Þjóðviljinn - 06.01.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.01.1987, Blaðsíða 8
Einar Már Jónsson skrifar frá París Kreppt að frönsku stjóminni Súdentaóeirðir hafnar á ný í París - hvað er líkt og hvað er ólíkt með síðustu tíðindum ogþeim sem urðu í París 1968? Örstutt svipmynd, sem stóö ekki yfir nema nokkrar sekúndur á sjónvarpsskerminum, þröngvaöi sér nánast því inn í meðvitund Frakka laugardagskvöldið 6. desember: þar sást bregöa fyrir björgunarmönnum, sem voru að reyria að lífga tvítugan stúdent, Malik Oussekine að nafni.'eftir að hann hafði verið barinn niður með lögreglukylfum. Myndin hafði verið tekin nótt- ina áður í heiftarlegum óeirðum í Latínuhverfinu í París, og var Malik Oussekine sennilega þegar andaður, þegar björgunarmenn- irnir voru að stumra yfir honum, þótt svo væri látið heita að hann hefði dáið skömmu eftir að hann var fluttur á sjúkrahús. Hafði hann orðið fyrir barðinu á „mót- orhjóladeild“ lögreglunnar, sem ekur um götur eftir að mótmæla- göngur eða hópar hafa dreift sér og birtist með skelfilegum gaura- gangi, þegar minnst varir. Eru tveir menn á hverju hjóli, eins og á stríðsvögnum bronsaldarinnar, ekill og lögreglumaður vopnaður langri trékylfu, sem getur stokkið niður hvenær sem er og lamið hvað sem fyrir verður. Bæði í sjónvarpi og útvarpi birtust viðtöl við sjónarvotta, sem sögðust hafa séð slíka kylfunga elta Malik Oussekine inn í anddyri bygging- ar og lúskra þar á honum. Þessir atburðir ollu mikilli ólgu í landinu: áður en tveir sólarhring- ar voru liðnir hafði Chirac forsæt- isráðherra neyðst til að draga há- tíðlega til baka það frumvarp til laga um breytingar á skipun há- skólakennslu sem deilurnar stóðu um og háskólamálaráð- herrann var búinn að segja af sér embætti. Skömmu síðar var svo tilkynnt að stjórnin ætlaði að fresta ýmsum þeim breytingum sem hún hafði á stefnuskrá sinni og boðaðar höfðu verið með miklu brambolti. Harður hnútur Fréttaskýrendum ber saman um að þetta sé langversta krepp- an síðan stjórn hægri manna tók við völdum í Frakklandi í mars, - og kannske í enn lengri tíma. Er hún einna helst borin saman við deilurnar um einkaskóJana 1984, þegar stjórn sósíalista neyddist einnig til að draga til baka laga- frumvarp um breytingar á skóla- málum vegna mótmælaaðgerða. Þótt atburðir þesir séu á ýmsan hátt hliðstæðir, er munurinn sá að 1984 höfðu sósíalistar verið við völd í þrjú ár, voru búnir að vinna mikið starf og á vissan hátt orðnir fastir í sessi. Chirac hefur hins vegar ekki verið forsætisráð- herra nema níu mánuði, staða hans hefur verið ótrygg ekki síst vegna samkeppni annarra leið- toga hægri manna, sem bíða eftir því að hann geri mistök, og marg- ir telja að hann hafi beðið það mikinn hnekki við atburði síð- ustu vikna að líkurnar á því að hann nái því markmiði sínu að vera kosinn forseti 1988 hafi minnkað stórlega. Samanburður- inn við atburðina í maí 1968 er því ekki út í hött. Mikið hefur verið rætt um það hvað valdið hafi þessari kreppu og eru menn sammála um megin- atriðin. Ekki verður sagt, að lagafrumvarp það um breytingar á skipun háskólakennslu, sem kennt var við Devaquet háskóla- málaráðherra og kom öllu af stað, hafi boðað mjög róttækar breytingar, enda var það á köflum loðið og tvírætt. Megintil- gangur þess var að koma í staðinn fyrir lög um háskóla, sem sósíal- istar höfðu sett á sínum tíma og drógu úr valdi prófessora innan