Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348.
Helgarsími
681663
þJÓOVIUINN
Flmmtudagur 18. desember 1986 289. tölublað 51. örgangur
SFJALDHAG
allarui
SAMVINNUBANKI
ISLANDS HF.
Aðalskipulag Reykjavíkur
Dæmalaus vinnubrögð
Meirihlutinn keyrir tillögur að nýju skipulagi ígegnum ráð og nefndir.
Össur Skarphéðinssonfulltrúi í umhverfismálaráði: Ábyrgðarleysi
gagnvart borgarbúum. Ónógar upplýsingar
að er margt sem orkar mjög
tvímælis í tillögunum að nýju
aðalskipulagi fyrir Reykjavík og
þess vegna leggur Sjálfstæðis-
flokkurinn kapp á að keyra þær í
gegnum ráð og nefndir borgar-
innar án þess að nægilega ítarleg
umræða geti átt sér stað. Við
fáum jafnvel ekki öll gögn sem
þarf um málið og það er engin
tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn
velur einmitt þennan tíma, þegar
menn hafa verið uppteknir af
vinnu í tengslum við Kvosar-
skipulagið og eru nú á bólakafi
við Ijárhagsáætlun borgarinnar.
Petta sagði Össur Skarphéð-
insson fulltrúi ABR í umhverf-
ismálaráði en í gær voru tillögur
að nýju aðalskipulagi borgarinn-
ar knúðar í gegnum ráðið við
harðorð mótmæli Össurar og
Bryndísar Kristjánsdóttur full-
trúa Alþýðuflokksins.
„Pessi vinnubrögð eru dæma-
laus og það er til marks um
keyrsluna, að þegar málið var
fyrst kynnt í umhverfismálaráði
voru ekki einu sinni til gögn
handa fulltrúum sem hægt væri
að nota til að kanna máið. Þau
hafa svo verið að koma smám
saman og síðast í dag komu á
fundi fram mjög mikilvægar upp-
lýsingar sem varða einmitt einn
umdeildasta þáttinn í tillögunni
sem lítur að lagningu hraðbrautar
um Öskjuhlíð og Fossvogsdalinn.
Þessar upplýsingar fáum við ekki
einu sinni að skoða í næði heldur
er það fyrir einskæra náð að við
fáum að heyra þær úr minni við-
komandi embættismanna.“
Össur kvað fjölmargt athuga-
vert við tillöguna en sagðist vilja
benda á eitt atriði í viðbót sem
hlyti að slá marga illa. „Með til-
lögunum á nú að leyfa byggð
miklu nær Áburðarverksmiðj-
anni en áður þótt ekkert bendi til
þess að sprengihættan frá verk-
smiðjunni hafi minnkað. Svona
vinnubrögð bera ekki vott um
ábyrgð gagnvart borgarbúum,“
sagði Össur.
-Jg-
ísafjörður
400 manns
bíða
Um 250 manns bíða nú í
Reykjavík eftir því að komast til
ísafjarðar með Flugleiðum og
140 bíða á ísafirði eftir ferð
suður.
Ekki hefur verið flogið á veg-
um Flugleiða til ísafjarðar síðan á
hádegi á föstudag vegna veðurs
en vélar Flugfélagsins Ernir
fluttu um 30 manns til Reykjavík-
ur á mánudag. Þær vélar voru síð-
an tepptar í Reykjavík þar til í
gær og komust með þeim 14
manns vestur síðdegis.
Um 30-40 manns fóru með rútu
og bflum til Reykjavíkur frá ísa-
firði á þriðjudag og tók ferðin 15
tíma vegna slæmrar færðar og
hálku á þjóðvegum.
Flugleiðir stefna að því að
senda allar fimm Fokker-
flugvélar sínar á ísafjörð fyrir há-
degi í dag ef veður leyfir. -vd.
Sjálfstœðisflokkurinn
Nýr
hægri
flokkur?
Júlíus Sólnes: Ákaflega
margir óánœgðir.
Stingur uppá „nýrri
breiðfylkingu
borgaralegra afla“ til
hægri við
Sjálfstœðisflokkinn
Nýr hægriflokkur? Uppá slíku
er fitjað í Morgunblaðsgrein eftir
Júlíus Sólnes prófessor þarsem
segir að síðustu daga reki hvert
stórmálið annað „þarsem Sjálf-
stæðisflokkurinn er yfirleitt í
hlutverki sósíalistans“. Ef ekki
verði nein brey ting á sé kominn til
að mynda „nýja breiðfylkingu
borgaralegs afls, sem veitir Sjálf-
stæðisflokknum aðhald frá
hægri“.
- Nei, ég er ekki að stofna nýj-
an flokk, sagði Júiíus Sólnes við
Þjóðviljann í gær, - ég varpa
þessu fram sem hugmynd, til að
vekja menn til umhugsunar um
það sem fram fer í landinu.
