Þjóðviljinn - 21.01.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1987, Blaðsíða 5
AFMLÆLI Jón úr Vör í fyrrahaust var ég að fletta gömlum Þjóðviljum af gefnu ti- lefni og rakst þá í blöðum frá því í ársbyrjun 1947 á greinar til varn- ar því frjálsa ljóðformi, sem Jón úr Vör hafði stillt þjóðinni frammi fyrir í bók sinni Þorpið, sem út kom nokkru fyrr. Menn höfðu brugðist reiðir við þeirri ljóðabók - í grein í öðru blaði höfðu landar verið hvattir til að fylkja liði gegn tilræðismönnum við kveðskaparhefðina eins og Jóni, mörg herfileg orð voru látin falla. Og þeir voru þá í Þjóðvilj- anum að taka upp hanskann fyrir það ljóð, sem þá var nýtt, Sigurð- ur Þórarinsson og Bjarni frá Hofteigi. Maður rifjar þessa tíma upp af blendinni tilfinningu: hvers vegna allur þessi gauragangur út af jafn hógværum, einföldum og raunsönnum skáldskap og þeim sem í Þorpi Jóns úr Vör er að finna? Og á hinn bóginn: var það ekki öfundsvert að nokkru leyti að vera upp á slíkum tímum, þeg- ar menn þrættu um frelsi í ljóði og stuðlanna þrískiptu grein eins og þeir ættu líf að leysa? Voru sem- sagt ekki „blaséraðir" ennþá. Það er ekki gott að vita. Hitt rek- ur mig minni til, að þegar skóla- piltar á mínu reki voru að byrja að lesa eitthvað annað en reyfara fáum árum eftir að þetta varð, þá var það ekki síst skáldskapur Jóns sem hjálpaði okkur til nokk- urs víðsýnis út fyrir hefðina, sætti okkur við margar þær breytingar í skáldskap sem við vissum ekki enn að voru óumflýjanlegar. Margir hafa einblínt svo á Þorpið að þeir láta sér sjást yfir það, að Jón úr Vör hefur víða farið í sínum skáldskap síðan og haft erindi sem erfiði á þeirri ferð. En hvort sem hann er stadd- ur í þorpi bernskunnar, eða fylg- ist með píslarsögunni eða fetar sig „með spurningapokann á bakinu" um okkar ruglaða sam- tíma, þá stýrir han tóni sem við þekkjum jafnan aftur, í öllu verki hans er sterkt og góðkynja sam- hengi. Jón úr Vör er forvígismað- ur um þann ljóðstíl sem síðar var kallaður opinn, enginn þurfti að týna áttum í heimi kvæða hans, þar er hvunndagsfyrirbærum sýnd kurteisi, sem hefur þau til ljóðrænnar vegsemdar án tilgerð- ar og fyrirgangs. Úr einfald- leikanum sjálfum, úr trúnaði við upprunaleikann og einnig úr hóg- værð þess skálds sem liggur lágt rómur og efasemdum manns sem mun ekki láta sig vanta í göngu þeirra sem láta sér annt um reisn einstaklings og þjóðar - úr þess- um áttum er skáldskapur Jóns úr Vör spunninn. Skáldskapur sem er okkur nákominn - og áreiðan- lega nauðsynlegur. Arni Bergmann. Hann Jón Jónsson, ungur pilt- ur kominn vestan af Patreksfirði í miðri kreppunni 1935, róttækur í hugsun og bókmenntalega sinn- aður, vildi nú freista gæfunnar í höfuðborginni, hafði ort mörg Ijóð, en ekkert þeirra verið prentað og varla þess að vænta, því pilturinn var ungur, ekki nema átján vetra. Hann var alinn upp í mikilli fátækt, en hafði þó getað aflað sér nokkurrar mennt- unar á héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði, þar sem hann var í tvo vetur, og slíkt var að sjálfsögðu óhugsandi nema fyrir það, að hann hafði lært seiglu og dugnað í heimahúsum, lært að fara vel með það fé sem hann hafði unnið sjötugur sér inn. Hann hafði annars verið alinn upp hjá góðum fósturfor- eldrum, því mikil ómegð var í for- eldrahúsum, þegar