlutverki sínu og við viljum
breytingar til batnaðar.“
Hvernig hefur hún brugðist hlutverki sínu?
„Lögum samkvæmt ber henni að búa
nemendur undir líf og störf í lýðræðisþjóðfé-
lagi, en það hlutverk rækir hún ekki. Þessi
skóli er, en á ekki að vera, geymslustaður.
Því viljum við breyta, viljum að skólinn
standi við skyldur sínar. Teljum að fólk komi
hingað til þess að mennta sig, ekki til að láta
passa sig. Að þetta sé framhaldsskóli - ekki
bamaheimili.“
Er á ykkur hlustað?
„Það er nú svona og svona. Við heyrum
stundum að ofan, að einhverjir þurfi nú að
STJÓRNA, en virðast gleyma því að stjórn
þarf aðhald þegnanna, þjónusta aðhald
neytandans. Sjáðu til, upplýst einræði er
ágætt að vissu marki, en við teljum að lýðræði
sé okkar þjóðskipulag og eigi ekkert síður við
skólann en aðrar stofnanir þjóðfélagsins.“
En eruð þið ekki bara að reyna að losa
ykkur undan „þjónustunni", með því að leita
eftir frjálsri mœtingu og þvílíku?
„Langt því frá. Ef fólk kemur hingað og
sækir tíma vegna þess að það vill það en ekki
vegna þess að það er skyldað til þess, þá
hættir þetta að vera bamaheimili. Gettóið
verður úr sögunni. Þetta mun að vísu reyna
mikið á kennara, en það er líka kominn tími
til að þeir fái eitthvert aðhald. Þeir mega
alveg fá hærri laun og í því skulum við styðja
þá, en þeir verða þá líka að kenna. Sé ekkert
uppúr kennslu þeirra að hafa, þá myndu
nemendur einfaldlega ekki fara í tíma til
þeirra því þangað væri ekkert að sækja, en í
dag eru þeir skyldaðir til mætingar. Menn
verða einfaldlega að fara að ganga útfrá því
að nemendur vilji mennta sig og að þetta sé
menntastofnun, ef hér á einhver steinn að
standa yfir steini.“
„Við unum við okkar." Hrafnhildur, Sigrún og vöflumar.
„Ég er dálítill skrópari..." Kristín og Vigdís á Miðgarði.
Við fáum a6 kenna á því
Þæreru ekki framagjarnar,
Hamrahlíðarmeyjar, og ekki vandalaust að fá
þær til viðtals. En þó eru þar til ófeimnar
stúlkurogtværþeirra, þærKristínu
Benediktsdótturog Vigdísi Klöru Aradóttur,
fengumviðtilviðtals:
„Við vorum að vísu ekki á fundinum,“
svara þær í kór. „Við vorum að læra, enda
erum við að útskrifast og að mestu hættar að
skipta okkur af þessu.“
En er ekki einhver umrœða í kringum
ykkur?
„Nei, einsog áður sagði, við erum að klára
og erum líka kannski samdauna þessu eftir'
rúmlega þriggja ára vist.“
En það sem þið hafið heyrt af fundinum,
hvernig líst ykkur á það?
„Illa. Samþykktin um frjálsa mætingu er
fáránleg,“ sagði Kristín og heldur áfram:
„Kosning um mætingarkerfi á vitanlega að
vera leynileg, því ella er hætta á múgsefjun.
Hér yrði líka upplausn, margir myndu hætta
og fleira falla, ef frjálsri mætingu yrði komið
á.“ Vigdís tekur undir þetta, setur upp
prakkarasvipinn og segir: „Ég er dálítill
skrópari sjálf og veit hvernig færi, hefði
maður ekki aðhald."
„Þetta gengur allavega ekki í svona stórum
skóla,“ bæta þær við. „Það væri hægara um
vik í minni skóla þarsem hægt væri að fylgjast
betur með hverjum og einum. Það gengi
kannski að veita eldri nemum hér frjálsa
mætingu, því þeir vita nokkurn veginn hvað
þeir þurfa að leggja mikið á sig, en þetta
gengi engan veginn með nýnemana.“
En hvað með aðhald að kennurum?
„Auðvitað þurfa kennarar eitthvert
aðhald, en mér finnst það engin framkoma,
að ætla bara ekki að mæta hjá þeim sem ekki
standa sig í stykkinu," svarar Kristín, og
Vigdís bætir við: „Auk þess myndu sumir
bara segja að allir kennarar væru ómögulegir
og mæta þá ekki neitt.“
En hvað um aðra hluti sem samþykktir
voru?
„Þetta með leikfimina er rétt, en fullseint
að samþykkja það á miðri önn. Hvað varðar
valfrelsi nýnema, erum við líka á sama máli
og þeir sem á fundinum voru. Þetta hefur
gengið ágætlega hingað til og því alveg
ónauðsynlegt að gera þetta. Við erum líka
ósammála reglugerð Sverris. Það er asnalegt
að hann ákveði þetta uppá sitt eindæmi. Það
hefði átt að kanna vilja nemenda. Það þarf
ekki að fara eftir þeim vilja í einu og öllu en
það má kanna hann.“
En er nokkuð hlustað á nemendur yfirleitt?
„Lítið sem ekkert. Þeir eru sjálfsagt að
hlæja að samþykktunum uppá kennarastofu
núna. En þeir eiga að hlusta, því það erum
við sem fáum að kenna á því sem úrskeiðis
fer...“
Vinsældalistar Þjóðviljans
Bylgjan 1) Moscow, Moscow Strax 2) Raln or shine Five Star 3) True Blue Madonna 4) (1 just) died In your arms Cutting Crew 5) In the army now Status Quo 6) True colors Cyndi Lauper 7) Tve been looslng you a-ha 8) Easy lady Spagna 9) HIHIHI Sandra 10) Notorios Duran Duran Grammiö 1) Talking heads True stories 2) Paul Simon Graceland 3) Smithereens Especially for you 4) Rem Lives reach plagaeant 5) Billy Bragg Talking with the tax-man about poetry 6) Elvis Costello Blood and chocolate 7) Cure Standing on the beach 8) Pretenders Get close 9) Tex and the horseheads Live's so cool 10) Frankie goes to Hollywood Liverpool Rás 2 1) Moscow Moscow strax 2) In the army now Status Quo 3) Suburbia pet Shop Boys 4) Walk like an Egyptan Bangles 5) Don ’t get me wrong Pretenders 6) True colors Cyndi Lauper 7) Tve been losing you a-ha 8) True blue Madonna 9) You can call me Al pau| Simon 10) Wild wild life Talking Heads
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Föstudagur 31. október 1986