stofnananna og juku í staðinn áhrifavald aðstoðarkennara og slíkra. Samkvæmt frumvarpi De- vaquet áttu prófessorarnir að fá öll sín fyrri völd aftur og ríflega það, en auk þess var gert ráð fyrir því að háskólarnir yrðu sjálfstæð- ari stofnanir en þeir hafa hingað til verið: skyldu þeir geta valið nemendur sína (þótt einnig væri gert ráð fyrir að allir þeir, sem stúdentspróf hefðu, gætu innritað sig í háskóla, og var þarna nokkur mótsögn á ferð- inni) og einnig ákveðið skóla- gjöld innan vissra marka. Skólar og stjórnir En í ljós kom, að í þessu máli var það ekki bókstafur lagafrum- varpsins, sem skipti máli, heldur stefna stjórnarinnar og almenn hugmyndafræði, og þá liggur samanburðurinn við hrakföll sós- íalista 1984 nokkuð beint við. Svo virðist sem sósíalistar og hægri menn hafi gert sams konar mis- tök þegar þeir komust til valda hver um sig: þeir hafi sem sé báð- ir litið svo á að kosningasigur þeirra gæfi þeim umboð til að gera róttækar breytingar og fram- kvæma ýmis stefnuskráratriði sem harðskeyttir „kenningasmið- ir“ höfðu mótað. Vinstri sinnuð kennarasamtök höfðu þannig barist fyrir því ára- tugum saman að ríkið hætti að styðja einkaskóla (sem eru yfir- leitt kaþólskir) og þeir yrðu lagðir niður eða felldir inn í al- mennt skólakerfi, sem er hlut- laust í trúmálum. Fyrir atbeina þeirra var þetta atriði sett á stefnuskrá sósíalistaflokksins fyrir kosningarnar 1981 og gengu kennaraleiðíogar hart eftir því að það yrði framkvæmt eftir að vinstri stjórn var komin til valda. Menntamálaráðherrann þáver- andi, Alain Savary, vildi þó fara hægt í sakirnar og ekki gera of snöggar breytingar og lét sér því nægja að leggja fram lagafrum- varp, þar sem gert var ráð fyrir að ríkið fengi eitthvert eftirlit með einkaskólum, kennarar þar fengju sama atvinnuöryggi og annars staðar, og þessi kennsla skyldi síðan smám saman tengj- ast almennu skólakerfi. En þótt frumvarpið hafi verið mjög var- lega orðað og hægfara í raun, leit almenningur svo á að vinstri stjórnin ætlaði að afnema einka- skóla - eins og róttæk kennarafé- lög vildu og einnig kenninga- smiðir. Þá kom í ljós að mikill meirihluti Frakka var búinn að steingleyma gömlum væringum ríkis og kirkju og hættur að líta á kaþólska skóla sem einhverjar sérstakar „afturhaldsstofnanir“ og jafnframt vildi þessi meirihluti láta einkaskóla starfa áfram, ekki síst til að unnt væri að senda börn þangað ef þeim gekk af einhverj- um ástæðum illa í opinberum skólum. Um allt land risu menn upp til varnar einkaskólunum vorið 1984, og farið var í miklar mótmælagöngur gegn lagafrum- varpinu. Mitterrand forseti brást þá snarlega við og dró frumvarp- ið til baka áður en verra hlytist af, og síðan sagði menntamálaráð- herrann af sér. Eftir það var ekki lengur talað aum „nýjungar“ af þessu tagi. Ýmsum fannst þá, að vinstri stjórnin hefði beðið ósigur og orðið að hrökklast af velli við lítinn orðstír, en eftir á er enginn vafi á því að ákvörðun Mitterr- ands var mjög skynsamleg, og kemur það ekki síst í ljós núna. Hœgri menn í gildru Greinilegt er að hægri menn hafa dottið í nákvæmlega sömu gildruna eftir kosningasigurinn í mars, en þeir eru þó í talsvert annarri aðstöðu en sósíalistar voru 1984 og hafa auk þes brugð- ist við á annan hátt. Þess vegna hafa niðurstöðurnar orðið aðrar, og er hætt við að þær eigi eftir að draga nokkurn dilk á eftir sér. Kenningasmiðir hægri flokkanna fyrir kosningarnar