hann fæddist, en stöðugt samband var ætíð milli fjölskyldnanna. Annar ungur piltur að vestan frá Patreksfirði kom til Reykja- víkur um leið og Jón Jónsson, hafði einnig verið á Núpi, kunni dálítið að leika á fiðlu, var annars bæði hneigður fyrir tónlist og myndlist, hét Kristján Davíðs- son, og þeir tóku sér nú herbergi á leigu saman í Grjótaþorpi og hofu að stunda listalífið í borg- inni, Kristján tónlistina og myndlistina, Jón skáldskapinn. Báðir urðu fljótlega þekktir með- al unnenda lista og bókmennta. Jón Jónsson hafði ekki verið lengi í höfuðstaðnum, þegar hann átti í fórum sínum nóg af ljóðum í lítið kver og tókst að koma því á prent með hjálp góðra félaga og verkalýðssinna eða bolsa (einsog þeir þá hétu) sem söfnuðu áskrifendum að ljóða- kveri hans, enda var hann þá orð- inn þekktur fyrir haglega gert kvæði sem birst hafði í Rauðum pennum sem Kristinn E. Andrés- son gaf út á þeirri tíð. Pilturinn hafði tekið sér skáldnafnið Jón úr Vör. Litla kverinu hans var svo vel tekið að það seldist upp á nokkr- um vikum og 2. útgáfa kom út á sama ári og seldist einnig fljót- lega upp. Gagnrýnendur skrif- uðu allir vinsamlega, höfundur- inn var talinn efnilegur. Ég ber að dyrum hét kverið og dró dám af verkalýðsbókmenntum þeirra ára, en var ólíkt sveitakveðskap, yrkisefnin sótt í lífið við sjóinn og lífið í borginni, höfuðstaðnum, Reykjavík. Höfundurinn var tví- tugur þegar hann barði að dyr- um. Og hann barði ekki að dyr- um til einskis. Fyrir honum var upp lokið og hann steig inn í dýrðina. Hann hlaut styrk frá Menningarsjóði til að fara utan og afla sér frekari nrenntunar og Guðlaugur Rósinkranz kom hon- um í kaupavinnu á stórum sveita- bæ í Svíþjóð, svo að hann gæti aflað sér meiri tekna upp í menntunarkostnaðinn. Og leið hans lá til Svíþjóðar, - inn í fram- tíð birtu og vona. Það var vorið 1938. Hann puðaði nú í kaupavinn- unni yfir sumarið 1938, var síðan í skólanum í Brunnsvik um vetur- inn og menntaði sig í sænsku og sænskum bókmenntum (sem hann hefur fylgst vel með alla tíð síðan). Vorið eftir hlaut hann styrk frá sænskum ritstjóra til að mennta sig áfram um sumarið 1939 í norrænum lýðháskóla, far- andskóla sem var mánuð í senn í ýmsum löndum Evrópu. Hafði hann þá viðdvöl meðal annars í Þýskalandi, Sviss og Frakklandi. Næsta vetur hafði hann fyrirhug- að að vera á skóla í Stokkhólmi, þar sem hann átti vísa skólavist, en þá hófst síðari heimsstyrjöld- in, 1. september 1939, og þegar svo var komið hélt Jón heim til íslands. Allri skólavist var lokið, venjuleg lífsbarátta tók við. Kjarkur og áræði voru ein- kenni þessa unga Vestfirðings sem í upphafi síðari heimsstyrj- aldar kom heim frá námsdvöl í Evrópu og freistaði þess að koma undir sig fótunum í höfuðstaðn- um Reykjavík. Hann gerðist starfsmaður hjá Útvarpstíðind- um sem Kristján Friðriksson gaf þá út, en vorið 1940 gerðist hann eigandi Útvarpstíðinda ásamt miðaldra rithöfundi, þjóðfræg- um, sem einnig var að vestan, Gunnari M. Magnúss. Hefur góð vinátta haldist með þeim æ síðan. Jón úr Vör var þá tuttugu og þriggja ára gamall. Framundan var linnulaus vinna við blaðið, þar sem aldrei mátti slaka á, því ritið varð að koma út vikulega á tilsettum degi og flytja dagskrá útvarpsins næstu viku ásamt greinum og viðtölum og öllu hugsanlegu sem tiltækilegt var