Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 12
VfÐHORF
Viðsjárverð landbúnaðarstefna
Friðjón Guðmundsson skrifar. Seinni grein
Nýbúgreinar
Stjórnvöld hafa rekiö bullandi
áróður fyrir loðdýrarækt. Auðvit-
að er nauðsynlegt að auka fjöl-
breytni í búskap og taka upp nýj-
ar búgreinar, og er loðdýrarækt
síður en svo undanskilin en öfgar
og kollsteypur eru ekki til góðs.
Menn verða að halda sig við jörð-
ina. Loðdýrarækt er auðvitað allt
annars eðlis en hefðbundnar bú-
greinar, henni fylgja ekki lands-
nytjar og hún á ekki allstaðar við
m.a. vegna fjarlægðar frá fóður-
stöðvunum. Hinar hefðbundnu
búgreinar hljóta því alltaf að
verða aðaluppistaðan í land-
búnaðinum, burðarásinn sem
heldur uppi byggðinni í
sveitunum.
Og eins og nú horfir eru af-
komumöguleikar í loðdýrarækt
ótryggir og því ekki varlegt fyrir
bændur að byggja afkomu sína á
þeirri búgrein eingöngu. Loð-
dýrarækt og aðrar nýbúgreinar
henta því best sem aukabúgrein-
ar á meðan á það reynir hvernig
til tekst. Það er því mín skoðun
að það eigi að styrkja nýjar bú-
greinar með fé úr Framleiðni-
sjóði gegn skilyrðum um sam-
drátt í framleiðslu búvöru, eða
með takmörkun á framleiðslu á
meðan árangur er að koma í Ijós,
en ekki með kaupum á búmarki
og fullvirðisrétti. Á sama hátt
ætti að hjálpa bændum sem eiga í
rekstrarerfiðleikum vegna
skulda, en hafa búrekstrarað-
stöðu að öðru leyti, með því að
greiða niður skuldir þeirra að
hluta til með fé úr Framleiðni-
sjóði.
Ég hefi áður á það bent hversu
aðkallandi það er að skógrækt
verði tekin upp sem atvinnubú-
grein með tilstuðlan fjár úr Fram-
leiðnisjóði, enda verði skógrækt-
arbændum tryggð sambærileg
laun og öðrum bændum. Skóg-
rækt, þar sem hún á við, myndi
stöðva fólksflótta úr sveitum á ör-
uggari hátt en flestar aðrar bú-
„Mér sýnist ótvírœtt að stjórnvöld hafi
tapað áttunum í moldviðri efnis-
hyggjunnar. Bœndaforystan erþeim
undirgefin ogþaðan er engrar hjálpar
að vænta án utanaðkomandiþrýstings. “
greinar. Skógrækt er langtíma-
verkefni, sem vonandi á mikla
framtíð fyrir sér. Þetta er sérstakt
íhugunarefni einmitt nú þegar
sveitirnar eiga svo mjög í vök að
verjast. Menn eru að byrja að
átta sig á því hversu stórt mál
þetta er. Og hér þarf að bregða
skjótt við. Pað þarf að gera þá
kröfu að verulegum hluta þess
fjár sem varið hefur verið til út-
flutningsbóta, en nú til nýbú-
greina, verði varið til atvinnu-
skógræktar um langa framtíð,
uns hún fer að skila arði. Þetta
þarf að tryggja með lögum.
Búvörulög og
útflutningsbætur
Áhrif búvörulaganna eru farin
að segja til sín. Þegar lögin voru í
smíðum reyndi ég af fremsta
megni að vara við setningu
þeirra, einkum hinum mikla sam-
drætti í útflutningsbótaréttinum
sem í þeim fólst. Lögin voru
keyrð í gegnum Alþingi af fyllstu
hörku og ofríki. í raun og veru
voru þau samin á bak við bændur,
á hinn lúalegasta hátt, og Alþingi
fékk sama og engan tíma til að
skoða þetta stóra mál. Það er í
mínum huga sorgarsaga og póli-
tískt hneyksli hvernig að setningu
laganna var unnið og hvernig til
tókst. Búvörulögin eru því langt
frá því að vera heilagt verk sem
ekki megi hrófla við né endur-
skoða. Það er óðum að koma í
Myrt fyrir
málstaðinn
Hörpuútgáfan á Akranesi hef-
ur sent frá sér njósna- og
spennubók eftir metsöluhöfund-
inn JACK HIGGINS..
