Þjóðviljinn - 06.01.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.01.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Hvernig iíst þér á ný- legar hækkanir á þjón- ustu hins opinbera? Guðrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræöingur: Þetta er nú svo nýkomiö en mér sýn- ist að gera hafi mátt ráð fyrir þessu. Það er náttúrulega verið að svína á okkur. En þeir segja sjálfsagt, „Ein- hvers staðar verður að fá pening- ana.“ Jóhann Friðgeirsson, verkamaður: Ég er nú ekki búinn að fá reikninginn enn. Þetta er þó það sem búast mátti við. Árvissar hækkanir, næstum því. Þetta er lækkað en hækkað síðan aft- ur áður en varir. Halla Stefánsdóttir, þroskaþjálfi: Mér líst mjög illa á þær. Það er svo aftur erfitt að svara því hvort komast hefði mátt hjá þeim. Trúlega hefði þó mátt koma þessu að einhverju leyti öðruvísi fyrir. Hlíf Hjörleifsdóttir, húsmóöir: Það er ekki nógu gott með þessar hækkanir. Mér finnst þær varla standast, sérstakiega í Ijósi síðustu kjarasamninga. Þessi þjónusta er nógu dýr fyrir. Stefán Jóhann Þorbjörns- son, ellilífeyriþegi: Mér líst mjög illa á þær. Mér finnst skrítið að forsætisráðherra skuli ekki ráða við þetta í Ijósi þeirra orða sem látin voru falla fyrir nokkru um að tak- marka bæri hækkanir. FRÉTT1R Lánasjóðurinn Stjómin í hár saman Finnur Ingólfsson leggurfram sín eiginfrumvarpsdrög að nýjum lánareglum LÍN: Stend ekki ípersónuleguskítkasti við Friðrik Sophusson. Vel raunhœft að ná samkomulagi við námsmenn Eg nenni ekki að standa í ein- hverju persónulegu skítkasti við Friðrik Sophusson, en mér þykir það þó koma úr hörðustu átt þegar hann fer að tala um trúnaðarbrot eftir það hvernig hann hefur staðið að þessum mál- um. Það sem skiptir aðalmáli í þessu öllu er að það er hægt að ná samkomulagi við námsmenn um breytingar á Lánasjóðslögunum þannig að endurgreiðsluhlutfall- ið hækki eins og stefnt var að, sagði Finnur Ingólfsson í samtali við Þjóðviljann í gær. Finnur sem er fulltrúi Fram- sóknarflokksins í nefnd mennta- málaráðherra sem er að endur- skoða lög LÍN, kynnti á fundi SÍNE um helgina sín eigin frum- varpsdrög að nýjum lögum fyrir Lánasjóðinn. Aður hafði hann lýst andstöðu og undrun á þeim vinnuplöggum nefndarinnar sem Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra kynnti milli jóla og nýárs sem endanlegar tillögur nefdarinnar. - Það var búið að ganga frá því að við héldum þessu starfi áfram og reyndum að ná fullu samkomulagi við námsmenn sem ég tel að sé mjög raunhæft. Því komu vinnubrögð ráðherra mér í opna skjöldu og ég undrast einnig stóryrtar yfirlýsingar Friðriks Sophussonar, sagði Finnur og neitaði alfarið að kominn væri kosningaskjálfti í Framsóknar- menn. - Meginmunurinn á þeim til- lögum sem Finnur kynnti fyrir Ingibjörg Haraldsdóttir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Hindra verður auknar hemaðar- framkvæmdir Ég tel mikilvægast að á þessu ári verði breytt um stefnu í utanríkismálum og að íslendingar taki í ríkari mæli upp merki friðar. Vera okkar í NATO hefur leitt til sívaxandi hervæðingar landsins. Ég held að þessi stefna sé í andstöðu við skoðanir almennings sem hefur litla trú á því að ógnarjafnvægi tryggi friðinn. Þetta kom glögglega fram á leiðtogafundinum í október. Brýnasta verkefni íslenskra friðarsinna og and- stæðinga hersetu á þessu nýbyrjaða ári er því að knýja fram breytingar á utanríkisstefnunni og hindra þau áform sem nú eru uppi um auknar hernaðarframkvæmdir. Það er veruleg hætta á að fljótlega verði ákveðið að byggja nýjan herflugvöll á Norðurlandi fyrir fé úr sjóðum NATO. Slíkum velli myndi óhj ák væmilega fylgj a herstöð og þann- ig myndi ísland flækjast enn frekar inn í vígbúnað- arkapphlaupið sem stendur í vegi fyrir að friður megi ríkja í heiminum. - K.OI. gætu ógilt kjarasamningana Mér fínnst að á árinu eigi að halda áfram að vinna á þeim grundvelli sem síðustu kjarasamn- ingar byggðu á. Þ.e.a.s. að halda áfram að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Það er hins vegar ekki nóg að hækka laun óbreyttra launamanna. Sam- tímis þarf t.d. að afnema aukafríðindi og sporslur þjá þeim sem eru í ábyrgðarstöðum. Þá finnst mér að á árinu verði að skoða ócðlilega háan gróða verslunarinnar því hátt verðlag hér á landi snertir að sjálfsögðu líf þeirra sem úr minnstu hafa að moða. Mér Iíst reyndar ekki á þá hækkunaröldu sem nú er að skella á. Hún hlýtur að hleypa af stað verð- bólgu. Ef ekki verður hafður hemill á henni getur vel farið svo að síðustu kjarasamningar verði að miklu leyti ógildir. Loks þá er ég sammála völvu vikunnar í því að nú sé þegar búið að ákveða næstu ríkisstjórn. Verður hún vinsamleg eða fjandsamleg verka- lýðsbaráttunni? Ég hef aldrei vitað ríkisstjórn sem er vinsamleg verkalýðnum. Sumar eru reyndar örlátari á félags- málapakka en aðrar, en kauplækkunaræðið er áberandi hjá þeim öllum. - K.ÓI. námsmönnum á laugardag og þeim tillögum sem ráðherra held- ur fram, er að lántökugjaldið er ekki í tillögum Finns og hann ger- ir ráð fyrir að hámarkslán geti orðið 1950 þús. kr. eins og náms- menn höfðu gert tillögu um. Óvíst er hvert framhald þessa máls verður en deilur stjórnar- flokkanna verða ræddar á ríkis- stjórnarfundi nú árdegis. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í lánasjóðsnefnd menntamálaráð- herra. -Ig. Meinatœknar Aftur til starfa Meinatæknar við Borgarspítal- ann sneru aftur til vinnu sinnar á sunnudag eftir að samkomulag tókst á milli þeirra og borgaryfir- valda. Meinatæknar féllu þar með frá uppsögnum sínum sem tóku gildi um áramótin en þeir höfðu haldið uppi neyðarþjón- ustu á spítalanum þar til samn- ingar tókust. Samkvæmt nýju samningunum fá meiríatæknar borgarinnar sömu launaflokkahækkanir og meinatæknar á ríkisspítölunum höfðu áður fengið og frá sama tíma. Þá var samið um að launamálin yrðu tekin til endur- skoðunar á næstunni og borgin gaf út þá yfirlýsingu að komi til uppsagna hjá meinatæknum að nýju á fyrrihluta þessa árs verði ákvæðum um þriggja mánaða framlengingu uppsagnarfrests ekki beitt. Norrœna skólahlaupið Hlupu 25 þús. km. Tæplega 25 þúsund nemendur tóku þátt í norræna skólahlaup- inu hér á landi í október og nóv- ember sl. úr 134 skólum og hlupu alls 97.407 km. Þetta er í þriðja sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í þessu hlaupi og hefur þátt- takan aldrei verið betri. Nemendur í Steinstaðaskóla hlupu lengst þegar tekið er með- altal þeirra sem hlupu eða tæpa 10 km. hver nemandi og næst í röðinni komu Grunnskólinn á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli, Grenivíkurskóli og Laugaskóli í Dölum. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.