Þjóðviljinn - 21.11.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Síða 2
fSPURNINGIN FRÉTTIR Hvaö á aö gera viö Út- vegsbankann? (Spurt í Útvegsbankan- um) Klara Tryggvadóttir, húsmóðir: Ég heyri að það á að slá einhverj- um bönkum saman, en satt að segja er mér nokkuð sama hvað verður gert við Útvegsbankann. Ingibjörg Vigfúsdóttir, skrifstofumaður: Mér finnst það eigi að búa til stór- an einkabanka úr Útvegsbank- anum, Iðnaðarbankanum og Verslunarbankanum. Mér líst ekki á að sameina Útvegsbank- ann og Búnaðarbankann. Haraldur Haraldsson, heildsaii: Það má alls ekki leggja bankann niður. Ég held að besti kosturinn sé að sameina Búnaðarbanka og Útvegsbanka. Bjarni Marteinsson, arkitekt: Ég hef nú lengi fengið ágæta þjónustu í Útvegsbankanum, þannig að það yrði eftirsjá í hon- um. En ég er ekki í nokkrum vafa um að það mætti sameina ein- hverja af þessum bönkum, t.d. Útvegsbanka og Búnaðarbanka. Ásgeir Hannes Eiríksson, pylsusali: Það á að fækka bönkunum og láta einkaaðila eiga þá og reka. Mér líst ágætlega á að steypa Út- vegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka saman í einn. Jarðskjálftamœlingar 6ára eftiiiit á Suðurlandi Jarðskjálftafrœðingar á Norðurlöndum hafa unnið sameiginlega áœtlun. Áœtlaður kostnaður 40 milljónir Tillögurnar snúast um gagna- söfnunarnet fyrir jarðskjálftamælingar og jarð- skjálftaeftirlit á Suðurlandsund- irlendi, sagði Ragnar Stefánsson forstöðumaður jarðeðlisfræði- deildar Veðurstofu íslands í sam- tali við blaðið, en hann hefur ásamt fleiri jarðskjálftafræðing- um á Norðurlöndum unnið að samnorrænni áætlun til þess að minnka hættuna á tjóni af völdum jarðskjálfta og jafnvel spáð fyrir um hvar og hvenær þeir verða. Samgönguráðuneytið hefur lagt fram umsókn um fjárveitingu til þessa verkefnis, og það er jafn- framt til umfjöllunar hjá norrænu ráðherranefndinni. Áætlunin nær til sex ára og áætla jarð- skjáiftafræðingarnir að heildar- kostnaður nemi rúmum 40 milljónum íslenskra króna. í tillögunum er gert ráð fyrir því að fyrri hluta tímabilsins beri Norðurlöndin hlutfallslega meiri kostnað en fsland og sjái um stofnkostnað, en fslendingar sjái síðan um reksturinn. „Hagsmunir íslendinga í þessu máli eru ótvíræðir og ef þessi áætlun nær fram að ganga fáum við fjármagn og þekkingu frá öðrum Norðurlöndum," sagði Ragnar. „Þau fá með þessu sam- starfi reynslu og mikilvæga þekk- ingu sem kemur þeim að góðu haldi heima fyrir.“ -vd. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur: Fáum reynslu og þekkingu út úr þessu samstarfi. ✓ Isafjörður Skortur á rafvirkjum „Það hefur verið erfitt að fá menntað fólk til vinnu hér, og þess vegna erum við að spá í að auglýsa eftir rafvirkjum erlendis“ sagði Óskar Eggertsson fram- kvæmdastjóri Pólsins hf. á ísa- firði í samtali við blaðið. „Við höfum góða reynslu af mönnum sem hafa komið frá Danmörku og þess vegna hefur það land helst verið nefnt“ sagði Óskar. „Menntaðir menn flend- ast ekki hér vegna ýmissa bú- setuvandamála, það er dýrt að búa á ísafirði." Áðspurður sagði Óskar að orsökin fyrir skorti á rafvirkjum væri ekki launa- greiðslur því yfirborganir væru algengar. „Það er ósköp einföld staðreynd að launataxtarnir eru bara til að hlæja að þeim, við reynum að borga það sama hér og er gert á aðalmarkaönum." Yfir 30 manns starfa nú hjá Pólnum, þar af 23 rafvirkjar. -vd. Athugasemd Prófkjörsraunir Vegna væntanlegra forkosn- inga eða prófkjörs um hæfa fram- bjóðendur á lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, hefi ég verið þess heiðurs.aðnjótandi að fá að skrifa uppá áskorun til tveggja valinkunnra forystumanna úr röðum verkalýðsforustunnar um að þeir gæfu okkur hinum tæki- færi til að skipa þá í forystu á Alþingi fyrir ÁbR. Eg tel mig fullsæmdan af þess- um verkum mínum, mér blandast a.m.k. ekki hugur um að margt vitlausara hafi ég gert um dag- ana. Tilefni þess að ég geri þessar uppáskriftir mínar að umtalsefni er frétt í nýju sjónvarpsstöðinni, sunnudaginn 9. nóv., þess efnis að öðrum þessara manna væri stillt upp af svonefndum BSRB mönnum innan AbR. Hvaða þjóðflokkur sem það nú er? Framboð Jóhannesar Gunn- arssonar væri framboð „BSRB- manna“ gegn Þresti Ólafssyni, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar. Ég leit á þetta þá sem mistúlkun áhugasams fréttamanns á rás 2, þegar ég heyrði hana. Nú hefi ég beðið og lesið og hlustað með at- hygli eftir athugasemd eða leiðréttingu frá höfuð BSRB- manninum við þessari frétt, sem eftir honum var höfð, án árang- urs í tæpar tvær vikur. Tel ég mig knúinn til að lýsa því yfir, sem áskoranda eða meðmælanda með Jóhannesi Gunnarssyni, að. það var ekki gert með því hugarfari að honum væri stillt upp gegn öðrum, heldur í fylkingu með öðrum góðum drengjum og sam- herjum innan sama flokks. Flokkur fýrir mér er fylking manna, sem eiga eitthvert sam- eiginlegt markmið sem er þess virði að berjast fyrir saman og væntanlega til árangurs. Deildar meiningar milli manna um leiðir og hraða breytir engu, skerpir að- eins skoðunina og tryggir að sem flest sjónarhorn verði skoðuð. Þröstur Ólafsson, fv. aðstoð- arráðherra reyndist mér sem and- skoti, eins og ég tel opinbera starfsmenn eiga að vera í starfi sínu og utan þess. Heiðarlegur, harðdrægur, réttsýnn og rétt- látur. Á stundum mátti hann þó gæta tungu sinnar betur, er við viðkvæmar sálir var að eiga, en það hefur sína kosti þrátt fyrir allt að vera hreinskiptinn. Reykjavík, 19. nóv. 1986 Gunnar Gunnarsson. Tónleikar Burt- fararpróf á gítar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari heldur burtfarar- prófstónleika frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar á laugar- dag. Tónleikarnir verða í Áskirkju og hefjast kl. 17.00. Á efnis- skránni verða verk eftir J.S. Bach, Fernando Sor, Heitor Villa-Lobos, John W. Duarte og Isaac Albeniz. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.