Um efnið segir í bókarkynn-
ingu: Mikhail Kelly var fæddur af
rússneskri móður, en faðir hans
var IRA maður. Hann var þjálf-
aður í sérstökum æfingabúðum
hjá KGB sem njósnari og hefn-
darverkamaður, sérhæfður í
hvers konar dulbúnaði, til þess að
villa um fyrir bresku leyniþjón-
ustunni og IRA. Honum tókst að
skapa meiri glundroða en nokk-
um hafði órað fyrir. En skyndi-
lega var hann líka orðinn hættu-
legur húsbændunum hjá KGB og
þá fór að hitna í kolunum...
Gissir Ó. Erlingsson þýddi.
Hvíta blómið
hans
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn-
arfirði, hefur gefið út bókina
Hvíta blómið hans eftir Barböru
Cartland. Þetta er þrettánda bók-
in, sem Skuggsjá gefur út eftir
Barböru Cartland.
Volkonski fursti er glæsilegur
ungur maður, sem hefur ekki enn
fundið þá konu, sem hann getur
fellt sig við. En þegar hann sér
hina fögru dansmey, Lokitu, fell-
ur hann samstundis fyrir henni,
eins og aðrir hafa gert á undan
honum. En það er ekki auðvelt
að nálgast hana. Hver er þessi
Lokita í raun og veru og hvaðan
er hún?
Sigurður Steinsson þýddi bók-
ina.
ljós að lögin eru farin að skaða.
hagsmuni dreifbýlisins og þar
með hag landsmanna allra, og
það mun halda áfram að gerast í
vaxandi mæli ef ekkert verður að
gert. Það sem gera þarf er að
stöðva áframhaldandi samdrátt í
búvöruframleiðslu a.m.k. til árs-
ins 1990 og hægja um leið á þeim
búháttabreytingum sem unnið
hefur verið að nú um sinn, en
hefja þess í stað undirbúning að
atvinnuskógrækt. Jafnframt þarf
að auka niðurgreiðslur á bú-
vörum innanlands og hefja átak í
markaðsmálum utan lands og
innan. Á þessu tímabili þarf að
stöðva auknar tilfærslur Fram-
leiðnisjóðs frá útflutningsbótum
til nýbúgreina, sbr. 36. og 37. gr.
búvörulaga til þess að tryggja
betur möguleika á sölu á land-
búnaðarvörum til útlanda. Nú-
gildandi búvörulög setja enga
tryggingu fyrir útflutningsbótum
eftir 1990, en lögin gera ráð fyrir
því að ákvæði 36. og 37. gr. verði
tekin til endurskoðunar að fjór-
um árum liðnum eftir gildistöku
þeirra, sem var 1. júlí 1985. Sem-
sagt, ef landbúnaðarstefnan helst
óbreytt eru allar horfur á að út-
flutningsbætur á búvörur verði
með öllu afnumdar eftir 1990. En
hvernig ætla menn þá að fram-
leiða búvörur til útflutnings? Um
þetta er bara ekki talað.
Útflutningsbætur virðast vera
einskonar bannorð manna á
meðal, eða feimnismál. Ég hefi
aldrei litið á þær sem ölmusu til
bænda, heldur sem stuðning sam-
félagsins við þá þjóðfélagslegu
nauðsyn að viðhalda byggð í
sveitum. Útflutningsbætur skaða
ekki þjóðarhag, og það má ekki
svipta landbúnaðinn þessari
vernd fyrr en hann er þess megn-
ugur að standa án hennar. Út-
flutningsbætur hafa verið stór-
lega mistúlkaðar. Það hefur verið
talið að þær hafi skaðað ríkissjóð
að fullu um þær fjárhæðir sem til
þeirra hefur verið varið. En það
er auðvitað fráleitt, þessir pen-
ingar hafa skilað sér að veru-
legum hluta til baka, beinlínis í
gegnum tolla og sölugjöld ríkis-
sjóðs af innflutningi vegna gjald-
eyristekna af útfluttum búvörum
og iðnaðarvörum tengdum land-
búnaði, og óbeinlínis vegna at-
vinnuörvunar tengdri framleiðslu
búvöru, úrvinnslu búvöru og iðn-
aði. Það vefst kannski fyrir
mönnum hversu stórir hlutir
þetta eru, en þeir eru umtalsverð-
ir. Að ganga fram hjá þessu er
auðvitað mistúlkun á staðreynd-
um. Ætli t.d. ullarvöru- og skinn-
aiðnaðurinn myndi ekki finna
fyrir því ef hráefnisframleiðsla til
þessara iðngreina drægist stór-
lega saman í landinu. Það er ekki
um það deilt að það þurfi að setja
búvöruframleiðslunni takmörk,
heldur hitt hvar eigi að setja þessi
takmörk.
Stjórnvöld og
markaðsmál
Auðvitað er það skaði fyrir
framleiðendur, þjóðarbú og ríki
þegar markaðsaðstæður versna.
En hvað gera stjórnvöld í mark-
aðsmálum fyrir landbúnaðinn?
Ekkert. Aðstoðarmaður land-
búnaðarráðherra, aðalhöfundur
búvörulaganna, lýsti því yfir í
sjónvarpi nýlega að það væri ekki
í verkahring stjórnvalda að hlut-
ast til um markaðsmál landbún-
aðarins. En hvað gera þau þegar
að kreppir í markaðsmálum sjáv-
arafurða? Þá er allt sett í gang til
þess að halda uppi mörkuðum
eins og sjálfsagt er. Það er ekki
von að vel gangi í markaðsmálum
landbúnaðarins þegar stjórnvöld
torvelda flest: Gera m.a. hvort
tveggja í senn að afnema útflutn-
ingsbætur í áföngum og stór-
lækka niðurgreiðslur á mjólkur-
vörum og sauðfjárafurðum. Svo
gefa þau sér þær forsendur að er-
lendir markaðir fyrir búvörur séu
vonlausir og heyri fortíðinni til,
og slá því föstu að innanlands-
markaður muni stöðugt halda
áfram að dragast saman um ó-
komin ár. Síðan koma þessir
menn fram fyrir alþjóð og segja:
Markaðsmál landbúnaðarins
koma okkur ekkert við.
Mælirinn er fullur. Fólki til
sjávar og sveita ofbýður með-
ferðin á bændum. Það er sárt og
vonsvikið. Það er talað um að við
borð liggi að hálfar og jafnvel
heilar sýslur muni falla úr byggð.
Það stefnir í algert óefni og ófær-
ur ef ekki er tekið í taumana. Það
yrði sorgarsaga og þjóðarskömm
ef stórir landshlutar leggðust í
eyði og það tjón yrði óbætanlegt.
Svo stórkostleg mistök myndu fá
harða dóma síðar.
Bændur verða að
gæta réttar síns
Mér sýnist ótvírætt að stjórn-
völd hafi tapað áttum í moldviðri
efnishyggjunnar. Bændaforustan
er þeim undirgefin og þaðan er
engrar hjálpar að vænta án utan-
aðkomandi þrýstings. Það er því
deginum ljósara að bændur og
dreifbýlisfólk verður sjálft að
gæta réttar síns. Gallinn er bara
sá að bændur eru, því miður, ekki
nógu stéttvísir, m.a. sökum þess
að hagsmunir þeirra rekast á inn-
byrðis eins og nú er í pottinn
búið. Ef árangur á að nást verða
þeir að sameinast um aðalatriðin,
en leggja niður torstreitu um
aukaatriði, setja hag stéttarinnar
ofar persónulegum hagsmunum,
veita fyrirsvarsmönnum sínum
strangt aðhald og umfram allt að
láta þá ekki teyma sig út í brask.
Jafnframt ættu þeir að leggjast á
eitt um það að kalla þéttbýlisbúa
til liðs við sig því ég hefi þá trú að
þaðan muni einmitt stuðnings að
vænta ef eftir væri leitað.