að fá á skömmum tíma til birtingar og við kom útvarpinu. En jafn- framt var þessi ungi ritstjóri að starfa að þeim eftirminnilegu fé- lagsmálum sem kölluðust Ungir pennar eða Félag ungra rithö- funda (sem ég hef annarsstaðar frá sagt) og safna í kringum sig ungum höfundum sem sumir voru ekkert farnir að birta eftir sig, einsog t.d. undirritaður. Það var þá sem ég kynntist nafna mín- um. Það nægði að Hannes Sigfús- son léti mig lesa eitthvað fyrir hann eftir sjálfan mig. Nafni minn tætti það í sundur, en fann þó eitthvað í því og batt þeirri tryggð við mig sem ekki hefur rofnað síðan. Oft komu ungir höfundar á af- greiðslu Útvarpstíðinda þar sem ritstjórinn ungi hafði svefnher- bergi sitt í einu horninu á af- greiðslu blaðsins, hólfað af með teppi eða einhverju þvíumlíku, ef til vill krossviðsplötu, þar sem því varð við komið, því afgreiðslu- kompan var ekki alltaf á sama stað, eitt sinn við Njálsgötu, eitt sinn við Hverfisgötu, eitt sinn í Grjótaþorpi, ef ég man rétt. Og ég man þó að minnsta kosti rétt höfunda þá sem litu inn hjá unga ritstjóranum, vinir og kunningj- ar, ungir snillingar, Ólafur Jó- hann, Steinn Steinarr, og margir aðrir meiri og minni spámenn í heimi bókmennta. En fyrirtækið var sýnilega ekki gróðafyrirtæki. Stundum kom fyrir að ein stúlka væri í afgreiðslunni, og ef hún var falleg urðu allir höfundarnir ástfangnir, stundum sátu nokkur ung skáldmenni við innpökkun í tímavinnu, og ef til vill var þarna verðandi leikari, sem enginn gat látið sér detta í hug að þyrðu nokkurntíma að láta sjá siguppi á sviði, fimmtán eða sextán ára unglingur, eða var hann fjórtán ára, feimnari og hlédrægari en feimnasti og hlédrægasti afdaladrengur, het Gísli Halldórsson, og nú þekkir öllþjóðinhann. En hvernigsemá því stendur man ég ekki eftir flokkssystkinum skáldsins eða fé- lögum frá árinu 1937, enda voru nú að vísu breyttir tímar, sá flokkur sem áður hét Kommún- istaflokkur ísiands hét nú Sam- einingarflokkur alþýðu. Og nú var orðið á brattann að sækja fyrir ungt skáld vestan af Fjörð- urn. Önnur ljóðabók Jóns úr Vör, Stund milli stríða, færði honum engin sigurlaun. í þeirri bók voru ekki þau byltingarkvæði og ekki sá verkalýðskveðskapur sem á þeirri tíð var mælikvarði meðal róttækra vinstrimanna (eða kommúnista) á því hvað væri góður skáldskapur og hvað ekki. Þetta voru stríðsárin, þegar stór orð urðu marklaus og byltingar- kvæði hættu að verða til og ís- lensk kreppa hvarf sem dögg fyrir sólu vegna erlends hernáms og sósíalistar hættu að hafa trú á ungum skáldum sem sögð voru aftur farin að yrkja um blóm og fugla, en ef til vill hefur fólk hugs- að sér að þetta hnitmiðaða og kröftuga ljóð sem birtist í litlu bókinni Stund milli stríða, þegar heimsstyrjöld stóð sem hæst, væri um fugla: Gömul fallbyssa í grónu virki horfir til himins hljóðu auga, - °g fugl hefur gert sitt fyrsta lireiður og valið því stað í víðu hlaupinu Jón úr Vör fékk hvergi vin- samleg orð á prenti fyrir þessa bók sína nema í ritdómi eftir Jó- hannes skáld úr Kötlum sem skildi, að ekki bæri að fordæma ungt skáld, þó það færi ekki um með lúðrahljómum á þeirri tíð þegar þeir einu lúðrahljómar heyrðust sem úr herlúðrum komu, enda var sjálft byltingar- skáldið þá nýlega búið að gefa út bók sem féll ekki í sérlega góðan byltingarfarveg: Eilífðar