Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. desember 1986 289. tölublað 51. árgangur
Vísitölusvikin
Atti að fela upplýsingamar
Stefán Ingólfsson Fasteignamatinu: Ekki 12 miljónir heldur minnst 112 miljónir.
Upplýsingarnar virðast koma illa við ráðherra. Sigtúnshópurinn: Viljumfulla leiðréttingu
„Alexander Stefánsson fer með
staðlausa stafi þegar hann segir
að lánþegar eigi einungis 12 milj-
ónir króna inni hjá bygginga-
sjóði. Upphæðin nemur a.m.k.
um 112-15 miljónum króna, segir
Stefán Ingólfsson hjá Fasteigna-
mati ríkisins um yfirlýsingar fél-
agsmálaráðherra varðandi of-
reiknaðarar lánskjaravísitölu á
lánum Húsnæðisstofnunar sl. 3
ár.
Þessar 12 miljónir sem ráð-
herran talar um eru einungis þeir
vextir og afborganir sem lánþeg-
ar hafa verið að greiða ofaná
þann höfuðstól sem ofreiknuð
lánskjaravísitala hefur fært
sjóðnum, en hann er tæpar 100
miljónir. Upphæðin sem lánþeg-
ar eiga inni hjá Húsnæðisstofnun
skoðuð út frá öllum verðtryggð-
um lánum sem stofnunin hefur
veitt á tímabilinu nemur nú 240-
400 miljónum, að sögn Stefáns.
Þessar upplýsingar hafa komið
illa við ráðherra sem réðst harka-
lega að Stefáni á Alþingi fyrir að
veita almenningi þessar upplýs-
ingar. „Með þeim orðum er ráð-
herra að hagræða sannleikanum
og gera mig að sökudólg fyrir sinn
eigin klaufaskap“ segir Stefán.
Að ósekju væri verið að vega að.
honum sem fagmanni á sama
tíma og verið væri að hrekja hann
frá Fasteignamatinu vegna þess
að hann hefði staðið of djarflega
að því að veita fólki upplýsingar
sem vissulega allir þegnarnir ættu
rétt að fá.
Björn Ólafsson einn forsvars-
manna Sigtúnshópsins sem
hleypti umræðunni af stað um
3% svikin, sagði í gær menn
myndu ekki sætta sig við annað
en fulla leiðréttingu
„Við tökum fyllilega undir skiln-
ing Stefáns Ingólfssonar á þessu
máli og við munum halda barátt-
unni áfram svo lengi sem þarf.“
-K.Ól./-vd.
Bóksala
Thor, Þuríður
og Guðnín
„Grámosinn glóir” og „Saman í hring” efst á
bóksölulista þjóðviljans
Thor Vilhjálmsson, Þuríður
Pálsdóttir og Guðrún Helgadóttir
eru metsöluhöfundar bóka-
haustsins hingaðtil samkvæmt
sölulista sem Þjóðviljinn hefur
gert eftir upplýsingum fímm
bókaverslana.
Saman í hring Guðrúnar
Helgadóttur er í ótvíræðu fyrsta
sæti á lista barna- og unglinga-
bóka, en á almenna listanum er
mjótt á mununum milli Grámosa
Thors, minningabókar Þuríðar
Pálsdóttur söngkonu og nýjustu
framleiðslu Alistairs MacLeans á
íslandi Svarta riddaranum.
Listinn er tekinn saman á
grundvelli upplýsinga frá versl-
unarstjórum í Bókabúð Lárusar
Blöndal, Bókaverslunar Sigfúsar
Eymundsson, Bókabúðar Máls
og Menningar, Bókadeildar Hag-
kaups og Bókabúðar Jónasar Jó-
hannssonar á Akureyri. Bóka-
búðarmennirnir tóku fram að
upplýsingar gefnar á miðri jóla-
vertíð hlytu að vera ónákvæmar
og minntu á að nú fara í hönd þeir
Frakkland
Reyndi að
bíta löggu
Nancy - Frönsk táningsstúlka
sem reyndi að bíta lögregiu-
þjón þegar hundur hennar
vildi það ekki, var í gær dæmd í
þriggja mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi og sektuð um
18.000 krónur íslenskar.
