Þjóðviljinn - 21.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. janúar 1987 15. tölublað 52. órgangur Sturlumálið Vill að „hyskið“ kæri sig Sverrir ver sig með umframeyðslu hjá Sturlu. Steingrímur J. Sigfússon: Röggsemi góð ef réttlœti fylgir. Guðmundur Bjarnason: Rannsóknarnefnd í málið. „Það er gott að hafa röggsama valdsmenn cf þeir cru réttlátir Röggsemi og ranglæti fara ákaf lega illa saman“, sagði Steingrím ur J. Sigfússon þingmaður m.a. gær þegar hann gagnrýndi Sverr Hermannsson menntamálaráð herra fyrir gerræðisleg vinnu brögð við brottrckstur fræðslU' stjórans í Norðurlandi eystra. Umræðu utan dagskrár um fræðslustjóramálið varð ekki lok- ið á alþingi í gær og verður henni fram haldið á fimmtudag. Þó Sverrir Hermannsson talaði í tæpa tvo klukkutíma samtals, virtust ræðuhöld hans ekki sannfæra þá sem á eftir töluðu um réttmæti gerða hans og gagnrýndi Steingrímur J. Sigfússon einnig að hann svaraði ekki einni af þeim 10 fyrirspurnum sem hann þó afhenti honum skriflega fyrir umræðuna í gær. Þingmenn gagnrýndu einkum að fræðslu- stjóranum skyldi ekki hafa verið vikið um stundarsakir meðan á rannsókn sakargifta stæði eins og lög gera ráð fyrir og sagðist for- sætisráðherra á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun m.a. hafa reynt að fá Sverri til að fara þá leið til samkomulags en án árang- urs. Sverrir Hermannsson lagði í málsvörn sinni áherslu á persón- una Sturlu Kristjánsson, sem hefði brotið trúnað og teldi að tala í fjárlögum gæti ekki komið í stað grunnskólalaganna og starf- aði samkvæmt því. Sverrir sagði m.a. að greiðslustaða fræðsluum- dæmisins hefði verið 10 milljónir í mínus um áramót og kennslu- magn 22 stöðugildi umfram heimildir. Nýjungar í starfi hefðu verið teknir upp án fjárveitinga, Sjálfstœðisflokkurinn Kjörnefnd á lokaspretti Við erum komin á lokasprett- inn með þetta. Ég á jafnvel von á að við skilum okkar tillögu til fulltrúaráðsins fyrir helgi, en það gæti dregist eitthvað, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson for- maður kjörnefndar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann í gær. Þar með virðist ætla að fara að draga til tíðinda í framboðsmál- um Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, því búist er við að um leið og kjörnefnd hefur lokið störfum verði boðaður fundur í fulltrúa- ráði sjálfstæðisfélaganna. Kjörnefnd er bundin af niður- stöðum prófkjörs sem haldið var í október í fyrra, en svo er hins vegar ekki um fulltrúaráðið. Það hefur endanlegt ákvörðunarvald og getur breytt skipan listans. Og þess fundar er beðið með eftir- væntingu innan Sjálfstæðis- flokksins, því ýmsir hópar þar innan borðs hafa lýst yfir áhuga sínum á að koma Albert Guð- mundssyni úr efsta sæti listans. -€g húsnæði tekið á leigu og innréttað án vitundar ráðuneytis- ins og áætlanir um sérkennslu væru allar í þoku. Sverrir tók ákvörðun sína eftir að fræðslustjórinn hafði setið þriggja klukkutíma fund með ráðuneytisstjóra og skrifstofu- stjóra menntamálaráðuneytisins 9. janúar s.l. Niðurstaðan var að fræðslu- stjóri væri enn við sama heygarðshornið, og teldi sig geta gert sínar áætlanir og framfylgt þeim án samráðs við ráðuneytið. Því hefði hann orðið að taka til sinna ráða. Skoraði hann á fræðslustjórann og þá sem nú slægju um hann skjaldborg að leita réttar síns fyrir dómstólum. Ef þeir ekki gerðu það nú þegar, væri ljóst að þeir þyrðu það ekki, og þá væru orð þeirra ómerk. Sagði Sverrir „skjaldborgar- menn“ vera „hyski" sem yrði fljótt að gleyma Sturlu eftir kosn- ingar og kvaðst hann þar eiga við Alþýðubandalagsmenn, sem hefðu stjórnað þessu öllu, bak við tjöldin! Enginn ræðuntanna varði að- gerðir Sverris í þingsölunt í gær, og Guðmundur Bjarnason Fram- sóknarmaður frá Húsavík lagði til að sett yrði sérstök rannsóknarnefnd í málið. _ Sverrir Hermannsson í ráðherrasæti sínu á alþingi í gær. (mynd: EÓL) Farmenn Bakslag í viðræðumar Guðmundur Hallvarðsson: Vinnubrögð viðsemjenda óvið- unandi. Tökum upp allarfyrri kröfur um grunnkaupshœkkanir og 80% yfirvinnuálag Við eruin búnir að fá okkur fullsadda af þessum vinnu- brögðum, við höfum beðið um viðræður um okkar kröfur en enga svörun fengið ennþá, sagði Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur í samtali við Þjóðviljann á ellefta tímanum í gærkvöldi, en þá stóðu fundir enn í deilu undir- manna á farskipum og viðsemj- enda þeirra. Óvænt bakslag kom í viðræð- urnar á miðnætti á mánudag og kenna farmenn vinnubrögðum við samningagerðina um það. Að sögn Guðmundar náðist sam- komulag um eina málsgrein á mánudagsnóttina og skrifuðu far- menn hana upp og afhentu við- semjendum. Þeir prentuðu hana síðan upp en breyttu innihaldinu þannig að vinnusvið háseta var víkkað út meir en samið var urn. Málsgreinin var þá leiðrétt en Guðmundur sagði þetta óviðun- andi vinnubrögð. Þórarinn Þór- arinsson, framkvæmdastjóri V.S.Í. hefur vísað þessunt um- mælum á bug. Undirmenn á far- skipum ákváðu í framhaldi af þessu að taka upp allar fyrri kröf- ur sínar. Þær eru að grunnkaup hækki úr 24.000 í 35.000 krónur á mánuði fyrir lok þessa árs að álag á yfirvinnu verði hækkað úr 60% í 80%. Fundur Snótar með viðsemj- endum hófst um miðjan dag í gær og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. Enginn árangur varð af fundinum, en helsta krafa Snótar er að starfsaldur verði metinn til hækkana. -vd. Handbolti Víðir í Rostock Strákarnir í handboltalands- liðinu standa í ströngu í vikunni, lcika fímm lciki á fímm dögum við nokkur stcrkustu handknatt- lcikslandslið hcims í Eystrasalts- mótinu í Austur-Þýskalandi. Á staðnum er íþróttafréttaritari Þjóðviljans, Víðir Sigurðsson, og sendir daglega heim fréttir og við- töl. í dag keppir íslenska liðið við Austur-Þjóðverja, á morgun við Vestur-Þjóðverja, á föstudag við Pólverja, á laugardag við Sovét- menn og á sunnudag við Svía. Þrjár þjóðanna sex eiga framund- an B-mót heimsmeistarakeppn- innar og eru því í besta formi hugsanlegu um þessar mundir, og má búast við tvísýnu í öllum leikjum. Bein útsending frá fyrsta leiknum er í sjónvarpi í dag og hefst kl. 16.25. $já ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.