voru gjarnan úr hópi „frjálshyggjumanna" sem voru svo utarlega í litrófi stjórnmálanna að þeir litu á Gisc- ard d’Estaing, fyrirrennara Mitt- errands í forsetastóli, sem s.k. „laumusósíalista". Vildu þeir umbylta öllu þjóðfélaginu í anda „frjálsbyggju“ og hinnar öfgaf- ylltu hægri stefnu, og höfðu m.a. það markmið í háskólamálum að hverfa aftur til ástandsins fyrir 1968. Síðan vildu þeir gera há- skólana að sjálfstæðum stofnun- um, sem ákvæðu að öllu leyti sjálfar inntökuskilyrði, skóla- gjöld og próf og gætu þannig ver- ið í „frjálsri samkeppni" hver við aðra - en það var algert fráhvarf frá allri skólamálastefnu Frakka í öld eða meira. Eftir kosningasigurinn í mars er svo að sjá að ýmsir leiðtogar hægri manna hafi verið hræddir við þessar kenningar og ekki vilj- að gera svo mik'.a byltingti í há- skólamálum. En erfitt var að snúa aftur, þar sem þetta stóð skrifað í stefnuskrá þeirra, og svo höfðu hægri menn verið svo ó- gætnir fyrir kosningarnar að hvetja hægri sinnaða rektora og prófessora til að óhlýðnast til- 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. janúar 1987 Mynd sem skipti miklu máli - lík Maliks Oussekines... skipunum stjórnarinjiar: „Bráðum komumst við aftur til valda og þá afnemum við öll lög sósíalista..." Ekki varð því hjá því komist að setja ný lög um skipun háskóla, og var Devaquet ráðherra fengið það vanþakkláta hlutverk. Ásamt samstarfsmönn- um sínum samdi hann það laga- frumvarp, sem við hann hefur verið kennt, og einkenndist það mest af því að vera hálfvelgjuleg málamiðlun: til að friða íhalds- söm kennarafélög gerði frum- varpið ráð fyrir því að prófessor- ar fengju aftur þau völd sem þeir höfðu áður haft, en þótt þar væri að finna margar hugmyndir „kenningasmiðanna" var hvergi nærri því gengið eins langt í frjáls- hyggjuátt og þeir vildu, og því gætti talsverðrar ósamkvæmi. Sagt var, að Devaquet, sem er háskólakennari, hafi sjálfur verið lítt hlynntur þessum hugmynd- um... Bandarískur stíll Þegar fumvarpið sá dagsins ljós urðu frjálshyggjumenn innan hægri flokkanna talsvert ó- ánægðir og bjuggust til að leggja fram fjölda af breytingatillögum til að sveigja það nær sínum eigin hugmyndum. En um leið hófst einnig mikil mótmælabylgja meðal háskólastúdenta og menntaskólanema, sem fór sér hægt í byrjun en breiddist síðan út með furðulegum hraða. Urðu viðbrögðin svipuð og verið hafði vorið 1984: menn dæmdu ekki frumvarpið eftir loðnu orðalagi þess heldur eftir þeim pólitíska vilja sem stóð á bak við það. Litu þeir svo á, að ekki að ástæðu- lausu, að „frjálshyggjumennirn- ir“ stefndu að því að koma á svip- uðu háskólakerfi og í Bandaríkj- unum - þar sem dýrt og erfitt er að komast inn í þá fáu skóla sem mark er tekið á - og greinilegt var, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem létu sig málið skipta, stúdenta, menntaskólanema og foreldra, var því andvígur. „Ef þessir menn vilja læra í háskóla í bandarískum stíl, geta þeir bara farið til Bandaríkjanna", var við- kvæðið í byrjun. Rétt fyrir 20. nóvember hófust verkföll í ýms- um háskólum í París og utan höfuðborgarinnar, stúdentar kusu landsnefnd og farið var að undirbúa sameiginlegar mótmæl- aaðgerðir. Vinstri sinnuðu kenn- arasamtökin FEN efndu þá einn- ig til mikillar mótmælagöngu, sem fram fór í París sunnudaginn 23. nóvember og um 200 000 ntanns tóku þátt í, þ.