Þjóðviljinn - 21.11.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Qupperneq 5
Stjórnarstefnan ÞJOÐMAL Hafnimar í svelti PórðurA. Skúlason: Ekki fjárskortur heldur breyttar áherslur. Istað 3-400 miljóna á ári er í ár veitt 72 miljónum íhafnargerð, og 500 milj- ónum í flugstöð Á árunum 1975-1983 var um- fang hafnarframkvæmda í al- mennum höfnum landsins jafnvirði 3-400 miljóna króna á ári, en það er álíka fjárhæð og Hafnamálastofnun telur að þurfi í reglulegt viðhald og endurbætur á höfnunum. Fjárveitingar á þessu ári voru hins vegar aðeins 72 miljónir á næsta ári á ekki að veita nema 160 miljónum til hafn- anna. Þetta kom m.a. fram á alþingi á þriðjudag, þegar Þórður A. Skúlason krafði samgönguráð- herra svara um framtíð straumfræðistöðvar Hafnamála- stofnunar og endurbætur á höfnum landsins. Matthías Bjarnason upplýsti að fjárlaga- og hagsýslustofnun hefði ekki tekið 10 miljón króna framlag til líkanstöðvarinnar inn í fjárlaga- frumvarp næsta árs en sagðist hafa skrifað fjárveitinganefnd og óskað eftir að nefndin tæki þessa fjárveitingu inn í sínar tillögur. Þórður fagnaði þessum við- brögðum ráðherra og benti á að það verður að byggja yfir líkan- stöðina til að forðast það að Hafnamálastofnun missi sérfræð- inga sína í straumfræði og að þessi þjónusta flytjist öll úr landi. Matthías Bjarnason upplýsti einnig að fyrir lægju áætlanir frá sveitarfélögunum um 800 miljón króna hafnarframkvæmdir og sagði þær óraunhæfar. Ríkishlut- urinn í þessum framkvæmdum yrði um 600 miljónir og það væri óraunhæft að hafnarsjóðirnir gætu staðið undir hinum 200 milj- ónunum. Þá upplýsti ráðherrann að öllum stoðum hefði verið kippt undan nýrri 4urra ára hafn- aráætlun sl. vor með niðurskurði á framkvæmdafé til hafnarmann- virkja og sagði að ríkið skuld- aði hafnarsjóðum landsins nú 115-120 miljónir króna. „Það hefur takmarkaðan tilgang að gera 4urra ára framkvæmdaáætl- un fyrr en ákveðið hefur verið að veita meira fé í hafnirnar, sem er bæði nauðsynlegt og tímabært," sagði hann. Þórður A. Skúlason sagði ljóst að ekki vantaði fé í ríkissjóði til annarra verkefna, m.a.s. sam- gönguráðuneytið sjálft legði til 500 miljóna króna fjárveitingu í montflugstöð á Keflavíkurflug- velli. „Þetta er ekki fjárskortur, heldur breyttar áherslur," sagði Þórður. „Fé er ausið í brennivíns- búðir og súrmjólkurstöðvar af mönnum sem ekki sjá nauðsyn þess að eyríki, eins og ísland, haldi við og endurnýi hafnirnar." Þórður mótmælti því að áætlanir sveitarfélaganna væru óraunhæf- ar og benti á hvílíkur niður- skurður hefur orðið á fjárfram- lögum í þennan málaflokk á vald- atíma núverandi ríkisstjórnar - frá jafnvirði 3-400 miljóna á ári í 72 miljónir á þessu ári og 160 miljónir á því næsta. -ÁI A Húsavík bíða menn eins og víða annars staðar eftir dýpkunarskipi til að bæta hafnarað- stöðuna. Þórður A. Skúlason varaþingmaður AB í Norðurlandi vestra gagnrýndi niður- skurð á framlögum til hafnarmála harðlega á alþingi á þriðjudag. Stjórnarstefnan Hrikalegar afleiðingar Pingmenn Alþýðuflokks, og Kvennalista lýsa stuðningi við þá tillögu Alþýðubandalags að gerð verði könnun á afleiðingum markaðshyggjunnar Þingmenn