Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR
Framtíðin
Mjótt á
munum
„Helstu óánægjuraddirnar
komu frá konum sem vinna í bón-
us við vélarnar en þær telja að
með samningunum lækki þær í
launum þrátt fyrir nýgerða
leiðréttingu, sagði Guðríður Elí-
asdóttir formaður Verkakvenna-
félagsins Framtíðarinnar í Hafn-
arfirði, en litlu munaði að
fiskvinnslu- og ræstingakonur
þar felldu samningana sem voru
samþykktir með 5 atkvæða mun.
Guðríður sagði að farið yrði
fljótlega í að athuga hvort launa-
lækkunin væri staðreynd, en ef
svo væri yrði væntanlega reynt að
ná fram leiðréttingu.
Önnur félög sem vitað er til að
hafi fjallað um samningana í vik-
unni eru Iðja á Akureyri, Félag
verslunar- og skrifstofufólks á
Akureyri, Verslunarmannafélag
Suðurnesja, Verkalýðsfélag
Borgamess og Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur. í öllum
þessum félögum voru samning-
arnir samhljóða samþykktir utan
Verslunarfélags Reykjavíkur en
þar greiddu 24 atkvæði gegn
samningunum en 64 vom þeim
meðmæltir. -K.ÓI.
Alverið
Forsendur brostnar
Tekjur afraforkusölu til Isal hundruðum miljóna króna lœgri en gert var
ráðfyrir. Verðið ávallt í lágmarki. Raungildi verðsins aðeins 9,3 mills
Svar iðnaðarráðherra leiðir í
Ijós að allar forsendur samnings-
ins um raforkuverð til álvcrsins
eru brostnar. Það munar hund-
ruðum miljóna á tekjuspá stjórn-
arinnar 1984 og þeim tekjum sem
við höfum raunverulega haft af
sölunni sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson alþingismaður í samtali
við Þjóðviljann í gær.
í svari iðnaðarráðherra við fyr-
irspum Hjörleifs um raforkusöl-
una til ísal kemur fram að tekjur
af sölunni hafa reynst mun lægri
en menn ætluðu þegar samningur
um hana var lagður fyrir alþingi í
nóvember 1984. Þá var gert ráð
fyrir að tekjur af raforkusölunni
árin 1985, 1986, og 1987 yrðu
rúmlega 2,5 miljarðar, en niður-
staðan verður að öllum líkindum
ekki nema 2,071 miljarður, eða
438 miljónum lægri.
Þetta stafar fyrst og fremst af
því að raforkusalan hefur verið
minni en áætlað var og raforku-
verðið hefur ávallt verið í lág-
marki. í samningum var gert ráð
fyrir að verðið yrði á bilinu 12,5-
18,5 mills, en það hefur verið
nánast í lágmarki allt síðan samn-
ingurinn var gerður.
Auk þessa hefur raungildi
verðsins lækkað vemlega vegna
lækkunar á gengi bandaríkjadoll-
ars og alþjóðlegrar verðbólgu,
þannig að raungildi 12,5 mills er í
dag aðeíns 9,3 mills. Lækkun á
raungildi raforkuverðsins á
tveggja ára tímabili nemur því
hundruðum miljóna króna. í
samningnum var kveðið á um að
verðið á bilinu 12,5-18,5 mills
skyldi verðtryggt, en þar sem
verðið hefur verið í lágmarki hef-
ur raungildi þess minnkað sem
raun ber vitni. _gg
Skattamálin
Fyrirtækin vemduð
Allar breytingatillögur Svavars Gestssonar við
frumvarp um tekjuskatt og eignarskattfelldar. Svavar
Gestsson: Byrðarnar lagðar áfólkið. Fyrirtœkin
sleppa
Þessi afgreiðsla stjórnarliða er
aðeins staðfesting á þeirri stefnu
stjórnarinnar að leggja skatt-
byrðarnar á fólkið, en vernda
fyrirtækin, sagði Svavar Gests-
son formaður Alþýðubandalags-
ins í samtali við Þjóðviljann í gær.
