Þjóðviljinn - 20.11.1986, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 20.11.1986, Qupperneq 17
_________________FRETTIR__________________ Ólympíuskákin Rúllað yfir Finna íslenska sveitin í5. -7. sœti eftirfimmtu umferð íDubai. Teflt við Ungverja eða Argentínumenn í dag. Karpoftapaði, Sovétmenn aðeins hálfum vinningi á undan næstu þremur sveitum Þeir eru að komast í gang, sagði Kristján Guðmundsson liðstjóri við Þjóðviljann í gær eftir annan 3-1 sigurinn í röð á Dubai- mótinu. íslendingar í 5.-7. sæti að lokinni fimmtu umferð, en hætt er við að þrautin verði þyngri þegar sest er niður í dag. Líklegir andstæðingar eru Argentínu- menn eða Ungverjar. Sovétmenn hafa forystu, skiptu í gær stigum með Júgóslövum. Finnska sveitin skaust í hæðir í fjórðu umferðinni í fyrradag eftir að hafa sigrað Uruguay á öllum borðum, en í gær var grannþjóð okkar sýnt í tvo heimana og vísað til sætis á aftari bekkjum. Fyrstaborðsmaðurinn Helgi Ólafsson var hvíldur í viður- eigninni við Finna, og tefldi Jó- hann Hjartarson á fyrsta borði gegn stórmeistaranum Rantanen. Jóhann hafðisvartog tefldi Sikil- eyjarvörn, lenti í vanda í byrjun en sneri á Rantanen í tímahraki og vann. Jón L. Arnason tefldi góða stöðuskák og sýndi á sér óvænta hlið gegn Westerinen, vann vel úr endatafli og hafði sigur. Margeir Pétursson tók Fide-meistarann Raaste í karp- húsið á þriðja borði fremur auðveldlega, en Karl Porsteins tapaði fyrir Valksalmi á fjórða borði í tvísýnni skák sem Karl tefldi hvasst, virtist í betri stöðu um tíma en var ekki nógu ná- kvæmur, fékk lakara endatafl og varð að láta í minni pokann. íslendingarnir í Dubai segjast ánægðir með árangurinn, og eru brattir, enda engin vanþörf á í dag. Karpof tapaði skák í fyrsta sinn á Ólympíumóti síðan 1972, og Sovétmenn náðu ekki nema jafn- tefli gegn Júgóslövum. Karpof tapaði fyrir hinum sterka Ljubo- jevic, en aðrar skákir enduðu í jafntefli. Englendingar höfðu Ungverja undir, og eru til alls vís- ir á mótinu, - tveir efstu menn Ungverja, Portisch og Ribli, tefl- du að vísu ekki í gær. Miles vann Sax, aðrar skákir jafntefli. Kúbu- menn tóku Kínverja á beinið og eru meðal hinna efstu. Indónesar veittu Bandaríkjamönnum harða mótspyrnu, og Argentínumenn möluðu Vestur-Þjóðverja sem eru án bestu manna sinna, þar á meðal Hiibners, vegna deilnanna um mótstaðinn. Ljubomir Ljubojevié Karpofbani og hetja Júgóslava. Myndina tók -eik á Ólympíumótinu á Möltu fyrir sex árum. Von er á kappan- um til íslands á IBM-mótið í febrú- ar. Af neðri sveitum er það meðal annars að segja að botnliðið Seychelles vann Gambíu, og þok- aði sér þarmeð uppfyrir Berm- údamenn sem nú sitja í neðsta sæti með þrjá vinninga. Sovét og Kína eru jöfn og efst í kvennakeppninni með 12 vinn- inga, England 11, Júgóslavía IOV2. Helstu úrslit í gær: Sovét-Júgóslavía 2-2 Búlgaría-Frakkland 21/2-11/2 Tékkósóvakía-Chile 2-2 Ísland-Finnland 3-1 Bandaríkin-lndónesía 2V2-IV2 Argentína-V-Þýskaland 3V2V2 Skotland-Mexíkó 3V2-V2 England-Ungverjaland 2V2-IV2 Kúba-Kína 3-1 Spánn-Pólland 