Þjóðviljinn - 21.01.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN-
Hefurðu séð eitthvert ís-
lensku leikritanna sem eru
á fjölum leikhúsanna í borg-
inni?
Hermann Stefánsson,
bankamaður:
Nei, ég hef ekki haft tíma til
þess. Eg hefði áhuga á að sjá
t.d. Dag vonar eftir Birgi Sig-
urðsson.
Skafti Stefánsson,
sölumaður:
Ég hef ekkert þeirra séð enn-
þá, en ég mun bregða mér á
eitthvað á næstunni.
Edda Thorlacius,
lyfjafræðingur:
Nei, en ég hefði áhuga á að
sjá Undir smásjá eftir Þórunni
Sigurðardóttur.
Helga Grímsdóttir,
skrifstofumaður:
Nei. Ég hef nú alltaf ætlað að
fara í leikhús en hef bara ekki
komist til þess. Ég hef vissu-
lega áhuga á að sjá eitthvert
þessara leikrita.
Sigurður Pálsson,
verslunarmaður:
Nei, ég hef ekki séð neitt
þeirra. Maður hefur þó alltaf
áhuga á að sjá íslensk leikrit.
FRÉTT1R
Atvinnuástand
Yfir 800 án atvinnu
Atvinnuleysisdagar ekki veriðfœrri síðan áriðl982
manns á atvinnulcysisskrá allt hefur fækkað um fjórðung milli
árið sem svarar til 0,7% af mann- áranna 1985 og 1986 og færri at-
afla á vinnumarkaði. vinnuleysisdagar hafa ekki verið
Skráðum atvinnuleysisdögum skráðir hér á landi á einu ári síðan
Vetrarblíöan hefur verið með eindæmum svo jafnvel kettirnir kunna sér
ekki læti. Þessi heiðursköttur brá sór í smáferðalag í blíðunni og eins og aðrir
ferðalangar vildi hann tryggja sér öruggt gistirými áður en nóttin skall á. Mynd:
E.ÓI.
Fyrirtækjarekstur
Konur brjóla múrana
Námskeið fyrir konursem hyggjaststofna og reka fyrirtœki
r
Asíðasta ári voru skráðir 214
þúsund atvinnuleysisdagar á
landinu öllu og samkvæmt því
hafa að meðaltali verið 820
Grikklandsvinir
Væringjar
á dagskrá
Grikklandsvinafélagið Hel-
las efnir til fundar
fimmtudaginn 22. janúar kl.
20.30 á Hótel Esju (annarri
hæð). Aðalefni fundarins
verður fyrirlestur dr. Jónasar
Kristjánssonar, forstjóra
Stofnunar Árna Magnús-
sonar, um Vœringja, sögu
þeirra og hlutverk á glæsisk-
eiði gríska keisaradæmisins í
Miklagarði, sem oft er nefnt
Austrómverska ríkið. Vær-
ingjar voru sem kunnugt er
úrvalshópur norrænna manna
sem gegndi hlutverki lífvarðar
við hirð keisarans í Miklag-
arði, og komu þar við sögu
ýmsir nafngreindir Islending-
ar sem frá er sagt í fornsögum.
Að fyrirlestri loknum verða
frjálsar umræður um efnið.
f sambandi við fyrirlestur-
inn verða lesin upp nokkur af
víðkunnum ljóðum listaskáld-
sins Konstantínosar Kavafis í
þýðingu Þorsteins Þorsteins-
sonar, en fáum skáldum hefur
þótt takast betur en Kavafis
að endurvekja hugblæ löngu
liðinna tíma.
Loks verður sýnd stutt
kynningarmynd um Grikk-
land af myndbandi og rætt um
fyrirhugaða menningarferð til
helstu sögustaða Grikklands á
sumri komanda í samvinnu
við ferðaskrifstofuna Far-
anda. Fundurinn er opinn
öllum áhugamönnum um
Grikkland og gríska menn-
ingu.