Hér er stiklað á stóru, af miklu
er að taka og margt er ósagt. Að
lokum ætla ég að draga saman í
stuttu máli það helsta sem gera
þarf:
1. Það þarf að vinna með öllum
tiltækum ráðum gegn þeirri
eyðibýlastefnu sem nú hefur
heltekið stjórnvöld, og ráðast
jafnframt gegn hverskonar
áróðri öðrum sem getur
skaðað bændastéttina, hvað-
an sem hann er kominn.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 18. desember 1986
2. Það þarf að stöðva kaup
Framleiðnisjóðs á búmarki
og fullvirðisrétti sem gerð eru
í þeim tilgangi að leggja jarð-
ir í eyði.
3. Það þarf að styrkja nýjar bú-
greinar, þar með talin at-
vinnuskógrækt, með fé úr
Framleiðnisjóði gegn skilyrð-
um um tímabundinn sam-
drátt í framleiðslu, eða tak-
mörkum á framleiðslu hefð-
bundinna búgreina á meðan
árangur er að koma í ljós, en
ekki með kaupum á
fullvirðisrétti.
4. Með hliðstæðum skilyrðum
þarf að hjálpa bændum sem
ekki virðast hafa rekstrar-
grundvöll vegna fjármagns-
kostnaðar, en búrekstrarað-
stöðu að öðru leyti til að
greiða skuldir sínar niður
með fé úr Framleiðnisjóði
svo þeim verði tryggð viðun-
andi afkomuskilyrði.
5. Það þarf að vinna gegn á-
formum stjórnvalda um stór-
fellda „fækkun" bænda í
hefðbundnum búgreinum,
t.d. í 2000 eða 1800. Heildar-
verðmæti búvöruframl-
eiðslunnar benda til þess að
innan bændastéttarinnar geti
við núverandi aðstæður rúm-
ast um eða yfir 4.600 bændur
með 440 ærgilda bú. Aukabú-
greinar eru þá taldar með.
6. Það þarf að stöðva auknar til-
færslur Framleiðnisjóðs frá
útflutningsbótum til nýbú-
greina, sbr. 36. og 37. gr. bú-
vörulaga til að tryggja mögu-
leika á sölu landbúnaðarvara
til útlanda framvegis. Um
leið þarf að fresta áformum
um frekari samdrátt en orð-
inn er í framleiðslu á kinda-
kjöti og mjólk allt til ársins
1990 a.m.k. og hægja jafn-
framt á þeim búhátta-
breytingum sem nú eru í
gangi svo menn geti áttað sig
á breyttum viðhorfum á með-
an þeir eru að ná fótfestu í
nýjum búgreinum. Það má
alls ekki afnema útflutnings-
bótaréttinn eftir 1990.
7. Það þarf nú þegar að hefja
undirbúning að stórátaki í
skógrækt þar sem skilyrði
leyfa með það markmið í
huga að gera hana að at-
vinnubúgrein með tilstuðlan
fjár úr Framleiðnisjóði um
langa framtíð. Til þessa verk-
efnis þarf að verja miklu fé,
og tryggja með lögum að svo
verði gert.
8. Þaðþarfaðtakauppstjórnun
á allri kjötframleiðslu í
landinu og flytja hana nær
alla inn á svið lögbýla. Kjöt-
framleiðslu utan kindakjöt
skal miða við innanlands-
þörf. Daga þarf úr nauta-
kjötsframleiðslu.
9. Það þarf að setja „þak“ á
stærð búa við 600-700 ær-
gildi. Minni bú en 300 ærgildi
verði undanþegin skerðingu
við úthlutun fullvirðisréttar.
10. Það þarf að auka niður-
greiðslur innanlands á
mjólkurvörum og sauðfjár-
afurðum.
11. Það þarf að stórefla mark-
aðsmál innan lands og utan,
og leita eftir erlendum mörk-
uðum fyrir nýjar búvöruteg-
undir, þar með talið skyr.
Stjórnvöld þurfa að beita sér
fyrir markaðsleit.
12. Úm þetta allt þarf íslenska
þjóðin að sameinast áður en
það er orðið of seint, þegar
alls er gætt, er það allra hag-
ur.
Friðjón Guðmundsson er bóndi að
Sandi í Aðaldal.