Alþýðuflokks og Kvcnnalista, þau Árni Gunnars- son og Kristín Ástgeirsdóttir og tóku sterklega undir þingsálykt- unartillögu Svavars Gestssonar og Ragnars Arnalds sl. þriðjudag um könnun á áhrifum markaðs- hyggjunnar. Hvöttu þau til slíkr- ar athugunar og bentu á nýmörg dæmi þess hversu markaðshyggj- an hefur leikið lítilmagnann hart á stjórnarárum núverandi ríkis- stjórnar. Svavar Gestsson benti m.a. á að í Reykjavík eru nú um 5.500 manns að kikna undan árásum markaðshyggjunnar. Á 4 stjórn- arárum þessarar ríkisstjórnar hefur skjólstæðingum Félags- málastofnunar fjölgað um 400 manns og á vegum þeirra 2240 manna, sem nú njóta innan við 15 þúsund króna fjárhagsaðstoðar á mánuði eru 1998 börn! 1100 manns eru á biðlista fyrir aldr- aða, þar af 300 sem starfsmenn telja í bráðri neyð. „Þessi fjöldi fólks í neyð, 5.500 manns í einu byggðarlagi, sem er álíka fjöldi og í heilu kjördæmi, sýnist týnast hér í manngrúanum,“ sagði Svav- ar. „Það er okkar hlutverk að tryggja að þeir eins og aðrir geti haldið sjálfsvirðingu sinni. Besta ráðið til þess er Sjálfstæðisflokk- urinn fái sem minnst fylgi í kom- andi kosningum". Árni Gunnarsson benti á að nú þegar hafá’797 gjaldþrotabeiðnir borist borgarfógeta, margfalt fleiri en fyrir 4 árum. „Nauðung- aruppboðunum fjölgar dag frá degi, foreldrar verða að taka börn sín af Barnadeild Land- spítalans heim á kvöldin, því hjúkrunarfólk fæst ekki til starfa og sjúkrarúm standa auð af sömu ástæðu - of lágu kaupi,“ sagði hann. „Menn tala um góðæri sem afleiðingu af verkum ríkisstjórn- arinnar," sagði Árni ennfremur. „Góðærið er til komið vegna náttúruaflanna og vegna verka- lýðshreyfingarinnar, sem tók völdin af ríkisstjórninni. Árásir hinnar óheftu markaðshyggju á velferðarkerfi sem verkalýðs- hreyfingin hefur byggt upp á ára- tugum eru hrikalegar," sagði Árni. „Þessi ríkisstjórn hinnar óheftu markaðshyggju þarf að fara frá!“ Kristin Astgeirsdóttir sagði leiftursóknina frá 1978 vera komna í framkvæmd með núver- andi stjórnarstefnu. Markmið hennar væri að sauma sem fastast að þeim sem minnst mættu sín og hrekja fólk úr heilbrigðisþjón- ustu og menntakerfi út í einka- rekstur. Hún sagði stjórnarstefn- una hafa haft ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir þau velferðar- kerfi sem verkalýðshreyfing og kvennahreyfing hefði byggt upp á undanförnum áratugum: kerfi sem tryggi þegnunum jafna stöðu og komi til aðstoðar ef eitthvað bjátar á. „Það er brýnt að kanna hver áhrif þessarar stjórnarstefnu raunverulega eru,“ sagði Kristín. -ÁI Sjálfstæðismenn Báknið burt eða „kjurt «7 Á alþingi í gær mælti Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra fyrir frumvarpi um Iðntækni- stofnun, þar sem gert er ráð fyrir að stofnunin færi út kvíarnar og fái m.a. lagaheimild til beinnar þátttöku í rekstri og atvinnulífi. Sama dag lagði flokkssystir hans Bessí Jóhannsdóttir fyrir alþingi þingsályktunartillögu um afnám ríkiseinkasölu á áfengi og tóbaki sem lið í því að „færa sem flest verkefni sem nú eru í höndum ríkisins til einkaaðila.“ Helgi Seljan fagnaði frumvarpi Alberts um eflingu Iðntækni- stofnunar og sagði það eiga sinn stuðning allan. Ráðherra hefði Tekjuskattsfrumvarp Helmingnum skilað Svavar Gestsson: Ekki hreyft við skattaskjólum fyrirtœkjanna eða frádráttarfrumskóginum Á mánudag var lagt fram á al- þingi frumvarp um breytingar á tekjuskattstiganum, sem fjár- málaráðherra boðaði í fjárlaga- ræðu sinni fyrir tæpum mánuði. Markmið frumvarpsins er að lækka tekjuskattsgreiðslur ein- staklinga um 300 miljónir á næsta ári. Samkvæmt frumvarpinu verða skattfrelsismörk barnlausra hjóna dregin við 720 þúsund krónu tekjur á þessu ári, hjóna með 1 barn 840 þúsund, með 3 börn 960 þúsund og með 3 börn og fleiri rúmlega miljón. Skatt- frelsismörk einstæðs foreldris með 1 barn verða rúmlega 600 þúsund krónur. Svavar Gestsson sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að með þessu frumvarpi væri ekki tekið á aðalvanda í íslenska skattkerfis- ins sem eru skattaskjól fyrirtækj- anna og frádráttarfrumskógin- um. „Þarna er aðeins verið að deila niður 300 miljón króna tekjuskattslækkun á einstak- linga, þ.e. skila helmingnum af því sem ofj-tekið var sl. sumar í tekjuskatti, sem var um 600 milj- ónir.“ - ÁI leitt gild rök fyrir því að auka um- svif stofnunarinnar. Hún sæi nú um þróun og rannsóknir en fengi með frumvarpinu heimild til raunverulegrar þátttöku í fram- kvæmdunum sjálfum. Þannig yrði hlutdeild ríkisins í atvinnu- rekstrinum aukin með beinum tilraunum í atvinnustarfsemi og með stuðningi við nýjar atvinnu- greinar sem oft ættu erfitt upp- dráttar. í slíkum tilvikum væri að sínu mati rétt og gott að fara til ríkisins í leit að stuðningi. Þetta væri því gott frumvarp. í þingsályktunartillögu Bessíar segir þins vegar að rekstur ÁTVR sé ríkinu of dýr, m.a. vegna skrifstofuhalds og þó eink- um birgðahalds. Birgða- kostnaðinn hafi verið reynt að létta með útsölu á áfengi sem orki tvímælis. Óþarft sé að ríkið ann- ist pantanir og þjónustu við heild- sala og tekjur þess af áfengi og tóbaki ættu að aukast við að leggja ÁTVR niður. Bessí gerir hins vegar ekki tillögu um afnám einkasölu á lyfjum, sem eru í sama iagabálki og áfengi og tó- bak. - ÁI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Spurt um... ...vinnslu og dreifingu landbúnaðarvara Þórður Skúlason spyr landbún- aðarráðherra hver sé áætluð fjár- festing í vinnslu- og dreifingar- stöðvum landbúnaðarinsás.l. 10 árum bæði á höfuðborgarsvæð- inu og í öðrum kjördæmum. Þá spyr hann hvert hafi verið samanlagt heildarf latarmál þess- ara stöðva fyrir 10 árum og hvert það sé nú. Þórður spyreinnig hve margir hafi starfað í þessum stöðvum 1976 og hve margir starfi þar nú og Ioks nvaða áhrif fyrirhugaður samdráttur í land- búnaðarframleiðslu hafi á starf- semi dreifingar- og vinnslustöðv- anna. Þórður óskar skriflegra svara við þessum spurningu. ...búsetu hermannanna Geir Gunnarsson spyr utanrík- isráðherra um búsetu banda- rískra hermanna og flugvallar- starfsmanna og dvöl þeirra utan flugvallarsvæðis. Geir spyr hve margar íbúðir þessir menn höfðu á leigu utan flugvallarsvæðisins 1. desember s.l. 6 ár og hvaða reglur gilda um dvöl bandarískra hermanna og flugvallarstarfs- manna utan flugvallarsvæðis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.