Þjóðviljinn - 21.11.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Evrópukeppnin Söguleg stund hjá Stjömunni Fyrsti heimaleikurinn í Evrópukeppni íHöllinni kl. 20 í kvöld. Dinov Slovan með 5 júgóslavneska landsliðsmenn Kvöldið í kvöld er sögulegt fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Fé- lagið leikur þá í fyrsta skipti Evr- ópuleik á heimavelli - kannski ekki alveg á heimavelli því keppt er í Laugardalshöllinni - en mót- herjarnir eru Dinov Slovan frá Júgóslavíu og leikurinn er liður í Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik. Hann hefst kl. 20. Fyrri leikurinn fór fram í Lju- bljana í Júgóslavíu sl. laugardag og Dinov vann hann 22-15. Sjö mörk þykja aldrei óyfirstígan- legur munur í Evrópukeppni í handknattleik þar sem oft eru sveiflur uppá 10-1^ mörk. Skemmst er að minnast sigurs Víkinga á Barcelona fyrir rúmu ári, 20-13, en Barcelona vann Skotland Celtic vinnur enn Celtic hélt áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrra- kvöld, vann þá Hibernian 1-0 í Edin- borg. Dundee United vann Hamilton 3-0, Rangers sigraði Dundee 2-1, He- arts vann Motherwell 3-2 á útivelli, Aberdeen vann Clydebank 5-0 og FalkirkogSt. Mirren skildu jöfn, 1-1. Staða efstu Iiða er þessi: Celtic...........18 14 3 1 40-9 31 DundeeUtd....... 19 11 5 3 33-15 27 Hearts........... 19 10 6 3 27-15 26 Rangers.......... 18 11 3 4 32-13 25 -VS/Reuter Sviss „Otmar á veika von“ Guðmundi og Kristjáni sérstaklega hælt „St. Otmar á veika von um að komast áfram í Evrópukeppninni eftir fimm marka tap gegn Vík- ingi Reykjavík á íslandi,“ segir svissneska blaðið Sport um Evr- ópuleikinn í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. „St. Otmar hefði getað náð hagstæðari úrslitum með betri skotnýtingu, ekki síst eftir að hafa minnkað muninn í þrjú mörk skömmu fyrir leikslok,“ segir í greininni og þar er þeim Kristjáni Sigmundssyni og Guðmundi Guðmundssyni sér- staklega hælt- Guðmundur sagð- ur geysisnjall (wieselflink), enda skoraði hann 10 mörk í leiknum. Peter Jehle, reyndasti og þek- Pílukast íslandsmótið um helgina Fyrsta íslandsmótið í pílukasti hefst í Ballskák við Skúlagötu í Reykjavík kl. 19.30 í kvöld. Tveir efstu menn öðlast þátttökurétt á einu stærsta alþjóðamóti heims, breska opna meistaramótinu, sem fram fer í London 2.-3. janúar. Nánar á bls. 13 í Miðli. ktasti Ieikmaður St. Otmar missti af leiknum vegna rifbeinsbrots en ekki kemur fram hvort hann geti leikið gegn Víkingum í seinni leiknum sem fram fer í St. Gallen á sunnudaginn. -VS seinni leikinn 22-12. Heimavöllur og áhorfendur hafa ótrúlega mikið að segja og gætu gert út- slagið fyrir hið óreynda en skemmtilega lið Stjörnunnar. Dinov Slovan lék til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða árið 1981 en varð júgóslavneskur meistari í fyrsta og eina skiptið árið á undan. Félagið varð bikar- meistari 1973,1975, 1982 og 1985 en tapaði úrslitaleiknum í fyrra gegn besta félagsliði heims, Met- aloplastica Sabac, sem er nánast heimsmeistaralið Júgóslavíu. Fimm landsliðsmenn leika með Dinov og einn þeirra, hinn tveggja metra hái markvörður Mitja Valencic, var Stjörnu- mönnum mjög erfiður í fyrri leiknum. Peter Mahne er einnig 2 metrar á hæð og á að baki 53 landsleiki. Það eitt að liðið er frá Júgóslavíu tryggir góðan og líf- legan leik. Víkingar verða síðan í eldlín- unni á sunnudag en þá verja þeir fimm marka forskot sitt gegn St. Otmar í St. Gallen í Sviss. Það er því ekki útilokað að ísland eigi tvö lið í 8-liða úrslitum Evrópu- mótanna í ár. -VS Einar Einarsson úr Stjörnunni verður örugglega ekki tekinn neinum vettlinga- tökum af leikmönnum júgóslavneska liðsins í Höllinni í kvöld - frekar en af Árna Indriðasyni þjálfara Víkings sem reynir að stöðva hann á myndinni. Árni er sjálfur farinn til Sviss með lið sitt í seinni leikinn við St. Otmar sem fram fer á sunnudaginn. Mynd: E.