Þjóðviljinn - 06.01.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.01.1987, Blaðsíða 6
MINNING jgfc HEILSUGÆSLA Æphf Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður Við eftirtaldar heilsugæslustöðvar eru stöður hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra lausar til um- sóknar nú þegar: Heilsugæslustöðin á Patreksfirði, staða hjúkr- unarforstjóra. Heilsugæslustöð Miðbæjar, Reykjavík, staða hjúkrunarfræðings. Heilsugæslustöðin á Þórshöfn, staða hjúkrun- arfræðings eða Ijósmóður. Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki, staða hjúkr- unarfræðings. Heilsugæslustöðin í Reykjahlíð, Mývatnssveit, staða hjúkrunarfræðings. Heilsugæslustöðin í Ólafsvík, staða hjúkrun- arfræðings eða Ijósmóður. Heilsugæslustöðin á Dalvík, 50% staða hjúkr- unarfræðings. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Reykjavík, 29. desember 1986 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út skilti og merkingar innanhúss í nýrri flugstöð. Verkinu skal vera lokið 31. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkf- ræðistofunni, Fellsmúla 26 Reykjavík frá og með mánudeginum 5. jan. gegn 20.000 kr. skilatrygg- ingu. Fyrirspurnirog óskirum upplýsingarskulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 23. jan. 1987. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varnarmálaskrifstofu utaníkisráðuneytisins Skú- lagötu 63,105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudag- inn 30. jan. 1987. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. N0LBRAUTASKÓUNN BREIÐHOUl Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Skólastarf Fjölbrautaskólans í Breiðholti á vor- önn 1987 hefst með almennum kennarafundi mánudaginn 5. janúar kl. 9.00 - 12.00. Sama dag verður sviðsstjórafundur kl. 13.00- 15.00 og deildarstjórafundur á sama tíma. Miðvikudaginn 7. janúar verður nýnemakynning í dagskólanum kl. 9.00- 16.00. Fimmtudaginn 8. janúar verða nemendum Dag- skóla F.B. afhentar stundatöflur kl. 13.00- 15.00. Bóksala skólans verður opin kl. 10.00 - 16.00. Innritun í Öldungadeild F.B. svo og val námsá- fangaferfram 5.7. og 8. janúarkl. 18.00 - 21.00. Námskynning í öldungadeild verður 12. janúar kl. 18.00. Kennsla hefst í Dagskóla F.B. mánudaginn 12. janúar samkvæmt stundaskrá. Kennsla hefst í Öldungadeild F.B. þriðjudaginn 13. janúar samkvæmt stundaskrá. Skólameistari Geirlaug Guðmundsdóttir Fœdd 2. nóv. 1900 - Dáin 21. des. 1986 Geirlaug Guömundsdóttir húsfreyja að Hlíðarvegi 30a í Kópavogi er látin. Mér þykir hlýða að minnast þeirrar heiðurs- konu með nokkrum orðum við leiðarlok og þakka henni indælt nágrenni í Kópavogi í mörg ár og órofa tryggð og vináttu hennar og fjölskyldu hennar allt frá bernsku hennar. Fyrir 1950 var Kópavogur á- kaflega sérkennileg byggð. Mest- allur Kópavogshálsinn og nesið var reitaður niður í stórar lóðir og á flestum þeirra stóðu lítil hús sem upphaflega voru sumarbú- staðir Reykvíkinga. En smám saman voru þessir bústaðir teknir til ársdvalar þótt framan af skorti flest nútímaþægindi, svo sem vatnsleiðslu og holræsakerfi. Flestir „landnemar" Kópavogs voru efnalitlir og þurftu ekki að hugsa til þess að keppa um íbúðir eða hús á fasteignamarkaði Reykjavíkur. Á hinn bóginn voru skipulagsyfirvöld ekki ströng í Kópavogi og menn gátu búið um sig eftir því hvernig áraði. Við þessar frumbýlingsaðstæður veitti ekki af að fólk stæði saman enda