smá- blóm. Það er best að taka það fram áður en lengra er haldið, sem að vísu allir vita sem til þekkja, að þótt ljóð Jóns úr Vör í Stund milli stríða væru ekki með lúðurhljómi og sum efalaust smálegri en rót- tækir aðdáendur vildu hafa þau, þá var það ekki sökum þess að hann léti sig þjóðfélagsleg mál- efni litlu skipta, að ég ekki tali um heimsmálin. Því fór víðsfjarri, einsog sjá má allsstaðar í verkum hans, og meðal annars í smáljóði því sem ég tilfæri hér að framan. Jón úr Vör hefur alla tíð hugsað mikið um heimsmálin og stöðu íslands í heiminum, verið rnikill andstæðingur erlendra herstöðva á íslandi, og eins þótt hann væri kominn upp á kant við fyrrum flokk okkar beggja, Sameining- arflokk alþýðu, Sósíalistaflokk- inn, einsog flokkur okkar hét í gamla daga. Jón úr Vör starfaði meðal annars í forustusveit her- námsandstæðinga, þegar þau samtök voru í blóma. Það leið ekki heldur á löngu áður en Jón úr Vör hafði fundið þann tón sem dugði til að halda nafni hans á lofti, þó ekki þannig að menn væru umsvifalaust sam- mála um að lofsyngja hann. Til þess hafði hann sarnið of nýstár- legt verk. Hann hafði sent frá sér verk sem tíminn hefur leitt í ljós að var einstætt í íslenskum bók- mcnntum, Þorpið, sem hann gaf út 1946, þegar hann var búinn að vera eitt ár í Svíþjóð eftir að seinni heimsstyrjöld lauk. Þar var ekki rímað, en þó áttu þetta að heita ljóð, svo nú fóru menn um allt ísland að rífast um það hvað væri ljóð og hvað ekki ljóð, og sumir héldu því fram að þessi bók væri allsengin ljóðabók, og til eru þeir sem hafa haldið fast við þá skoðun fram á þennan dag, jafnvel þó þeir hafi viðurkennt bókmenntagildi Þorpsins, því með tímanum varð sú bók svo óvefengjanlega sígild að enginn treysti sér lengur til þess að draga gildi hennar í efa. Hún færði þó höfundinum eng- an auð, þegar hún kom út. And- róðurinn gegn henni var of mik- ill, og þrátt fyrir viðurkenningu sumra mætra manna, náði höf- undurinn ekki að rétta hlut sinn eftir þær dræmu viðtökur sem önnur bók hans hafði hlotið. Jón úr Vör hafði eftir stríðslok og áður en hann fór til Svíþjóðar aft- ur, þegar þess var kostur eftir að friður var á kominn, festi ráð sitt og gengið að eiga fíngerða og gáf- aða stúlku, Bryndísi Kristjáns- dóttur, frá Nesi í Fnjóskadal sem reyndist hverri konu sterkari í þeirri lífsbaráttu sem framundan var, því skáldinu var ekki ætlað það hlutskipti að sitja á rósrauðu skýi það sem eftir væri ævinnar, þó fyrstu sporin væru ævintýri lík- ust sem og árin í Svíþjóð, að lík- indum, þar sem nafni minn var tvö fyrstu hjónabandsár sín, fyrstu tvö árin eftir stríðslok, og orti Þorpið. Hér verður ekki farið frekar út í það að rekja ævi Jóns úr Vör. Það var ekki ætlunin, heldur að setja saman nokkur orð i tilefni af sjötugsafmæli hans, sem er nú 21. janúar, rifja upp farna tíð og minna sjálfan mig og aðva á afrek hans í bókmenntum þjóö;uinnar. Landsmönnum er kunnugt, að Jón úr Vör hefur gefið út rnargar bækur eftir að hann gaf út Þorp- ið. En viðurkenningin á skáld- skap hans hlaut samt í fyrstu að koma frá útlöndum einsog verið hefur um suma aðt.i íslenska höf- unda, því mörlandinn var svo stíf- ur orðinn af að haida sér í stuðla og höfuðstafi og endarím að hann Miðvikudagur 21. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.