Stúlkan var eitthvað að deila
við lögregluþjóninn í heimabæ
sínum í austurhluta Frakklands,
sleppti Elsasshundinum og
skipaði, „b£ttu!“. Hundurinn
óhlýðnaðist svo stúlkan reyndi
það sjálf. Úr því varð þó lítið ann-
að en formælingar í garð lögg-
unnar. -IH/Reuter
þrír til fjórir dagar þegar meiri-
hluti íslenskra bóka er keyptur.
Almenni listinn er þessi:
1. Grámosinn glóir
Thor Vilhjálmsson
2. Líf mitt og gleði
Þuríður Pálsdóttir/Jónína
Michaelsdóttir
3. Svarti riddarinn
Alistair MacLean
4. Úr snöru fuglarans
Sigurður A. Magnússon
5. Purpuraliturinn
Alice Walker, þýð. Ólöf Eldjárn.
6. Tímaþjófurinn
Steinunn Sigurðardóttir.
7. Alíslensk fyndni
Magnús Óskarsson.
8. Hófí - dagbók fegurðar-
drottningar
Hólmfríður Karlsdóttir/ Jón
Gústafsson.
9. Og svo kom sólin upp
Jónas Jónasson
10. Allt önnur Ella
Elln Þórarinsdóttir/ Ingólfur
Margeirsson
Þær bækur sem næstar komu
voru Níu lyklar Ólafs Jóhanns
Ólafssonar, annað bindi endur-
minninga Huldu Á. Stefánsdótt-
ur, Æskan, og Kvæðabók Jóns
Helgasonar. Þá var vakin athygli
á mikilli sölu fuglabókar Hjálm-
ars R. Bárðasonar fyrr á árinu.
Listinn yfir barna- og ungling-
bækur er þessi:
1. Saman í hring
Guðrún Helgadóttir
2. Með stjörnur í augum
Andrés Indriðason
3. Jólasveinarnir
Iðunn Steinsdóttir
4. Enga stæla
Andrés Indriðason
5. Kæri sáli
Sigtryggur Jónsson
6. Ein af strákunum
Ulf Stark. Þýð. Njörður P. Njarð-
vík.
7. Ástarbréf til Ara
Eðvarð Ingólfsson.
-m
„Heims um ból, helg eru jól“ sungu krakkarmr i Laugarnesskóla
þegar litlu jólin gengu þar í garð I gær en þessa dagana er venð að halda uppá
litlu jólin í flestum grunnskólum landsins. Mynd E.Oi.
Gleraugnasalar
Samráð
um verð
rannsakað
Verðlagsstofnun kannar
hvort gleraugnasalar
hafa ólöglegt samráð við
verðlagningu á glerjum
Verðlagsstofnun hefur nú til at-
hugunar hvort gleraugnaverslan-
ir hafí með sér ólöglegt samráð
um verð á glerjum í gleraugu.
„Við höfum undir höndum
gögn frá Félagi gleraugnavers-
lana á íslandi, verðlista og verð-
útreikninga, sem benda til þess
að gleraugnaverslanir hafi með
sér samráð um verð“ sagði Krist-
inn Briem deildarstjóri hjá Verð-
lagsstofnun í samtali við Þjóðvilj-
ann.
„Þetta er í athugun þar sem
slfkt samráð er ólöglegt sam-
kvæmt 21.grein laga um sam-
keppnishömlur. Okkur virðist
sem flestir gleraugnasalar fari
eftir þessum verðlista þegar þeir
ákveða verð á glerjum en verð á
gleraugnaumgjörðum er nokkuð
mismunandi.“ -yj.
6 dagar
tiljóla
Sjöundi var Hurðaskellir,
- sá var nokkuð klúr,
effólkið vildi í rökkrinu
fá sér vœran dúr.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum (.