Þjóðviljinn - 06.01.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.01.1987, Blaðsíða 15
Gerðuberg Ljóða- tón- leikar Þriðjudaginn 6. janúar kl. 20.30. halda þær Margrét Bóas- dóttir sópran og Margrét Gunn- arsdóttir píanóleikari ljóðatón- leika í Gerðubergi í Reykjavík. Á efnisskrá eru ljóð eftir Schu- bert, Grieg, Wolf, Jeppson, Fauré, Pál Isólfsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Samstarf þeirra Margrétanna hófst haustið 1985 er Margrét Bó- asdóttir fluttist til ísafjarðar eftir 8 ára búsetu í Þýskalandi en Mar- grét Gunnarsdóttir er píanó- kennari við Tónlistarskólann á ísafirði. Þær hafa haldið tónleika á Vestfjörðum og Norðurlandi og í október si. fóru þær í tónleika- ferð til Danmerkur og Svíþjóðar. Ljóða- kvöld í Djúpinu í kvöld verður ljóðakvöld í Djúpinu, Hafnarstræti 15 og hefst það kl. 20.30. Þar munu nokkur ljóðskáld lesa úr verkum sínum. Ætlunin er að halda slík ljóða- kvöld fyrsta þriðjudag hvers mánaðar á sama stað og eru allir velkomnir að sækja þau og hlýða á upplesturinn. Á meðan geta menn notið veitinga sem staður- inn hefur upp á að bjóða. Tón- leikar íÁs- kirkju Þrír ungir strengjaleikarar, þær Auður Hafsteinsdóttir fiðlu- leikari, Bryndís Pálsdóttir fiðlu- leikari og Svava Bernharðsdóttir lágfiðluleikari, sem allar eru við framhaldsnám í Bandaríkjunum, halda tónleika í Áskirkju annað kvöld kl. 20.30. Þar munu þær leika tríó eftir Dvorák og Kodaly og tvo dúetta eftir Mozart og Martinu. Auður Hafsteinsdóttir stundar nú framhaldsnám við New Eng- land Conservatory í Boston, en þær Bryndís og Svava eru við nám í Julliard skólanum í New York. Þær Auður, Bryndís og Svava hafa allar stundað fiðluleik saman frá 8 ára aldri í Barnamús- íkskólanum og síðan í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Þær Auður og Bryndís ljúka BM- prófi í vor, en Svava er nú í dokt- orsnámi. Tónlistina sem þær flytja nú æfðu þær saman á tónlistar- námskeiði í Aspen í Colorado síðastliðið sumar undir leiðsögn Lillian Fuchs. ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 19 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Nýtt heimili - þroskaþjálfar og almennt starfsfólk Viö opnun á nýiu skammtímavistheimili fyrir fötl- uö börn viö Alfaland, vantar okkur til starfa þroskaþjálfa, almennt starfsfólk, starfsmann í eldhús og á næturvaktir, vaktavinna - hluta- starf. Umsóknarfrestur er til 07.01. 1987. Upplýsingar veitir forstööumaöur í síma 18797. Umsóknum ber aö skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Styrkir tii náms í Noregi 1. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1987-1988. Styrktímabilið er níu mánuð- ir frá 1. september 1987 að telja. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur 4.100 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað nám a.m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs. 2. Ennfremur bjóða norsk stjórnvöld fram styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1987-88. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut íslendinga. Styrkfjár- hæðin á að nægja fyrir fæði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. - Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreysnlu á sviði félags- og menning- armála. Umsóknum um framangreinda styrki skaikomið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 31. janúar n.k., á sérstökum eyðublöðum sem þarfást, og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið. 29. desember 1986. BETUR! Kæri lesandi. upphafi nýs árs langar mig til að senda þér fáeinar línur um málefni sem skiptir okkur öll miklu máli, en það eru umferðarmálin. Á þessum tímamótum blasir sú staðreynd við okkur, að við stóðum okkur hvergi nógu vel í umferðinni 1986. verjar eru ástæðurnar fyrir öllum þessum gífurlegu umferðarslysum sem kosta ómældar fjárhæðir, svo ekki sé talað um þjáningar sem aldrei verða mældar í peningum? Sem dæmi vil ég greina frá því að Almennar Tryggingar greiddu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 1986 yfir 110 milljónir vegna tjóna í umferðinni. Þessar háu tölur sýna að allt of mikið er af óhöppum og slysum í umferðinni. Það undirstrikar virðingarleysi ökumanna fyrir algengustu umferðarreglum. I.. j r t.d. ekki svo, að of margir ökumenn virða ekki reglur og umferðarmerkingar á gatnamótum? Ýmsir sinna ekki stöðvunarskyldu við aðalbrautir. Enn aðrir aka eftir fjölförnum umferðargötum eins og þeir séu einir í heiminum og skipta jafnvel um akreinar fyrirvaralaust án þess að gefa merki. Svona dæmi eru dapurlegur vitnisburður um umferðarmenningu okkar. igum við ekki öll sem einn að gera betur á nýju ári í umferðinni. Eigum við ekki að sýna aukna tillitssemi og kurteisi hvert við annað. Fylgjum umferðarreglum og hugsum um öryggi samferðamannsins í umferðinni. ]\/í IV JL eð samstilltu átaki getum við dregið stórlega úr umferðarslysum. Takist okkur það kemur það öllum til góða. B 1 1 _J g skora á þig, kæri samferðamaður, að standa þig enn betur í umferðinni í ár. Hafðu hugfast að þitt framlag, eins og mitt, er mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni. Með bestu nýárskveðjum,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.