ÓI. Sovétríkin Kvennaknattspyrna Ómar og Sverrir Omar Arason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks fyrir næsta keppnistímabil. Ómar ergam- alkunnur knattspyrnumaður sem lék með Fram um árabil. Sverrir Herbertsson mun þjálfa KR-stúlkurnar næsta sumar en hann þekkir vel til, hefur áður stjórnað þeim. Sverrir hefur þjálfað og leikið með Gróttu í 4. deild sl. tvö ár. Ásgeir Pálsson, sem stýrði Stjörnunni til sigurs í 2. deild sl. sumar, þjálfar líklega Þórsstúlkurnar á Akureyri næsta keppnistímabil. -MHM Kiev að dala Steinlá á heimavelli Dinamo Kiev, Evrópubikar- meistararnir sem af mörgum eru taldir með besta félagslið heims í knattspyrnu, eiga undir högg að sækja í heimalandi sínu um þess- ar mundir. Kiev tapaði 0-3 á heimavelli fyrir Zalgiris Vilnius í 1. deildarkeppninni um síðustu helgi og er aðeins í 8. sæti deildar- innar. Kiev á reyndar enn nokkra leiki til góða, liðið hcfur þurft margar frestanir vegna lands- leikja, en möguleikarnir á að verja meistaratitilinn fara óðum minnkandi. Kiev er nú 8 stigum á eftir Dinamo Moskva sem er efst í deildinni með 36 stig og á tvo leiki til góða á flest önnur lið. -VS/Reuter Úrvalsdeildin UMFN mætir Val Tvö toppliða úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, UMFN og Valur, mætast í Njarðvík kl. 20 í kvöld. Þetta er fyrstu leikur 8. umferðar en á sunn- udag verða tveir leikir í Hagaskóla. Fram og ÍBK leika kl. 14 og KR- Haukar kl. 20. Nánar er sagt frá við- burðum helgarinnar á bls. 13 í Miðli en vegna skorts á upplýsingum er 1. deild karla ekki rétt þar. Grindavík og Þór leika kl. 19.30 í kvöld og ÍR- Þór kl. 14 á sunnudag. Deildabikarinn Stefnir í stórleiki Everton-Liverpool? Horfur eru á þremur stór- leikjum í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu en í gær var dregið um hvaða lið skyldu mætast þar. Arsenal fær Nottingham Forest í heimsókn. West Ham leikur við erkifjend- urna í Tottenham, þ.e.a.s. ef Tottenham tekst að sigra 4. deildarliðið Cambridge. Nái Li- verpool að vinna Coventry á heimavclli verða mótherjarnir engir aðrir en Everton, á Goodi- son Park. Fjórði leikurinn fellur í skuggann af hinum en þar eigast við Southampton og Shrewsbury. Leikirnir fara fram í janúar. -VS/Reuter Borðtennis Tveir heimsmeistarar Carlsson ogJohannsson á Flugleiðamótið Ulf Carlsson, núverandi heimsmeistari í tvfliðaleik, og Kjell Johannsson, þrefaldur heimsmeistari í tvíliðaleik, verða meðal keppenda á Fiugleiðamót- inu í borðtennis sem fram fer I íþróttahúsi Kennaraháskóla ís- lands laugardaginn 29. nóvem- ber. Carlsson og Johannsson eru Svíar sem hafa vrið í fremstu röð í heiminum um langt árabil. Carls- son er nú talinn sá áttundi besti í Evrópu og 19. besti í heimi og varð fjórði í einliðaleik á síðasta Evrópumeistaramóti. Johanns- son er hættur að keppa á alþjóð- legum mótum en starfar að því að sýna og kynna borðtennisíþrótt- ina. Mótið er boðsmót og til keppni hafa verið valdar fjórar konur og sex karlar, auk Svíanna. Konurn- ar eru Ragnhildur Sigurðardótt- ir, Sigrún Bjarnadóttir, Ásta Ur- bancic og Elísabet Ólafsdóttir en karlarnir eru Stefán Konráðsson, Tómas Guðjónsson, Kristján Jónasson, Hilmar Konráðsson, Tómas Sölvason og Jóhannes Hauksson. England Olsen aftur með Er í náðinni hjá Alex Ferguson Jesper Oisen, Daninn litli og leikni, verður í byrjunarliði Manchester United gegn QPR í 1. deild ensku knattspyrnunnar á morgun. Hann átti ekki sjö dag- ana sæla undir stjórn Rons Atkin- son en nýi stjórinn, Alex Fergu- son, er hrifinn af Olsen sem segist reiðubúinn að gera langan samn- ing við Man. Utd í vor ef allt gengur að óskum. Gordon Strac- han, sem hefur verið meiddur lengi, leikur líklega með Man.Utd á morgun en Norman Whiteside er í leikbanni. Arsenal, efsta lið 1. deildar, verður án Perry Groves, sem skoraði tvö mörk gegn Sout- hampton, í leiknum við Man- chester City á morgun. Hann meiddist í deildabikarleiknum við Charlton á sunnudag. Stewart Robson og Charlie Nicholas eru enn meiddir og verða ekki heldur með Arsenal. -VS/Reuter Föstudagur 21. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.