1-1 (2 biðsk.) Rúmenía-Grikkland 3-1 Staða efstu liða: 151/2: Sovétríkin 15: Júcjóslavía, England, Kúba 141/2: Island, Búlgaría, Argentína 14: Ungverjaland, Skotland 131/2: Kína, l Indónesía, Frakk- land, Chile, Tékkóslóvakía, Bandaríkin, Rúmenía 13: Spánn (2 biðsk.), Finnland, Portúgal, Kanada 121/2: Pólland (2 biðsk.), Indland, Filippseyjar 12: Singapore, Sviss (1 biðsk.), Ecuador, Belgía, Colombia, Ítalía HV2: Vestur-Þýskaland, Brasilía (1 biðsk.), Ástralía, Tyrkland (1 biðsk.), Venezuela. -m FIDE Kasparof æfur Campomanes þykir öruggur um endurkjör Heimsmeistarinn Garí Kaspa- rof ásakaði í gær Campomanes forseta FIDE um að misnota vald sitt í sambandinu til að ná endur- kjöri á FIDE-þinginu í Dubai í næstu viku. Talið er að Campo- manes sé tiltöiulega öruggur um að sigra keppinaut sinn, Brasilíu- manninn Lincoln Lucena. Formaður Ólympíunefndar- innar sem skipuleggur mótið í Arabísku furstadæmunum sagði í fyrradag að Campomanes hefði átt hugmyndina að því að nota sjóði FIDE til að bjóða þátttak- endum frá ýmsum þriðja heimsþjóðum á mótið og á þing- ið. Kasparof sagði í gær að það væri vissulega ágætt að sjóðir FIDE væru nýttir til að breiða út skák í þriðja heiminum, - hins vegar væri Campomanes hér fyrst og fremst að misnota völd sín í sambandinu sjálfum sér til fram- dráttar, og það ekki í fyrsta sinn. Menn gætu aldrei verið vissir um að FIDE-fé og völdum væri beitt til hagsmuna fyrir skák og skák- menn. Campomanes hafði ekk- ert um málið að segja. Þráinn Guðmundsson forseti Skákdsambands íslands sækir FIDE-þingið. Hann sagði í sam- tali við Þjóðviljann að Campom- anes virtist öruggur um endur- kjör. Bæði hefði hann „keypt“ sér stuðning með flugmiðum til ýmissa smárra þriðjaheimsríkja, og einnig væri honum í hag góð frammistaða skipuleggjendanna í Dubai. Hugmyndin um að halda mótið þar hefði verið Campom- anesar, og því heiðurinn hans að vel tekst til. Það eitt skapar óvissu, sagði Þráinn, að austurblokkin virðist enn ekki hafa gert upp hug sinn, og ekki vitað hvað ný forysta í sovéska sambandinu er að hugsa. Ekki sé víst að það dugi Lucena til sigurs að austurblokkinn legg- ist gegn Campomanesi, en þá væri komin upp sú kynduga staða að allar voldugri skákþjóðir væru forsetanum andstæðar. -m/reuter Húsnæðismál Ný stefna Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins vill marka nýja stefnu í húsnæðismálum sem byggir á eftirfarandi atriðum: 1. Koma á hið fyrsta samfelldu húsnæðislánakerfi sem tryggi rétt allra til öruggs og góðs húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. 2. Skapa val milli mismunandi húsnæðisforma, þ.e. sér- eignar, hlutareignar og leigu. 3. Stórauka framboð á leiguhús- næði. 4. Lánshlutfall til byggingar leiguíbúða verði 80-100% og vextir lægri en af lánum til sér- eignarhúsnæðis. 5. Almannafélög, t.d. sveitarfé- lög eða búseturéttarfélög ann- ast rekstur leiguhúsnæðis og komið verði á fót skipulegum sparnaði fyrir búseturétti og hlutareign. 