á m. margir leiðtogar sósíalista. Eitt af mark- miðum Monorys menntamála- ráðherra hafði nefnilega verið að hnekkja veldi þessara samtaka, sem hafa reyndar átt erfitt upp- dráttar eftir deilurnar um einka- skólana 1984, og gripu þau því fegins hendi tækifærið til að rétta úr kútnum: mótmæli þeirra beindust gegn allri stefnu stjórn- arinnar í menntamálum, og var eitt helsta vígorðið í göngunni: „haltu velli, frændi, við komum bráðum aftur“. „Frændi“ er rót- 1 §> a> 3 o>£ fl -§3 £ cö LL. œ — §1 a> "2 5S <o 2 íö ro .Eæ> .pl a gróið gælunafn á Mitterrand for- seta... Þannig var Chirac kominn í klemmu milli frjálshyggjumanna í sínum eigin herbúðum og fjöldahreyfingar stúdenta, menntaskólanema, kennara o.fl. En svo virðist sem hann hafi ekki gert sér grein fyrir hættunni í byrjun: vegna mótmælagöngu kennarasamtakanna áleit hann að ekki væri annað á bak við hreyfinguna en undirróður sósía- lista og stuðningsmanna þeirra, og gæti hann ráðið við hann án mikilla erfiðleika. Lét stjórnin því nægja að segja „frjálshyggju- mönnunum" að allar meginhug- myndir þeirra í skólamálum kæmu fram í frumvarpinu og halda því fram gagnvart stúdent- um, að í þessu sama frumvarpi fælust ekki neinar stórvægilegar stefnubreytingar, hefðu þeir ekki kynnt sér það nógu vel og látið sósíalista blekkja sig... Þetta voru fyrstu alvarlegu mistök Chiracs og ráðherra hans, en síðan þróaðist staðan eftir ein- hverjum miskunnarlausum rök- um honum sífellt meira í óhag. Mótmælahreyfingin jókst stöð- ugt, og reyndi stjórnin að draga úr henni með því að láta undan í einhverjum atriðum og vinna vinna tíma, en í hvert skipti gaf lítið eftir og of seint, þannig að ástandið varð þá enn verra en áður, og hélt þetta áfram þangað til í algert óefni var komið. í þess- ari þróun varð skyldleiki þessara mótmæla við atburðina í maí 1968 sntám sarnan skýrari, en þau tengsl voru með ýmsum former- kjum: ljóst var að stúdentar og menntaskólanemendur - sem voru ófæddir eða rétt nýfæddir þegar þessir atburðir urðu, - vildu umfram allt forðast að lenda í sömu gildru og fyrirrenn- arar þeirra, en hins vegar lék sá grunur á, að stjórnvöld ætluðu að leika svipaðan leik og þann, sem gefist hafði Gaullistum svo vel 1968, - vekja hræðsluviðbrögð almennings við ólgu og uppþot og safna þannig til sín enn meira fylgi. Þegar öllu er á botninn hvolft tókst þetta miður vel hjá báðum aðilum, en í togstreitunni fór svo að atburðirnir þróuðust að mörgu leyti svipað og í maí 1968, og er það verðugt umhugs- unarefni fyrir þá sem eru að velta fyrir sér „endurtekningu“ í sög- unni. Þó og nú Stúdentar og menntaskóla- nemar virtust hafa þær hugmynd- ir um maí 1968, að þá hefðu stúd- entar látið pólitíska kreddumenn hlaupa með sig í gönur, og síðan hefði hreyfingin leyst upp í til- gangslausu ofbeldi við mikinn ó- vinafögnuð. Þetta vildu þeir nú forðast: reyndu þeir með góðum árangri að koma í veg fýrir að leiðtogar róttæklingahópa kæm- ust til áhrifa í hreyfingunni og halda henni eins ópólitískri og unnt var - þótt þeir höfnuðu eng- an veginn stuðningi vinstri flokka og félagssamtaka. Þegar Daniel Cohn-Bendit, hinn litríki leiðtogi stúdenta 1968, kom í heimsókn í háskólann í Nanterre, þar sem ferill hans sjálfs hófst á sínum tíma, var honum tekið einsog kölkuðum langafa... í byrjun var líka talsvert annar blær á mótmælaaðgerðunum en fyrir átján árum: stúdentar og menntaskólanemar voru að mót- mæla lagafrumvarpi - og þeirri stefnu sem á bak við