einkenndi samheldni og hjálpsemi byggðarlagið. Árið 1948 brugðu bændahjón- in á Hofi á Kjalarnesi búi og keyptu lítið hús að Hlíðarvegi 20 (síðar 30a). Þau Daníel Magnús- son (f. 1890, d. 1963) og Geirlaug voru enn á góðum starfsaldri og brugðu á það ráð að starfa við landbúnað að nokkru leyti þótt svo ætti að heita að nú væru þau flutt á mölina. Þau reistu lítið hænsnabú og ráku það um árabil og höfðu jafnvel eina kú í fjósi fyrst eftir að þau fluttu úr sveitinni. Nágrannarnir fundu fljótt að Daníel og Geirlaug voru góðir gestir. Þau hjónin bæði báru með sér reisn og höfðings- skap hið ytra og kynni staðfestu að hér voru valmenni á ferð, gest- risnin og alúðleg og bæði sérlega barngóð. Þótt þau væru komin í „þéttbýlið" ánetjuðust þau aldrei stressi og hamagangi nútímans og því vöndu margir komur sínar til þeirra. Þar var gott að sitja yfir kaffibolla í öruggu trausti þess að vera einmitt sá gestur sem best væri velkominn. Mér er kunnugt um að ýmsir nágrannar þeirra hjóna litu á þau sem aldavini sína. Ég sem þetta rita hrósa happi yfir því að kynnast Geirlaugu og Daníel og börnum þeirra. Þegar þau fluttu í Kópavog voru þrír synir þeirra uppkomnir en dóttir- in Lilja lítið eitt eldri en ég og þar sem kjörinn leikfélagi. Ég var að- eins 5 ára gamall og strax inni á gafli á Hlíðarvegi 20 og þær minn- ingar bernsku minnar og æsku sem tengjast heimilinu þar eru eins og perlur á bandi. Magnús sonur þeirra rak smiðshöggið á að kenna guttanum að telja. Þar var merkur áfangi að komast yfir tugina og þurfa ekki lengur að segja tuttugu og tfu. Fyrsti vinnu- veitandinn var Daníel og borgaði okkur Lilju fyrir að selja hús- freyjum í Kópavogi egg. Skák við húsbóndann og ég hélt honum fram þegar ég fór halloka í íþrótt- inni fyrir móður minni: „Daníel er miklu betri skákmaður en þú.“ Sælar stundir við eldhúsborðið hjá Geirlaugu og bakkelsið hafði áreiðanlega ekki misst neitt af þeirri vegsemd sem víða tíðkast í sveitum. Og fyrstu skrefin í alvöru-launavinnu: aðstoðar- maður hjá Daníel í byggingar- vinnu. Þegar búið er að setja vatn út í geilina í pússningarhræru er mátulegt að taka jafnlangt hlé og það tekur að fá sér í nefið. Hrær- an jafnast á meðan. Og fyrir ekki mörgum árum sannspurði ég að orðstír minni hafi eitt sinn verið í nokkurri hættu á Iilíðarvegi 20. Húsbóndinn stóð við gluggann, þegar undirritaður fór eins og vígahnöttur um hverfið, og sagði: „Ætli verði nokkurn tíma maður úr honum Bjarna?“ þá átti ég mér hauk í horni þar sem Geirlaug var og hún mun hafa sett ofan í bónda sinn og sagt að drengurinn væri ekkert óefnilegri en aðrir. Fleira mætti telja en hvort sem talið er lengur eða skemur stendur það eftir að þau hjónin taldi ég til vina minna og þótti það dálítið skrítið á unglingsárunum þegar orðið „vinur“ gat helst ekkert þýtt nema leikfélagi og um hálf öld var á milli okkar. Geirlaug var fædd í Stykkis- hólmi 2. nóvember árið 1900, dóttir hjónanna Charlottu Maríu Jónsdóttur og Guðmundar Hall- dórssonar skipstjóra. Hún ólst þar upp til 18 ára aldurs en fór þá í vist til Reykjavíkur. Síðar fór hún í kaupavinnu að Lykkju á Kjal- arnesi og kynntist þar Danfel sem þar var fæddur og uppalinn. Þau hófu búskap að Tindastöðum á Kjalarnesi 1923 þar sem þau bjuggu til 1942 en þá fluttu þau að Hofi í sömu sveit þar sem þau bjuggu þar til þau hættu búskap 1948. Það hef ég sannspurt að þau hafi ekki síður verið vel séð af sveitungum sínum á Kjalarnesi en nágrönnum í Kópavogi. Geir- laug og Daníel áttu saman fjögur börn, sem öll eru á lífi, synina Magnús, Guðmund og Þórólf og dótturina Lilju sem áður er getið. Daníel átti dóttur frá því fyrir hjónaband, Huldu, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Geirlaug Guðmundsdóttir var fríð sýnum og bar sig vel eins og áður er tekið fram. Ég held að orðið „myndarskapur" lýsi henni vel og þá ekki útlitinu einu heldur líka verkum hennar og heimili. Á æskuárum hennar var Stykkis- hólmur hefðarbær í gömlum stíl og hún kynntist rótgróinni borg- arastétt Reykjavíkur þegar hún kom fyrst suður. Þetta hvort tveggja hafði áreiðanlega mikil áhrif á hana. Ég býst við að hún hafi aldrei skilið Hólminn að öllu leyti við sig. Einhver fáguð tign fylgdi henni hvar sem hún fór. Geirlaug var einörð í skoðun- um og sagði meiningu sína hik- laust en þó var vandalaust að ræða við hana og halda fram öðr- um málstað. En hún gat hneyksl- ast ákaflega djúpt ef hún þóttist greina yfirdrepsskap og ómerki- legheit af einhverju tagi og ekki hefði ég kosið mér að verða fyrir þótta hennar því að þá held ég hefði hlotið að eiga hann skilið. Hún dreifði ekki um sig boðum eða bönnum en ég trúi ekki að þar sem hún stjórnaði hafi hún þurft að ítreka tilmæli a.m.k. datt okkur börnunum ekki í hug að hafa uppi efasemdir. Geirlaug var glaðlynd og hressileg. Þegar móðir mín sagði mér látið hennar bætti hún við: „Mér bregður við að missa hana því að ef mér leiddist heimsótti ég Geirlaugu.“ Geirlaug var tvímælalaust gæfumanneskja. í minningu minni er mikil heiðríkja yfir sam- bandi þeirra Daníels. Hún var mikil fjölskyldukona og ef greina mátti að hún léti vel yfir sér, eins og sagt er, var það vegna þess að henni fannst hún eiga góð börn og afkomendur. Að sínu leyti studdu börnin hana til að halda sjálfstæði sínu og heimili til hinstu stundar. Skömmu áður en hún lést lét hún í ljós að henni fyndist meira en kominn tími til að fara heim og undirbúa jólin. Að lokum þakka ég Geirlaugu samfylgdina og mæli líka fyrir hönd foreldra minna og systra. Við og fleiri nágrannar hugsum hlýtt til hennar þegar hún er nú farin yfir móðuna miklu. í mínum huga búa þau alltaf bæði í senn Geirlaug og Daníel og nú finnst mér með vissum hætti settur punktur aftan við kafla ævi minnar, kafla sem bregður yfir birtu og fegurð. Bjarni Ólafsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð DAGSKOLI Stundatöflur nemenda verða afhentar fimmtudaginn 8. janúar kl. 15 gegn greiðslu gjalds í nemenda- og skólasjóð kr. 1.400.- Nýnemar á vorönn ’87 fá þó stundatöflur hjá umsjónarkennara kl. 13 sama dag. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 12. janúar. ÖLDUNGADEILD Enn er hægt að innritast í öldungadeild. Vakin er athygli á fjölbreyttu framboði náms- greina t.d. er kennsla í dönsku, ensku, þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku. Staðfestingargjald kl. 500,- og skólagjald kr. 3.600.- greiðist við innritun, sem fer fram mið- vikudaginn 7. og fimmtudaginn 8. janúar kl. 16- 19. Stundatöflur verða einnig afhentar eldri nemend- um á sama tíma gegn greiðslu skólagjalds. Kennsla í öldungadeild hefst skv. stundaskrá mánudaginn 12. janúar. Deildarstjórafundur verður miðvikudaginn 7. jan- úarkl. 14og kennarafundurfimmtudaginn 8. jan- úar kl. 10. Rektor

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.