Námskeiðið fyrir konur um
stofnun og rekstur fyrirtækja
er nú að fara af stað, að þessu
sinni á Norðurlandi. Námskeiðið
er haldið á vegum samnorræna
verkefnisins Brjótum múrana, en
markmið þess verkefnis er að
auka fjölbreytni í starfsvali
kvenna og efla atvinnulíf í byggð-
um landsins.
Námskeiðið er þrískipt þannig
að þátttakendur hittast ásamt
leiðbeinendum í þrjár helgar að
báðum dögum meðtöldum.
Fyrsti hlutinn byrjar í apríl og sá
síðasti verður í júní. Á náms-
keiðinu verður konum veitt inn-
sýn í ýmis fræði sem tengjast at-
vinnurekstri auk þess sem unnið
verður með viðfangsefnið „konur
og atvinnurekstur". Þá verða
myndaðir hópar sem starfa á milli
námskeiðshlutanna og eftir á, en
í þeim geta konur fengið ráð frá
hver annarri. Konum mun einnig
bjóðast stuðningur frá Brjótum
múrana sem og ráðgjöf frá fag-
fólki á milli námskeiðshluta og í
3-4 mánuði eftir að námskeiðinu
lýkur.
Þeir umsækjendur sem sitja
fyrir eru konur sem hafa nýstár-
legar hugmyndir eða hyggjast
ryðja braut á hefðbundin verk-
svið karla.
- K.Ól.
1982 en þá voru þeir 200 þúsund.
1 desembermánuði fjölgaði at-
vinnuleysisdögum um rösklega
helming frá því í nóvember og að
meðaltali voru 990 manns
atvinnulausir þann mánuð.
Atvinnuleysi fór vaxandi eftir
því sem leið á mánuðinn og síð-
asta virka dag mánaðarins voru
1750 manns atvinnulausir á
landinu öllu, þar af 1000 konur.
Þrátt fyrir þessa miklu
aukningu milli mánaða var at-
vinnuástandið í heild betra en í
sama mánuði undanfarin ár og
var fjöldi atvinnuleysisdaga nú
aðeins helmingur af því sem hann
var að meðaltali í desembermán-
uði 1983-1985.
-vd.
Námsbœkur
400 króna
verðmunur
á bókum
Námsbókfyrir
nemendur
Stýrimannaskólans 19%
dýrari í Sjókortasölunni
en í Bóksölu stúdenta
„Það færi betur að við gætum.
verslað öll okkar námsgögn í Bók-
sölu stúdenta“ sagði Vilhjálmur
Ólafsson formaður nemendaráðs
Stýrimannaskólans í samtali við
Þjóðviljann í gær, eftir að hafa
komist að því að námsbókin „Na-
vigasjons Instrumenter“ kostaði
aðeins 1.692 krónur í Bóksölu
stúdenta, en 2090 krónur í Sjó-
kortasölunni, þar sem nemendur
skólans kaupa margar náms-
bækur sinna.
„Þetta er tæplega 400 króna
verðmunur og það er hreint
okur“ sagði Vilhjálmur. „Þegar
einum skólafélaga minna varð að
orði að honum þætti verðið á
sjókortum einnig fullhátt þá
skipti engum togum að af-
greiðslumaðurinn skellti vörunni
aftur í hilluna, með viðeigandi at-
hugasemdum og neitaði að selja
viðskiptavinunum hana. Hann
ræddi þó málin að lokum og upp-
lýsti okkur um samsetningu
verðsins.
„Ég tel að ef önnur verð í „Ok-
urkortasölunni“ eru í samræmi
við þetta megi fara að senda verð-
lagseftirlitið á staðinn.
Allt sem útgerðin þarf að
kaupa er sprengt upp í verði og ég
er hræddur um að við nemend-
urnir getum orðið fórnarlömb
þessarar verðlagsstefnu.“
-vd.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINM ^V'tR-idagur 21. janúar 1987