það var - en ekki að véfengja þjóðfélagið í heild, og meðal þeirra ríkti rnikill fögnuður yfir að hafa nú allt í einu uppgötvað samtakamáttinn. Mótmælagöngurnar minntu því einna helst á e.k. kjötkveðjuhát- íð: í einni þeirra fór t.d. í farar- broddi vörubíll með hljómsveit og söngkonu, fyrir aftan hann var risavaxinn pappírsdreki, sem fetti sig og bretti, og alls staðar voru spjöld og borðar með hjá- kátlegum vígorðum, þar sem mest bar á alls kyns óþýðanlegum orðaleikjum. Alþekktu vígorði gegn áfengisbölinu var t.d. snúið á óvæntan hátt upp á Devaquet háskólamálaráðherra. Eftir fyrstu stóru mótmæla- gönguna, sem farin var 27. nóv- ember, þegar á dagskrá var að ræða lagafrumvarpið í franska þinginu, fannst Chirac að hann yrði að svara henni á einhvern hátt og greip þá til þess ráðs að vísa frumvarpinu til nefndar, sem skyldi athuga ýmis atriði þess bet- ur og laga orðalagið sem hann taldi að valdið hefði „ntisskiln- ingnum“. En þessi viðbrögð gerðu aðeins illt verra: menn litu á þau sem e.k. „trix“ til að sundra stúdentum og draga úr aðgerðunt þeirra - og til að fá frið til að smeygja frumvarpinu gegnum þingið í jólaönninni, þegar ekki væri hægt að koma við neinunt aðgerðum. Ný mótmælaganga var því boðuð viku síðar, 4. des- ember, og skyldi krafan þá vera sú, að frumvarpið yrði dregið til baka með húð og hári. Stjórnvöld lýstu því þá yfir að þau væru reiðubúin að ræða við stúdenta um þau atriði, sem mestum deilum ullu, - fyrst og fremst frelsi háskóla til að velja nemend- ur og ákveða skólagjöld. En jafn- framt gerði Devaquet þau mistök að segja að beðið væri eftir því hvernig mótmælagangan færi fram. Þessi orð hleyptu miklum eldmóð í stúdenta, sem skildu þau þannig að með nógu mikilli þátttöku yrði hægt að knýja stjórnina til að láta undan, en þau gerðu stjórninni einnig erfiðara Þriðjudagur 6. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Lögreglur, kylfur, Latínuhverfið... fyrir, þar sem hún gat ekki látið það á sig sannast að hún léti undan „þrýstingi frá götunni“. Mótmælagangan 4. desember varð mikill sigur fyrir andstæð- inga frumvarpsins: hundruð þús- und manna gengu um götur Par- ísar og námu staðar á stórum velli í grennd við þinghúsið. Monory menntamálaráðherra sem hafði tekið málið í sínar hendur og hálf- vegis vikið Devaquet til hliðar féllst á að ræða við sendinefnd andstæðinganna, en tók henni kuldalega og vildi ekki hverfa í einu eða neinu frá stefnu stjórn- arinnar: hún var ákveðin í að halda frumvarpinu til streitu og breyta einungis orðalagi. Von- brigði stúdenta og stuðnings- manna þeirra urðu gífurlega mikil og þetta sama kvöld kom til heiftarlegra óeirða í grennd við þinghúsið og síðan í Latínuhverf- inu. Ekki er ljóst hverjir áttu upptökin, en andrúmsloftið var þannig, að það skiptir naumast máli. Næstu daga var ástandið furðu líkt því sem verið hafði í maí 1968. Stúdentar og menntaskólanemar héldu raf- magnaða fundi í reykmettuðum fyrirlestrasölum, mikill mann- fjöldi safnaðist saman á götum úti í Latínuhverfinu og þar mynduð- ust ótal litlir „umræðuhópar“ sem ræddu málin af hita, og einu sinni tóku stúdentar Sorbonne hernámi, en lögreglan rak þá burtu átakalaust. Tvö kvöld í röð, 5. og 6. desember, urðu ofsafengnar óeirðir víða í Latínu- hverfinu, sem líktust á köflum hreinum götubardögum: fylking- ar lögregluþjóna með hjálma, skildi, kylfur og táragassprengj- ur, og óeirðaseggja með barefli og klúta fyrir andliti stóðu hvor á móti annarri, og síðan grýttu ó- eirðaseggir - hverjir sem það voru - götusteinum og slíku í lög- regluna, en hún svaraði með tár- agasi og gerði svo áhlaup. Kveikt var í bflum og búðargluggar brotnir í stórum stfl. Á eftir kom mótorhj óladeildin... Grunur lék á að Pasqua innan- ríkisráðherra væri það ekki á móti skapi að óeirðirnar yrðu sem ofsafengnastar og spellvirkin sem mest, ef það kynni að vekja andúð almennings á „niðurrifs- öflum“ stjórnarandstöðunnar og efla fylgi valdhafanna, sem einir væru færir um að halda uppi lögum og reglu. Miklar sögur gengu um að lögreglan hefði ver- ið fljót að ráðast á stúdenta 4. desember, þótt þeir hefðu lítið gert af sér - og jafnvel lamið þá sérstaklega sem reyndu að stilla til friðar - en setið aðgerðarlaus tímunum saman næstu kvöld, meðan einhverjir dularfullir friðarspillar brutu allt og bröml- uðu, sem fyrir þeirn varð. Hvað sem hæft er í þessu, er það víst að sjónvarpsmyndir af atburðunum voru lögreglunni síst í hag, og sýndu undarlega tillitssemi henn- ar við óspektarmenn. En meðan þetta allt gerðist, reyndi Pasqua að tala eins og de Gaulle 1968... Strlk í reikning Þær raddir innan stjórnarinn- ar, sem vildu láta undan áður en verra hlytist af, urðu smám sam- an háværari, en samt var stefnan nú hikandi. Daginn eftir mót- mælagönguna miklu tilkynnti Monory, að stjórnin myndi draga til baka þær þrjár greinar frum- varpsins sem mestum deilum höfðu valdið, en halda fast í af- gang þess, þótt það virtist harla marklaust eftir þessa „skurðað- gerð“. Þetta töldu andstæðing- arnir ekki nóg, - og þetta sama kvöld lét Malik Oussekine lífið í óeirðunum í Latínuhverfinu. Þá loks ákvað Chirac að draga frum- varpið allt til baka,og Devaquet sagði af sér. Fékk hann því póli- tíska skellinn af frumvarpi, sem hann hafði neyðst til að semja og að mörgu leyti verið ósammála... En þetta kom í rauninni of seint. Menn báru nú afstöðu Chiracs saman við gerðir Mitterr- ands, sem dró umdeilda frum- varpið til baka vorið 1984, um leið og hann áttaði sig á and- stöðunni: var bent á það, að hefði Chirac brugðist við á sama hátt og dregið frumvarpið til baka hálfum mánuði fyrr, hefði hann getað losnað við öll þessi læti. Nú hafði hann reynt að halda fast við stefnu, sem naut mjög takmark- aðs fylgis, en samt orðið að láta undan eftir mikla ólgu: þeir sem stóðu utarlega til hægri gagnrýndu „linkind" hans og töldu að hann hefði látið sósía- lista „beygja sig“, en ýmsir stuðn- ingsmenn stjórnarinnar fóru að efast um hæfni hans til að fara með æðstu völd. Tapið var mikið á öllum vígstöðvum, og setur þetta mikið strik í reikninginn varðandi áætlanir Chiracs. e.m.j. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. janúar 1987 er annar fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 2 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: _________________Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini________kr. 2.294,80_______________ Ofangreind fjárhæð ervextiraf höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. júlí 1986 til 10. janúar 1987 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar s.l. til 1565hinn l.janúarnk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 2ferfram gegnframvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1987. Reykjavík, 29.desember 1986 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.