Grein Júlíusar fjallar aðallega
um staðgreiðslukerfi skatta og
virðisaukaskatt. Hún hefst svo:
„Stefna Sjálfstæðisflokksins í
skattamálum er horfin. Finnandi
vinsamlegast skili henni til skrif-
stofu flokksins í Valhöll gegn
góðum fundarlaunum.“
Með sósíalísku hlutverki Sjálf-
stæðisflokksins sagðist Júlíius
eiga við ýmis mál nú undanfarið,
til dæmis Borgarspítalasöluna, en
ég er fyrst og fremst að tala al-
mennt um það að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur um of staðið að
auknum ríkisumsvifum og skrif-
finnskukerfi sem eru í stfl austan-
tjaldsríkjanna, sagði Júlíus í gær.
Júlíus gekk í Sjálfstæðisflokk-
inn þegar hann kom heim frá
námi fyrir tólf árum og hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrirflokkinn, meðal annars setið
í bæjarstjóm á Seltjarnarnesi.
-m
Samninganetnd sjómanna leggur á ráðin tyrir fund sinn með útgerðarmönnum í gærmorgun. Mynd E.ÓI.
Sjómannasamningar
Rætt um frjálst fiskverð af fullri alvöni
Óskar Vigfússonformaður Sjómannasambandsins: Beðið eftir fiskverðsákvörðun
Menn eru að ræða það í fullri
alvöru hvort gefa á flskverð
frjálst, meira get ég ekki sagt á
þessarri stundu, sagði Óskar Vig-
fússon formaður Sjómannasam-
bands íslands í samtali við Þjóð-
viljann f gær að loknum fundi
Verðlagsráðs sjávarútvegsins.
Annar fundur hefur verið boð-
aður klukkan 14.00 í dag. Samn-
ingafundur sjómanna og útgerð-
armanna er boðaður í dag klukk-
an 10 og kvaðst Óskar ekki sjá
fram á breytta stöðu í samninga-
málum fyrr en komist verður að
niðurstöðu um fiskverð í verð-
lagsráði.
„Þetta tengist hvað öðru, það
gerðist nákvæmlega ekki neitt á
samingafundinum í morgun"
sagði Óskar í gær. „Við munum
þó gera allt til þess að fá viðræður
af fullri alvöru við okkar viðsemj-
endur og fá þeirri meginkröfu
okkar framgegnt að kostnaðar-
hlutdeild sjómanna verði felld
niður.“
-vd.
Sifjaspell
Smáböm í meirihluta
27 konur hringdu vegna símakönnunar á sifjaspelli
Isimakönnun sem vinnuhópur
um sifjaspell stóð fyrir í síðustu
viku bárust 27 símhringingar frá
konum sem sögðu frá reynslu
sinni af sifjaspelli og var gerand-
inn í öllum tilfellum karlmaður. í
flestum tilfellum er um feður að
ræða, eða í 10 af 27. í öðrum
tilfellum var um stjúpföður, afa,
bróður, frænda eða mánn tengd-
an fjölskyldunni að ræða.
Það vekur athygli að 10 konur
höfðu orðið fyrir árásum fleiri en
eins aðila, þar af ein af hálfu 6
mismunandi fjölskyldumeðlima.
Þá skýrðu 5 konur frá því að
mennirnir hefðu einnig leitað á
önnur börn í fjölskyldunni.
Konumar vom á aldrinum 4-12
ára þegar áreitnin byrjaði, en
meðalaldurinn var 6.8 ár. Að
sögn Guðrúnar Jónsdóttur fél-
agsráðgjafa er þessi meðalaldur
með því lægsta sem gerist í sam-
anburði við nágrannalöndin.
Meðaltal þess tíma sem áreitnin
stóð yfir var 4.6 ár. 5 þeirra
kvenna sem hringdu höfðu aldrei
trúað neinum fyrir leyndarmáli
sínu.
Algengustu afleiðingamar af
reynslu sinni sögðu konurnar
vera erfiðleika í kynlífi og mikla
sektarkennd.
-K.Ól.
Samningarnir
3% ofan á
efsta taxta
Ákveðið hefur verið að breyta
kjarasamningunum á þann veg
að fiskvinnslufólki á 15 ára taxt-
anum verði veitt 3% kauphækk-
un umfram það sem kjarasamn-
ingarnir gerðu ráð fyrir.
Kvennadeild Verkalýðsfélags-
ins á Akranesi hefur knúið þessar
breytingar í gegn, en Sigrún
Clausen formaður deildarinnar
neitaði að skrifa undir samning-
ana þegar þeir vom undirritaðir
vegna þes hve illa þeir komu út
fyrir hóp fiskvinnslukvenna.
Sjá um samningana
bls. 3.