Breytingartillögur bæði Svav-
ars og fulltrúa Kvennalistans við
frumvarp stjórnarinnar um
tekjuskatt og eignaskatt voru all-
ar felldar í gær. Stjórnarliðar
greiddu allir sem einn atkvæði
gegn tillögunum, en stjórnar-
andstöðuþingmenn voru sam-
þykkir.
Tillögur Svavars miðuðu að því
fyrst og fremst að lækka tekju-
skattsgreiðslur einstaklinga um
þriðjung á næsta ári, en hækka
tekjuskatt fyrirtækjanna á móti.
Þá var í tillögunum gert ráð fyrir
að ýmsar frádráttarheimildir fyr-
irtækja yrðu felldar niður. Einnig
lagði Svavar til að sett yrðu í lögin
ný og afgerandi ákvæði til þess að
koma í veg fyrir að persónuleg
eyðsla forráðamanna fyrirtækja
verði flutt á reikning fyrirtækj-
anna og að settar verði reglur um
risnu á kostnað fyrirtækjanna.
Svavar sagði í gær að embættis-
menn hefðu mikinn áhuga á að fá
slíkt ákvæði inn í lögin, enda hef-
ur borið mikið á því að persónu-
leg eyðsla hafi verið færð yfir í
bækur fyrirtækja.
Það vekur athygli að meðan ís-
lensk fyrirtæki greiða aðeins 2-
3% af útgjöldum ríkisins, greiða
bandarísk fyrirtæki 7-8% af út-
gjöldum ríkisins þar í landi.
-gg
Gallerí Svart ö hvltu við Óðinstorg í Reykjavík
hefur opnað sölusýningu á verkum ungra myndlistar-
manna, og stendur hún til jóla. í tengslum við sýninguna
verður jafnframt efnt til bókmenntakynningar, og munu
þeir Einar Már Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson lesa
úr nýútkomnum bókum sínum á sunnudag kl. 16. Á sýn-
ingunni getur að líta fjölbreytilegt úrval af því nýjasta sem
er að gerast í íslenskri myndlist. Sýningin er opin frá 14-18
alla daga nema mánudaga.
Á myndinni eru frá v. þau Hulda Hákon, Guðrún Krist-
jánsdóttir og Helgi Þorgilsson, sem öll eiga verk á sýning-
unni og að auki hundurinn Heiða Berlín. Mynd -Sig.
Hafnarfjarðarkirkja
Jólavaka
Jólavaka við kertaljós verður
haldin í Hafnarfjarðarkirkju í
kvöld og hefst hún kl. 20.30 en
Jólavöku varð að aflýsa vegna
veðurs á sunnudag.
Ræðumaður verður Guðrún
Helgadóttir alþingismaður og
flytjendur tónlistar ungir og upp-
rennandi listamenn, þau Guðný
Árnadóttir, altsöngkona, Gunn-
ar Guðbjörnsson, tenórsöngvari
og Björn Davíð Kristjánsson,
flautuleikari og svo Kór Hafnar-
fjarðarkirkju undir stjórn Helga
Bragasonar, organista.
UPPREISNARGLEÐI
Hverfisgötu 105, laugardaginn 20. des. kl. 21.00.
Dagskrá:
22:00 - „Setningarræða”: Arthur Schargill
- í sannleika sagt: Elísabet Þorgeirsdóttir les
- ’68 = ’86?: Gerard Lemarquis spjallar um
stúdentahreyfinguna í Frakklandi fyrr og nú.
- Nýr heiðursfélagi ÆFR kynntur
24:00 - Dansað, drukkið og duflað fram eftir
nóttu.
Allir vinstri menn velkomnir - aðgangur ókeypis Æskulýðsfylkingin í Reykjavík