Þjóðviljinn - 21.11.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Page 4
LEIÐARI Blaðið okkar MIÐILL heitir 32 síöna rit, sem fylgir Þjóðvilj- anum til áskrifenda. Og í dag kemur MIÐILL út í þriðja sinn. Þetta rit virðist yfirleitt hafa mælst vel fyrir meðal áskrifenda Þjóðviljans og hefur auk þess vakið athygli utan þess hóps, enda kemur MIÐ- ILL út í 25 þúsund eintökum á viku. Útgáfa MIÐILS er að sjálfsögðu hluti af tilraun Þjóðviljans til að koma til móts við áskrifendur sína og kannski tilraun til að þakka fyrir þann trausta stuðning, sem áskrifendur Þjóðviljans hafa jafnan verið reiðubúnir að veita þessu blaði, sem daglega reynir að vera mótvægi við ofurvald hinna hægri sinnuðu fjölmiðla. ( gamni og alvöru höfum við kallað MIÐIL „ókeypis afruglara á fjölmiðlafárið", enda er meginuppistaða efnis í MIÐLI umfjöllun og upp- lýsingar um dagskrár sjónvarps og útvarps, og auk þess upplýsingar um kvikmyndir, leikhús, bækur, myndbönd og fleira, auk margvíslegs annars efnis. Útgáfa MIÐILS er að mestu leyti fjármögnuð með auglýsingum, og svo virðist sem auglýs- endur kunni vel að meta þetta rit, sem kemur út í mun stærra upplagi en flest önnur tímarit, og hefur þann kost með sér að vera lesið daglega á flestum heimilum, þar sem fólk vill glöggva sig á dagskrá fjölmiðlanna, sem er sett fram í MIÐLI á aðgengilegan hátt. Fyrir utan að vera dreift ókeypis til áskrifenda Þjóðviljans er MIÐILL seldur í lausasölu fyrir litlar tíu krónur, sem er lágt verö, enda vitum við á Þjóðviljanum að kaup hjá vinnandi fólki er ekki það hátt að fólk geti leyft sér dýran munað í góðæri Sjálfstæðisflokksins. Þessar tíu krónur eru líka launauppbót til blaðsölubarna Þjóðvilj- ans, því að upphæðin rennur óskipt í þeirra vasa. Hugsanlegur ágóði af útgáfu MIÐILS felst í tekjum af auglýsingum, sem ella hefðu ekki birst í Þjóðviljanum, og svo í ánægju áskrifenda, sem alltof lengi hafa orðið að umbera alltof lítið blað, sem ekki rúmar nema brot af því, sem í því þyrfti að vera. Nú er ekki endilega víst að allir séu á einu máli um að stærri Þjóðvilji væri betri Þjóðvilji, því að til eru blöð sem verða því verri sem þau stækka meira. Það er samt sem áður stefna okkar að reyna með stuðningi lesenda okkar að gefa út blað sem er í sífelldri sókn - og það hefur Þjóðviljinn verið að undanförnu. Á fimmtíu ára afmælinu hérna á dögunum komu margir góðir gestir í heimsókn á ritstjórn Þjóðviljans. Margir þeirra gáfu góð ráð og ábendingar, sem reynt verður að fara eftir, án þess þó að reynt verði að fara eftir öllum hinum góðum ráðum í einu, því að það mundi senni- lega leiða til þess að Þjóðviljinn færi á hausinn á fáeinum dögum, auk þess sem það er ófram- kvæmanlegt að gera hvorttveggja í senn að auka skrif um íþróttir og sleppa þeim með öllu, eða ætla menningarskrifum meira pláss um leið og dregið væri stórkostlega úr menningarum- fjöllun. Ennfremur bárust óskir um meiri pólitík og minni pólitík, meira af léttu efni og meira af þungu efni. Allar þessar óskir voru settar fram af góðum huga og voru vel þegnar. Það var uppörvandi að finna svo greinilega fyrir áhuga áskrifendanna á blaðinu sem vinstri menn á Islandi kalla: Blaðið okkar. Á þeirri nýju öld í fjölmiðlum sem upp er runn- in hefur sú merkilega þróun átt sér stað, að veldi stærstu fjölmiðlanna er ógnað: Nú er af sú tíð að hægt sé að ná til allra landsmanna alltaf með einum fjölmiðli. Nú er hafið nýtt skeið, þar sem margir fjölmiðlar keppa um athygli fólks og tíma. Hinir smærri fjölmiðlar mega vel við þetta una - að því tilskildu að þeir hafi þá sérstöðu sem geri þá að nauðsynlegri stærð í íslenskri fjölmiðlun. Þessa sérstöðu hefur Þjóðviljinn. Hann er málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðs- hreyfingar. Hann er merkisberi þeirra sem vilja að ís- lenska þjóðin búi sjálfstæð og öðrum þjóðum óháð í landi sínu í réttlátu þjóðfélagi félags- hyggju og samhjálpar. Hann er merkisberi þeirra sem vilja að byggð haldist í landinu öllu til sjávar og sveita. Hann er afruglari á þá fjölmiðla sem halda því fram að það sé óumbreytanlegt náttúrulögmál, að hinir ríku skuli verða ríkari og þeir fátæku fátækari. -Þráinn KLIPPT OG SKORIÐ Hallað undir flatt Sjónvarpsþátturinn um Haf- skipsmálið á þriðjudagskvöldið var meiriháttar kennslustund. Hann var í fyrsta lagi fróðleg sýnikennsla um það hvernig ekki á að efna til umræðna í sjónvarps- sal. Þarna var raðað saman ýms- um þeim sem mestan hlut eiga að hneykslinu kringum Hafskip og Útvegsbanka, og bætt við gagn- rýnum lögfræðingi og einum stjórnanda frá fréttastofunni. Það væri gaman að vita hvað þeir á sjónvarpinu ætluðust til að kæmi útúr þessari liðsskipan. Eru menn þar á bæ svo hrekklausir að halda að þeir Björgólfur, Albert, Halldór og Matthías færu að vega hver að öðrum framanvið myndavélarnar? Héldu menn að hinn ágæti Jón Þorsteinsson gæti neytt þetta lið til að halda sig við efnið og segja satt? Eða höfðu menn slíkt ofurtraust á frétta- manninum Halli Hallssyni að ætla honum bæði að stjórna um- ræðunum og knýja dyra hjá hin- um alræmdu undanbragða- mönnum? Auðvitað runnu bankastjórinn, stjórnarformað- urinn, framkvæmdastjórinn og ráðherrann saman í eina sam- tryggða og órofa fylkingu, reyndu að klóra augun úr Jóni lögfræðingi og kippa fótum undan Halli, - sem gat í þetta sinn ekki annað en valdið vonbrigð- um. Það er auðvelt að vera vitur eftirá, eins og þeir á þættinum tönnluðust á hver um annan þveran, - en hefði ekki verið ráð að fækka tilsvarendum (til hvers var til dæmis verið að draga upp skaphundinn Matthías Bjarna- son?), og fjölga gagnrýnendum með vit í kolli og sæmilega þekk- ingu, - mönnum á borð við Hall- dór á Helgarpósti, Ólaf Ragnar eða Guðmund Einarsson? Og einhver ráð hefðum við á Þjóð- vilja haft til að senda Halli mann til styrktar. Ábyrgðarlausir ábyrgðarmenn Hinum þræðinum var svo þátt- urinn hinn prýðilegasti skóli fyrir íslensku þjóðina um ábyrgðar- leysi ábyrgðarmannanna. Þjóðin hefur reyndar setið á þeim skóla- bekk allt síðan Hafskipsmálið kom upp fyrst, og áður en hallað var undir flatt í sjónvarpinu á þriðjudag voru mörgum í fersku minni þau orð Jónasar Rafnar, fyrrverandi Útvegsbankastjóra, að eigi skyldi höggva: hann væri nú orðinn 66 ára, og á svo löngum tíma væri ekki nema eðlilegt að mönnum yrðu á mistök. Skítt með það sumsé þótt þau mistök hins 66 ára gamla Sjálfstæðis- flokksþingmanns og Sjálfstæðis- flokksbankastj óra kosti hvert heimili á landinu fimm stafa krónutölu og komi einsog einum banka á hausinn. Ekki benda á mig! gætu verið einkunnarorð sjónvarpsumræðn- anna og raunar þessa máls alls. Sökudólgar í Hafskipsmálinu hafa nefnilega komist að þeirri niðurstöðu, einn fyrir alla og allir fyrireinn,aðhérséuá ferð h verj - ar aðrar náttúruhamfarir, sem enginn ber ábyrgð á nema guð almáttugur og nokkrir fjölmiðl- ar. Allra síst stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins og viðskipta- jöfar Sjálfstæðisflokksins. Lausnin fundin Þeir í Flokknum hafa hinsveg- ar fundið hina réttu leið útúr frumskóginum. Af því að við- skiptamenn úr Flokknum notuðu stjórnmálaáhrif Flokksins til að tæma einn af ríkisbönkunum, þykir þeim réttast að almenning- ur utanflokks sé látinn borga brúsann, og fyrst almenningur er hvorteðer farinn að taka upp veskið er rétt að láta hann blæða soldið meira. Hrikalegasta fjár- málahneyksli í sögu lýðveldisins á nú að notfæra til að stofna nýjan einkabanka fyrir ævintýramenn í viðskiptum á höfuðborgarsvæð- inu, og þennan banka á að fjár- magna með hálfum öðrum milljarði af almannafé, - einsog rakið var hér í blaðinu á laugar- dag. Það er einsog andskotinn hafi lánað ömmu sinni biblíuna. Fjölmiðla- ráðherrar Einna eftirminnilegast í þess- um merkilega sjónvarpsþætti var raunar tangarsókn þeirra Alberts og Matthíasar að fulltrúa fjöl- miðlanna á skjánum, Ábyrgð? spurði viðskiptaráðherrann og sneri uppá sig. „Hver ber ábyrgð á ykkur, þessum fréttamönnum? Þið berið enga ábyrgð. “ Hér talar ráðherra launhelganna, og í gegnum hann skín sú krafa valds- mannsins að fjölmiðlaljósin séu notuð til þess eingöngu að gylla sig og frægja. Og bæði í orðum og framkomu ráðherranna tveggja kom í ljós rétt einusinni sá skiln- ingur að fjölmiðlarnir væru nán- ast hinir seku í Hafskipsmálinu og öðrum skandhölum sem þeir leyfa sér að skýra frá. Það er afar athyglisvert að Matthías sá Bjarnason sem lét vaða á súðum um fjölmiðla í sjón- varpinu er sami Matthíasinn og sá sem fyrir nokkrum dögum vildi láta setja sérstök lög um það á alþingi að fjölmiðlunum yrði gert skylt að berhátta heimildarmenn sína. Það er líka athyglisvert að leiða að því hugann að ef slík lög væru nú í gildi hefði Hafskipsmálið sennilega aldrei orðið til. Og gætu þeir Matthías og Albert þá haldið áfram að kæfa litla mann- inn í fleðulátum og flugeldasýn- ingum. Ósköp Hérumbil ári áður en Giscard d’Estaing Frakklandsforseti féll í frægum kosningum fyrir sósíali- stanum Mitterrand lenti hann í þeim hremmingum að atvinnu- málaráðherrann féll fyrir eigin hendi af gruggugum ástæðum. Sá atburður vakti mikla ólgu í Frakklandi, og fór nú forseti í sjónvarp til að stilla þegna sína, vitnaði í guðspjallamann og sagði að hinir dauðu skyldu jarða sína dauðu. Þetta þótti ekki sem smekk- legast og Frakkar gripu fyrir augu og eyru, - ári síðar flutti Giscard úr forsetahöllinni. Við skulum vona að lokaorð Matthíasar Bjarnasonar verði honum ekki að álíkum pólitísk- um aldurtila: „Nú skulum við koma í veg fyrir að þessi ósköp endurtaki sig ekki. “ Eða þannig. - m þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóöins-1 son. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Garöar Guöjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Möröur Ámason, ólafur Gíslason. Siguröur A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíösdóttir, Víoir Sigurösson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljó8myndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guöbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörö. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Höröur Oddfríöarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning:'Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.