Þjóðviljinn - 21.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.01.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Mlðvikudagur 21. janúar 1987 15. tölublað 52. örgangur SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. Ríkisstjórnin/Fall dollarans Bíðum eftir stórþjóðum Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra: Bíðum með ákvarðanirþar til við sjáum viðbrögð annarraþjóða að var engin endanleg ákvörðun tekin, nema að Seðlabankinn mun hafa daglegt samráð við viðskiptaráðherra þessa viku og við ætlum að sjá hver verða viðbrögð stórþjóð- anna við þessu, sagði Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra í samtali við Þjóðviljann að lokn- um ríkisstjórnarfundi þar sem gengislækkun dollarans var rædd í gær. „Þegar hafa komið viðbrögð í Japan og það verða vafalaust enn ákveðnari viðbrögð hjá Vestur- Þjóðverjum strax upp úr helginni þegar kosningar 'eru um garð gengnar. Við fylgjumst með og högum okkur eftir því“ sagði Matthías. „Til þess að sam- ræma sem mest sjónarmið inn- flutnings og útflutnings verðum við að breyta hinni svokölluðu myntkörfu, þegar við sjáum hver áhrifin verða. Við reynum fyrst og fremst að halda í okkar fastgengisstefnu eins og hægt er. Hins vegar verð- um við að játa utanaðkomandi erfiðleikum ef þeir verða lang- varandi með einhverjum hætti, en eins mildum og við getum. -vd. Sjá bls.3 Wijk an Zee Jafnt við Nogueiras Heigi Ólafsson er í 3.-4. sæti á hinu sterka skákmóti í Wijk an Zee í Hollandi með 2 1/2 vinning úr fjórum umferðum. Helgi gerði í gær jafntefli við Jesus Nogueiras frá Kúbu. Efstur á mótinu er Englendin- gurinn Short með 3 1/2 vinning, annarVander Sterren, Hollandi, með 3, og þá Helgi og Nogueiras. Helgi vann Gutman frá ísrael í fyrstu umferð, gerði þá jafntefli við hinn enska Miles og síðan við Ljubojevic frá júgóslavíu í þriðju. -m Fisksölur Yfír 5000 lestir á Evrópu Engin sala á Bretlands- markað vegna kulda og ófœrðar. Enn gott verð í Pýskalandi Það sem af er árinu hafa ís- lenskir togarar og fiskiskip selt um 5000 lestir af fiski á ferskfisk- mörkuðum erlendis. Yfir 2000 lestir hafa verið seldar bæði á Bretlandi og í Þýskalandi en að- eins nokkur hundruð lestir hafa farið á markað í Frakklandi. Engin fiskiskip hafa selt á Bretlandsmörkuðum undanfarna daga en verðið á mörkuðunum þar hrapaði niður úr öllu eftir að hafnarborgirnar Grismby og Hull urðu meira og minna einangraðar í kuldakastinu sem nú hrjáir Evr- ópubúa. Samgöngur hafa hins vegar verið í ágætu lagi inn á meginiand Þýskalands frá Brem- erhaven og Cuxhaven og meðal- söluverð í vikunni á milli 50 og 60 kr. hvert kg. Á Bretlandi fór verðið hins vegar niður fyrir 30 kr. og sneru skip frá sem höfðu átt þar pantaða söludaga. Rykkökumar boöa ekki aðeins lausn á losunarvandanum, heldur geta þær verið til ýmissa hluta nytsamlegar. Ketill (til vinstri) og Gunnar Leifur Stefánsson tóku sig til einn daginn og hnoðuðu brjóstmynd úr einni kökunni meðan hún var enn meðfærileg og hefur karlinn hlotið nafnið Steinn Steinunnarson. Mynd gg. Sementsverksmiðjan Steinunn hnoðar knálega Útlitfyrir að losun síuryks ísjó verði hœtt. Rykið þess ístað hnoðað í köggla íþar til gerðum hnoðara Við höfum verið að prófa þetta hægt verði að losna við rykið á Sementsverksmiðju ríkisins á að undanförnu að finna lausn á tæki um nokkurt skeið og þær annan hátt en að veita því út í sjó, Akranesi í samtali við Þjóðvilj- mengunarvanda verksmiðjunnar tilraunir gefa góðar vonir um að segir Ketill Bjarnason vélvirki hjá ann, en hann hefur unnið að því vegna síuryks. Vesturland Sameinast um Fjölbrautina Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi leysir Fjölbrautaskólann á Akranesi af hólmi. Pórir Ólafsson skólameistari: Staða skólans mun styrkjastað mun Menn hafa unnið að því árum saman að fá sveitarfélögin á svæðinu tii þess að sameinast um rekstur Fjölbrautaskólans og nú hafa flest sveitarfélög á Vcstur- landi skrifað undir stofnsamning Fjölbrautaskóla Vesturlands, sagði Þórir Ólafsson skóla- meistari Fjölbrautaskólans á Akrancsi, sem innan tíðar verður formlega breytt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fimmtán manna skólanefnd hins nýja skóla kom í fyrsta sinn saman til fundar í gær og þar meö hófst starf skólans undir nýju nafni. Formlega verður Fjöl- brautaskóli Vesturlands á Akra- nesi síðan stofnaður 6. febrúar. Að sögn Þóris hefur það verið mönnum kappsmál allt frá stofn- un skólans að hann yrði rekinn af sveitarfélögunum á Vesturlandi auk ríkisins, en fram til þessa hafa Akurnesingar alfarið séð um reksturinn. „Það er enginn vafi á að staða skólans mun styrkjast til muna við þessa breytingu," sagði Þórir í gær. -gg Úrgangsryki, sem verður til í sementsframleiðslunni hefur fram til þessa verið veitt út í sjó. Þar hefur það safnast fyrir og ver- ið mörgum þyrnir í augum, en nú er útlit fyrir að hægt verði að losna við rykið á hentugri hátt. Að sögn Ketils er lausnin fólg- in í því að rykið er blandað vatni og hnoðað í kökur eða köggla í þar til gerðu tæki, rykhnoðara, sem starfsmenn verksmiðjunnar kalla Steinunni sín á milli. Eftir að rykið hefur verið hnoðað á þennan hátt er engum vand- kvæðum bundið að losna við það þannig að allir geti sætt sig við. Unnið hefur verið að því að þróa tækið á undanförnum mán- uðum, en nú er ráðgert að full- hanna það og korna því í vinnslu. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.