6. Húsnæðisframlag til þeirra, sem ráða ekki við leigu- greiðslur miðað við launatekj- ur. 7. Föst upphæð í skattafrádrátt vegna kaupa á fyrstu íbúð. 8. íbúðir í félagseign haldist áfram innan félagslega kerfis- ins. 9. Verkamannabústaðakerfið verði endurskoðað með ofan- greind markmið í huga. Varð- andi íbúðir sem losna í kerfinu verði kannaðir aðrir kostir en séreign, t.d. leiga, hlutareign eða einhverskonar kaupleigu- skilmálar. Vegna þess vanda sem skapast hefur í kjölfar kjaraskerðingar, vaxtaokurs og rangrar byggða- stefnu núverandi stjórnar leggur Alþýðubandalagið áherslu á að nauðungaruppboð verði stöðvuð og lögbundið verði greiðsluhá- mark hjá fjölskyldum í greiðslu- erfiðleikum vegna húsnæðis- kaupa. Gripið verði til sérstakra ráð- stafana í byggðarlögum þar sem mikið verðfall hefur orðið á íbúð- arhúsnæði, sem hafi það að markmiði að íbúðareigendum verði tryggt sem raunhæfast endursöluverð eigna sinna. Landbúnaður Fruntaleg leiftursókn Aðalfundur miðstjórnar Al- þýðubandalagsins ályktar: Atburðir síðustu vikna sýna, að nú skal með skjótum hætti hrinda í framkvæmd stefnu stjórnarflokkanna í landbúnað- ar- og byggðamálum sem óumd- eilanlega leiðir til landeyðingar í heilum héruðum jafnt í þéttbýli sem í dreifðum byggðum sveitanna. Utsendarar stjórnarflokkanna þeysa nú um sveitir landsins með hnífinn á lofti og beita fyrir sig Framleiðnisjóði til að kaupa upp framleiðslurétt bújarðanna sem þar með skulu lagðar í eyði. Hér er á ferðinni fruntaleg leiftursókn gegn bændum og allri lands- byggðinni og handahófskennd og skipulagslaus vinnubrögð sem sérstök ástæða er til að mótmæla. Tekist er á um það hvort þjóðin ætlar að lifa á gæðum landsins og byggja það eftir föngum eða of- urselja þessa atvinnugrein mark- aðskreddum auðvaldsins án tillits til hagsmuna þjóðarinnar í heild. Vandamál landbúnaðar og landsbyggðar og þess starfsfólks í iðnaði og þjónustu sem byggir af- komu sína á tilvist landbúnaðar er hægt að leysa og fyrir því mun Alþýðubandalagið beita sér. Námsmenn Vitlausar lánatillögur Á fundi miðstjórnar AB um helgina var harðlega mótmælt til- lögum frá nefnd ríkisstjórnar- flokkanna um breytingar á lána- sjóði íslenskra námsmanna. „Þar er gert ráð fyrir,“ segir í tillög- unni, „að takmarka námslánin verulega, taka vexti af lánunum, lántökugjöld og að taka upp styrkjakerfi sem byggist á óljós- um forsendum og getur haft mis- munun í för með sér.“ Tillögur þessar ganga gegn því höfuðmarkmiði lánasjóðsins að jafna aðstöðu til náms, burt séð frá efnahag og búsetu. Miðstjórnin felur þingflokkn- um að beita sér gegn árásum á Lánasjóðinn og heitir jafnframt námsmönnum stuðningi í hags- munabaráttu þeirra. A fmætishappdræ tti Þjóðviljans BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Dregiö var í Afmælishappdrætti Þjóöviljans 31. október s.l. Vinningsnúmerin eru innsigluö hjá borgarfógeta og verða birt þegar frekari skil hafa borist. Gerið skil sem fyrst Hægt er aö sækja skil til þeirra, sem þess óska. Síminner681333. þJÓÐVILJINN Suðurlandsbraut 14, s: 38600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.